Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Landbúnaður í vestrænu hagkerfi EINN af forystu- mönnum íslenskra bænda lét þau orð falla fyrr á árinu að framtíð bændastéttar (a.m.k. sauðfjárbænda) væri „döpur“. Varla mun þetta of mælt. Ýmsar líkur benda til þess að landbúnaður sé á út- leið í vestrænu hag- kerfi, ekki síst ís- lensku. Landbúnaði er ekki ætlað hlutverk í því samfélagi sem nú er sem óðast verið að móta í stórkapítalísk- um anda til Iangrar framtíðar. Tíðarandinn hefur nán- ast dæmt bændastétt til útrýming- ar í nýju þjóðfélagi líkt og trillukarl- inn, kaupmanninn á hominu og kaupfélagsbúðimar. Þótt einstaklingshyggjumenn á borð við mig hafí margt við þessa útrýmingarhugsjón að athuga, dugir það til lítils því málflutningur tíðarandans, hinnar stórkapítalísku verðandi, ríkir á umræðuvettvangi ofar rökum okkar „sérvitring- anna“, sem reist em á öðmm for- sendum. Munurinn er svo gagnger Frumframleiðsla land- búnaðar hefur marg- földunaráhrif í atvinnu- lífinu, segir Ingvar Gíslason, og stuðning- urinn skilar sér aftur í hringrás atvinnu- og viðskiptalífs. að öndverðar fylkingar tala ekki sama mál, meðaíhóf og málamiðlun koma ekki til greina. Umræða um þjóðfélagið og þróun þess ber svip af því, sem dregið var upp í heims- frægri blaðaskopmynd nýlega, að annar keppandinn spilar dómínó þegar hfnn teflir skák og þykjast þó báðir vera að keppa í sömu grein við sama skákborð. ■ „Auðlindir til bölvunar" Tíðarandinn hefur dæmt sveita- störf í evrópsku samfélagi, „há- tindi siðmenningar", til útlegðar. Bústörf, það að afla matar fólki til viðurværis, er svo fmmstæð iðja að hún fellur ekki að samfé- lagi auðhyggjunnar, þar sem milliliðastarfsemi á háu og víðu plani skapar þjóðarauðinn. Mat- vælaframleiðsla sveitamanna telst svo forneskjuleg hráefnisvinnsla að hún heyrir til öðru siðmenning- arstigi ofan á það að vera utan- veltu í þróuðu hagkerfi kapítalism- ans. „Auðlindir em til bölvunar" segir í vígorði þeirra sem boða þá kenningu að vestrænt samfélag framtíðarinnar skuli reist á milli- liðahagkerfi (sjá _ viðskiptakálf Mbl. 16. 2. 1995). í draumahag- kerfi útlendra fyrirlesara íslenskra viðskiptaforkólfa er ekki rúm fyrir matvælaframleiðslu úr skautijarð- ar í Evrópulöndum nema ef vera skyldi vínberjarækt í Frakklandi og nágrenni, sem svo vill til að skiptir siðmenntað fólk máli upp á veisluhæf eðalvín að smekk evr- ópskrar yfirstéttar. Allt annað ætt og drykkjarhæft má kaupa við srnáprísum á markaðstorginu í Global Village, enda aðdráttarleið- ir auðveldar í heimsþorpinu og úrvalið eftir því. Þótt margir sjái slíka þróun fyrir sér hrifningarlaust, raun- ar kvíðafullir, er borin von að sýn þeirra þyki áhorfsverð. Andófs- menn gegn landbún- aðarfj andskapnum hafa ekki nógu „stór- an munn“ til að yfir- gnæfa þann „Big- Mouth“-boðskap tíðarandans sem segir að ekkert sé svo þjóð- hagslega asnalegt eins og það að rækta akra og tún, ala sláturdýr og bjástra við annan sóðaskap (í siðmenntaðri Evrópu). „Öryrki á hækjum“ Pólitísk heimspeki milliliðanna geymir auðvitað það sannleik- skom, að landbúnaður á örðugt uppdráttar í auðvæddu hagkerfí, þar sem kapítalisminn er fortaks- laus. Frá því sjónarmiði er land- búnaður eins og vandræðabarn í góðri fjölskyldu eða „öryrki á hækjum“ eins og merkur hagfræð- ingur hefur lýst þessu á útmálandi hátt. í stórum dráttum á þetta við um landbúnað í vestrænu hag- kerfi, ef menn