Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 49 FRIÐRIK TÓMAS ALEXANDERSSON + Friðrik Tómas Alexandersson var fæddur 24. júní 1933. Hann lést 17. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Margrét A. Friðriksdóttir, ætt- uð frá Hnífsdal, og Alexander M. Guð- mundsson, ættaður frá Grund á Snæ- fellsnesi. Börn Friðriks eru: Hös- kuldur Sverrir, fæddur 19. desem- ber 1965, kvæntur Eddu Lovísu Edvalsdóttur; Helga, fædd 21. júlí 1967, í sam- búð með Knúti Bjarnasyni, þau eiga Högnu Kristbjörgu, fædda 17. ágúst 1994; Margrét, fædd 20. nóvember 1977. Útför Friðriks fór fram frá Laugarneskirkju 29. nóvember. OKKUR langar til að minnast með fáum orðum elsku Frikka okkar sem við kynntumst er við vorum börn. Okkur fannst ætíð mikill ævintýraljómi vera yfir honum þeg- ar hann sagði okkur sögur af sigl- ingum sínum í Karíbahafinu. Hann Frikki hafði stórt hjarta og mikið skap. Ávallt var hann ör- látur og vildi allt gott fyrir okkur gera. Börnin okkar öll kölluðu Fr- ikka, afa. Þótti þeim alltaf gaman að koma í ísbúðina til afa, enda- laust máttu þau fá ís, afi Frikki sagði alltaf já. Kæri vinur, megi væntumþykja okkar fylgja þér að eilífu. Állar okkar minningar um þig geymum við í hjarta okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur, elsku Höddi, Helga og Magga. í storminum strengur kveinar, stýrið í norður sveinar. Enn þrá augun að líta, eylandið mjallahvita. Sþarna er fyrir stafni, stýrið í drottins nafni. Enginn villist af vegi, þó að vandræðaskáldið deyi. (Bólu-Hjálmar) Upp skalt á kjöl klífa, köld er sjávar drífa, kostaðu hug þinn herða, hér muntu lifið verða. Skafl beygjattu, skalli, þótt skúr á þig falli, ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja. (Þórir Jökull: úr íslendinga- sögu Sturlu Þórðarsonar) Drottinn gefi dánum ró, en hinum líkn sem lifa. Bjarni Ómar og Krisljana. Mig langar í örfáum orðum að kveðja Friðrik Tómas Alexanders- son, sem lést 17. nóvember sl. Frikka kynntist ég árið 1983 þegar hann hóf sambúð með móður minni. Ég kynntist honum þó best þegar ég vann hjá honum í Rjómaísgerð- inni fyrir nokkrum árum þar sem mér birtust áður óþekktar hliðar hans. Það skiptust á skin og skúrir í samskiptum okkar enda Frikki mikill skapmaður og á margan hátt óvenjulegur og ekki allra. Hann hafði skoðanir á flestu sem viðkem- ur mannlegri tilvist og vorum við ekki alltaf á eitt sátt í þeim efnum. Þá gat hann rökrætt fram og aftur tímunum saman og var oft glatt á hjalla þegar við létum móðan mása og hvorugt vildi undan láta. Hans hjartans mál voru mörg og varð honum tíðrætt um spillinguna í heiminum og það hvernig valda- kerfi heimsins er byggt upp af örfá- um einstaklingum. Hann hafði siglt um flest heimsins höf og kynnst ólíkri menningu og trúarbrögðum margra þjóða og þótti honum ís- ELLY VILHJÁLMS + Henny Eldey Vilhjálmsdóttir (Elly Vilhjálms söngkona) fæddist á Merkinesi í Höfn- um 28. desember 1935. Hún lést I Reykjavík 16. nóv- ember síðastliðinn. Útför hennar fór fram í kyrrþey. ÞAÐ var á sumardegi fyrir rúmum 40 árum. Sólin skein og ég gekk í vestur eftir Austur- stræti. Á móti mér kom stúlka sem vakti athygli mína. Ég hafði ekki séð hana áður. Hún virtist vera jafnaldra mín. Var á einhvern hátt mjög sérstök, að mér fannst. Falleg. Ef til vill örlítið út- lendingsleg. Næst sá ég þessa stúlku á sviði Austurbæjarbíós, þar sem hún söng raddfögur og af mik- illi