Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 33 stefnu hefði ríkið alveg eins getað haldið að sér höndum til að gefa öðrum pláss.“ Dagný nefnir áform P&S um Alnetsþjónustu þar sem aðilar eru fýrir á markaðnum. Hún segir að stofnunin njóti þar yfirburða eins og annars staðar. Rekstraraðilar Alnetsins hafa kvartað yfir háu verði á leigulínum til útlanda. „Lausn Pósts og síma var að bjóða sjálfir þessa fjarskiptaþjónustu og leigja öfluga tengingu til útlanda. Þeir hafa bolmagnið og geysilega marga viðskiptavini. Þeir geta sett í þetta peninga og verið nokkuð vissir um að fá þá til baka með tíð og tíma. Þeir þurfa ekki að fjár- festa í neinum innviðum fyrir sína Alnetsþjónustu. Háhraðanetið er eins konar lokað Alnet og þeir eru með söludeildir um allt land til að selja aðgang.“ Með ríkið að baki „Póstur og sími er í yfirburða- stöðu og það lítur út fyrir að það sé fullur vilji ríkisvaldsins að tryggja yfirburði hans og þessi hlutföll á fjarskiptamarkaðnum áfram eftir að einokun linnir," seg- ir Dagný. „Vandamálin sem við horfumst nú í augu við voru löngu ljós erlendis þegar upp kom sam- keppni einkaaðila við póst- og símamálastofnanir.. í Evrópulönd- um, til dæmis Bretlandi, var mark- visst reynt að draga úr því sem ýtti undir þessa óeðlilegu sam- keppnisaðstöðu. Á sama tíma var full uppbygging í gangi hjá Pósti og síma á Islandi. Stjórnvöld reyndu ekki að stýra okkur fram- hjá þessum vandamálum. Þau hefðu átt að stuðla að jafnvægi á markaðnum þannig að hlutur ís- lendinga hefði orðið meiri í hug- búnaðargerð, gerð fjarskiptabún- aðar og tækniþróun á sviði fjar- skipta jafnt innanlands og utan.“ Dagný segir að í nágrannalönd- um séu stór símafyrirtæki, í opin- berri eigu, en þar sé líka að finna önnur fyrirtæki af svipaðri stærð- argráðu sem myndi jafnvægi. Hér sé P&S risi innan um dverga. Meira jafnvægi og fleiri þjónustuaðilar hefðu orðið landsmönnum og at- vinnulífinu til góðs. „Maður hefði búist við því af þessari og fyrri ríkisstjórn að þær tækju á þessu. Það veldur von- brigðum að það hefur ekki verið gert,“ sagði Dagný. „Það er eins og ráðamenn telji að lausnin á öll- um vandamálum á fjarskipta- og upplýsingamarkaðnum sé að breyta rekstrarformi Pósts og síma og SKÝRR í hlutafélög. En vanda- málið, sem felst í yfirburðastöðu þessara aðila í samanburði við einkafyrirtækin á markaðnum, stendur eftir óleyst.“ A ðpentukransar a verði fyrir alla. AÐVENTA Aðvetitukrans Gamligóði grenikransinn ”999 Grenilengjur (270 cm) á svalir og handrið kr.699 - fi|' §ÉfppppJSlí f' f ISÍilÍSSifc Inniseríur 10 Ijósa kr. 149 20 Ijósa kr. 249 35 Ijósa kr. 340 Útiseríur Straumbreytirjylgir 40 Ijósa kr. 980 2,8 grömm Ég valdi léttustu umgjörð í heimi, AIR TITANIUM, því þyngdin skiptir mig máli. ,) flugtstjóri Gleraugnaverslunin í Mjódd, Gleraugnaverslun Keflavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.