Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 38
HVlTA HÚSID / SÍA 38 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Opnuna n er á morgun! Fjölskylduhátíð jólasveinsins í Hveragerði hefst á morgun, 1. desember kl. 17.55, stundvíslega með glæsilegri flugeldasýningu. Hundruð kyndla varpa ævintýraljóma á umhverfið og jólaljósin í bænum verða tendruð. Komið á Kambabrún og sjáið Jólabæinn uppljómaðan! Jólasveinninn Sankti Kláus fluttist nýlega sunnan úr Evrópu til íslands og settist að í Hveragei'ði. Þar kynntist hann Grýlu, Leppalúða og jólasveinununi þrettán og komst að raun um að þau eru fjarskyldir ættingjar. Af ánægju yfir að hafa fundið fjölskyldu sína býður hann til fjölskylduhátíðar allan desember og fram á þrettándann. fet b* - Hátíð'" fram «yrirtæWu . þjónosto’V kaUp, Til að komast inn í Jólalandið \ tívolíhúsinu þarf VEGABRÉF sem veitir aðgang að allri skemmtidagskrá sem þar fer fram í einn dag. Vegabréfinu fylgja frímiðar í tívolí, sérstök tilboð í verslunum og fyrirtækjum í Hveragerði og fleira óvænt. Börn 5 ára og yngri fá ókeypis vegabréf, 6-12 ára greiða kr. 200 en aðrir greiða 550 krónur. STÆRSTA JÓLATRÉ Á ÍSLANDI BRÚÐUBÍLLINN • VEITINGAHÚS MARKAÐSTORG • MÖGULEIKHÚSIÐ BÖRNIN FARA Á HESTBAK JÓLAPÓSTHÚS • HÚSDÝRAGARÐUR TÍVOLÍ BEINT FRÁ ENGLANDI SANNKALLAÐ JÓLAÆVINTÝRI Áætlunarferdir SBS Aa,ímferaarm.»s«o» JÓLALAND í TÍVOLÍHÚSINU Jólaland verður opið fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13-19. Skemmtidagskrá á mörgum . leiksviðum! Á stóra sviðinu verða Leikritin: „í Grýluhelli", „Smiður jólasveinanna" og „Fyrir löngu á fjöllunum..." um íslensku jólasveinana í samvinnu við Þjóðminjasafn íslands. Einnig verða tónlistaratriði, hljómplötukynningar o.fl. Dagskráratriði á Bryggjunni, á hringsviði við jólatréð, á Brúsapallinum, við arininn og Óskabrunninn. Sankti Kláus verður á ferli um Jólalandið og kynnir verður álfurinn Mókollur. EIMSKIP FLUGLEIÐIR ! N N A N L 'A N D 5 - Í0 Samviiuuilerlir Lanúsýn uní** i ii a i'iunuLuun AÐSENDAR GREINAR Sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum ÞANN 2. desember nk. fer fram atkvæða- greiðsla í öllum hrepp- um Vestur-ísafjarðar- sýslu og ísafjarð- arkaupstað. Þá verður kosið um það hvort sameina skuli þessi _ 6 sveitarfélög í eitt. Ég hefi ekki legið á þeirri skoðun minni að sam- eina eigi þessi sveitar- félög. Eg átti hlutdeild að þeirri tillögu sem greidd voru um at- kvæði fyrir tveimur árum, hér á Vestfjörð- um. Þá var lagt til af „Umdæmisnefnd Vestfjarða" að sömu sveitarfélög sameinuðust og nú er gerð tillaga um, en að auki voru þá með Djúphrepparnir allir og Bolungarvíkurkaupstaður. Ég hefi ekki skipt um skoðun á þessum tveimur árum. Ef eitthvað er þá er ég sannfærðari nú um að rétt sé að sameina þessi sveitarfé- lög. Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við, seg- ir Bergnr Torfason, sem hér fjallar un\sam- einingu sveitarfélaga á Vestfjörðum. En til hvers á að sameina? Getum við ekki rekið okkar sveitarfélög nú sem áður? Við getum ekki tekið afstöðu því við vitum ekki hvernig málum verður háttað eftir samein- ingu, er svar margra. Þetta er að vísu að mörgu leyti rétt. En geta þeir hinir sömu sagt til um hvernig hinum ýmsu málum síns gamla sveitarfélags verður hagað á næstu árum við óbreytt hreppamörk? Því verður hver og einn að svara fyrir sig og færa rök fyrir engu síður en ef sameinað verður. Flestir sem ei-u á móti sameiningu eru hræddir um að þeirra byggð tapi einhveiju eða þjónusta verði lakari en nú er. í sveitahreppunum er skólahald fyrst nefnt, grunnskóli og leikskóli. Rekstur öldrunarþjón- ustu, snjómokstur o.s.frv. Hvað grunnskólana varðar er það skoðun min, að hvort þeir verða allir reknir áfram óbreyttir, hefur lítið sem ekkert með það að gera hvort sameinað verður eða ekki. Það