Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 9 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KAPPHLAUPIÐ UM HRÁEFNIÐ ÞAÐ ERILLT í efni, þegar hallinn á botnfiskvinnslu íslend- inga er orðinn þrír milljarðar króna, miðað við heilt ár. Þetta er niðurstaða útreikninga Samtaka fiskvinnslustöðva, eins og greint var frá hér í blaðinu í fyrradag. Samtök fisk- vinnslustöðva áætla að botnfiskvinnslari sé nú rekin með 7,5% halla, en í haust þegar Þjóðhagsstofnun reiknaði út afkomu botnfiskvinnslunnar voru niðurstöður þær, að hún væri nei- kvæð um 4%. í Morgunblaðinu í fyrradag kemur fram að hagur frysting- arinnar er mun lakari en söltunarinnar, eða rúmir 2,5 milljarð- ar króna, miðað við 450 milljónir króna í söltuninni. Skýringar þessa, samkvæmt því sem Arnar Sigurmunds- son, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir eru hráefnis- verðshækkanir, sem rekja má að einhveiju leyti til sjómanna- verkfailsins í vor og til ákvarðana úrskurðarnefndar um fisk- verð. Hækkanir þessar koma verr niður á frystingunni en söltuninni, þar sem afurðir frystingarinnar hafa ekki hækkað í verði á tímabilinu, en saltfiskafurðir hafa hins vegar hækk- að umtalsvert í verði, miðað við sama tíma á liðnu ári. Augljóslega verður frystingin að vinna að því að ná fram lækkun hráefnisverðs, til þess að hún verði rekin með tekjuaf- gangi. Það er ekkert vit í því að hleypa hráefnisverði upp úr öllu valdi, í kapphlaupi fiskvinnslustöðva um hráefnið. í slíku kapphlaupi getur enginn unnið. Fiskvinnslustöðvar geta hins vegar ekki varpað ábyrgðinni á herðar annarra í þessum efnum. Þeir sem kaupa fisk á hærra verði en svo að það borgi sig að vinna hann hljóta að endurskoða þau kaupi Það er að minnsta kosti ekki hægt að koma með reikninginn til skattborgaranna. SAMVINNA VIÐ MIÐJARÐARHAF FULLTRÚAR fimmtán ríkja Evrópusambandsins, ellefu Miðjarðarhafsríkja og sjálfstjórnarsvæðis Palestínu- manna undirrituðu á þriðjudag samkomulag í Barcelona, sem hlýtur að teljast sögulegt. Eftir margra ára deilur og oft blóð- ug átök um hagsmuni af ýmsu tagi hafa ríkin heitið að virða hvert annars landamæri, trúarbrögð, menningu og mannrétt- indi. Þau fordæma hryðjuverk og stefna að fijálsri verslun með iðnaðarvörur fyrir árið 2010. Það eru ekki síst trúarbragðadeilur sem hafa verið gróðr- arstía haturs í þessum heimshluta frá aldaöðli. Kristnir menn og múslimar hafa marga hildi háð; márar ráðist inn í suður- hluta Evrópu og krossfarar reynt að kristna araba. Á þessari öld hafa deilur gyðinga og islamskra araba valdið eldfimu ástandi í Mið-Austurlöndum og leitt til blóðsúthellinga og hermdarverka um allan hinn vestræna heim. Á árunum eftir upplausn Sovétríkjanna hafa margir vest- rænir sérfræðingar talið ástandið í ríkjunum við sunnanvert Miðjarðarhaf vera einhveija mestu ógnina við frið í álfunni. íslömskum heittrúarmönnum hefur stöðugt vaxið ásmegin og fátáekt og gífurleg fólksfjölgun leitt til þess, að flóttamenn hafa streymt yfir Miðjarðarhafið. Sprengjuherferð alsírskra öfgamanna í Frakklandi í sumar hefur minnt Evrópuríkin áþreifanlega á þessa ógn. Það er engin tilviljun að Evrópusambandið beinir nú sjónum sínum til suðurs. Samskiptunum við ríkin í Mið- og Austur-Evr- ópu hefur verið beint í ákveðinn farveg og nauðsynlegt er að gera slíkt hið sama varðandi nágrannana