Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hollvinasamtök Háskóla Islands stofnuð á morgun Eiga að opna háskólann og veita honum stuðning Morgunblaðið/Einar S. Einarsson FRÁFARANDI forseti FIDE, Florencio Campomanes, (t.v.) og hinn ungi arftaki hans, Kyrshan N. Ílúmzhínov, takast í hendur í þinglok í París. Skjótt skipast veður í skákheiminum Campomanes orð- inn formaður FIDE FLORENCIO Campomanes, sem knúinn var til afsagnar sem for- seti Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) við upphaf þings sam- bandsins í París í síðustu viku, var endurreistur til hálfs undir lok þingsins og gerður að for- manni eða eins konar fundar- stjóra stjórnarinnar fram að næsta þingi að ári. „Þetta var stormasamt þing og farsakennt. Maðurinn sem knúinn hafði verið til afsagnar í upphafi þingsins vegna meintr- ar fjármálaóreiðu og einnig þar sem honum hafði ekki tekist að finna viðunandi lausn á klofn- ingi skákhreyfingarinnar, var endurreistur til virðingar í lok þings. Til að kóróna allt lýsti þingið yfir fullu trausti stuðn- ingi við Campomanes, manninn sem vantraust hafði verið sam- þykkt á nokkrum dögum áður. Þá var hann gerður að heiðurs- forseta FIDE, sem venja er þeg- ar menn hverfa úr forsetastóli. I tilfelli Campomanesar er þó fyrst og fremst litið á það sem tryggingu fyrir því að hann bjóði sig ekki fram aftur,“ sagði Einar S. Einarsson í samtali við Morgunblaðið en hann sat hið róstusama þing FIDE i síðustu viku. Stjórnin situr til bráðabirgða Að sögn Einars tókst á endan- um samkomulag um að núver- andi stjórn sæti til bráðabirgða fram að næsta þingi og nokkrir nýir menn kæmu til liðs við hana fram að þeim tíma. Nýr forseti FIDE til þess tíma var kjörinn Kírsan N. Ilúmzhínov, forseti rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Kalmykíu. Hann mun einbeita sér að því að ná sáttum milli FIDE og Atvinnumannaskáksambands- ins (PCA), þ.e. Garrí Kasparovs, og að viðræðum um framtíðar- markmið og sameiningu skák- hreyfingarinnar. Stjórnin mun fylgja eftir öðrum framkvæmd- armálum og verður Campomanes fundarsljóri hennar. „Með þessu móti fer hann frá með fullum sóma eftir tæpt ár. Hann söðlaði sjálfur um og gekk til liðs við andstæðinga sína sem vildu hreinsaút og fá aukin áhrif innan FIDE. í húfi var að hefðu engar breytingar náðst fram lá fyrir að Bandaríkin og líklega mörg lönd önnur hefðu sagt skil- ið við FIDE,“ sagði Einar. HOLLVINASAMTÖK Háskóla ís- lands verða stofnuð í lok fullveldishá- tíðar stúdenta í Háskólabíói á morg- un, 1. desember, en Stúdentaráð HÍ á frumkvæði að stofnun samtak- anna. Markmið þeirra er að auka tengsl Háskólans við útskrifaða nem- endur sína og aðra þá, sem bera hag skólans fyrir bijósti, auk þess að vera stuðningssamtök Háskólans. Að sögn Guðmundar Steingríms- sonar, formanns Stúdentaráðs, er fyrirmyndin að samtökunum öðrum þræði „alumni“-samtök erlendra há- skóla, en aðild að slíkum félagsskap eiga eldri nemendur skólanna. „Hug- myndin er staðfærð," segir Guð- mundur. „Hollvinasamtökin verða mun opnari samtök, vegna þess að Háskóli íslands er þjóðskóli og við viljum opna hann fyrir öllum almenn- ingi. Þess vegna er lágmarksárgjald samtakanna aðeins 1.500 krónur.“ Áhrif á starfsemi skólans Guðmundur segir annað helzta markmið samtakanna því að opna Háskóla íslands fyrir almenningi. „Með aðild að Hollvinasamtökunum hafa menn leið til að hafa áhrif í orði og verki á starfsemi skólans og jafnframt til að kynnast starfseminni og njóta þjónustu þeirrar, sem skól- inn veitir,“ segir hann. Hvað varðar kaup félaga í samtök- unum á þjónustu Háskólans eða stofnana hans segir Guðmundur að væntanlega verði boðið upp á sér- kjör, eigi það við. Þá verði upplýs- ingaflæði um starfsemi HÍ til félags- manna skilmerkilegt. Hollvinasam- tökin