Morgunblaðið - 30.11.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 30.11.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 19 Danska stjórnin knýr fram fjárlög Nær að sundra hægri öflunum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA stjórnin sló tvær flug- ur í einu höggi í gær, þegar hún náði samkomulagi við íhaldsflokk- inn um fjárlögin, og sundraði um leið íhaldsflokknum og Vinstri (Venstre). Spurningin er nú hvort þetta hefur áhrif á samstarfið á hægri vængnum. Uffe Ellemann-Jensen, formaður Vinstri, var gallsúr eftir að sam- komulag hinna flokkanna lá fyrir, en sagði að ergelsið myndi fljótt gufa upp, um leið og hann lýsti einlægri aðdáun á pólitískum hæfí- leikum Mogens Lykketoft fjármála- ráðherra. Hans Engell, formaður íhaldsflokksins, segir samstöðu um hertar reglur um atvinnuleysisbæt- ur fyrir öllu, jafnframt því sem miklum niðurskurði til varnarmála hafi verið afstýrt. Deilt um atvinnuleysisbætur Helsta deiluatriði fjárlaga- gerðarinnar hefur verið atvinnu- leysisbætur til ungs fólks undir 25 ára aldri. Þegar í sumar var ljóst að danska alþýðusambandið væri fúst til að fallast á hertar reglur um greiðslur til ungs fólks til að koma í veg fyrir að fólk dagaði uppi á bótum. Þegar stjórnin kynnti hugmyndir sínar um atvinnuleysis- bætur í haust fengu þær dræmar undirtektir frá íhaldsflokknum og Vinstri. Hins vegar létu áhrifamik- il öfl í atvinnulífinu í ljós ánægju með hugmyndir stjórnarinnar. í viðræðunum undanfarna sólar- hringa kom í ljós að íhaldsflokkur- inn vildi mikið vinna til að semja, þar sem atvinnulífið væri sátt við stefnuna í fjárlagagerðinni. Stjórn- in kom einnig til móts við flokkinn með því að leggja af stóreigna- skatt og bæta kjör húseigenda. Vinstri stóð hins vegar fast á sínu. Leitt er að því líkum að flokk- urinn hafí haft áhuga á að hindra íjárlagagerð, svo ekki væri annað en að efna til kosninga, en flokkur- inn stendur mjög vel í skoðana- könnunum með um þriðjung kjós- enda að baki. Bæði Ellemann-Jensen og Hans Engell, formaður íhaldsflokksins, undirstrikuðu hins vegar í gær að flokkar þeirra væru eðlilegir sam- starfsflokkar, þrátt fyrir uppákom- una nú. Til þess er tekið í dönskum fjölmiðlum að samband flokksform- annanna sé ekki sérlega innilegt og hafi aldrei verið. Hinn glaðlegi og góðlegi Engell er maður mála- miðlana, meðan Ellemann-Jensen er óbanginn við að storka og egna á mjög ódanskan hátt, kannski af því að i æðum hans rennur spænskt blóð. Reuter Egypska sljórnarflokknum spáð stórsigri í kosningum Ásakanir nni víð- tæk kosningasvik Kaíró. Reuter. NÝTT þing var kjörið í Egyptalandi í gær og hreyfingar íslamskra stjórnarandstæðinga sökuðu lög- regluna, starfsmenn á kjörstöðum og stjórnarflokkinn um „svívirðileg kosningasvik" víða um landið. Stjórnarandstæðingarnir sögðu að lögreglan hefði handtekið hund- ruð íslamskra heittrúarmanna, sem tóku þátt í kosningabaráttunni, full- trúar stjórnarandstöðunnar hefðu ekki fengið aðgang að nokkrum kjörstöðum og dæmi væru um að kjörkassar hefðu ekki verið tómir þegar kosningarnar hófust. Vatn á myllu öfgamanna? Fréttaritari