Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 2
1 r- HaaMavöv? ,o^T.*:>Aai3jHMr>) ' aiaf wr«u>v i 2 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995_________________________________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 108 rúm fyrir aldraða á Sjúkrahúsi Reykjavíkur LOGI Guðbrandsson f ramkvæmdasljóri Landakots fylgdi gestum um deildirnar í gær, og virtist Elin Þorláksdóttir hafa gaman af gestakomunni. Tvær nýjar öldrunar- lækningadeildir opnaðar Morgunblaðið/Sverrir VIKTOR Júlíus Gestsson fyrrum háls-, nef- og eyrnalæknir hélt upp á opnun öldrunarlækningadeildanna með því að taka upp munnhörpuna og blása lítið lag fyrir kirkjuna og gesti. TVÆR nýjar öldrunarlækninga- deildir voru teknar formlega í notkun á Landakotsspítala í gær að viðstöddum heilbrigðisráð- herra og borgarstj óranum S Reykjavík, auk annarra gesta. Nokkuð er þó síðan deildirnar hófu starfsemi, en 11. september sl. var öldrunarlækningadeild flutt frá Borgarspítala og hinn 19. nóvember sl. var sjúkradeild fyrir aldraða í Hafnarbúðum flutt inn á sjúkrahúsið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fagnaði þessum áfanga í ávarpi sínu við vígslu deildanna og kvaðst vona að nið- urskurður í heilbrigðiskerfinu yrði ekki öllu meiri en orðið hefur. Pálmi V. Jónsson yfir- læknir á öldrunarlækningadeild Borgarspítala-Landakots, kvaðst eiga sér þann draum að Landakot yrði einn góðan veð- urdag miðstöð öldrunarlækn- inga hérlendis. Sex deildir annast öldrunar- lækningar á Borgarspítala- Landakoti, með alls 108 sjúkra- rúmum sérstaklega ætluðum öldruðum og 12 dagspítalarúm- um. Þijár deildir eru nú á Landakoti með rúmlega sextíu sjúkrarúmum, þar af 42 á nýju deildunum, að sögn Loga Guð- brandssonar framkvæmdastjóra Landakotsspítala. A öldrunarlækningadeild, þar sem eru 20 rúm, fer fram grein- ing, mat, meðferð og endurhæf- ing aldraðra sem leggjast inn fyrirvaralaust, eru innkallaðir úr heimahúsi eða frá öðrum deildum sjúkrahússins, en á hjúkrunardeildinni er miðað við að velja sérstaklega þá einstakl- inga sem þurfa á langtímahjúkr- un að halda á sjúkrahúsi. Deilt um yfirvinnugreiðslur á Ríkisspítölum Röntgentæknar hyggjast hætta störfum í kvöld FIMMTÁN röntgentæknar á Rík- isspítölunum munu hætta störfum í kvöld, dragi stjórnendur spítal- anna ekki til baka uppsögn á föstum yfirvinnugreiðslum, sem tekur gildi um mánaðamótin. Fyrir hálfu öðru ári voru teknar upp yfirvinnugreiðslur til röntgen- tækna fyrir hagræðingarátak, sem miðaði meðal annars að því að nýta betur fílmur og efni, sem notuð eru við röntgenmyndatökur. Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóri stjórnunarsviðs Ríkisspítala, segir að hagræðingarátakinu sé lokið, og aukagreiðslum fimmtán röntgentækna hafi því verið sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara 1. september síðastliðinn. Fjórir röntgentæknar fengu hins vegar bréf um uppsögn greiðslnanna fyrir nokkrum dögum. Röntgentæknarnir líta svo á að verið sé að segja upp hluta af ráðn- ingarsamningi þeirra. Þeir líta á aukagreiðslurnar sem yfirborgun í raun, en ekki sem greiðslu fyrir raunverulegt vinnuframlag. Að sögn Daníels Hálfdanarsonar rönt- gentæknis telja röntgentæknar að laun. þeirra lækki um 7-10% er greiðslurnar falla niður. Vilja greiða laun samkvæmt starfsmati Gert er ráð fyrir að stjómendur i Ríkisspítalanna og röntgentæknar ræði í dag, hvort finna megi lausn á málinu. Pétur segir Ríkisspítalana tilbúna að framlengja yfirvinnu- greiðslumar í nokkra mánuði þar til starfsmat hafi farið fram, þ.e. mat á frammistöðu starfsmanna í hópi röntgentækna og nokkurra annarra starfshópa á spítalanum, sem síðan verði lagt til gmndvallar launa- greiðslum. Röntgentæknar vilja hins vegar að uppsögn greiðslnanna verði dregin alfarið til baka. Gangi fimmtán röntgentæknar út í kvöld, verða eftir þeir fjórir, sem síðar fengu uppsögn á aukagreiðsl- um, auk fjögurra röntgenhjúkrunar- fræðinga. Pétur Jónsson segir að útgangan myndi hafa mjög truflandi áhrif á starfsemi spítalans. BSRB sátt við yfirlýsinguna ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, segist vera nokkuð sáttur við yfirlýsingu ríkisstjómarinnar þó ekki hafi verið fallist á allar kröfur BSRB. Hann segir að BSRB muni gera kröfu til ríkisins og sveitarfé- laganna um sömu launahækkanir og ASÍ semur um. Hann útilokar ekki að samningum verði sagt upp. Afstaða til þess verði tekin í dag. „Það er Ijóst að ríkisstjórnin er að koma til móts við þær kröfur sem við höfum haldið mjög fast fram undanfarnar vikur um að kjör atvinnulausra, örorkuþega og ellilíf- eyrisþega verði ekki skert. Þetta gildir fyrir næsta ár og er mjög mikilvægur áfangi. Við eigum hins vegar eftir að skoða ýmsa aðra þætti og við munum ræða við full- trúa ríkisstjórnarinnar á morgun [í , dag],“ sagði Ögmundur. . 