Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 44
• -44 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Einir Jónsson fæddist í Reykjavík 23. jan- úar 1923. Hann lést í sjúkrahúsinu í Keflavík að kvöldi 21. nóvember síð- astliðins. Foreldrar Einis voru: Jón Ágúst Guðmunds- son, f. 7. ágúst 1890, d. 11. ágúst 1938, og kona hans, Kristín Guðmunds- dóttir, f. 14. sept. 1893, d. 21. apríl 1976. Systkini Ein- is voru: Guðmundur, f. 21. jan- úar 1926, d. júní 1982. Ólína, f. 5. apríl 1927, býr í Banda- ríkjunum. Ragnar, f. 21. júli 1928, er búsettur í Keflavík. Sigríður Jóna, f. 18. júlí 1932, býr í Keflavík. Einir kvæntist 12. apríl 1952 Guðrúnu Jörgensdóttur frá Akranesi, f. 4. júlí 1929. Þau Einir og Guðrún áttu 5 börn. Þau eru: Jón Ágúst, félagsráð- gjafi, f. 30. desember 1952. Hann kvæntist Karlínu Hólm og þau áttu einn son. Þau slitu samvistir og síðar giftist hann norskri stúlku, Aud Rensmoen, FAÐIR minn, Einir Jónsson, varð bráðkvaddur að kvöldi 21. nóvem- ber. Skömmu síðar hringdi móðir mín og sagði: „Hann pabbi þinn er dáinn.“ Þessi orð nístu mig og ég streittist við af öllum lífs- og sálarkröftum að trúa þeim. Hún kélt áfram rólegri og sorgmæddri röddu: „Læknirinn sagði að það hefði verið hjartaslag, það var ekk- ert hægt að gera.“ Pabbi fæddist í Reykjavík 23. janúar 1923. Hann var elstur 5 systkina. Þegar hann var 7 ára fékk faðir hans stöðu sem vitavörð- ur á Reykjanesi. Árið 1938 dó fað- ir hans frá sinni ungu fjölskyldu. Pabbi var þá 15 ára gamall og þurfti, ásamt móður sinni, að ala önn fyrir fjórum yngri systkinum. Vitamálastjóm útvegaði hinni föð- urlausu fjölskyldu aðstoðarvita- verði og var skáldið Steinn Stein- arr einn þeirra. En sá aðstoðarvita- vörður sem studdi best við_ hina "t.ngu fjölskyldu var Siguijón Ólafs- son. Þeir voru skyldir, en auk þess var hann sá sem studdi best við unglinginn á erfiðum tímum og kunni pabbi honum alltaf þakkir fyrir það. 20 ára gamall var hann skipaður vitavörður og þurfti hann undanþágu vegna aldurs, en 21 ár var lágmarksaldur. 29 ára kvæntist hann mömmu. Þau eignuðust 5 böm og vildi pabbi skíra sitt fyrsta barn í höfuðið á föður sínum. Þau höfðu verið gift í 43 ár þegar pabbi lést. Þau voru samhent hjón, voru alltaf saman og gerðu allt saman. Elsku mamma, þinn missir er mikill. Erfidnkkjiir Glæsileg kaffí- hlaðborð, fallegir salir ogmjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR ilÍTil LÖFTLEIBIR félagsfræðingi, og þau eiga 3 börn og eru búsett í Noregi. Sigurbjörg, f. 4. maí 1954. Hún er hárgreiðslumeist- ari og lærður kvik- myndagerðarmað- ur. Hún var lengp búsett í Bandaríkj- unum en er nú bú- sett í Reykjavík, hún á einn son. Ingibjörg Sigrún, hjúkrunarfræðing- ur og ljósmóðir, f. 30. ágúst 1956, er búsett í Bandaríkjunum, gift Gylfa Ólafssyni verkfræðingi. Þau eiga 3 börn. María, hjúkr- unarfræðingur, f. 12. apríl 1963 gift Tyrfingi Tyrfings- syni, matreiðslumeistara, þau eiga 3 börn og eru búsett í Kópavogi. Ásta, leikskóla- kennari, f. 10. mars 1965. Hún býr með Steingrími Halli Steingrímssyni fulltrúa, og þau búa í Kópavogi og eiga 2 börn. Útför Einis fer