í suðri til að tryggja efnahagslegan og pólitískan stöðugleika til langs tíma. FORSENDUR KJARAS AMNIN GA FORYSTUGREIN Morgunblaðsins í gær var farið rangt með einn þátt kjarasamninganna, sem nú eru til umræðu. Sagt var að í samningnum, sem gerður var í febrúar sl., væri ekki tekið fram, að yfirlýsing ríkisstjórnar væri ein af forsendum samninganna. Hið rétta er að í 16. grein samnings- ins er sérstaklega tekið fram, að svo sé; og er beðið velvirðing- ar á þessum mistökum. ASÍ hefur haldið því fram, að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við yfirlýsingu sína. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt, að hún hafi staðið við hana en jafnframt hefur Davíð Oddsson forsætisráðherra bent á, að auðvitað hafi verið til þess ætlast að fyrirheit ríkisstjórnarinnar yrðu framkvæmd á samnings- tímanum öllum en samningarnir eiga ekki að renna út fyrr en í lok næsta árs. Gengið verður til atkvæðagreiðslu um sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Yestfjörðum á laugardag IBÚAR í sex sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum ganga til kosninga á laugar- daginn kemur um það hvort sameina beri sveitarfélögin eða ekki. Þessi sveitarfélög eru Isafjörð- ur, Flateyrarhreppur, Suðureyrar- hreppur, Þingeyrarhreppur, Mos- vallahreppur og Mýrarhreppur. ísa- fjörður er langstærstur þessara sveitarfélaga með rúmlega 3.500 íbúa, en fjöldi íbúa í þorpunum þremur, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri, er á bilinu rúmlega 300 manns til tæplega 500. í sveita- hreppunum tveimur sem einnig taka þátt í kosningunum eru íbúarnir hins vegar innan við 100. Ef samein- ing verður samþykkt verða íbúar hins nýja sveitarfélags tæplega fimm þúsund og gengið verður til kosninga í nýja sveitarfélaginu 11. maí næstkomandi. Líst vel á sameiningu Pétur Bjarnason, fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis, segir að sér lítist vel á sameiningu sveitarfélag- anna. Byggð hafi verið á undan- haldi á Vestfjörðum og fólksflótti og sameiningin sé möguleiki til að snúa þeirri þróun við. „Til viðbótar er að hlutverk sveitarfélaganna er alltaf að verða meira og meira hvers um sig og það kallar á sérhæfðari vinnubrögð en verið hafa í litlu hreppunum,“ sagði Pétur. Hann benti á að grunnskólinn væri nú að flytjast að fullu og öllu til sveitarfélaganna, en það væri mjög viðamikið verkefni sem að vísu hefði að hluta til verið í hönd- um þeirra. Einnig væri ýmis félags- leg þjónusta að færast til sveitarfé- laganna og þetta kallaði á samein- ingu. Aðspurður hvort eitthvað glatist við sameinguna segir hann að auð- vitað séu menn að glata ákveðnu samfélagsformi sem hafi verið mjög lengi við lýði, þ.e.a.s. hreppsnefnd- inni, oddvitanum og þeim litlu nefndum sem hafi starfað í hveiju byggðarlagi fyrir sig. En menn verði einfaldlega að gera upp við sig hvað ávinnist og hvað tapist við samein- ingu sveitarfélaganna. „Mitt mat á því er að þrátt fyrir að þetta gamla form tapist sé þar fyrst og fremst um tilfinningalegt tjón að ræða. Á móti kemur að við ættum að geta fengið möguleika á betra skipulagi með stærri einingum og við ættum að vera færari um að taka á þeim verkefnum sem hvert sveitarfélag þarf að leysa,“ sagði Pétur. Hann sagði að fólk yrði hins veg- ar að gera sér grein fyrir að það væri ekki verið Ieggja af byggðirnar þó af sameiningu yrði. Það væri ekki verið að breyta þeim í grund- vallaratriðum. Flateyri yrði áfram Flateyri og Suðureyri yrði áfram Suðureyri hvað sem sameiningu liði. Það væru fyrst og fremst tæknileg atriði sem verið væri að koma í betra form. c . . Aðspurður hvort hann Mmeinm9 telji að sameining sveitar- félaganna geti orðið til þess að snúið verði af braut fólksfækkunar á ............ Vestfjörðum segist hann ekkert eina leiðin til þess að bæta þjónustuna eftir sameiningu og ríkið hefði gert, eftir að grunnskólinn færðist yfir til sveitarfélaganna í sumar. Þarna væri vandi sem hugsanlega væri betra að leysa sameiginlega, en hvernig það yrði gert væri samn- ingsatriði milli íbúanna. Stærsta framfarasporið „Ég held að þetta sé eitthvert stærsta framfaraspor sem hefur verið stigið í byggðamálum á Vest- fjörðum, því það er nú einu sinni svo að fjárhagsstaða þessara sveit- arfélaga hérna er ákaflega hæpin og er þá ekki hægt að undanskilja neitt þeirra,“ sagði Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri fiskiðjunnar Freyju og sveitarstjórnarmaður á Suðureyri. Hann sagði að fjárhagsstaðan væri ekki slæm vegna þess að menn hefðu verið að eyða miklu eða vegna þess að haldið hefði verið illa á, heldur fyrst og fremst vegna þess fólksfótta sem þorpin hefðu átt við að stríða. Nú í fyrsta skipti yrði Isafjörður fyrir barðinu á fólksfækkun. Þess vegna væri enn- þá meira um vert en áður að menn næðu saman um að sameinast, því fokið væri í flest skjól þegar fólksfækkun ætti sér einnig stað á ísafirði. „Fólk er farið að gera meiri kröf- ur til samneyslunnar eða þeirrar þjónustu sem þessi sveitarfélög eiga að veita og það er alveg klárt í mínum huga að við getum ekki vejtt hana nema í stærri einingum. Ég held að fólk og byggðar- lög þurfi ekki að óttast það að verða afskipt hvað þetta varðar. Þótt fólk þurfi að fara lengra eftir þjónustunni í einhveijum tilfellum verða kannski „Verðum að standa sam- an sem einn maður“ Viðmælendur Morgunblaðsins eru á einu máli um mikilvægi þess að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinist, en í því felist besti möguleikinn á að snúið verði af braut fólksflótta í þeim byggðarlögum sem um ræðir. Morgunblaðið ræddi við nokkra Vestfirðinga af þessu tilefni en kosið verður um sameininguna á laugardaginn kemur. geta fullyrt um hvort það dugi til, en þetta sé möguleiki sem vert sé að reyn,a. „Þetta eru ansi römm lög- mál sem við er að eiga, þar sem er þetta borgarskipulag og sú við- leitni þjóða að safnast í þéttbýli. Það er engan veginn gefið að það snúi þessari þróun við, en mér sýn- ist þetta vera viðspyrna, sú vænleg- asta sem er í boði núna,“ sagði Pétur. I sambandi við skólamálin benti hann á að á Vestfjörðum hefði ver- ið haldið uppi kennslu í þorpunum út grunnskólann, þar sem 9. og 10. bekkur, sem væri nokkuð sérhæft nám, hefði verið hafður í sérstökum litlum bekkjum sem hefðu verið frekar dýrir. Hann væri ekki viss um að lítil sveitarfélög treystu sér til að gera jafn vel í skólamálum gæði þeirrar þjónustu sem það fær í staðinn miklu meiri en áður,“ sagði hann ennfremur. Óðinn sagði að ef niðurstaðan yrði sú að það yrði ekki af samein- ingu væri hann hræddur um að lítið yrði úr því baklandi sem ísafjörður hefði af smáu sveitarfélögunum í kringum sig. Það myndi halla enn