innlifun lagið „Wheel of Fort- une“ í sönghæfileikakynningu hljómsveitar Kristjáns Kristjáns- sonar. Ekki löngu seinna kynnt- umst við, þegar við unnum báðar á skrifstofu sama fyrirtækis. Með okkur tókst góð vinátta. Við eignuð- umst trúnað hvor annarrar. Fórum saman í ferðir til útlanda. Sú vin- átta var alla tíð traust. Hugboð mitt við fyrstu sýn reyndist rétt. Henny Eldey Vil- hjálmsdóttir, alltaf kölluð Elly, var ákaflega sérstök. Hún hafði ekki einungis fallega söngrödd sem hún beitti af snilld. Hún t.d. saumaði, heklaði, pijónaði, vélritaði og matbjó með frábærum árangri. Allt sem hún tók sér fyrir hendur vann hún þannig. Einnig hafði hún mjög gott vald á íslensku máli, bæði töluðu og rituðu. Skrifaði blaðaviðtöl og bók. Hún lauk námi við Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð með glæsi- legum árangri. Tungu- málanám reyndist henni sérstaklega auð- velt. Hún náði t.d. mjög langt í spænsku- kunnáttu. Elly var líka sannur vinur vina sinna og ákaflega greiðvikin. Þrátt fyrir alla þessa hæfileika liafði hún alla tíð lágt sjálfsmat. Hvernig gat það verið? Þegar ég spurði, sagði hún að sér fyndist þetta bara allt svo sjálf- sagt, varla umtalsvert. Ekki er vafi á því að hún hefði hlotið frægð utanlands fyrir söng sinn, en í raun hafði hún litla löng- um til þess. Hún hafði bara gaman af því að syngja og naut þess að vinna vel. Sem ung stúlka í dag hefði hún farið í langskólanám. Umhverfið var henni oft kröfuhart. Þannig er það gjarnan gagnvart þeim sem mikið er gefið. Hamingju- stundir hennar voru margar — þær erfiðu einnig. Það væri hægt að skrifa þykka bók um líf hennar, svo margt og margir komu þar við sögu, en slíkt væri henni alls ekki að skapi. Þjóðin mun þó njóta þess að hlusta á söng hennar um ókomin ár. Fyrir mörgum árum gaf Elly mér bókina með indversku helgiljóðun- um: Bhagavad-Gi ta, en þar segir m.a.: lendingar oft smáborgaralegir og einangraðir í viðhorfum sínum. Þó Frikka væri oft heitt í hamsi og lægi margt á hjarta gat hann verið jafn rólegur og afslappaður og hann hefði allan heimsins tíma. Þá gleymdi hann stund og stað og tók sér þann tíma sem hann þurfti til að njóta líðandi stundar. Hann leit svo á að lífið ætti að snúast um annað og meira en vinnu og pen- inga og kunni að njóta þess að vera úti á Hvalseyjum, þar sem hann dvaldi löngum stundum á veiðitíma við að háfa lunda, skjóta sel eða tína egg. Þá lifði hann á landsins gæðum, eins og hann orðaði það sjálfur, og þeir sem fóru með honum í eyjarnar máttu borða lundasúpu í öll mál svo dögum skipti og þótti mörgum nóg um nægjusemi Frikka í þessum ferðum hans. Frikki fór ekki troðnar slóðir og það átti ekki vel við hann að festa sig í sessi á sama staðnum of lengi. Þegar far- fuglarnir fóru suður á bóginn á haustin fór hann að ókyrrast og vildi komast burt úr kuldanum og myrkrinu hér á íslandi og fara til Flórída þar sem hann dvaldi marga vetur, en alltaf þótti honum gott að koma heim aftur og eyða sumr- unum á „gamla“ landinu. En nú er hann farinn í síðustu ferðina og kemur ekki aftur í þetta skipti. Ég þakk þér samfylgdina, Frikki minn, óska þér góðrar ferðar til Valhallar, þangað sem þú sjálfur sagðist iðulega mundu fara. Elsku Höddi, Helga, Magga og aðrir sem syrgja Frikka. Dauðinn er ekki endir alls. Góðu stundirnar með Frikka, bros hans og hressi- leika skulum við geyma í huga okk- ar og sækja þangað styrk í