fram frá Fella- og Hólakirkju í Reykja- vík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Pabbi var myndarlegur maður. Ungur var hann skarpleitur og dökkhærður, hann var brúneygur, hár og grannur. Með árunum þynntist hárið og gránaði og brúnu augun fóru á bak við þykk fjar- sýnisgleraugun. Alltaf hélt hann samt grönnum vextinum og fallegu brosinu sem var svo sérlega fallegt á brúðarmyndinni þeirra. Við mæðgumar stríddum honum á því að þetta væri „Clark Gable“ bros. Pabbi var ákaflega dulur maður og hlédrægur. Hann var einfari sem gat ekki verið einn, og sú manneskja sem hann gat ekki ver- ið án var mamma. Pabbi hafði, þrátt fyrir hlédrægni, skoðanir á öllu og lá ekkert á þeim. Kom hann þeim gjarnan á framfæri með hnyttnum hætti. Hann þjálfaði okkur sem unglinga í „þraslistinni" og bar þá stjórnmálin yfirleitt hæst, en hann var mikill íhalds- maður. Uppeldi eldri systkina minna lét hann mest eftir mömmu eins og var þeirra tíma siður. Þegar ég fæddist virtist hann tilbúnari að takast á við föðurhlutverkið og nutum við yngsta systir mín þess. E.t.v. var þá tíminn búinn að deyfa nægilega þau sárindi að missa föð- ur sinn svo ungan. Pabbi lagði áherslu á að styðja börn sín til náms. Það var dýrt að þurfa að halda uppi börnum í Reykjavík en það gerði hann með stolti, þótt hann þyrfti um leið að neita sér um veraldleg gæði. Andlátið kom algjörlega á óvart. Sárast fínnst mér að barnabörnin missa af afa sínum. Tyrfingur, 8 ára sonur minn, mun eiga minning- ar um afa Eini sem var alltaf hjá okkur á jólunum, fór með hann í bíltúr að skoða bátana og var svo skondinn í tilsvörum. Einir, 4 ára, ber nafnið hans og augnlitinn. Hann náði nokkrum dögum fyrir andlátið að sýna afa að hann var farinn að geta lesið og afi dáðist einlægt að nafna sínum, þeim litla til ómældrar gleði. Svava er bara 1 árs en við minnumst síðustu jóla þegar hún var 5 mánaða og sat í fanginu á afa sínum. Hann var ánægður að fá afastelpu. I pakkan- um frá ömmu Möllu í Ameríku var fínt hárband sem ég setti skakkt á hana og afi Einir sneri rétt og var svo hrifmn af því hvað hún toildi með það allt kvöldið. Við höfðum orð á því að þetta ætti við fagurkerann hann pabba. Elsku pabbi, þú fluttir aldrei í íbúðina sem þú varst búinn að MINNINGAR kaupa rétt hjá mér. Ég sem ætlaði að hugsa svo vel um þig í ellinni. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert nú og tek undir orð Einis litla: „Afi er dáinn og fór beint til Guðs og þegar við deyjum förum við á skýið til hans.“ Elsku mamma, vertu sterk. Við getum huggað okkur við það að hann vildi ekki verða sjúklingur og hann vildi deyja á undan þér. Öskir hans rættust. María Einisdóttir. Þegar ég frétti lát Einis mágs míns varð ég hljóður við og fór að hugsa hve skjótt getur skilið á milli lífs og dauða, og einnig það sem mestu máli skiptir, hvernig lífi maðurinn hefur lifað. Einhvers- staðar stendur: Dauðinn og ástin eru vængimir sem bera góðan mann til himins. Það er hvorki matur né drykkur sem skapar veislugleðina heldur hugarfar gest- anna. Og hugarfarið er það, sem mestan þátt á í því að skapa lífs- ánægju í meðlæti