frekar undan fæti og fólksfækkunin halda áfram á ísafirði. Þá myndi fólki fækka enn frekar í smærri sveitarfélögunum, því þau hefðu ekki bolmagn til að bjóða þá þjón- ustu sem fólk gerði kröfu um. Að auki sæi hann ekki fyrir sér, ef grunnskólinn færðist yfír til sveitar- félaganna eins og rætt væri um, að hægt yrði að bjóða börnum sömu menntunarmöguleika og hægt væri ef sveitarfélögin væru sameinuð. Um það væri hann fullviss. Hann sagði að fólk væri kannski ekki nógu vel meðvitað um fjárhags- stöðu sveitarfélaganna á þessu svæði, en ef fólk gerði sér grein fyrir því að eina leiðin til að verða við kröfum um aukna þjónustu væri sameining sveitarfélaga hefði hann ekki nokkrar áhyggjur af því að sameiningin yrði ekki samþykkt í atkvæðagreiðslunni. Sameining væri lykilatriði í því að snúa þróun- inni við og fá fleira fólk til að flytj- ast til Vestfjarða, en það væri það sem mestu skipti fyrir framtíðar- byggð í landshlutanum. Hlynntur sameiningu Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri á ísafirði, segist vera hlynntur sam- einingu sveitarfélaganna á Vest- fjörðum. Það sé rétt að taka þetta skref nú til að þrýsta byggðarlögun- um saman og auka samstöðu í fjórð- ungnum. Rökin fyrir sameiningu séu að nú ríði á að menn standi saman og beiti sér gegn þeirri miklu fólksfækkun sem eigi sér stað á Vestfjarðakjálkanum. „Ég var beggja blands og var ekkert sérstaklega hrifinn af því þegar Hnífsdalur var sameinaður Isafirði á sínum tíma, en ég sé það í dag að þetta var alveg hárrétt að farið. Ég er hlynntur þessari sam- einingu. Við verðum að stilla saman strengi, þetta gengur bara ekki öðruvísi hér,“ sagði Ásgeir. Aðspurður hvort hann hefði trú á að það tækist að snúa þeirri þróun við að fólki fækkaði á Vestfjörðum sagði hann að meiri líkur ________ væru til þess ef sveitarfé- lögin sameinuðust. Það væri hins vegar búið að rífa svo mikinn kvóta af Vestfirðingum, sem þeir hefðu lifað á, að óvíst ——— væri hvort það tækist að snúa þess- ari þróun við. Það væri alltaf verið að skerða þorskkvótann og enga loðnu, síld eða humar væri að hafa fyrir vestan. Hins vegar veiddist þar rækja og það mætti ekki vanmeta hana, því hún hjálpaði mikið til. „Ef við ætlum að búa hérna á Vestfjörðum þá verðum við að draga okkur svona saman, það er ekkert með það. Við verðum að standa saman sem einn maður, það er mín trú,“ sagði Ásgeir einnig. Opnar nýja möguleika inn í framtíðina Magnea Guðmundsdóttir, oddviti á Flateyri, segir að hún sé með- mælt sameiningu sveitarfélaganna á svæðinu og sameiningin leggist vel í sig. „Mér finnst sameiningin opna nýja möguleika í framtíðinni fyrir byggðarlögin á þessu svæði. Við eigum ekki að hokra hvert í sínu lagi eftir að við erum búin að fá þá samgöngubót sem verður með tilkomu jarðganganna nú í desember," segir hún. Hún segist aðspurð ekki sjá í sjálfu sér neina galla við það að sameinast öðrum sveitarfé- lögum. Það sé allt að vinna með sameiningu og það sé engin ástæða til að óttast að smærri sveitarfélögunum verði ýtt til hliðar þótt þau sameinist í stóru sveitarfélagi. Ganga verði til þessarar sam- einingar með gagnkvæmu trausti og án ótta við stóra sveitarfélagið sem sé ísafjörð- ur í þessu tilfelli. Hún treysti því að það verði á jafnréttis- grundvelli, það sé ekki hægt að ganga til sameiningar með tortryggni í