Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 23 MAKLEG MÁLAGJÖLD Nemenda- tónleikar í Bústaða- kirkju TÓNLISTARSKÓLI íslenska Suzukisambandsins efnir til nemendatónleika á íslenskum tónlistardegi laugardaginn 28. október. Sjö nemendur á aldr- inum 7-12 ára koma fram sem einleikarar með strengjasveit sem skipuð er nemendum og kennurum. Tóríleikar af þessu tagi eru orðnir fastur iiður í skólastarf- inu ár hvert. Fluttir verða kafl- ar úr fiðlukonsert í a-moll eft- ir Antonio Vivaldi, 1. kafli úr fiðlukonsert í a- moll eftir J.S. Bach, þáttur úr fiðlukonsert eftir Seitz og Sonatina Conc- ertata fyrir strengjasveit og píanó eftir Clementi - MacSpadden. Einnig leikur strengjasveit yngri nemenda tvö lög. Tónleikarnir eru í Bústaða- kirkju og hefjast kl. 15.30. Öllum er heimill ókeypis að- gangur. Tónlistarfélag Akraness Islensk sönglög og óperuaríur í TILEFNI þess að í ár eru liðin 40 ár frá stofnun Tónlist- arfélags Akraness gfnir félag- ið til tvennra tónleika á næst- unni. Fyrri tónleikarnir verða haldnir á laugardaginn kemur í safnaðarheimilinu Vinaminni og hefjast þeir kl. 15. Á þess- um tónleikum koma fram þau Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran- söngkona, Martial Nardeau flautuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru íslensk sönglög og ýmsar óperuaríur. Seinni tónleikar félagsins verða svo 15. nóvember, en þá koma fram þær Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari. Þær munu leika verk eftir Beethoven og fleiri. Að lokum má geta þess að aðalfundur Tónlistarfélagsins verður haldinn mánudaginn 30. október kl. 20.30 í húsa- kynnum tónlistarskólans. Unglist frestað VEGNA snjóflóðanna á Flat- eyri gefa breska dansrokk- sveitin Transcendental Love Machine, Hljómalind, Unglist og fleiri aðilar frá sér svohljóð- andi yfirlýsingu: í virðingarskyni við fólkið á Flateyri og aðstandendur þess hafa Transcendental Love Machine, Lhooq, Hljómalind, Unglist, Ingólfskaffi, FB og Gaukur á stöng ákveðið að fresta fyrirhuguðu tónleika- haldi hér á íslandi helgina 27. - 30. október. Tónleikarnir áttu að fara fram sem hér segir: Föstudaginn 27. október, Hitt húsið, föstudaginn 27. október, Ingólfskaffi, laugar- daginn 28. október, Undir- heimar FB, og sunnudaginn 29. október Gaukur á stöng. Ákveðið hefur verið að fresta tónleikahaldi til loka nóvembermánaðar. BOKMENNTIR Skáldsaga AUGA FYRIR TÖNN eftir Kormák Bragason. Hekluútgáfan 1995 —151 síða. „AUGA fyrir tönn“ er skáldsaga þar sem höfundur notar dulnefnið Kormákur Bragason. Áður hefur hann gefið út „Djúpfryst ljóð“, „Spíruskip" (uppstilling) og skáld- söguna „Sjávarbörn". I upphafi sögunnar er birt „ágrip“ sem lýsir helstu þáttum sögunnar, bæði persónum, sögu- sviði og tíma. Þannig eru nefndar til „aðalpersónurnar“ hjónin Víól- etta og Jónsteinn sem búa ásamt tveimur börnum sínum í „reisu- legu“ húsi við Tjarnargötuna. Sag- an segir síðan frá þeim hjónum, bakgrunni þeirra, ættingjum, vin- um og börnum, þar sem þunga- miðja viðfangsefnisins er kynferð- isleg misnotkun föður Víólettu eða Símonar flugs og afleiðingar þess þar sem hann hlýtur makleg mála- gjöld. TONLIST Háteigskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Bachsveitin í Skálholti lék verk eftir Scarlatti, Telemann og Quantz. Ein- leikarar voru Camilla Söderberg, Sarah Buckley og Martial Nardeau Sunnudagurinn 22. október, 1995. FLUTNINGUR barokktónlistar getur verið nokkurt vandamál, sér- staklega er varðar gerðir hljóðfæra og leikaðferðir en einnig er varðar túlkun slíkrar tónlistar og þá ekki síst hraðaval. í raun er margt óljóst um flutning eldri tónlistar og oft