og geta tekið á móti því með skynsemi, sem erfitt reynist. Hugarfarið skapar lífsstíl- inn í samskiptum við aðra. Einir var maður traustur og hjálpsamur, sem aldrei brást ef til hans var leitað og möguleikar voru á úrbótum. Einir var fæddur í Reykjavík en fluttist 7 ára gamall í Reykjanes- vitann, þar sem faðir hans gerðist vitavörður. Faðir Einis dó þegar hann var 15 ára og þá tók móðir hans við vitavarðarstarfinu. Einir var elstur systkina sinna og því sjálfkjörinn fyrirvinna heimilisins með móður sinni, og í rauninni varð hann þá vitavörður. Unglings- árin fóm fyrst og fremst í vinnu en lítið var um skólanám. Þegar hann var 20 ára var hann skipaður í vitavarðarstöðuna þó að Iögin krefðust þess að ekki mætti veita þessa stöðu yngri manni en 21 árs. Hann fékk þarna sérstaka undanþágu. Fjórum árum eftir stöðuveiting- una hætti hann sem vitavörður og flutti til Keflavíkur og gerðist starfsmaður hjá hernum. Fljótlega fór hann að vinna á viðgerðarverk- stæði fyrir bíla og vinnuvélar hers- ins og flugvallarins. Fljótlega var hann svo ráðinn sem yfirmaður þessa verkstæðis. Hann reyndist góður yfirmaður sem hjálpaði og leiðbeindi sínum starfsmönnum, en krafðist jafnframt iðjusemi og vandvirkni. Þetta varð hans aðalstarf um ævina og hann varð svo næmur fyrir enskunni í þessu umhverfi að margir yfirmenn hans og hermenn, sem hann þurfti að hafa viðskipti við, héldu að hann væri fæddur ameríkani, eða hefði a.m.k. verið einhver uppeldisár sín í Ameríku. Einir var aldrei skráður lærling- ur hjá meistara í þessari iðn, en hann var fljótur að fínna út hvar bilanir voru og finna leiðir til að lagfæra eða gera við. Nákvæmni og útsjónarsemi var honum í blóð borin. Ég hefi aldrei þekkt mann sem var eins innlifaður í starf sitt og hann var og hefi ég þó kynnst mörgum góðum verkmönnum. Þegar Einir var að verða sjötug- ur hittist svo á, að vegna fækkun- ar í hemum á vellinum, varð að fækka starfsmönnum á þessu verkstæði og víðar í störfum innan hersins. Einir bjóst þá við að sér yrði sagt upp vegna aldurs, hann kominn á ellialdurinn, og hann kveið fyrir því að hafa kannske ekki nóg við að vera næstu árin, þó að hann gæti dundað eitthvað heima við. En honum var ekki sagt upp heldur látinn vita að honum væri frjálst að vinna áfram eins lengi og hann treysti sér til. Hann var í fullu starfi þegar hann varð skyndilega veikur og þó að fljótt væri brugðið við og hann fluttur í skyndi á sjúkrahúsið, þá var hann dáinn innan tveggja stunda eftir að hann veiktist. Einir var ekki aðeins nákvæmur við vélar, hann var líka frábær hagleiksmaður við allt sem hann tók sér fyrir hendur í frítímum sín- um. Þetta kom fram t.d. í natni hans við hús og heimili. Hann lag- færði það sem gera þurfti innan dyra og utan. Eitt árið smíðaði hann hjólhýsi til að ferðast með í útilegur, og þar var öllu haganlega og snyrti- lega fyrir komið, eins og bestu hjólhýsi gátu verið, og hann smíð- aði líka fyrir börnin lítil hús til að leika sér í og leikföng. Hann virt- ist alltaf vera sívinnandi í frítímum sínum, en hann hafði líka gaman af ferðalögum og góðum félags- skap með vinum og