huga. Aðspurð segist hún ekki óttast að sveitarfélagið tapi einhveijum sjálfsákvörðunar- rétti við það að sameinast öðr- um sveitarfélögum. Hún telji miklu meiri líkur til að það verði, ef niðurstaðan verði sú að hafna sameiningu. Staða sveitarfélagsins sé einfaldlega þannig að hún óttist einangrun sveitarfélagsins verði samein- ingu hafnað. Hún sagði einnig að for- sendan fyrir því að sveitarfé- lögin gætu tekið yfir verkefni frá ríkisvaldinu væri að þau stækkuðu frá því sem nú væri. Þau væru nú alltof mörg og smá til þess að ráða við þau verkefni sem ætlunin væri að færa til þeirra. Hún sagðist telja að fólk væri almennt á því að sameina bæri sveitarfélögin. Þeir væru hins vegar til sem hefðu ekki trú á sameiningu. Þeir væru fáir, en yrðu að fá að hafa sína sannfæringu. Hún hins vegar tryði því að sameiningin yrði samþykkt. „Ég skora á fólk að mæta á kjörstað og nýta rétt sinn til að hafa áhrif,“ sagði Magnea að lok- um. Lífsspursmál fyrir sveitarfélögin „Mér lýst mjög vel á sam- einingu sveitarfélaganna og tel þetta raunverulega lífs- spursmál fyrir sveitarfélögin hér á norðanverðum Vestfjörð- um að þau nái að sameinast til að mynda stóra samstæða heild í baráttunni við það að halda fólki hér á Vestfjörð- um,“ sagði Kristján Haralds- son, framkvæmdastjóri Orku- bús Vestfjarða. Hann sagðist rökstyðja þessa niðurstöðu þannig að eftir sameiningu myndi það vera kraftur stærðarinn- ar sem réðí. Þá yrði hægt að beina kröftunum í ákveðna farvegi, Verða að gera upp við sig hvað ávinnist og hvað tapist Pétur Bjarnason Óðinn Gestsson Ásgeir Guðbjartsson Magnea Guðmundsdóttir Kristján Haraldsson Þorsteinn Jóhannesson meiri hraða,“ sagði Kristján. Hann sagði að þeir sem væru á móti sameiningu byggðu það mikið á átthaga- ást ef svo mætti segja og vildu meina að staðirnir yrðu ekki þeir sömu eftir samein- ingu og áður. Þetta væri að sjálfsögðu alrangt, því stað- irnir yrðu áfram þeir sömu, þótt yfirstjórnin verði sam- eiginleg. Það hefði verið reynslan af stofnun og starf- rækslu Orkubúsins að minni aðilarnir hefði notið þess fram yfir þá sem stærri voru og hann hefði trú á að svo yrði einnig við þessa samein- ingu. Enginn þyrfti að óttast það að vera settur hjá, því sameining væri allra hagur. Aðspurður segist hann binda miklar vonir við að af sameiningunni verði, það sé í samræmi við þær raddir sem hann heyri. „Ég vil samt hvetja alla til að koma og kjósa, segja hug sinn og skoða þau rök sem hafa ver- ið tínd fram og þá er ég fullviss um að niðurstaðan verður já,“ sagði Kristján að lokum. Ekki staðið frammi fyrir stærri ákvarðanatöku þannig að fjármagnið nýttist sem best. í því sambandi væri hann til dæmis að hugsa um uppbyggingu á samgöngu- mannvirkjum, heilsugæslu og skóla. „Við fáum miklu betri nýtingu á fjárfestingunni og við fáum samnýtingu á hlutum sem sveitarfélögin eru öll að burð- ast með í dag hvert í sínu horni. Ég held að þetta verði stærsti sparnaðurinn, fyrir utan spamað sem verður vegna yfírstjórnar,“ sagði Kristján. Hann sagðist þekkja þetta svolít- ið úr sínu starfí. Orkubúið hefði verið stofnað 1978 og áður hefðu verið í rekstri á Vestfjörðum Raf- veita ísafjarðar, Rafveita Patreks- fjarðar og Rafveitur ríkisins, auk sjálfstæðrar rafveitu inni í Djúpi. Það hefði náðst fram veruleg hag- Talið að kvöldi kjördags KJORDEILDIR