munu meðal annars senda öll- um félagsmönnum og útskrifuðum kandídötum Háskólans fréttabréf. Annað meginmarkmið Hollvina- samtakanna segir Guðmundur að vera stuðningssamtök Háskólans. Hann segir erfitt að spá fyrir um hveiju samtökin kunni að geta skilað Háskólanum fjárhagslega. „Við leggjum jafnmikið upp úr þessu tvennu; fjárstuðningi samtakanna við Háskólann og stuðningi, sem ekki verður beinlínis í krónum tal- inn,“ segir hann. Næg verkefni til að styðja I stofnskrá samtakanna er kveðið á um að fjárframlög til þeirra megi merkja ákveðinni starfsemi í Háskól- anum, t.d. rannsóknastofnunum, tækjakaupum eða sjóðum. Guðmund- ur segir að Hollvinasamtökin geti ein- beitt sér að löngum lista afmarkaðra viðfangsefna. „Það er til dæmis engin tilviljun að samtökin verða stofnuð sama dag og við slítum þjóðarátakinu til að bæta bókakost Háskólans. Það átak er dæmi um afmarkað verkefni í þágu brýnna úrbóta. Fleira er til af þessu tagi, til dæmis kaup á tækj- um, stofnun sjóða til að styrkja efni- legt námsfólk og stuðningur við af- mörkuð rannsóknarverkefni." Stofnskráin gerir jafnframt ráð fyrir því að í tengslum við deildir, skorir eða námsgreinar í Háskólan- um verði stofnuð hollvinafélög. Fé- lagsmenn í Hollvinasamtökunum geti gengið í slíkt félag og látið megnið af árgjaldi sínu renna til þess. Guð- mundur segir að samstarf við ýmis starfsgreina- og fræðafélög háskóla- manna sé áformað í þessu efni. Stjórn samtakanna verður skipuð fimm mönnum. Þrír skulu kjörnir á aðalfundi, en Háskólaráð skipar einn og Stúdentaráð annan. í undirbúningshópi um stofnun Hollvinasamtaka Háskóla íslands hafa setið þau Friðrik Pálsson, for- stjóri SH, Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari, Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður, Sig- mundur Guðbjarnason prófessor, Sveinbjöm Bjömsson háskólarektor, Guðmundur Steingrímsson og Skúli Helgason, fyrrverandi framkvæmda- stjóri þjóðarátaks fyrir þjóðbókasafni. Innritunargj öld á sjúkrahús samkvæmt fjárlögum Aform harðlega gagnrýnd RÁÐGERT er að innritunargjöld á sjúkrahús, sem samkvæmt fjárlögum skulu tekin upp, nemi fjögur til sjö þúsund krónum, að því er Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra, sagði í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær. í umræð- unum kom fram harkaleg gagnrýni á áformuð gjöld. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Alþýðuflokks í Reykjavík, átti frum- kvæði að utandagskrárumræðu um að innritunargjöld verði heimtuð af þeim, sem lagðir eru inn á sjúkrahús og gagnrýndi hann Ingibjörgu harð- lega fyrir að hafa tvær skoðanir, aðra á ríkisstjómarfundum, hina í útvarpi. Össur vitnaði til þess að Ingibjörg hefði í útvarpsviðtali sagt að hún hefði margoft verið kveðin í kútinn í ríkisstjórninni í þessu máli og kvaðst halda að hún styddi ekki hug- myndir um innritunargjöld. „Til hvers er ráðherrann í ríkisstjórn," spurði Öksur. „Til þess að láta Sjálf- stæðisflokkinn rúlla yfir sig?“ Ingibjörg sagði að ekkert sam- ræmi væri í gjaldtöku í heilbrigðis- kerfinu. Sjúklingur, sem færi í rann- sókn þyrfti að greiða um þijú þúsund krónur, bæri kostnaðinn yrði hann sendur heim, en fengi endurgreitt yrði hann lagður inn á sjúkrahús. í máli Ingibjargar kom fram að innritunargjaldið myndi nema upp- hæð milli íjögurra og sjö þúsund króna og Iagt væri til að barnshaf- andi konur, börn og öryrkjar yrðu undanþegin. Heilbrigðisráðherra kvaðst efast um að Össuri, sem er formaður heil- brigðis- og trygginganefndar, væri alvara með utandagskráruiriræðum því að ekkert hefði í honum heyrst vegna þjónustugjalda, sem undanfar- ið hefðu verið lögð á og ráðherra vildi leggja niður. „Það tekur langan tíma að taka til eftir Alþýðuflokk- inn,“ sagði Ingibjörg í lok umræðn- Hluti íslenskra barna fer hvorki til skólatannlæknis né einkatannlæknis VANSKIL vegna tannviðgerða skólatannlækna voru 3,1 milljón árið 1993. Enn eru á bilinu 4 til 5 milljónir útistandandi vegna síðasta árs samkvæmt upplýs- ingum frá Heilsuvemdarstöð- inni. Stefán Finnbogason yfir- skólatannlæknir segir að vanskil hafi vaxið úr 10% í um það bil 20%. Dæmi séu um að skuld vegna tannviðgerða barna nemi 10-20.000 kr. Ekki er beitt sér- stökum innheimtuaðgerðum vegna vanskilanna. Tannviðgerðir skólabarna komu til umræðu á Alþingi í vik- unni. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, sagði m.a. í svari við fyrirspum að a.m.k. 10% skólabama hefðu ekki farið til tannlæknis á síðasta ári. Stefán sagði upplýsingarnar byggðar á því hvort reikningi á nafni barns væri framvísað vegna endurgreiðslu frá Tryggingastofnun. Ekki þyrfti því að vera um að ræða nema einn reikning, t.d. fyrir skoðun, til að álitið væri að bam væri hjá tannlækni. Því væri eðlilegt að ætla að stærri hópur fari ekki reglulega til tannlæknis. Skólatannlæknar hefðu talað um að 38,6% væru hjá skólat- annlæknum, yfir 40% hjá eink- atannlæknum og 20% væru án tannlæknis. Stefán sagði að tannlæknum þætti ástandið mjög alvarlegt og Félag skólatannlækna og Tannlæknafélag íslands hefðu gert tillöggur um eftirlit í grunn- skólum. Þær gera m.a. ráð fyrir að skólatannlæknar skoði tenn- ur grunnskólabarna reglulega, til að stuðla að því að bömin fari frekar til tannlæknis. Viðræður um þær standa yfir milli samninganefndar Tryggingastofnunar ríkisins og Tannlæknafélags Islands. Rúnar Lund, skólatannlæknir í Hagaskóla, Ölduselsskóla og Seljaskóla, sagðist ekki Morgunblaðið/Ásd!s RÚNAR Lund skólatannlæknir að störfum í Seljaskóla í gær. hafa orðið var við að mörg börn færu frá honum til einkatannlækna fyrst eftir að lög- in um kostnaðarhlutdeild hefðu tekið gildi árið 1993. „Ég varð hins vegar var við að börn voru tekin úr skólatannlækningum og komu hvergi annars staðar fram í fyrra. Ekki mjög mörg, en einhver," sagði hann. Hann sagði að áður hefðu skólatannlækn- ar skoðað öll skólabörn. „í skoðuninni fólst ákveðið eftirlit því auðvitað komu hingað börn, sem voru sögð annars staðar og voru með skemmd, og maður gat a.m.k. látið vita af því,“ sagði hann. „Allt forvarnastarf ætti að vera ókeypis" Rúnar sagði að allt forvamastarf ætti að vera ókeypis. „Fólk á ekki að þurfa að borga fyrir skoðun eða flúorburstun," sagði hann og tók fram að honum fyndist allt í lagi að foreldrar tækju þátt í kostnaði vegna tannvið- gerða. Það yrði kannski til að yrðu virkari í forvarnastarfi. Sama hlutfall hjá skólatannlækni Nína Pálsdóttir, skólatannlæknir í Folda- skóla, Húsaskóla, Rimaskóla og Engjaskóla, sagði að rúmlega 40% barnanna hefðu verið hjá skólatannlækni og 50 til 60% hjá einka- tannlækni áður en lögin um kostnaðarhlut- deild foreldra gengu í gildi. „Við skoðuðum öll börnin. Ef ekki hafði verið gert við innan sex mánaða hjá þeim, sem sóttu ekki þjón- ustu til okkar, var haft samband við foreldr- ana. Nú getum við ekki vitað hvort krakkarn- ir fara til tannlæknis eða ekki. Ég held að það sé staðreynd, að a.m.k. 10% fara alls ekki til tannlæknis," sagði Nína og tók fram að sér fyndist eðlilegt að skólatannlæknar skoðuðu öll börn einu sinni á ári. Nína sagðist ekki hafa orðið vör við að færri börn sæktu alla þjónustu í skólann og ekki heyra mikið um að kvartað væri yfir því að viðgerðirnar væru kostnaðársamar. „Mér hefur hins vegar fundist tannheilsu sex ára barna heldur hafa hrakað. Ég býst við að ástæðan sé sú að foreldrar þurfa að greiða fyrir þjónustu við litlu bömin,“ sagði Nína. Tannlæknar vilja eftirlit Nína Pálsdóttir. 1- I í I I i í I r. i t . i t l I t I I l l i I i t i i i i 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.