Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
h
FRETTIR
Páll Guðmundsson leitaði að vinum sínum í snjóflóðinu í allan gærdag
• •
Ormagna en ekki líkamlega þreyttur
„LEITIN er mjög erfið og menn
eru gjörsamlega örmagna. Ég er
þó ekki likamlega þreyttur, en
aðstæður reyna mjög á menn,“
sagði Páll Guðmundsson, mat-
sveinn á Gylli frá Flateyri, sem
leitaði í snjóflóðinu frá kl. 5 í
gærmorgun og fram á kvöld.
„Ég var ræstur út kl. 5 og þá
fór hópur manna strax að leita.
Við vorum með allt of fá sendi-
tæki á okkur og því gátum við
ekki dreift okkur eins vel og æski-
legt hefði verið. Það var kolvit-
laust veður og ég sá ekki menn
4-5 metra frá mér.“
Páll sagði að leitin hefði fyrst
byrjað af krafti þegar aðstoð barst
frá ísafirði, enda leitarhópurinn á
Flateyri í fyrstu aðeins skipaður
15 manns, þó ræst hafi úr svo
hópurinn taldi 20-30 manns áður
en ísfirðingar bættust i hópinn.
Þá hefði farið að lægja upp úr kl.
8 og það hefði auðveldað leit.
Páll sagði að leitin hefði á
stundum verið honum um megn.
„Ég treysti mér ekki til að leita í
rústum húss Haraldar Eggerts-
sonar, skipstjórans míns á Gylli,“
sagði Páll, en Haraldur, eiginkona
hans og tvö börn fórust í flóðinu.
Yngsta barnsins, eins árs stúlku,
var enn saknað seint í gærkvöidi.
Páll hélt leit áfram fram á
kvöld, eftir stutta hvíld, en mjög
var af honum dregið. „Ég var á
sjó með Haraldi og Þorsteini Sig-
urðssyni, sem bjó í næsta húsi við
Harald. Og það er ekki lengra síð-
an en á miðvikudagskvöld að ég
heimsótti Þorleif Yngvason og
Lilju Ásgrímsdóttur, sem ég
þekkti mjög vel. Auðvitað reynir
þetta á, auðvitað eru leitarmenn
gjörsamlega miður sín. Þetta eru
vinir okkar.“
Páll er Skagamaður og hefur
verið á Flateyri undanfarna sex
mánuði. Hann kvaðst ekki geta
sagt til um hvort hann yrði þar
áfram. „Ég verð bara að sjá hvað
setur. Hérna er gott fólk og gott
að vera og ég er með þessa vinnu.
Það er ekki hlaupið að því að fá
góða vinnu.“
Tvö hús t
standa
á leitar-
svæðinu \
45 manns voru í húsun- )
um nítján á Flateyri, •
sem snjóflóðið féll á.
Helgi Bjarnason kom
þangað í gærkvöldi.
SNJÓFLÓÐIÐ féll á 19 íbúðarhús á í
Flateyri, Esso stöðina, fjarvarma- |)
veitu, spennustöð og Minjasafnshús. i
í húsunum voru alls 45 manns. Tutt- ”
ugu og einn bjargaðist af sjálfsdáð-
um eða var bjargað áður en skipu-
lagt björgunarstarf hófst. 24 lentu í
flóðinu, 4 hafa bjargast, eins er sakn-
að,_og nítján eru fundnir látnir.
Ég kom til Flateyrar með varð-
skipinu Ægi og var kominn að snjó-
flóðasvæðinu um kl. 20 í gærkvöldi.
Blaðamönnum var ekki hleypt á sjálft f
snjóflóðasvæðið þar sem öll hús ofan |
Ránargötu höfðu verið yfirgefin og _
svæðið lýst hættusvæði. Hins vegar P
sáust ljós leitarmanna sem voru að
grafa eftir litlu stúlkunni sem enn
var saknað. Óþreyttir leitarmenn,
sem komið höfðu með Ægi, voru að
taka við af leitarmönnum frá Flat-
eyri og nágrannahéruðum sem sumir
höfðu verið að frá því snemma um
morguninn. Á annað hundrað björg-
unarsveitarmenn voru komnir til |
Flateyrar. Hundar gegndu lykilhlut- ^
verki við leitina.
Tvö hús sjást uppistandandi á snjó- p
flóðasvæðinu, en leitarmenn sögðu
að flest önnur hús væru rústir einar.
Mikið spýtnabrak og þykkt snjólag
er yfir öllu. Þeir geta sér þess til að
gríðarleg höggbylgja á undan flóðinu
hafi leikið húsin svona illa.
34 snjóflóð fallið
í og við Flateyri
Á síðustu 60 árum hafa 34 snjóflóð fallið í og við
Flateyri við Önundarfjörð samkvæmt skráningu
>» 1 '
Veðurstofu Islands sem gefín var út í ágúst síðastliðn-
um. Á árunum 1936 til 1989 féllu átján snjóflóð, en
16 flóð á síðustu sex árum, frá 1989 til 1995.