vilja nota slíkt lík- ingamál. Landbúnaður stendur í sífelldri aðlögunarbaráttu að hag- kerfi sem hafnar honum. Þarf ekki annað en að hlusta á hag- fræðinga og aðra talsmenn hins nýja valdakerfis til þess að sann- færast um það. Kerfishagfræðing- ar eiga það sameiginlegt að „vita hvert skattamir þeirra fara,“ þeir fara allir í landbúnaðinn! Því er ekki að furða þótt sá áróður tíðar- andans gangi í fólk í öðmm starfs- stéttum, að landbúnaði sé haldið uppi af neytendum og skattgreið- endum með „ríkisstyrkjum“, „of- urtollum" og „verðlagsokri". Má sín þá lítils þótt sýnt sé fram á að slíkur stuðningur (millifærsla) skilar sér aftur í hringrás atvinnu- og viðskiptalífs og snýr ekki að bændum einum. Fmmframleiðsla landbúnaðar hefur margföldunar- áhrif, þótt nú tíðkist að meta þau einskis. En til hvers er að nefna rök sem þessi, þegar þau heita einskisverður fyrirsláttur á máli þeirra sem ráða? Tilgangsleysi þess að hafa uppi slík rök spegl- ast best í því að forystumenn bændastéttar, að vísu sundurleitur hópur, em svo raunsæir að vera ekki að veifa þeim, enda barin niður sem sveitamannahagfræði, sem ekki getur verið verri. Rök .sveitamanna fyrir tilveru sinni finna ekki hljómgmnn í þjóðfélagi þar sem viðskiptajöfrar em hetjur alþýðunnar og neytendasamtök sjá bændur fyrir sér sem stéttar- óvininn sjálfan. Dapurleg framtíð Ofanskráð hugleiðing er ekki samin til þess að gera lítið úr nýj- um búvörusamningi. Hann stend- ur fyrir sínu eins og komið er. Hann er bam síns tíma, spegill aldarfarsins. Mér er það eitt í huga að virða fyrir mér meginþró- un landbúnaðar og stöðu bænda- stéttar, hvert horfír í þeim efnum. Framtíð landbúnaðar í vestrænu hagkerfi er dapurleg. íslenskur landbúnaður er þar engin undan- tekning. Því miður óttast ég að landbúnaðarfjandskapur og bændafordómar séu magnaðri á íslandi en í öðmm löndum. Höfundur er fyrrverandi alþingis■ maður og ráðherra. Ingvar Gíslason Heilbrigðiskerfið - meira fyrir minna ÞÖRFIN fyrir for- gangsröðun í heilbrigð- iskerfinu er nú orðin svo knýjandi að almenn umræða um hana er loksins hafin. Auðvelda má þessa forgangsröð- un nokkuð með því að nýta það fé sem veitt er til heilbrigðismála betur en nú er gert, en skipulagning heil- brigðisþjónustunnar er langt frá því að vera eins hagkvæm og mögulegt væri. Með markvissari ákvarðana- töku og betri skipulagn- ingu má spara hundmð milljóna króna árlega án þess að skerða þjónustuna. Leita þarf allra leiða til að ná þessu fram, en ein af þeim leiðum felst í því að beita aðgerðarannsóknum í auknum mæli. Sem vísbendingu um hvað um er að ræða má nefna að rekstrarverk- fræðingar era dæmi um stétt sem beitir aðgerðarannsóknum að stað- aldri. Aðgerðarannsóknafélag íslands, sem er áhugamannafélag með ríflega 120 félögum, tekur fyrir eitt þema á hverjum vetri. í vetur varð „heil- brigðiskerfið — meira fyrir rninna" fyrir valinu sem þema. Fyrsti fundur- inn mun einskorðast við hvemig að- gerðarannsóknir geta nýst við rekst- ur spítala og verður hann haldinn á Borgarspítalanum 31. október kl. 16:30, í suðursal, 1. hæð í G-álmu. A síðari fundum í vetur verður fjall- að um önnur efni. má nefna gæðastjóm- un, heilsuhagfræði og aðgerðarannsóknir. Reiknilíkön era ekki markmið í sjálfu sér og gefa í fæstum tilvikum nákvæm svör eða lausn- ir, en geta verið mikil- væg og sjálfsögð undir- staða fyrir ákvarðanir. Eitt helsta hjálpar- tæki aðgerðarannsókna