sorginni. Ég er þreyttur, þrái ró, þrái margt en engum segi. Yndi minnar ævi dó eins og blóm í vetrarsnjó, eri ég veit að vaknar þó, vaknar allt með sól og degi ég er þreyttur, þrái ró, þrái ró en engum segi. (Örn Amarson.) Kveðja, Kristín. Þá alheimsnóttin gengin er í garð og verur gengnar í sitt móðurskaut, þá vakna þær til lífs á nýjan leik, er ljómar aftur ljós hins nýja dags. En til er tilvist, eilíf, óskynhæf. Ég bið góðan Guð að varðveita Elly. María Bergmann. Með söknuði kveð ég Elly Vil- hjálms sem er látin eftir langa bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Eg var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þessari yndislegu og vel gefnu konu, sem sýndi mér ávallt hlýhug og vináttu. Það var alltaf gaman að hlusta á Elly segja frá atburðum, þvi frásögnin varð svo lifandi og skemmtileg. Það var gott að sækja Elly heim því hún geislaði af lífskrafi og hafði einstakt lag á að láta fólki líða vel í návist sinni. Húsmóðir var hún mikil, og ber heimili þeirra hjóna vott um hve handlagin og smekkleg hún var. Það er með ólíkindum hve vel hún bar veikindi sín því hún vildi njóta lífsins til síðustu stundar. Minningar mínar um samveru- stundir okkar munu alltaf ylja mér um hjartarætur og mun ég minnast hennar með virðingu og þakklæti. Ég kveð Elly hinstu kveðju með eftirfarandi ljóði: Hvev minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæri Svavar og fjölskylda, ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Ásdís Wöhler. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR frá Presthúsum, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 28. nóvember. Halla Guðmundsdóttir, Elfas Baldvinsson, Martea Guðmundsdóttir, Vignir Guðnason, Guðrún Guðmundsdóttir, Bára Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Systir okkar, GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Söndum, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 16. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, systkini hinnar látnu. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Skólagerði 37, Kópavogi, andaðist 29. nóvember. Ólafur Guðjónsson, Jónína Vilborg Ólafsdóttir, Karl Olsen jr., Oddur Ólafsson, Elsa Sigtryggsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, LEIFUR TÓMASSON, Vestursfðu 38, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 23. nóvember sl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. desember kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á KA eða Flugbjörgunarsveitina á Akureyri. Erla Elísdóttir, Tómas Leifsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Þóra Leifsdóttir, Sigurður Vigfússon, Ottó Leifsson, Margrét Hallgrímsdóttir, G. Bjarney Leifsdóttir, Sigurjón Magnússon, Nanna Leifsdóttir, Friðrik Friðriksson og barnabörn. Tómas Steingrfmsson, Ragna Pedersen, Erik Pedersen. + SIGURÐUR FINNBJÖRNSSON múrarameistari frá ísafirði, lést í Hátúni 10B þann 20. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Jóhann Jónsson. + Kveðjuathöfn um KRISTÍNU SIGTRYGGSDÓTTUR fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 1. desember kl. 14.00. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 5. desember kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð eftir hádegi.föstu- daginn 1. desember vegna jarðarfárar JÓHÖNNU BJÖRGÓLFSDÓTTUR. Ratsjárstofnun, Laugavegi 116.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.