í SKÝRSLU Veðurstofunnar, sem unnin er
fyrir Almannavamir ríkisins, segir að skráning
snjóflóða mætti vera markvissari. Síðustu ár
hafi enginn snjóeftirlitsmaður starfað þar, en
meðal verkefna slíkra manna er að skrá niður
á markvissan hátt þau snjóflóð sem falla í
viðkomandi byggðarlagi. Þetta þýði þó ekki
að snjóflóð hafi alls ekki verið skráð á Flat-
eyri þennan tíma því nefndarmenn í Almanna-
varnanefnd staðarins hafí'sett niður á blað
útlínur allra flóða sem komið hafa nærri byggð,
en þar vanti þó oftast nánari upplýsingar, t.d.
um eðli flóðanna, upptök, magn snævar, veður
o.s.frv.
• 20. mars 1936. Fyrsta flóðið sem greint
er frá í skýrslu Veðurstofunnar féll úr Skolla-
hvilft og féll milli kirkjugarðsins og Sólbakka.
Flóðið var um 300 m breitt og sópaði burt
tveimur stórum fískþurkkunarhjöllum, braut
fimm símastaura, rauf girðingar og braut eina
hlið grafreitsins þar.
• 27. október 1938. Hugsanleg upptök í
Miðhryggsgili eða Litlahryggsgili. Flóðið, sem
var um 300 m breitt, féll á milli Sólbakka og
Hvilftar og náði í sjó fram. Flóðið tók símalínu
á 200 m kafla og braut fímm símastaura og
skemmdi vatnsgeymi Síldarverksmiðja ríkisins
á Sólbakka.
• 27. október 1938. Nokkur snjóflóð hlupu
einnig úr Eyrarfjalli ofan við Flateyrarkauptún
en þau ollu ekki teljandi tjóni.
• 2. apríl 1953. Flóð hljóp líklega úr
Skollahvilft og olli spjöllum á kirkjugarðinum.
• 2. apríl 1952. Nokkur flóð hlupu úr gilj-
um í utanverðu Eyrarfjalli.
• 4. febrúar 1968. Snjóflóð féll líklega
úr Miðhryggsgili eða Litlahryggsgili á Sól-
bakkaengjar.
• 10. nóvember 1969. Um 300 m breitt
flóð féll úr Skollahvilft milli Sólbakka og
kirkjugarðsins. Það féll í sjó fram og olli nokk-
urri flóðbylgju. Ytri jaðar flóðsins var í um
100 m fjariægð frá næstu íbúðarhúsum. Innri
jaðar flóðsins lenti á hænsnahúsi, fór í gegnum
það og drap um 100 hænsni. Flóðið sleit há-
spennulínuna á þessum slóðum og teppti veg-
inn inn í þorpið.
• 11. febrúar 1974. Þijú flóð féllu í þremur
giljum í utanverðu Eyrarfjalli. Flóðin náðu í sjó
fram og löskuðu raflínuna Flateyri/Suðureyri.
• 11. febrúar 1974. Flóð féll úr Innra-
Bæjargili eða Skollahvilft til sjávar í Eyrar-
bót. Innri jaðar flóðsins var skammt utan við
barnaskólann. Flóðið braut þijá staura í raflín-
unni Flateyri/Suðureyri og tók stóran fiskhjall.
• 11. febrúar 1974. Tvö flóð, eða eitt sem
klofnaði í tvær tungur, féllu úr Skollahvilft.
Önnur tungan fór yfir utanverðan Eyrar-
hrygg, yfír kirkjugarðinn og í sjó fram. Hin
tungan féll yfír innanverðan Eyrarhrygg.
• 11. febrúar 1974. Um 400 m breitt flóð
féll úr Miðhryggsgili og/eða Litlahryggsgili á
milli Sólbakka og Hvilftar. Ytri jaðar tungunn-
ar var um 20 m innan við Sólbakkahúsið. Flóð-
ið sleit raflínu og tók sjónvarpshús.
• 5. febrúar 1977. Um 400 m breitt flóð
féll líklega úr Ytra-Bæjargili í utanverðu Eyr-
arfjalli. Flóðið braut fimm staura í raflínunni
Flateyri/Suðureyri.
• 29. nóvember 1979. Flóð úr Skollahvilft
stöðvaðist á snjóflóðavamarkeilum.
• 8. nóvember 1980. Flóð úr Innra-Bæj-
argili stöðvaðist ofarlega á Innri-Bæjarhrygg.
• 24.-26. mars 1987. Að minnsta kosti
fímm flóð féllu úr gili í Eyrarfjalli utan Flateyr-
ar og úr Skollahvilft. Flóðin utan Flateyrar
stöðvuðust á og við veg sem liggur á sjávar-
bökkunum. Flóðið úr Skollahvilft var mjög lít-
ið. Háspennustaurar skemmdust og vegurinn
til Suðureyrar varð ófær.
