Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ j FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 13 FRÉTTIR Flekaflóð algengnstu snjóflóðin SNJÓFLÓÐ eru ákaflega mismunandi en auðþekkjanlegasti munurinn á þeim er hvort um er ræða svonefnd lausasnjó- flóð eða flekahlaup. Flekaflóð eru al- gengustu snjóflóðin á Islandi. Snjóflóðið á Flateyri i gær var þurrt flóð alveg eins og snjóflóðið í Súðavík 16. janúar s.l. samkvæmt upplýsingum snjóflóða- varna á Veðurstofu íslands. Ef snjór í snjóflóði er ekki mjög blaut- ur og fer tiltölulega hratt yfir getur hent að einstaka hlutar hans þeytist í loft upp og fari niður hlíðina sem snjó- ský eða kóf. Er því snjóflóðum skipt í flæðihlaup og kófhlaup. Hér á landi er sjaldgæft að hrein kófhlaup falli en stundum falla flæðihlaup fyrir kletta og verða þannig kófhlaup um stund. Halli lands og tegund snjóþekju eru samverkandi þættir sem ráða því hvort snjóflóð fellur. Miklu máli skiptir hvort snjóflóð eru þurr eða vot. Þá skiptir skriðflöturinn máli og ræður hann miklu um hraðann á flóðinu. Á meðfylgjandi teikningum er sýndur munurinn á mismunandi tegundum snjó- flóða auk þess sem þeir þættir sem hafa áhrif á gerð flóðanna eru skýrðir. Mynd- imar og textinn em fengin upp úr loka- verkefni Jóns Gunnars Egilssonar við byggingadeild Tækniskóla íslands og birt með góðfúslegu leyfi hans. upptakasvæði fallbraut tunga a HALLI lands ogtegund snjóþekju eru samverkandi þættir sem ráða því hvort snjóflóð fellur. Miklu máli skipt- ir hvort snjóflóð eru þurr eða vot. Þurrari flóð eru léttari í sér en þau votu og það hefur áhrif á rennsli þeirra. Þurru flóðin fara hraðar yfír og eru ekki eins næm fyrir hindrun- um sem verða á vegi þeirra. Vot flóð fylgja betur landslag- inu og þurfa ekki eins brattar brekkur til þess að skríða af stað. Stærstu flóðin falla í þjöppuðum snjó í tæplega 30 til rúmlega 50 gráðu halla. b LAUSASNJOFLÓÐ er það nefnt þegar samloðun snjó- komanna á einhveijum einstökum stað í snjóþekjunni verð- ur það lítil að nokkur þeirra skríða af stað. Það eykur álag- ið fyrir neðan þannig að meiri snjór skríður af stað. Slík keðjuverkun gengur svo niður eftir hlíðinni og flóðið breikk- ar smám saman. Lausasnjóflóð eru algengust í nýföllnum snjó og falla oftast af sjálfu sér þó mannaferðir hafi einn- ig komið slíku af stað. Lausasnjóflóð má þekkja á þvi hvernig þau líta út, þ.e. byrja í einum punkti og breiða síðan úr sér. Þau eru fátíð hér á landi og yfirleitt lítil og valda því sjaldan tjóni. C FLEKAHLAUP er það nefnt þegar stór hluti snjóþekjunn- ar skríður af stað í einu og skörp brotlína myndast. Þessi snjóflóð myndast í snjóþekju sem náð hefur að bindast saman, t.d. í foksnjó eða í snjó sem tekinn er að setjast. Hefur þá öll snjóþekjan náð að mynda eina heild sem nýt- ur sameiginlegs stuðnings. Þegar svo álagið verður styrkn- um yfírsterkara á einhveijum stað skríður öll þekjan af stað. Flekasnjóflóð verða því oftast stærri en lausasnjóflóð og að sama skapi hættulegri. Flekasnjóflóð eru auðþekkt á hinni skörpu brotlínu, þau eru algeng hér á landi, enda snjóþekjan hér oftast samanbarin. d EITT einkenni kófhlaupa er að á undan þeim niður hlíð- ina fer loftbylgja sem getur í sumum tilfellum orðið mjög öflug. Algengast er að snjóflóð falli sem blanda af fleka- hlaupi og kófhlaupi, þ.e. hluti þeirra skríði með jörðu og hluti ferðist í loftinu. Þannig var um flóðið sem féll á Selja- landsdal 5. apríl sl. e FLÓÐUM er skipt eftir því hvar skriðflöturinn liggur. Ef hann liggur í snjóþekjunni, þ.e. aðeins efri hluti hennar skríður fram, er talað um yfirborðshlaup. Ef hins vegar öll snjóþekjan skríður fram er það nefnt grunnhlaup og er þá jörðin sjálf skriðflöturinn. Ekki liggur neinn eðlismunur í rennsli þessara flóða, nema hvað grunnflóð sem fara eft- ir grófu jarðaryfirborði ná ekki eins miklum hraða og geta jafnvel stöðvast fljótlega. f FERLI snjóflóða má skipta í þrennt; upptakasvæði, fall- braut og tungu. Upptakasvæði er það svæði nefnt þar sem snjórinn skríður fyrst af stað, þ.e. efsti hluti ferilsins. Gil og skálar geta verið mikilvirk upptakasvæði því þar er oft mikil snjósöfnun, sérstaklega ef vindur blæs snjónum til. Upptakasvæði geta legið hátt til fjalla og því erfitt að koma