Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 17 Sveitarstjórnamenn á Suðurlandi þinga um málefni grunnskólans Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FRA þingi sveitarstjórnarmanna sem haldið var á Hellu. Langflestir vilja sam- einast um Skólaskrif- stofu Suðurlands Hellu - Rúmlega eitthundrað sveit- arstjórnarmenn sóttu málþing um yfirfærslu grunnskólans til sveitar- félaganna sem haldinn var á Hellu sl. laugardag. Sérstök áhersla var lögð á að ræða til hlítar tillögu Sam- bands sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, um framtíðarskipan skóla- skrifstofu á Suðurlandi, sem taka myndi við þeim verkefnum sem Fræðsluskrifstofan hefur hingað til haft með höndum. Af tuttugu og níu sveitarfélögum í kjördæminu er áhugi í tuttugu og sjö þeirra að vinna eftir tillögum starfshóps innan SASS sem gera ráð fyrir að sveitar- félögin taki yfir starfsemi Fræðslu- skrifstofunnar þegar rikið leggur hana niður í lok júlí á næsta ári. Á aðalfundi SASS sl. vor lagði starfshópur á vegum samtakanna fram skýrslu þar sem m.a. voru settar fram tillögur um skipan verk- efna Fræðsluskrifstofu Suðurlands eftir yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna. Kjarni tillagnanna var sá að áfram yrði rekin sameigin- leg þjónustu- og ráðgjafarskrifstofa á vegum sveitarfélaganna fyrir Suð- urland. í grunnskólalögunum er kveðið á um að öllum sveitarfélög- um, er standi að rekstri grunnskóla, sé skylt að sjá skólanum fyrir sér- fræðiþjónustu. Sérfræðiþjónustu skóla er ætlað að stuðla að því að kennslufræðileg og sálfræðileg þekking nýtist sem best í skóla- starfi, kennurum og skólastjórnend- um skal standa til boða ráðgjöf og stuðningur. Hún á að gefa forráða- mönnum kost á leiðbeiningum um uppeldi nemenda, svo og skal unnið að forvarnarstarfi með athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í sálrænum eða félagslegum erfið- leikum og koma með tillögur til úrbóta. Auk þessarar sérfræðiþjón- ustu leggur starfshópurinn til að skrifstofan annist eftirtalin verk- efni: 1. Skýrslugerð og upplýsingag- jöf til skóla, sveitastjórna og ann- arra opinberra aðila. 2. Gagna- og upplýsingamiðstöð fyrir skólana. 3. Endurmenntun fyrir kennara í sam- vinnu við háskólastofnanir á uppeld- issviði og námskeiðahald fyrir starfsfólk grunnskólanna. 4. Eftirlit og aðstoð við Sérdeild Suðurlapds. 5. Ráðgjöf fyrir leikskóla sbr. lög nr. 78/1994. 6. Ráðgjöf varðandi barnavemdarmál og Verkefni 5 og 6 hér að framan eru ný af nálinni og byggjast þær tillögur bæði á óskum sveitarfélaganna og nýjum lögum um leikskóla. í þeim segir m.a. að í sveitarfélögunum skuli að jafnaði starfa leikskólafulltrúar sem eru starfsmenn sveitarfélaga. Varð- andi sérfræðiþjónustu við leikskól- ana eigi börn á leikskólaaldri, sem vegna fötlunar, tilfinningalegra eða félerða teknar til afgreiðslu og í framhaldi af því þurfa sveitarfélögin hvert og eitt að samþykkja aðild að skrifstofunni. Á málþinginu kom fram að bæjarstjórn Hveragerðis og sveitarstjórn Ölfushrepps hafi sam- þykkt samhljóða að hafna aðild að Skólaskrifstofu Suðurlands, en þessi tvö sveitarfélög reka grunnskóla saman. SAMNINGAR um menntanetið undirritaðir; frá vinstri Björn Arnaldsson formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, SSV, Guðjón Ingvi Stefánsson framkvæmdastjóri SSV, Jónas Guð- mundsson, rektor Samvinnuháskólans, og Sigurður Hrafnsson, forstöðumaður rekstrar- og þjónustusviðs Islenska menntanetsins. Svæðismið- stöð mennta- netsins á Bifröst Borgarnesi - Samvinnuháskólinn á Bifröst hefur gert samning við íslenska menntanetið um rekstur svæðismiðstöðvar íslenska menntanetsins á Bifröst fyrir Vest- urland. Hlaut Samvinnuháskólinn einnar milljón króna víkjandi lán úr Iðnþróunarsjóði Vesturlands vegna þessa verkefnis. Við undirritun samninga um svæðismiðstöðina sagði Jónas Guð- mundsson, rektor Samvinnuhá- skólans, að í þessum samningi fælist að skólinn myndi taka að sér að vera umboðsaðili íslenska menntanetsins á Vesturlandi. Þá myndi skólinn hýsa og sjá um tölvubúnað og símaþjónustu og sjá til þess að notendaþjónusta væri veitt á Vesturlandi. Ennfremur myndi skólinn taka þátt í að mark- aðssetja þjónustu Menntanetsins á Vesturlandi. í ræðu sinni sagði Jónas Guð- mundsson rektor meðal annars: „Með þessad svæðismiðstöð höfum við komið skólastarfinu örugglega inn fyrir þröskuld þeirrar framtíðar sem við sjáum í upplýsingamálum. Nemendur og kennarar geta not- fært sér tölvusamskipti og gagna- banka eins auðveldlega og eins ódýrt og að hringja í næsta hús. Þetta er gífurlega mikilvægt fyrir skóla á borð við okkar og á eftir að hafa mikil áhrif á alla kennslu og verkefnavinnu í skólanum. Upp- lýsingalega held ég að við höfum fært umheiminn með þessu hingað upp í sveit.“ Veðurathuganir í Stykkishólmi 150 ára Stykkishólmi - Haldin verður samkoma í Norska húsinu í Stykkishólmi sunnudaginn 29. október kl. 15 til að minnast þess að 1. nóvember 1845 hóf Ámi Thorlacius reglulegar veð- urmælingar á íslandi fyrstur manna. Trausti Jónsson, veðurfræð- ingur, flytur erindi sem hann nefnir: Veðurmælingar á íslandi í lok 18. aldar og upphafi 19. aldar og Páll Bergþórsson, fyrr- verandi veðurstofustjóri, mun ijalla um Árna Thorlacius og veðurathuganir hans. Lesið verð- ur úr ljóðum Sigurðar Breiðfjörð en Ámi var vinur hans og vel- gjörðarmaður og gaf m.a. út Númarímur. Þetta er merkisafmæli sem ber að halda á lofti og em allir vel- komnir í Norska húsið í Stykkis- hólmi á sunnudaginn kl. 15. hefst föstudaginn 2 7 . o k t. k 1.13:00 skór frá 995,- Opið a I I a virka daga, laugardag og sunnudag frá k I . 13:00 - 19:00 Borgartúni 20 (Gamla Paffhúsið) Sfendur aðeins í örfáa daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.