fer fyrst og fremst eftir því hvort þörf er fyrir skóla, þ.e. hvað mörg börn eru á svæðinu og hvort það sé hagkvæmasti kosturinn. Og á ég þá ekki eingöngu við hvort það sé fjárhagslega hagkvæmast heldur líka hvort hann býður börn- unum upp á þær bestu aðstæður sem völ er á í hverju tilviki. Þessi staða er þegar komin upp á fleiri en einum stað á Vestfjörðum. Það eru gerðar meiri kröfur til skólanna en áður, hvað varðar ýmsa aðstöðu og tækjabúnað. Að vísu held ég að þetta gildi líka um flesta aðra þjón- ustu sem sveitarfélögunum er ætlað að veita þegnum sínum. Eitt atvinnusvæði - eitt félagssvæði Á undanförnum árum og ekki síst nú á síðustu misserum, hafa stórátök verið gerð í samgöngubót- um á norðanverðum Vestfjörðum. Vegir hafa verið byggðir upp úr snjó og á þá lagt bundið slitlag, firðir hafa verið brúaðir og jarðgöng eru að komast í gagn- ið. Það er sama hvort rætt er um atvinnu- mál, félagsmál, heil- brigðismál, mennta- mál eða annað. All- staðar hafa erfiðar samgöngur sett okkur stólinn fyrir dyrnar, ef huga hefur átt að sam- starfi eða samvinnu. Það væri því hin arg- asta þversögn í okkar munni ef við hygðumst ekki breyta neinu í háttum okkar er sam- göngur batna svo mjög sem verður er jarð- göngin opnast. Til þeirra er varið miklum fjármunum og það er gert í þeirri trú að með því megi ná fram aukinni hagræðingu á ýmsum svið- um og samvinnu. Og hér eru sveit- arfélögin ekki undanskilin. Við tölum mjög um að norðanverðir Vestfirðir þurfi að verða eitt at- vinnusvæði. Það verður þá líka að verða eitt félagslegt svæði. Til að svo verði er sameining sveitarfélaga mikilsverður áfangi. Ýmis önnur félög eða stofnanir þarf að sam- eina, s.s. verkalýðsfélög og búnað- arfélög. Að sjálfsögðu eru ýmsir ókostir eða gallar sem fylgja sam- einingu þessara sveitarfélaga. Það er mér ákaflega vel ljóst. Stjórnsýsl- an færist aðeins fjær fólkinu við að fækka sveitarstjórnum. En alls- konar ný tækni í samskiptum fólks bætir það upp að nokkru, s.s. síma- fax og samtengdar tölvur með mótöldum, svo nú er fljótara að koma rituðu máli og myndum milli heimsálfa en fyrir nokkrum árum hér á milli fjarða. Því tel ég að ávinningurinn við sameiningu sé meiri en ókostirnir. Hér hefur að- eins verið drepið á örfá atriði sem snerta okkur á þeim félagslega vett- vangi sem við köllum sveitarfélag. Ein meginspurningin í þessari umræðu ætti að vera: til hvers ætlumst við af sveitarfélagi? Og sú næsta verður þá: hvaða svæði er skást að afmarka til að sinna þeim verkefnum? Til forna var far- ið að mestu eftir landfræðilegum hindrunum, s.s. ijallgörðum, ijörð- um ám og vötnum, en líka tekið mið af þeim fólksfjölda er byggðin ól. Hví skyldum við ekki gera það enn? Og eigum við þá ekki líka að taka mið af þeim breytingum sem orðið hafa, sem ég nefndi í upp- hafi? Því miður heldur fólki áfram að fækka hér. Því verðum við að standa saman ef þá þróun á að stöðva og snúa við. Og svona í lokin til að svara í einhveiju þeirri spurningu er ég bar fram í upphafi þessara skrifa. Lög- lega kjörin sveitarstjórn, hvort sem sameinað er eða ekki, mun alltaf verða að móta sitt sveitarfélag og þau eru sífellt að taka breytingum. Hendur hennar verða ekki bundnar og hún getur því breytt fyrri ákvörðunum, hvort sem þær voru teknar af henni eða þeim sveitar- stjórnum sem á undan henni sátu, innan þeirra marka sem landslög marka henni og þeir samningar er aðra snerta. Því er ekki hægt. að svara því með fullri vissu hvernig þetta eða hitt verður. Engin ástæða er þó til að ætla að það samkomu- lag sem núverandi sveitarstjórnir munu gera um fyrstu tilhögun á rekstri nýs sveitarfélags verði ekki virt. En sameinuð stöndum við og sundruð föllum við. Höfundur er hreppsnefndnr- mnður í Mýrnhrcppi. Bergur Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.