ekki annað til að styðjast við en tónritun, jafnvel á stundum óná- kvæma, og ritaðar frásagnir. Þau hljóðfæri sem tekin vor'u í notkun síðar eru bæði tónmeiri og tónstöð- ugri en eldri hljóðfæri og það er meginástæðan fyrir því að barokk- hljóðfærin voru lögð til hliðar. Upp- tökutæknin á mikinn þátt í endur- komu hinna hljóðlátu barokkhljóð- færa en á þeim vettvangi hafa menn lært að endurmeta tónsér- kenni gömlu hljóðfæranna. Þrennir tónleikar eru fyrirhugað- ir á flutningi barokktónlistar undir yfirheitinu „Norðurljós“, sem Musica Antiqua gengst fyrir, í sam- vinnu við Bachsveitina í Skálholti og Ríkisútvarpið. Á efnisskrá fyrstu tónleikanna voru fjórir konsertar og hófust þeir á konsert eftir Ales- sandro Scarlatti, fyrir blokkflautu, tvær fiðlur og fýlgirödd.Flytjendur voru Camilla Söderberg á blokk- flautu, fiðluleikararnir Rut Ingólfs- dóttir og Lilja Hjaltadóttir, en fylgi- röddina léku Helga Ingólfsdóttir á sembal og Sigurður Halldórsson á selló. Konsertinn er í fimm þáttum og sérstaklega áhugaverður var sá SÝNINGU Bubba - Guðbjörns Gunn- arssonar - á skúlptúrum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni, úr bronsi, steini, gleri, járni og tré. Ennfremur eru skýringarmyndir sem sýna lauslega saman einhveijum röddum og sálarflækjum til að úr verði eitt- hvað meir heldur en hrá skýrsla. „Auga fyrir tönn“ dettur beint ofan í þá grylju og eru hinar ýmsu lýsingar æði afkáralegar líkt og þegar „fjölskyldudómstólnum“ er komið á fót og einnig er skotið yfir markið í soralegum lýsingum á kynferðislegri misnotkun þeirra feðga Símonar flugs og Símonar Sör. Þar er miklu púðri eytt í lýsing- ar sem ekki þjóna neinum tilgangi nema að vekja viðbjóð og án þess að afhjúpa nokkurn skapaðan hlut eins og þessi lýsing ber merki: „Þegar hann var um það bil að fá fullnægingu teygði hann sig til Edithar, bleytti fingurna og setti þá inn í kynfærin á barninu, strauk henni um lærin og líkamann hátt þriðji, sem er fúga en stef hennar er að því leyti til óvenjulegt, að það byggir á smástígum (krómatískum) tónbilum. Sá fjórði ber nafnið Pinao, sérkennilegur þáttur, sem var mjög fallega leikinn en veigamestu þætt- ir konsertsins voru Allegro-þættirn- ir, sá fyrsti og síðasti. Næst á efnisskránni var konsert fýrir lágfiðlu, strengjasveit og fylgi- rödd, eftir Telemann, og var einleik- ari Sarah Buckley, sem lék konsert- inn mjög vel, sérstaklega þó loka- þáttinn. Lágfiðlukonsertinn er eðli- lega nokkuð dökkur í hljóman en þriðji konsertinn bætti það upp, því þverflautukonsertinn í G-dúr, eftir Quantz, var allur hinn bjartasti og sérstaklega skemmtilegur lokaþátt- urinn. Einleikari var Martial Narde- au og lék hann konsertinn í heild af mikilli leikni. Til viðbótar við þá sem fyrr voru taldir höfðu bæst í hópinn Ásdís Runólfsdóttir á fiðlu og Páll Hannesson á kontrabassa. Lokaverk tónleikanna var tví- leikskosert í e-moll, fyrir blokk- flautu, þverflautu, strengjasveit og fylgirödd, eftir Telemann, og þar léku saman einleikinn Camilla Söd- erberg og Martial Nardeau með Bachsveitinni í Skálholti. Konsert þessi er hin skemmtilegasta tónlist og lokaþátturinn er hrein skemmti- músik, leikandi létt rókokkóglað- værð. Tónleikarnir í heild voru sérlega vel framfærðir, bæði af hálfu ein- leikaranna og þeirra sem léku með. Barokkkonsertinn er ekki sá ein- leikskonsert sem tíðkaðist síðar, að einleikarinn væri nær einráður, en miklu nær er að tala um samleik, eða eins og „concertare" merkti upphaflega, að keppa eða beijast hlið við hlið, og það var einmitt aðall þessa skemmtilega „consert- are“ hljómleiks. vinnsluferil við bronssteypu. Megin- viðfangsefni