1% meira til BSRB BSRB hefur hafnað samanburði launa milli launþegasamtakanna og leggur fram dæmi máli sínu til stuðnings. Er þar sýnt hvað gerðist ef öll ASÍ- og BSRB-félögin hefðu fengið sömu krónutöluhækkun og flest félögin sömdu um. Þá er niður- staðan sú, mæld í prósentum, að BSRB-félögin hefðu fengið tæplega einu prósenti meira en ASÍ-félögin. Meirihluti landbúnaðarnefndar leggur til breytingar á búvörufrumvarpinu Beingreiðslur falli ekki niður við 7 0 ára aldur MEIRIHLUTI landbúnaðarnefndar Alþingis skilaði í gær frá sér breyt- ingartillögum í 12 liðum ásamt nefndaráliti við búvörulagafrum- varpið. Þar er m.a. lagt til að fellt verði brott ákvæði um að réttur til beingreiðslna falli niður þegar sauðfjárbóndi verður 70 ára. Tveir stjómarþingmenn í nefnd- inni, Hjálmar Jónsson og Árni M. Mathiesen, Sjálfstæðisflokki, skrifa undir nefndarálitið með fyrirvara. Minnihluti nefndarinnar sendi frá sér tvö nefndarálit þar sem lagt er til að frumvarpinu verði aftur vísað til ríkisstjómarinnar. Tekið er fram í áliti meirihlutans að formaður Bændasamtaka íslands hafí lýst því yfir við landbúnaðar- nefnd að hann muni leggja til að stjórn Bændasamtakanna og Búnað- arþing samþykki þær breytingar sem gera þarf á búvörusamningnum vegna þeirra breytingartillagna sem meirihlutinn leggur til. í tillögum meirihlutans er lagt til að valdið til að ákveða ásetningshlut- fall sauðfjárbænda árlega skuli vera í höndum ráðherra en ekki fram- kvæmdanefndar búvörusamninga og það sé einnig ráðherra að semja við bændur um lækkun slíks hlutfalls. Þá er lagt til að gert verði að skyldu í stað heimildar að innheimta verðskerðingargjald af kindakjöti og að gjaldið skuli nema 3% af úr- vinnslu- og heildsölukostnaði kinda- kjöts hjá afurðastöð. Einnig er lagt til að innheimta skuli sérstakt gjald af verði til framleiðenda á því kinda- kjöti sem fer til útflutnings. Lagt er til að í frumvarpinu verði tekið fram að beingreiðslumark sauðfjárafurða skuli nema 1.480 milljónum króna á hveiju ári frá og með áramótum og jafnframt verði felld niður verðtryggingarheimild. Guðni Ágústsson, formaður land- búnaðarnefndar, sagði í umræðum um frumvarpið í gærkvöldi að meginmarkmið samningsins væri að bæta samkeppnisstöðu bænda og hag neytenda. Honum væri enn fremur ætlað að verða til þess að treysta sauðfjárrækt í sessi. „Skorður á athafnafrelsi bænda“ Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka á Reykjanesi, mælti fyrir áliti fyrsta minnihluta landbúnaðar- nefndar og talaði hátt á aðra klukkustund. Hann sagði að at- hafnafrelsi bænda væru settar veru- legar skorður með samningnum, sem hefði verið „gagnrýndur harka- lega“ af aðilum, sem landbúnaðar- nefnd leitaði til. Það væri rangt að halda fram að verið væri að gefa verðlag frjálst með honum. Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, skilaði öðru minnihlutaáliti og gagnrýndi skort á samráði við stjórnarandstöðu, verka- lýðshreyfingu og aðra aðilja vinnu- markaðarins í gerð búvörulaganna. Hún harmaði að horfið hefði verið frá aðgreiningu stuðnings við innan- landsframleiðslu og framleiðslu til útflutnings. Egill Jónsson, varaformaður land- búnaðarnefndar og þingmaður Sjálf- stæðisflokks, hafði lýst yfir að hann væri „ósáttur" við samninginn, en studdi í gær álit meirihlutans. Hann sagði að ástæðan fyrir því væri sú að með breytingartillögum væri „ekki lengur bannað að flytja út kindakjöt", með því að fella niður verðjöfnunarákvæði um útflutning, og kleift yrði að takast á við brýn- ustu verkefnin í landbúnaðarmálum. A Asmundar- salur frið- aður utan i BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu Húsfriðunarnefndar Reykja- víkur um að borgarráð leiti eftir því við Húsfriðunarnefnd ríkisins að húsið að Freyjugötu 41, Ás- mundarsalur, verði friðað að ytra byrði og fært nær upprunalegu út- liti eftir því sem kostur er. Borgarráð hefur samþykkt að kaupa Ásmundarsal af Arkitektafé- laginu. Fyrirhugað er að breyta húsnæðinu og nýta það sem leik- skóla. Húsfriðunarnefnd Reykjavíkur telur varðveislugildi hússins vera mikið og auk friðunar á ytra byrði þess leggur nefndin áherslu á að stigi í miðju húsinu, gangur, hurðir og umgjörðir sem og herbergjaskip- an í suðurhluta fái að halda sér. Borgarráð hefur beint þeim til- mælum til Dagvistar barna og byggingardeildar borgarverkfræð- ings að við endurbætur innanhúss verði tekið mið af þessu eins og kostur er og þá jafnframt í sarn- vinnu við arkitekt byggingalista- deildar Kjarvalsstaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.