Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D *vttunHfifeife STOFNAÐ 1913 274. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR 30. NOVEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton boðar aukna friðarumleitan eftir viðræður við Major í London Friðarframrás á heimsvísu gæti leitt deilur til lykta London. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær vera þeirrar skoðun- ar, að „friðarframrás á heimsvísu" gæti bundið enda á deilur í Bosníu og á Norður-írlandi, svo og víðar. Lét hann svo um mælt eftir viðræð- ur við John Major forsætisráðherra Bretlands í Downingstræti 10 í gær. Hrósaði hann Major fyrir hug- rekki sem hann hefði sýnt með því að ná samkomulagi við íra um að hefja aftur viðræður um frið á Norður-írlandi. Clinton hafði viðdvöl í Bretlandi í gær á fyrsta degi fimm daga ferð- ar um Evrópuríki. Heldur hann í dag til Belfast og verður þar með fyrstur bandarískra forseta tH þess að heimsækja Norður-írland. I gær fundust tvær sprengjur skammt frá hótelinu sem forsetinn dvelst á í Belfast og voru þær gerðar óvirkar. Einn megintilgangur Evrópu- ferðar Clintons er að undirstrika nauðsyn þess að leiða til lykta lengstu átök í álfunni eftir seinna stríðið. Major bar lof á Clinton fyr- ir þátt Bandaríkjamanna við að koma á friðarsamningum fyrir Bosníu. „Vegna samstarfs okkar síðustu 50 árin, hafa þau gildi sem við höfum staðið vörð um öðlast yiður- kenningu um heim allan. I dag ræddum við um leiðir til að efla samvinnu okkar um að fækka gjör- eyðingarvopnum, klekkja á hryðju- verkastarfsemi og þoka friðar- framrásinni á heimsvísu," sagði Clinton. Clinton minntist styrjalda sem Bretar og Bandaríkjamenn hefðu háð og unnið. „Við höfum háð styrj- aldir en nú skulum við berjast fyrir BILL Clinton kannar heiðursvörð lífvarðar Elísabetar Bretlandsdrottningar við komuna í Bucking- ham-höll í Londori í gær í fylgd Filippusar drottningarmanns. friði. Ég held að bestu stundir lýð- ræðis og frelsis bíði okkar, en þó því aðeins að við mætum þeirri áskorun sem bíður okkar og mætum henni saman," sagði Bandaríkjafor- seti. í ræðu i breska þinginu sagði hann að sú skylda hvíldi á herðum núverandi leiðtoga að þoka áfram þeim málstað sem svo margir hafa barist fyrir og týnt lífi fyrir í styrj- öldum. „Á þessum nýju tímum eig- um við ekki að sinna herkvaðningu, heldur friðarkalli," sagði Clinton. Major lýsti stuðningi við tilraunir Clintons til að afla því fylgis meðal bandarísku þjóðarinnar og þingsins að 20.000 bandarískir hermenn verði sendir til Bosníu til þess að tryggja framgang friðarsamkomu- lagsins. „Mikilvægi þess er gríðar- legt fyrir Bosníu og mörg önnur ríki í framtíðinni," sagði Major. Staðfest var í gær, að friðarsamn- ingar fyrir Bosníu yrðu undirritaðir í París 14. desember. ¦ Viðræður um N-írland/20 FRA kjörstað í Kaíró. Brögðí taflií Egypta- landi Kairo. Reuter. EGYPSKA stjórnarandstaðan hélt því fram, að „svívirðilegum brögðum" hefði verið beitt við framkvæmd þingkosninga þar í landi í gær af hálfu lögregl- unnar og stjórnarflokksins. Fjórir menn, a.m.k., biðu bana í átökum hjá kjörstöðum. Stjórnvöld hétu því að kosn- ingarnar myndu verða bæði frjálsar og réttlátar. Stjórnar- andstaðan var annarrar skoð- unar. Fulltrúum hennar var meinaður aðgangur að fjölda kjörstaða, lögreglan handtók hundruð fylgismanna