auga á þau. Það er mjög slæmt, því ástandið á upp- takasvæðinu segir mest til um hvort hætta sé á snjóflóð- um. Fallbraut tekur við af upptakasvæði, yfirleitt um 100 metrum frá brotlínu eða upphafspunkti. Hraði snjóflóða er mestur í fallbraut og einnig eyðileggingarmáttur þeirra. Tunga tekur við af fallbrautinni og er yfirleitt miðað við að tunga byiji þar sem halli lands er orðinn 20-25 gráður. S8BSS11 '. iiX V V S'- Vj e. SKRIÐFLOTURINN f. FERLISNJÓFUÓÐA d. KÓFHLAUP loftbylgjur Miklir mannskaðar í snjóflóðum ■WTlIR 600 manns hafa farist í snjóflóðum hér á. landi og um 160 frá því um alda- mót. Mannskæðustu snjóflóðin urðu árin 1885, 1910, 1919, 1974, 1983 og 1995. Mannskæðasta snjóflóð sem vit- að er um hér á landi féll á Seyðis- firði 18. febrúar 1885. Þá létust tuttugu og fjórir. Síðari hluta jan- úar það ár tók að snjóa og hlóð niður snjó í þijár vikur til mánuð samfleytt. Nokkur smærri snjóflóð féllu framan af febrúarmánuði en stóra snjóflóðið féll úr Bjólfinum og yfir Fjarðarölduna utanverða, að því er fram kemur í bókinni Skriðuföll og snjóflóð. Snjóskriðan steyptist yfir bæinn árla öskudags- morguns áður en fólk var almennt komið á fætur. 15 íbúðarhús ýmist stórskemmdust, brotnuðu í spón eða fóru fram í sjó. 80-90 manns bjuggu í húsunum, að talið er, og lenti meginþorri þeirra að ein- hveiju leyti í hlaupinu. 24 fórust og margir slösuðust. Mesti siyóflóðavetur á öldinni Sama dag, 18. febrúar 1910, brast snjóhengja í Búðarhyrnunni í Hnífsdal og féll með miklum hraða niður Búðargilið. Snjóskrið- an breiddi úr sér þegar hún kom niður úr gilinu og náði 150-160 faðma breidd. Hún sópaði burtu öllu er varð á vegi hennar, íbúðar- húsum og sjóbúðum og færði hús á sjó út. Á milli 30 og 40 manns lentu í snjóflóðinu, af þeim fórust 20 og 12 slösuðust. Árið 1919 er mesti snjóflóðavet- ur það sem af er þessari öld. Fjöldi smærri og stærri snjóflóða féll í þremur landshlutum og ollu sum þeirra stórfelldu manntjóni. Týndu átján manns lífi í fjórum snjóflóð- um í nágrenni Siglufjarðar. Neskaupstaður Tólf manns fórust í snjóflóðum í Neskaupstað 20. desember 1974. Flóðin voru tíu talsins og ollu tvö þeirra tjóni. Fyrra flóðið, Innra flóðið, féll úr svokölluðum Bræðslugjám, gilskorum þrem ofan við bæinn. Síðara flóðið féll örlítið utar, nær byggð í bænum og kom úr svokölluðu Miðstrandar- skarði. Fyrra flóðið hreif með sér tvo lýsisgeyma og þeytti öðrum þeirra á kaffistofu bræðsluhúss Síldarvinnslunnar, þar næst á mjölskemmu og að endingu á sjó fram. Hinn tankurinn hafnaði á bræðsluhúsinu miðju. Einnig þeytti flóðið olíutanki með 900 lestum af svartolíu af grunni og dreifðist olía um stórt svæði. 29 manns voru við störf í fiskvinnslu þegar flóðið féll. Af þeim lentu 12 í flóð- inu og voru fimm látnir þegar þeir fundust. Síðara flóðið féll á eitt íbúðarhús sem í voru sjö manns og létust fjórir sem á neðri hæð hússins voru. Flóðið sópaði líka í burt steypustöð og bílaverkstæði og fórst einn maður við steypustöð- ina. Á Strandgötu lentu þrír menn í seinna flóðinu og fórust tveir þeirra. Fjórir fórust í tveimur flóðum 22. janúar 1983 á Patreksfirði. Fyrra flóðið var um 65 metra breitt þar sem það skall á byggðina. Flóð- ið kom úr Geirseyrargili og um tveimur tímum síðar fylgdi annað flóð úr Litladal og rann eftir far- vegi Litladalsár allt til sjávar. Einn maður fórst í snjóflóði í Tungudal við Ísaíjörð í apríl 1994. Um 40 sumarbústaðir skemmdust, skóglendi sópaðist burt og skíða- lyftur og önnur mannvirki skíða- manna skemmdust. Siyóflóðið í Súðavík Fjórtán manns, þar af átta börn, fórust í snjóflóði sem féll á Súða- vík 16. janúar síðastliðinn. Tólf ára piltur fannst lifandi í fönninni rúm- lega 23 klukkustundum eftir að snjóflóðið féll. Tólf manns sluppu lifandi úr flóðinu. Tuttugu og sex manns voru í húsunum sem snjó- flóðið féll á. Fjórir fundust strax eftir að flóðið hafði sópað húsunum á undan sér og aðrir ellefu næstu klukkustundimar. Talið er að sér- þjálfaðir leitarhundar hafi bjargað nokkrum mannslífum. Versta veð- ur var í Súðavík þegar snjóflóðið féll og slotaði veðri ekki meðan á björgunarstarfi stóð. Um 800 manns þurftu að yfirgefa heimili sín á Vestfjörðum vegna snjóflóða- hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.