Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 55 Sigling um Karíbahaf Auglýst verð hefur misskilist Kaffi Oliver - nýtt kaffihús við Ingólfsstræti INGÓLFUR Guðbrandsson, forstjóri Heimsklúbbs Ingólfs, segir að þess misskilnings hafi gætt vegna auglýs- ingar um siglingu á vegum Heims- klúbbsins um Karíbahafið að verð í auglýsingunni gildi fyrir tvo. ,Hann segir að auglýst verð gildi fyrir einn og þarna hafi alls ekki verið um vis- vítandi villandi upplýsingar að ræða. Ingólfur sagði að uppgefið verð í auglýsingunni sem birt hefur verið í Morgunblaðinu sé fyrir manninn þeg- ar búið sé að draga afslátt af sigling- unni frá. Samkvæmt því sé verðið frá 199.000 krónum fyrir tvo, en það væri yfir 300.000 krónur ef afslátt- urinn kæmi ekki til. „Auglýsingin varð til í mjög miklum flýti og það hefði átt að standa þarna aftan við „á mann“. Það hafa einhveijir mis- skilið þetta, en það leiðréttist strax þegar fólk hringir hingað, þannig að það fá allir réttar upplýsingar. Stað- reyndin er sú að hjón eru að spara sér þarna rúmlega 100.000 krónur fyrir utan það auðvitað að vera svo á sérfargjöldum á fluginu. Það er svo sem líka afsláttur þar en hann er ekki til helminga eins og á þessu,“ sagði Ingólfur. KAFFIHÚSIÐ Kaffi Oliver við Ingólfsstræti verður opnað í dag, fimmtudaginn 30. nóvember. Opn- unarhátíð hefst kl. 22 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Meðal þeirra sem koma fram eru m.a. blásturssveitin Sælgætis- gerðin og hljómsveitin Kol óraf- mögnuð. Léttar veigar verða í boði hússins. Á laugardaginn er Langur laugardagur og verður þá gestum og gangandi boðið upp á frítt kaffi. Samhliða opnun á Kaffi Oliver opnar Ólafur Lárusson mynd- listarmaður sýningu á verkum sín- um. Sýning Ólafs mun saman- standa af nýjum málverkum unn- um í blandaðri tækni. Guðjón Bjarnason arkitekt hafði umsjón með hönnun á staðnum. Húsið að Hverfigötu 12 var byggtárið 1905 og var notað af Guðmundi Hann- essyni landlækni til rannsókna og kennslu. Árið 1914 hóf Gunnlaug- ur Claessen brautryðjendastarf á sviði röntgengreininga og lækn- inga í áðurnefndu húsi. Á síðari árum hafði húsið verið í niður- níðslu og þegar Sævar Karl Óla- son eignaðist húsnæðið árið 1990 var húsnæðið ekki einu sinni með gleri í gluggum og bjuggu þar nokkrir utangarðsmenn. Frá þeim tíma hefur húsið verið gert upp að fullu og hefur verið reynt að halda húsinu í upprunalegri mynd. Eigendur kaffihússins eru Andrés Pétur Rúnarsson og Einar Kristjánsson. Fyrirlestrar um Evrópumál - leiðrétting FYRIRLESTRAR um Evrópumál á vegum Félags stjórnmálafræðinga verða í Odda, stofu 101, í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. nóvember, kl. 20.30. Mishermt var í fréttatil- kynningu, sem birtist í Morgunblað- inu í gær, að fyrirlestrarnir yrðu i gærkvöldi. Annars vegar mun Baldur Þór- hallsson MA flytja fyrirlesturinn „Áhrif og staða smærri ríkja innan Evrópusambandsins“, en um þetta efni fjallar hann í doktorsritgerð sinni við Essex-háskóla í Englandi. Hins vegar mun Páll Snævar Brynjarsson BA tala um efnið „Is- land og norrænt samstarf í ljósi aukins evrópsks samruna“, en um það fjallar hann í MA-ritgerð sinni við Árósaháskóla í Danmörku. -----♦ ♦ ♦----- Fræðafundur um afbrot FJÓRÐI fræðafundur ÁRU, Áhugahóps um refsingar og af- brotafræði, verður haldinn fimmtu- daginn 30. nóvember kl. 20 í stofu 201 í Lögbergi. Efni fundarins verður kynning á rannsóknum nemenda. Eftirtaldir aðilar flytja stutt erindi og kynna rannsóknarverkefni sín sem unnin voru við Háskóla íslands á sl. skóla- ári: Marta Kristín Hreiðarsdóttir, BA í félagsfræði: Búðahnupl. Af- brot hinna heiðvirðu og Páll Þór- hallsson, lögfræðingur og blaða- maður: Tjáningafrelsi og æruvemd. íslenskar réttarreglur í ljósi 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Umræður og fyrirspurnir verða að loknum fyrirlestrum. Fundurinn er öllum opinn. ERTÞÚ AÐ MISSA AF HJA REKSTRARAÐILUM SEM FJÁRFESTA FYRIR ÁRAMÓT* Með Kjörleiðum Glitnis getur þú fjárfest í þeim tækjum sem henta rekstrinum og nýtt þér heimildir til aukaafskrifta skv. lögum frá Alþingi nr. 147/1994. ♦ ♦ -» Trérenni- smiðir með sölusýningu FÉLAG trérennismiða á íslandi heldur sölusýningu á renndum tré- munum í sýningarsal Heimilisiðnað- arfélags Islands á Laufásvegi 2 helgina 2.-3. desember. Þar verða ýmsir eigulegir munir sem félagsmenn hafa unnið seldir á góðu verði, s.s. skálay diskar, vasar og ýmsir smáhlutir. Á sýning- unni verða seldir kertastjakar sem félagsmenn hafa gefið og verður andvirði þeirra látið renna óskipt til Samhugar í verki til stuðnings F’lateyringum. KÍN -leikur að Itera! Vinningstölur 29. nóv. 1995 1 *2«3*4*12*18»29 Eldri úrslit á slmsvara 568 1511 Ráðgjafar Glitnis eru sérfróðir um hvernig rekstraraðilar geta nýtt sér þessar heimildir. Þórður Kr. Jóhannessoo Sigfús Á. Kárason Sigurður L. Sævarsson ráðgjafi ráðgjafi ráðgjafi Hafðu samband og kynntu þér málið. Glitiiirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsfmi 560 88 10 *Ekki má mynda rekstrartap vegna afskriftanna né fresta yfirfærslu rekstrartaps frá fyrri árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.