verða opnar á mismunandi tímum í kosningunum á laugardag. Á ísafirði er kosið í þremurkjördeildum, tveimur í grunnskólanum á Isafirði og einni á Hnífs- dal. Kjörstaðir opna klukkan 11 og loka kl. 21 og talning hefst klukkutíma síðar kl. 22. Á Flateyri er kosið frá 12 til 20 frá 12 - 21 á Suðureyri, en á Þingeyri frá 10-18. í Mýrar- hreppi er kosið á Núpi og hefst kosning kl. 12 og gildir það sama um Mosvallahrepp en þar er kosið í Holti. Fylgst verður með hvern- ig kosning gengur og verður kjörstað lokað þegar tryggt er að allir sem ætli sér að neyta atkvæðisréttar síns hafi gert það, en skylt er að hafa kjördeildir í sveitahreppum ekki opnar styttra en fimm klukkutíma og í átta klukkutíma í sveitaþorpum. Að auki er skylt að hafa kjörstaði opinn í hálfa klukkustund eftir að síðasti kjósandi kemur á kjörstað, þannig að opnunatíminn gæti lengst eitthvað. Ætlunin er að telja atkvæði í öllum sveitarfé- lögunum sex að kvöldi kjördags. ræðing með sameiningu og þar með samnýtingu á mannskap, tækjum og búnaði. Aðspurður hvort hann telji að hægt verði að snúa af braut fólksfækkunar ef sveitarfélögin sameinist segir hann að það sé al- veg Ijóst að þessi þróun stöðvist ef sveitarfélögin verði sameinuð. „Hversu hratt við snúum henni við eða hvort við gerum það, þori ég ekki að segja á þessari stundu, en sameinumst við ekki þá mun þessi fólksfækkun halda áfram með æ „Við höfum ekki staðið frammi fyrir neinni stærri ákvarðanatöku en þessari og hún skiptir framtíðarupp- byggingu á þessu svæði gríðarmiklu máli,“ sagði Þorsteinn Jóhannesson, for- maður samstarfsnefndar- innar um sameiningu sveit- arfélaganna og formaður bæjarráðs ísafjarðar. Hann sagði að allir þekktu hvernig til hefði tek- ist á sfðustu árum. Þróunin hefði endurspeglast í fólks- flótta, færri atvinnutæki- færum og minnkandi þjón- ustu sveitarfélaganna við íbúana. Ef ekkert yrði að gert væri hætt við að leikur- inn væri tapaður. „Hins vegar sé ég alla möguleika í einu stóru sam- eiginlegu sveitarfélagi fyrir þetta svæði að snúa vörn í sókn,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að sameining sveitarfélaganna væri eini möguleikinn til þess að hefja varnarbaráttu og hann von- aði að sú barátta myndi enda í varnarsigri og fólksflóttan- um yrði snúið við. Aðspurður um hvernig hann rökstyddi að samein- ing sveitarfélaganna yrði ti þess að snúa vörn í sókr sagði hann að á undanförn- um árum hefði sveitarfélög- unum þrátt fyrir minnkand tekjur ekki tekist að spara útgjöld hvorki varðandi yfir- stjórn né í rekstri mála- flokka sem væru lögbundnir Stöðugt hefði verið minní, eftir til framkvæmda ai skatttekjum hvers sveitarfé- lags og sum ættu til dæmi; ekki fyrir lögbundnun rekstri. „í sameinuðu sveit- arfélagi tel ég að það meg spara og samnýta, ekki bar: i vinnuafli og öðru slíku heldur erum við þarn; komnir með stærra sveit arfélag sem á möguleika til að n hagstæðari lánakjörum með skuld breytingu og sparar þannig fjár magnskostnað sem er geypilegu’ hjá þessum sveitarfélögum,“ sagð Þorsteinn. Hann sagðist telja að íbúar þess: svæðis gerðu sér grein fyrir mikil vægi þess að nýta þá möguleik: sem fyrir hendi væru til að snú vörn í sókn og því ætti hann ekl von á öðru en sameining sveitarfé laganna yrði samþykkt í kosning unum á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.