kunningjum. Einir og Guðrún voru ung þegar þau giftu sig og þau lifðu fyrir börnin, sem urðu 5 að tölu, og þau lifðu líka hvort fyrir annað, eða með öðrum orðum, þau lærðu að vinna saman og skilja hvort ann- ars hugsanir og þarfir. Heimilislíf- ið var ánægjulegt, fijálst og hleypi- dómalaust. Þau hjónin ferðuðust mikið sam- an, sérstaklega þó seinni árin - eftir að sum börnin voru flutt í önnur lönd eða dvöldu þar um tíma við nám eða störf, - þá fóru þau í heimsóknir til þeirra í sumarleyfi sínu, og þau fengu sér lítinn „lysti- bát“ í Noregi og könnuðu ókunna stigu á skipa- og vatnaleiðum. Fyrir 7 árum fór ég með þeim á þessum bát frá Norður-Noregi til Frederikstad, sem er við austur- strönd Óslófjarðar. Þessi ferð tók 13 daga. Skeijagarðurinn var þræddur eftir því sem hægt var. Eldað var í bátnum og sofið. í höfnum var landið skoðað í stuttum ferðum og áhugaverðir staðir sótt- ir heim. Fjórum árum síðar fór ég aðra bátsferð með þeim og þá frá bænum Arvika í Svíþjóð, en þar var báturinn þá í vetrargeymslu. Siglt var um Vánern-vatnið og þaðan gegn um Götakanalen til Váttern, en á þessari leið eru 20 skipastigar. Þessi ferð tók tvær vikur. Víða var stoppað til að skoða landið og heimsækja merka staði og mannvirki. Báðar þessar ferðir voru óvenjuleg ævintýri. Þegar börnin voru orðin stálpuð og sum farin í framhaldsnám utan heimahaganna, þá fannst Guðrúnu hún ekki hafa nóg að gera sem heimavinnandi húsmóðir svo að hún réð sig sem þvottakonu á skrif- stofum hersins. Nokkru seinna var auglýst fast starf aðstoðarmanns við fræðsludeild hersins, og Guð- rún sótti um það starf ásamt nokkrum öðrum. Kunnáttupróf var svo tekið í nokkrum greinum þessu viðvíkjandi og hlaut hún stöðuna og fékk eigin skrifstofu þar sem hún hafði gert hreint áður. Nú er hún starfandi sem fræðslu-ráðgjafi innan hersins og eini íslendingurinn í því starfi. Til þess að hún gæti þetta þurfti sam- hjálp í heimilishaldi og fleiru. Þetta sýnir að þau stóðu saman og hjálp- uðust að eftir því sem málin þróuð- ust. Já, ég samhryggist Gúðrúnu og bömum þeirra við lát Einis, það bar sannarlega snöggt að og óvænt, því að hann var vel frískur fyrir og varð sjaldan misdægurt. En ég veit líka að Guðrún, börnin og fjölskyldur þeirra eru samhent fólk sem styður hvað annað. Ég þekkti Eini vel og ég sakna góðs vinar og góðs manns, sem í engu vildi vamm sitt vita, - en samviskusemi, heiðarleiki og hjálp- semi voru hans lífsmáti, sem kom fram í öllu hans starfi og viðhorf- uin til lífsins. Ég kveð Eini með söknuði og ég tel að þetta ljóð, eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, geti verið sam- eiginleg kveðja frá ættingjum og vinum, auk mín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lifs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. Hans Jörgensson. EINIR JÓNSSON Er nokkur æðri aðall hér á jörð en eiga sjón út yfir hringinn þröngva og vekja, knýja hópsins blindu hjörð til hærra lífs - til ódauðlegra söngva? (Einar Benediktsson) Ávarp afa: „Jæja lagsmaður“ hljómar í eyra, og þá er' um að gera að setja sig í áheyrnarstell- ingar, því von er á viskulegum fyrirbærum úr