í verkum Bubba er nátt- úra íslands. Þetta er fjórða einkasýn- ing Bubba, en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Opið er í Galleríi Fold daglega frá kl. 10-18 nema sunnudaga en þá er opið kl. 14-18. an Símonar flugs og fíkniefna- neyslu Edithar sem hafði verið misnotuð af föður sínum. Þannig virðist textinn vera fastur í veru- leika sem ekki nær að rista dýpra heldur en viðteknar skoðanir og fyrir vikið ber stíllinn þess merki. Textinn ber með sér mikla flatn- eskju., þar sem bæði tungutakið er einsleitt og þurrt og lítið notað skáldlegt myndmál í textanum líkt og lýsingin á Súsý: „Hún var stór eftir aldri og frekar feitlagin. Hún var oftast í gallabuxum, sem ekki var heppilegasti klæðnaðurinn til að draga úr því hve rassmikil hún var. Hún var nefnilegan með dæmi- gerðan kúlurass og þegar hún gekk datt manni helst í hug jeppi með kerru aftan í eða eitthvað svoleiðis. Hún var með brún augu og þykkar útstæðar varir.“ (112.) En lýsingin ber einnig með sér sjónarhorn alviturs sögumanns, en manni sýnist ofuráhersla vera lögð á hlutlæga frásögn sem þó er að vissu leyti lituð af sjónarhorni karls sem lítur á konur sem kynferðisver- ur. Þó að þessi frásagnarmaður láti sjaldnast skoðanir sínar uppi, þá ávarpar hann lesendur sem ekki er algengt að finna í skáldsögum nútildags. Þetta var algegnt bragð áður fyrr en gerir það að verkum að viss nálægð verður við lesanda en að sama skapi viss ijarlægð við söguefnið. „Auga fyrir tönn“ skortir því ansi mikið í skáldskaparlegu tilliti og kemur það berlega í Ijós í þeim vaðli sem einkennir textann þar sem rás atburða kaffærir sköpun og þróun persóna. Söguhöfundur virðist vera því marki brenndur að koma sem mestu til leiðar í lýsing- um sem eiga að vera einhver „ofur“ _raunveruleiki og fyrir vikið skortir meiri úrvinnslu. Persónurnar verða því hálfandlitslausar og renna sam- an í eitt eins og lýsingin á Símoni flug og Símoni Sör. Það er helst að séra Pálína sé gædd einhveiju lífi. Þannig skortir textann eitthvert líf og áreiðanleika, sem kannski hlýst af því „tabúi“ sem kynferðis- leg misnotkun er í orðræðunni, en þá ætti skáldsöguformið að vera sá vettvangur sem hægt væri að nálgast þetta efni en það tekst ekki í „Auga fyrir tönn“. Einar E. Laxness □□L DOLBY SURROUND P R O • L O G I C FINLUX ♦ Alvöru heimabíó sjónvarp 4 Verð kr. 139.900.-st Dolby surround pro logic magnari. (innbyggður) ( 5 sjálfstæðar hljóðrásir með umhverfishljómi, 3 hátalarar í tækinu og 2 lausir sem fylgja með. Tengimöguleikar fyrir aðra 2 hátalara og verða þá hátalararnir í tækinu miðju hátalarar. Nicam og Hi Fi stereo móttaka. Subwoofer (sérstakur bassahátalari). Black invar super myndlampi (svartur og flatur). Kamfilter, klýfur liti og línur betur, sem þýðir betri mynd. Hraötextavarp sem finnur síður strax. Allar aðgerðir upp á skjáinn. Fjarstýring mjög einföld í notkun. Tvö scart tengi, einnig RCA tengifyrir tökuvélar að framanverðu. Möguleiki á mynd í mynd (bætt í) 16:9 breiðtjaldsmöguleiki Sjö fyrirfram stillt umhverfis minni: pro logic, normal, music, club, hall, stadium, speech Einig fáanleg Nicam Stereo tæki frá kr. 109.900. HLJÓMCO Fákafeni 11. Sími 5688005 Þegar ijallað er í skáldsagnar- og lágt.“ (122.) formi um jafn viðkvæmt viðfangs- Jafnframt þessu virðast viðtekn- efni og kynferðislega misnotkun, . ar hugmyndir vera látnar útskýra þá verður sú krafa að vera gerð orsakir og afleiðingar þessa ofbeld- að textinn sýni, afhjúpi eða etji is eins og gefið er í skyn með hegð- Að keppa hlið við hlið Jón Asgeirsson Sýningu Bubba að ljúka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.