Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Áhendingará mjólkurumbúðum, nr. 37 af 60. „Nú er ég kátur, nafni minn ..." íslensk tunga er auðug. Gleði má til dæmis tjá með margvíslegum hætti: - að kunna sér ekki læti - að vera með hýrri há - að vera fjöðrum fenginn - að vera himinlifandi | > - að vera í sjöunda himni « vera reifur - að vera léttur í lund 5 - að vera teitur | o - að vera gáskafullur MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samslarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. ÍDAG Með morgunkaffinu ÉG vildi gjarnan bjóða þér í mat, en ég veit að það myndi kosta okkur vináttuna. SKÁK llmsjón Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í lands- liðsflokki á Skákþingi ís- lands, en keppni lauk um helgina. Magnús Pálmi Örnólfsson (2.180) hafði hvítt og átti leik, en Ágúst Sindri Karlsson (2.315) var með svart. Hvítur hefur fórnað peði en komið liði sínu í frábærar sóknarstöð- ur. 22. Bxg6! - He7 (22. - hxg6 er svarað með 23. Hxd5! og eftir 23. - exd5 24. Bg7++! - Kxg7 25. Dh7+ er svarta drottningin orðin valdlaus og fellur) 23. Bf8 - Ha7 24. Bxe7 - Dxe7 25. Bf7 - Dxf7 (25. - Bxg5 26. Rxg5 - Rf6 27. Rxh7+! - Rxh7 28. Hd8+ var einnig von- laust með öllu) 26. Rxf7+ - Hxf7 27. Dh5 og þar sem hvítur hefur drottningu og hrók fyrir aðeins þrjá létta menn vann hann auð- veldlega. Skemmtikvöld skák- áhugamanna föstudags- kvöldið 1. des. kl. 20 hjá Skáksambandi íslands, Faxafeni 12. Fjallað um umskipti í FIDE og skákvið- burði næstu mánaða og síð- an fer fram hraðskákmót. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Til Flateyringa JÓNA Marín Ólafsdóttir, 10 ára stúlka í Keflavík, sendi Morgunblaðinu eftirfarandi ljóðlínur sem hún orti í tilefni snjóflóð- anna á Flateyri. Þær voru lítillega lagfærðar fyrir hana fyrir birtingu. Þegar fólkið fellir tár fær þá hjálpin grætt öll sár í myrkri greinist grátur þar gengur sorgarbátur. Tapað/fundið Gullarmband tapaðist ARMBAND u.þ.b. 6 mm breitt sem lykkjað er til skiptis með gulli og hvítagulli tapaðist mjög líklega á Hótel Sögu laugardaginn 11. nóvem- ber sl. Armbandið er sér- smíðað og hefur mikið tilfínningalegt gildi fyrir eigandann. Skilvís fínnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 557-8806. Gæludýr Kattagæsla HELGA tekur að sér að gæta katta í lengri eða skemmri tíma. Uppl. í síma 551-7110. Mikki fæst gefins FALLEGUR og blíður, þriggja ára, hreinrækt- aður síamsköttur (Mikki) fæst gefins vegna sér- stakra ástæðna. Það fylgir allt með Mikka, s.s. karfa, kassi og búr. Aðeins rólegt og gott barnlaust heimili kemur til greina. Uppl. í síma 565-8696 á kvöldin. Kisu vantar heimili SVÖRT einlit læða sem er níu mánaða vantar gott heimili. Kisa er sér- staklega falleg, góð og snyrtileg en vegna of- næmis getur hún ekki verið lengur hjá eigend- um sínum. Uppl. hjá Ingibjörgu í síma 587-6427. Farsi Víkverji skrifar... MARGVÍSLEGAN fróðleik er að finna í ritinu Landshagir, sem Hagstofan gefur árlega út. Skrifari greip af tilviljun niður í kafla þar sem fjallað er um ferða- menn sem koma hingað til lands. Ef litið er aftur til ársins 1950 kemur í ljós að það ár komu 8.700 manns hingað til lands. Tíu árum síðar voru þeir 22.300 og árið 1970 komu samtals 80 þúsund manns hingað til lands. Árið 1990 voru farþegarnir 284 þúsund og í fyrra 324.804. Hlutfall innlendra og erlendra ferðamanna er nokkuð misjafnt í heildarfjöldanum eftir árum. Þann- ig kemur í Ijós að 4.312 íslending- ar voru á faraldsfæti árið 1950 og útlendingarnir voru 70 fleiri það ár. Árið 1960 voru íslendingarnir 9.500, en útlendingarnir 12.800, árið 1970 komu 27 þúsund íslend- ingar til landsins, en 53 þúsund útlendingar. Árið 1980 hafði þetta snúist við og nú voru íslendingar á faraldsfæti fleiri en útlendingarn- ir, eða 69 þúsund íslendingar á móti 66 þúsund útlendingum. Frá árinu 1980 hafa fleiri íslendingar komið til landsins en útlendingar. Eflaust má lesa margt úr tölum sem þessum, t.d. um samgöngur, launakjör, atvinnuástand og efna- hag á íslandi og í nágrannaiöndun- um, um þróun í íslenskri ferðaþjón- ustu, veðurfar, ferðamöguleika, venjur og tísku svo dæmi séu tekin. xxx BÁRUJÁRN er heiti á bæklingi sem fyrir nokkru rak á fjörur Víkverja. Höfundar eru arkitekt- arnir Hjörleifur Stefánsson, Grétar Markússon og Stefán Örn Stefáns- son. í upplýsingum frá Þorsteini Bergssyni formanni Minjaverndar, sem gefur bæklinginn út, kemur fram að notkun bárujárns sem byggingarefnis þróaðist hér á landi með sérstakari hætti en víðast ann- ars staðar. Til dæmis í Reykjavík er bárujárn mjög áberandi í eldri hverfunum og sum fallegustu húsin klædd bárujámi. Með fjölgun byggingarefna og tilkomu steinsteypu minnkaði notk- un bárujárns verulega, en hefur aukist aftur á síðari árum. Þá hef- ur hins vegar komið í ljós að sú þekking á efnisnotkun og meðferð við frágang sem áður hafði þróast hafði fallið niður að miklu leyti. Ástæða fyrir að ráðist var í útgáfu bæklingsins er sú að hvergi á einum stað hefur verið að finna almennan fróðleik um þetta byggingarefni og ekki hefur verið auðvelt að fá hand- hægar leiðbeiningar um frágangs- atriði bárujárns til þessa. xxx RAUPMENN í höfuðborginni gera ýmislegt til að auka við- skipti í verslunum sínum og bjóða þá gjarnan vörur á lægra verði auk þess sem ýmislegt er gert til skemmtunar. Nefna má skemmti- legar uppákomur eins og tengjast Löngum laugardegi og Kringlu- kasti. Nýlega rakst skrifari á frétt um tilboðsdaga, sem kaupsýslumenn í Vestmannaeyjum stóðu fyrir og sérstaka athygli vakti nafnið á fyr- irbærinu. í Eyjum kölluðu þeir þessa tilboðsdaga nefnilega Sprönguskell. Kaupmenn í Eyjum vildu með þessu standa vörð um atvinnu í bænum og verslun í heimabænum. Eftir þeim var haft að verðlag í Vestmannaeyjum væri síst hærra en í Reykjavík. Að til- boðsdögunum loknum lýstu þeir ánægju sinni með hvernig til hefði tekist á Sprönguskelli í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.