Reuters kvaðst hafa séð 16 ára unglinga, tveimur árum undir kosningaaldri, ganga út úr kjörklefum í heimabæ Atefs Sedkis forsætisráðherra. Talsmaður Verkamannaflokks- ins, sem höfðar einkum til íslam- skra heittrúarmanna, sagði augljóst að yfirvöld hefðu gert allt sem þau gætu til að koma í veg fyrir að ísl- amskir frambjóðendur færu með sigur af hólmi í kosningunum. Hann kvaðst óttast að þetta yrði til þess að ungir Egyptar snerust á sveif með herskáum hreyfingum sem sniðgengu kosningarnar og vilja stofna íslamskt ríki með vopnaðri uppreisn. Fregnir hermdu að ofbeldisseggir á vegum stjórnarflokksins, Lýðræð- isflokks Egyptalands, hefðu ráðist á leiðtoga Múslimska bræðralags- ins, Mamoun el-Hodeidi, á kjörstað í Kaíró. Hodeidi, sem er 86 ára fyrrverandi dómari, væri nú rúm- fastur á kosningaskrifstofu flokks- ins. 3.980 frambjóðendur börðust um 444 þingsæti í 222 kjördæmum. Flestir þeirra buðu sig ekki fram í nafni flokka en hundruð frambjóð- endanna eru í flokkujn sem snið- gengu síðustu þingkosningar árið 1990. Stjórnarflokknum spáð 80% Lýðræðisflokkurinn var með mikinn meirihluta á gamla þinginu og búist er við að hann fái um 80% þingsætanna í kosningunum. Hosni Mubarak forseti sagði að ekki yrði stokkað upp í stjórninni eftir kosn- ingarnar. Lýðræðisflokknum stafaði mest hætta af íslömsku frambjóðendun- um, sem eru flestir í Verkamanna- flokknum og Múslimska bræðralag- inu en buðu sig fram sem óháðir. Yfirvöld hafa bannað Múslimska bræðralagið, sem er fjölmennasti flokkur íslamskra bókstafstrúar- manna og vill stofna íslamskt ríki með friðsamlegum hætti. Sjötug ballerína RÚSSNESKA ballettdansmærin Maya Plisetskaja hélt upp á sjö- tugsafmæli sitt í vikunni með því að dansa á sýningu Bolshoj-ball- etflokksins á Svanavatninu sem haldin var henni til heiðurs. Pli- setskaja hefur stundað listdans í hálfa öld og sýningargestir sögðu að helmingi yngri dans- mær hefði verið fullsæmd af frammistöðu hennar á sýning- unni. Á myndinni hneigir hún sig fyrir áhorfendum, sem klöppuðu henni ákaft lof í lófa að sýning- unni lokinni. ----» ♦■♦-- Castro heim- sækir Kína Peking. Reuter. FIDEL Castro, forseti Kúbu, hóf sína fyrstu opinberu heimsókn í Kína í gær. Sendiherra Kúbu í Pek- ing sagði, að Castro vildi læra af markaðsumbótunum í Kína. Castro ræddi ekki við fréttamenn og fyrstu ummerkin um „hina sósíölsku efna- hagsbyltingu" sá hann út um gluggann á þýskri glæsikerru. Bresk fjárlög valda vonbrigðum London. Reuter. BRESKIR íhaldsmenn urðu fyrir nokkrum von- brigðum með fjárlagafrumvarpið, sem lagt var fram á þingi í fyrradag, og telja, að það breyti litlu um stöðu flokksins hjá kjósendum. Segja þeir, að betur verði að gera á næsta ári eigi Ihaldsflokkurinn að geta gert sér vonir um að sigra í næstu kosningum. íhaldsmenn vonuðu, að með fjárlagafrumvarp- inu tækist þeim að vinna aftur á sitt band óánægða kjósendur, til dæmis með skattalækk- unum, en frumvarpið einkennist fyrst og fremst af mikilli varkárni. Á fjármálamarkaði hefur því verið tekið heldur fálega vegna fyrirætlana um auknar, opinberar lántökur á næsta ári