digurbarkalegum hálsinum. Á eftir kemur gjarnan eftirvæntingarfull þögn ... en það er þess virði því í brúnum augum afa býr svar við flestu og bláar augnskálar barnsins lýsa til- trúnaði... Einir tengdafaðir minn lagði hugvit sitt í allar sínar gjörðir. Að loknum ströngum vinnudegi verður hvíldin kærkomin lúinni sál. Þegar ég kynntist tengdaföður mínum fyrrverandi, varð mér fljótt ljóst að hér fór einstaklingur sem þegar hafði myndað sér skoðanir á flestum fyrirbærum. Og þær skoðanir voru afgerandi og mót- uðu sterkan persónuleikann. Hjálpsemi og hlýja einkenndu há- vaxinn manninn,- sem kom svolítið spanskt fyrir sjónir með fjörutíu ára gamalt Clark Gable-yfirvara- skegg, sá hann enga ástæðu til að fjarlægja það né skipta um stíl, það var ekki hans háttur, ekkert verið að hlaupa eftir straumum og stefnum. Einir hélt frumburði mínum undir skírn og urðu þeir alnafnar og mestu mátar upp frá því. Síðar vitnað í afa oftar en aðrar hetjur. Svo lík urðu lífsviðhorfin fram eftir, var það mótun - erfð- ir? - skipta ekki máli hér þær margþvældu vangaveltur. Eitt er víst að Einir eldri varð mikill afi sem sat löngum yfir pælingum er vinnudegi lauk, hvað mætti nú betur fara í vinnunni eða heima, það var málið. Dyggur þjónn yfir smáu - má e.t.v. segja, en ekki kom honum í hug að ana út í neitt að óathuguðu máli. Ein- kunnarorðin: vandvirkni, sam- viskusemi, nákvæmni; skyldi þetta haft í fyrirrúmi. Oft var þörf á að leggjast undir feld og hugsa, það gerði Einir þegar mikið lá við. I frístundum aflaði hann sér þekk- ingar eftir því sem stundir gáfust, og að grúska svolítið í leiðinni sakaði ekki. Hagur á járn? Já, svo sannarlega. Ef vél skyldi lagfærð eða ekki yar allt með felldu, grip- urinn eitthvað ómeðfærilegur, eða ófáanlegt efni, smíðaði hann stykkið sjálfur, ekkert upp á aðra kominn með það. Ógleymanlegar stundir með afa tóku fram öllum teiknimyndasög- um, enda gæddi afi hlutina lífi og urðu þær ófáar skoðunarferðirnar. Sögusviðið hið úfna Reykjanes í öllum sínum blæbrigðum, við nátt- úruskoðun, bátasmíð, og jafnvel skotfimi þegar vel lá á afa. Einir eldri unni Reykjanesi, enda uppalinn þar í sjálfum Reykjanes- vita og þekkti því æðaslög boða og brimrasta. Gamli Willis-jeppinn klauf ófærur af eigin rammleik og fuglalífínu var gefínn gaumur. Það þurfti líka að huga að kríuvarpinu á vorin, maður lifandi. Starfsvettvangur Einis var lengst af verkstjórn og vélagæsla hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Á sínum tíma var hann heiðr- aður þar fyrir dygga þjónustu og kom engum á óvart. Tengdafaðir minn var ekki skaplaus, en undir hijúfu yflrborð- inu bjó viðkvæm alheimssál. Það sem háði honum hins vegar lengst af var heilsuveila, og svo fór að vélin, tifarinn óútreiknanlegi, ákvað að ljúka störfum. Kæri Einir, þú ert genginn inn í ljósið - þar bíða þín störf þar sem verklagið fær að njóta sín. Blessun fylgi börnunum fimm og barnabörnunum þrettán. Elsku Guðrún, drottinn leiði þig gegnum sorgarferlið og varpi ljósi á veginn eina. Öðrum aðstandend- um votta ég dýpstu samúð. Karlína Hólm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.