strangtrú- arsamtaka og fjöldi kjörkassa var sagður innihalda atkvæða- seðla við opnun kjörstaða. Fréttamaður Reuters í borg- inni Toukh norður af höfuð- borginni Kaíró, sagðist hafa séð tvo 16 ára krakka greiða at- kvæði en kosningarétt öðlast Egyptar 18 ára. Toukh er vígi Atefs Sedki forsætisráðherra. Auk þeirra sem biðu bana slösuðust a.m.k. 60 manns í átökum hjá kjörstöðum en sums staðar var skotvopnum beitt. Lögreglan beitti táragasi tii þess að leysa upp mótmælaað- gerðir í Kaíró. Karpov fram úr Kasparov GARRÍ Kasparov, heimsmeistari Atvinnumannasambandsins í skák (PCA), er fallinn úr efsta sæti á skrá Alþjóðaskáksam- bandsins (FIDE) yfir stigahæstu skákmeistara heims, í fyrsta sinn í áratug. Á nýjum lista FIDE er Ana- tolíj Karpov, heimsmeistari FIDE, í efsta sæti með 2780,60 stig en Kasparov í öðru sæti með 2777,10 stig. Ungverska stúlkan Judit Polg- ar er í 10. sæti á FIDE-listanum með 2676,10 stig. Margeir Pét- ursson er eini íslenski stórmeist- arinn í hópi 100 sterkustu skák- manna heims. Er hann í 86. sæti með 2585,00 stig. Aðeins tveir Norðurlandabúar eru framar en Margeir. Svíinn Ulf Andersson er í 28. sæti með 2632,50 stig og Curt Hansen, Danmörku, í 47. sæti með 2613,40 stig. Andreas Papandreou forsætisráðherra Grikklands þungt haldinn á sjúkrahúsi Haldið á lífi með öndunar- og nýrnavélum Aþenu. Reuter. ANDREAS Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi, var í gær haldið á lífi með hjálp öndunar- vélar og hann var einnig settur í nýrnavél til að skilja að blóð og þvag- efni. „Forsætisráðherrann fékk aðra himnuskiljun. Ástand hans er í jafn- vægi og hann andar með hjálp önd- unarvélar," sagði einn af læknum Papandreous. Forsætisráðherrann, sem er 76 ára, gekkst undir hjartaaðgerð árið 1988. Hann var fluttur á Onassis- hjartamiðstöðina í Aþenu fyrir tíu dögum vegna lungnabólgu. Tals- maður sjúkrahússins sagði ástand Papandreous „erfítt" en vísaði á bug fréttum í grískum fjölmiðlum um að hann væri heiladauður. „Heilastarf- semin er eðlileg og hjartað starfar án vandamála," sagði hann. Reynt að styrkja lungun Læknar hafa sagt að Papandreou megi ekki vera of lengi í öndunarvél vegna hættu á að það skaði önnur líffæri. Forsætisráðherrann var mestan hluta vikunnar sem leið í öndunarvél en tekinn úr henni á föstudag eftir að hafa sýnt bata- merki. Læknarnir neyddust þó til að setja hann aftur í öndunarvélina ÖLDRUÐ grísk kona með mynd af Maríu mey biður ásamt fjölrin annarra fyrir Andreas Papandreou utan við Onassis-hjartastofn- unina í Aþenu í gærkvöldi. og það jók hættuna á að nýrnabilun- in hefði áhrif á fleiri líffæri. Læknarnir sögðu að virtur banda- rískur næringarfræðingur kæmi á sjúkrahúsið til að reyna að styrkja lungun með sérstakri næringu. For- sætisráðherrann hefur fengið riær- ingu í æð frá því hann var lagður á sjúkrahúsið og grískir fjölmiðlar sðgðu að hann hefði lést verulega. Afar ólíklegt þykir að Papandreou ljúki fjögurra ára kjörtímabili sínu þótt hann nái sér. Jafnvel áður en hann veiktist hafði hópur háttsettra félaga í Sósíalistaflokknum látið í ljós efasemdir um að hann væri fær um að stjórna. Þeir sögðu hann á valdi eiginkonu sinnar, Dimitru Liani-Papandreou, sem er 36 árum yngri en forsætisráðherrann og hef- ur sætt gagnrýni fyrir ráðríki og valdafíkn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.