kallast hermilíkön sem era ein gerð reiknilík- ana. Flestir kannast við tölvuleiki sem herma eftir raunveralegum eða ímynduðum veru- leika. Sumir „tölvuleik- ir“ era notaðir við þjálf- un manna og era flughermar vel þekktir. Það er miklu ódýrara að þjálfá menn í flughermum en í flug- vélum og mistök eru þar ódýr en lærdómsrík. Víða þykir notkun líkana sem herma eftir heilbrigðiskerfinu sjálf- sagt tæki til að nýta fjármagn bet- ur. Dæmi um slíkt era líkön þar sem hermt er eftir „streymi" sjúklinga um kerfið, til dæmis í Svíþjóð og Bretlandi. Með þessum líkönum má til dæmis meta hvaða áhrif nýtt hjúkranarheimili hefði á rekstur sjúkrahúsa og áhrif af (sumar)lok- unum deilda. Alkunna er að sparn- aður á einum stað getur leitt til auk- inna útgjalda á öðram stað. Þess má geta að nokkrir tugir aðgerða- rannsóknarmanna vinna hjá eða fyr- ir breska heilbrigðisráðuneytið. Snjólfur Ólafsson Reiknilíkön Ein leið til að nýta betur það fé sem fer til heilbrigðismála er að styðjast við reiknilíkön við ákvarð- anatöku og skipulagningu í heil- brigðiskerfinu. Reiknílíkön era notuð sem liður í vinnu sem getur farið fram undir ýmsum merkjum. Hér Mesti sparnaðurinn Víða má ná fram sparnaði í heil- brigðisþjónustu án þess að skerða þjónustuna. Einnig er ljóst að mesti spamaðurinn fæst með því að huga að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í heild, meðal annars uppbyggingu Víða má ná fram sparn- aði í heilbriffðisþjónustu. Snjólfur Ólafsson skrifar um forgangsröð- un í heilbrigðiskerfinu. sjúkrastofnana. Aftur og aftur er greint frá í fjölmiðlum illa nýttum tækjum, húsnæði og starfsfólki og öragglega era misbrestimir fleiri en þar koma fram. í mörgum tilvikum hefði mátt koma í veg fyrir sóun með betri skipulagningu og skyn- samlegri ákvörðunum. Hér á landi era mörg dýr sjúkra- rými notuð fyrir einstaklinga sem hefðu það jafn gott eða betra í mun ódýrari hjúkranarrými, ef það væri til. Þetta er dæmi um sóun sem skrif- ast á reikning heilbrigðisyfirvalda. Lokaorð Fyrir nokkrum áratugum höfðu fáir íslendingar menntun sem nýtist við flókna skipulagningu og rekstur. Það era því „eðlilegar“ ástæður fyrir mörgum af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Nú eru breyttir tímar. Þótt ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu til stjómmálamanna að þeir búi yfir þekkingu á sviði ákvarðanatöku og skipulagningar þá hljótum við að gera þá kröfu til þeirra að þeir nýti sér aðstoð þeirra sem það gera. A síðustu misserum hafa verið stigin nokkur skref í þessa átt, en þau hefðu þurft að vera bæði fleiri og stærri. Aðgerðarannsóknafélagið vill leggja sitt af mörkum til að ákvarð- anir verði markvissari og skipulagn- ing betri í heilbrigðiskerfinu, og reyndar í öllu þjóðfélaginu. Höfundur er dósent í Háskóla ís- lands og formaður Aðgerðarann- sóknafélags íslands. V egnrinn yfir Gilsfjörð Svartil Halldórs Biöndals ráðherra FIMMTUDAGINN 12. október var grein í Morgunblaðinu um vegagerð og kom í ljós að nýr vegur yfir Gils- fjörð yrði ekki tekinn í notkun haustið 1997. Halldór, þú segir að þú sjáir ekert því til fyrir- stöðu að fresta útboði. Það er best að ég svari þér hreint út. Þingmál. Tillaga um Gilsfjarðar- brú var flutt fyrsta í skipti á þingi 1982. Tilagan var flutt af Sigurlaugu Bjarnadóttur ásamt AÍexander Stef- ánssyni, Friðjóni Þórðarsyni, Ólafi Þórðarsyni, Skúla Alexanderssyni og Sighvati