• 1. apríl 1987. Flóð úr Innra-Bæjargili
fór niður snjóvarnarkeiluna utanverða, að
horni íbúðarhússins nr. 14 við Ólafstún, yfir
gotuna og stöðvaðist skammt frá húsi nr. 14
við Goðatún. Breidd tungu flóðsins var um
200 m. Fjárgirðingu tók af á 2-300 m kafla
ofan við bæinn.
• 1. apríl 1987. Um 200 m breitt flóð úr
Skollahvilft fór yfir Eyrarhrygg og snjóflóða-
varnarkeilurnar. Það stöðvaðist í um 40 m
fjarlægð frá húsi nr. 2 við Ólafstún.
• 2. apríl 1987. Flóð féll neðarlega úr
Innra-Bæjargili.
• Einhvern tíma á árunum 1989-1990.
Flóð rétt utan við Innra-Bæjargil féll utan í
aurkeilunni neðan gilsins. Snjóflóðið var mjög
aurblandað og var aðeins um 50 m breitt.
Flóðið féll við húshorn Goðatúns 14 án þess
að skemma húsið.
• Dagana 25. til 30. janúar 1990. Snjó-
flóðahrina gekk yfir við Flateyri. Mörg snjó-
flóð féllu úr hlíðinni ofan kauptúnsins en ekk-
ert þeirra olli skaða. Skráning snjóflóðanna
var erfið sökum veðurs og skafrennings. Skráð
eru fjögur flóð úr þessari hrinu en sjálfsagt
hafa þau verið fleiri.
• 25. janúar 1990. Um 250 m flóð þar
sem það var breiðast féll úr skál ofan Mið-
hryggsgils og náði það niður fyrir veginn og
lokaði honum um skeið.
• 28. janúar 1990. Um 200 m breitt flóð
féll neðarlega úr Innra-Bæjargili og stöðvaðist
milli snjóflóðavarnarkeilanna.
• 29. janúar 1990. Um 200 m breitt flóð
féll úr Innra-Bæjargili og náði niður fyrir snjó-
flóðavarnarkeilurnar.
• 30. janúar 1990. Um 300 m flóð féll
úr Innra-Bæjargili og stöðvaðist rétt ofan
kirkjugarðs og í 20-30 m fjarlægð frá húsinu
Ólafstúni 2.
• 17. febrúar 1990. Um 100 m flóð féll
úr Eyrarfjalli, utan við Flateyri, innan við
Klofningshrygg.
• 5. janúar 1991. Þijú flóð, eitt úr Skolla-
hvilft og tvö úr hlíðinni sjálfri, fóru niður að
snjóvarnarkeilunum.
• 17. mars 1991. Mörg smáflóð í sama
farvegi féllu úr Innra-Bæjargili, við fjallsbrún
og úr hlíðinni og fóru þau niður fyrir snjóflóða-
varnarkeilur og niður að raflínu.
• 17. mars 1991. Mörg smáflóð í sama
farvegi úr Skollahvilft, við fjallsbrún og í hlíð-
inni féllu niður á aurkeilu og stöðvuðust 50 m
ofan við snjóflóðavarnarkeilur.
• 12. nóvember 1991. Um 200 m breitt
flóð féll úr Skollahvilft og stöðvaðist um 30
m frá húsum við Ólafstún.
• 18. janúar 1995. Um 500 m breitt flóð
féll úr Litlahryggsgili og trúlega líka Mið-
hryggsgili á milli Hvilftar og Sólbakka. Flóðið
náði í sjó fram og olli flóðbylgju sem menn um
borð í togara í höfninni á Flateyri urðu varir
við. Flóðið skemmdi raflínuna til Flateyrar.
• 18. janúar 1995. Um 200 m breitt flóð
féll úr Innra-Bæjargili og lenti á snjóflóðagörð-
unum, mest á ytri garðinum. Yst náði flóðið
að falla yfír garðinn en stór hluti þess féll
áfram utan við_ ytri garðinn. Flóðið skemmdi
tvö íbúðarhús, Ólafstún 14 og Goðatún 14 sem
og vatnstank.
• 22. janúar 1995. Flóð féll úr Innra-Bæj-
argili og fylgdi það innri brún aurkeilunnar
neðan gilsins og stöðvaðist rétt ofan við nýj-
ustu snjóflóðavarnarkeilurnar. Snjóflóð sem
þetta eru mjög algeng úr Innra-Bæjargili og
mörg þeirra hvergi til skráð.
• 16. mars 1995. Um 100 m breitt flóð
féll úr Innra-Bæjargili og fylgdi innri brún
aurkeilunnar neðan gilsins og stöðvaðist rétt
ofan við nýjustu snjóflóðavarnarkeilurnar.
• 17. mars 1995. Um 100 m breitt flóð
féll úr Miðhryggsgili í sjó fram. Flóðið
skemmdi gömul útihús við Sólbakka og lokaði
vegi.
• 18. mars 1995. Um 100 m breitt flóð
féll úr Innra-Bæjargili og fylgdi innri brún
aurkeilunnar neðan gilsins og stöðvaðist rétt
ofan við nýjustu snjóflóðavarnarkeilurnar.
ft
ft
;
i
i
ft
ft
ft
ft
i
ft