og ónógs niðurskurðar og skattgreiðendum finnst skatta- lækkunin of lítil. í fjárlagaræðu sinni boðaði Kenneth Clarke fjármálaráðherra verulega aukin útgjöld til heil- brigðis-, mennta- og lögreglumála en á móti koma auknar álögur á tóbak og bensín. Þá verður skor- ið niður á ýmsum öðrum sviðum félagsmála og í rekstrarkostnaði ríkisins. Auðveldar vaxtalækkun Skattalækkunin er rúmlega 19.000 ísl. kr. á ári fyrir bresku meðalfjölskylduna en hagfræðing- ar segja, að þessi hóflega lækkun auðveldi hins vegar Clarke að lækka vexti og ná þannig þeim 3% hagvexti, sem spáð er í fjárlagafrumvarpinu. John Redwood, sem tókst á við John Major forsætisráðherra í leiðtogakjöri innan íhalds- flokksins í júlí sl., sagði, að líta yrði á fjárlaga- frumvarpið sem fyrstu útborgun, sú næsta yrði að koma að ári. Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, kvaðst ekki mundu vinna gegn þeim skattalækk- unum, sem boðaðar væru í frumvarpinu. Þær kæmu sér vel fyrir venjulegar írjölskyldur, sem borguðu nú 7% hærri skatt en 1992. Hann bætti því hins vegar við, að hefði frumvarpið átt að laga stöðu íhaldsflokksins, þá myndi það mistak- ast. Reuter Lúkashenko á kjörstað Kosið í Hvíta- Rússlandi ÞINGKOSNINGAR fóru fram í Hvíta-Rússlandi í gær og ftjálslyndir stjórnarandstæð- ingar sögðust vona að kjörið yrði þing sem gæti staðið uppi í hárinu á Alexander Lúkas- henko forseta. Kosið var í 141 kjördæmi, en þar þurfti að endurtaka kosningar sem fóru fram í maí og voru úrskurðað- ar ógildar vegna lítillar kjör- sóknar. Um helmingur þing- sætanna hafði verið auður. Lúkashenko mætti á kjör- stað í Minsk en sagði blaða- mönnum að hann hefði gert atkvæðið ógilt. Stjóm hans hefur tekist að vinna bug á óðaverðbólgu en hún hefur lít- ið gert til að koma á fíjálsum markaðsbúskap og lífskjörin í Hvíta-Rússlandi eru enn verri en í Rússlandi. Nasisti fær fangelsisdóm AU STURRÍ KISM AÐURINN Edwin Neuwirth fékk í gær eins árs skilorðsbundinn fang- elsisdóm fyrir að afneita því að útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum hefði átt sér stað. Dómurinn var kveðinn upp vegna ummæla Neuwirths á blaðamannafundi þegar hann tók á móti rússneska þjóðemissinnanum Vladímir Zhírínovskíj árið 1993. Að- spurður um gasklefa nasista sagði hann þá: „Ég veit ekkert um þá. Fram hafa farið rann- sóknir sem sýna að gasklef- arnir vom ekki til.“ Berlusconi mætir ekki SILVIO Berlusconi, fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíu, kvaðst í gær ekki ætla að mæta á fund sem saksóknarar í Mílanó höfðu boðað hann á í dag til að yfirheyra hann um meint brot fyrirtækja hans á lögum um Qármögnun fiokka. Berlusconi áréttaði þá afstöðu sína að ásakanir saksóknar- anna væru liður f pólitískri ófrægingarherferð gegn sér. Pólland í OECD? GRZEGORZ Kolodko, Qár- málaráðherra Póllands, spáði því í gær að landið fengi aðild að Efnahags- og framfara- stofnuninni (OECD) um mitt næsta ár. Hann sagði mikil- vægt að þetta gengi eftir þar sem annars væri borin von að Pólveijar gætu gengið í Evr- ópusambandið fyrir aldamót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.