Börgvinssyni. Tillagan var rædd á þingi 1982 til 1983. Ef við hefðum verið frek hér þá væri brúin komin vegna þess að okk- ur fannst að aðrir væra verr staddir en við. Þar á ég við brú á Suður- landi. Ég á við brúna yfir Öndunar- fjörð og Vestfjarðagöngin. Allt vora þetta nauðsynlegar framkvæmdir, en það virðist ekki megi rétta fram litla fingur, þá takið þið alla höndina. Þú segir, að það ætti að vera hægt að hnika til vegagerðinni yfir Gilsfjörð. Það hefur verið gert og má ekki endurtakast. Halldór, þú veist að þú ert að skrökva, að þú einn þurftir að ákveða hraða og röð vegframkvæmda. Það gerir Alþingi en ekki þú. Ef eðlilegur framkvæmdahraði hefði verið væri vegurinn yfir Gilsfjörð kominn. Sveinn Guðmundsson Framkvæmdum var hnikað til illu heilli. Hver trúir þvl að það eigi að fresta útboði um einhveijar vikur. Ekki ég. Ég er orðinn það lífsreyndur að það er hægt að klæða lygina í brúðkaupskjól, en það breytir engu um það hvað undir brúðarkjóln- um er. Þú segir, Halldór, að ekki sé auðvelt að skera niður lögboðnar fram- kvæmdir. Þú veist að við hér eram fáir og þú heldur að auðvelt sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Utboðið nú er lögum samkvæmt. Á síðustu 40 árum hefur byggð dregist saman hér um helming og hið sama hefur gerst í Norðfirði. Svo dæmi séu tekin. Fyrir nokkrum áram var okkur lofað að á Reykhólum skyldi vera læknir yfir vetrarmánuðina. Þegar Reykhólalæknishérað var lagt niður. Það skal fyllilega viðurkennt að læknisþjónustan frá Búðardal er eins góð og hægt er að búast við miðað við þær erfiðu aðstæður. Auðvitað var það svikið að hafa lækni á Reykhólum yfir þessa þrjá vetrarmánuði sem lofað var. Síðasta vetur gerði hér stórviðri og þá varð hér alvarlegt slys. Það tók okkar ágætu hjúkranarkonu í ' fylgd röskra björgunarsveitarmanna um 20 klukkustundir að komast 40 km á slysstað. Vegur yfir Gilsfjörð myndi treysta búsetu og auka öryggi íbúanna hér. Halldór, mín persónuleg skoðun er sú að ráðherra beri að framfylgja Þú hefur valið vondu leiðina, segir Sveinn Guðmundsson, og þarft að ná áttum í tíma. lögum frá Alþingi í þeim málaflokk- um sem honum er treyst fyrir. Það skiptir því engu máli hvort þú ert á móti íbúum hér, þér ber að bjóða út veginn yfir Gilsfjörð. Fram- kvæmdavald þitt er bundið við lög og hvort sem þér líkar betur eða verr, þá ber þér að framfylgja lögum frá Alþingi. Það skiptir þjóðina engu hvort þér þykir eitthvað gáfulegt eða ekki. Þér ber að framfylgja lögunum. Sé það á móti samvisku þinni verður þú að segja af þér ráðherradómi. Ef þú og Pétur Blöndal, frændi þinn, viljið leggja landið í eyði þá komið hreint fram og segið það bara án þess að nota til þess feluorð. Það er nóg af löndum sem era yfirfull af fólki sem myndi gleypa við því að senda fólk frá sér til Is- lands sem landnema. Þeir sem vilja láta aðra spara verða líka að spara sjálfir, ráðherrar sem þingmenn. Við vitum að fjármagni er misskipt. Sum- ir búa flott og er það í lagi ef þeir vinna fyrir því sjálfir á heiðarlegan hátt. Halldór, þú ert líka samgöngu- málaráðherra fyrir okkur og ég skal fúslega játa að ég er reiður við þig, en reiði hefur sjaldan leyst vandamál en skapar vonleysi og leiða. Þú hefur valið vondu leiðina, sem ég vona að þú áttir þig á því áður en að bjarg- brún er komið og þú kominn svo framarlega, að ekki verði snúið við. Höfundur er bóndi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.