Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 41 Holræsagjald og tekjulitlir elli- og örorkulífeyrisþegar BORGARSTJÓRN Reykjavíkur ákvað við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar vegna ársins 1995 að innheimta sérstakt holræsagjald. Við þessa ákvörðun hækkuðu fast- eignagjöld verulega hjá öllum eig- endum íbúðar- og atvinnuhúsnæðis en fasteignagjöld nefnast einu nafni fasteignaskattur sem er 0,42%, vatnsskattur 0,13% og holræsa- gjaldið sem er 0,15%. Fasteignagjöld hækka um 26% Fasteignagjöld nema nú samtals 0,70% og reiknast af samanlögðu fasteignamati húss og lóðar. Hol- ræsagjaldið færir borgarsjóði u.þ.b. 550 milljónir króna árlega í tekjur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Holræsagjaldið felur í sér 26% hækkun á fast- eignagjöldum, segir Yilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, og færir borgarsjóði rúman hálf- an milljarð króna. og felur í sér 26% hækkun á fast- eignagjöldum. Um álagningu þessa gjalds urðu miklar deilur í borgar- stjórn en holræsagjaldið var sam- þykkt með 8 atkvæðum borgarfull- trúa R-listans gegn 7 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þegar sú staðreynd blasti við í desember 1994 að holræsagjaldið yrði sett á, þar sem því hafði verið lýst yfir af borgarstjóra og fleiri borgarfulltrúum R-listans að það yrði gert, fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu í borg- arstjórn þess efnis, að borgarstjórn óskaði eftir því við Alþingi, að lög- um yrði breytt á þann veg, að heim- ilt yrði að fella niður eða veita afslátt af holræsagjaldi á sambæri- legan hátt og gert er af fasteigna- skattinum. Jafnframt var vakin athygli á því, að holræsagjaldið fæli í sér viðbótarskatt á bilinu 10 -30.000 krónur á flestar íbúðir og legðist á íbúðareigendur án til- lits til tekna þeirra eða annarra aðstæðna. AFI/AMMA Allt fyrir minnsta bamabarnib ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 - S. 5512136 Veitingahús við Austurvöll. Borðapantanir í síma 562 44 55 Samþykkt borgarstjórnar Tillögu .okkar sjálfstæðismanna var vísað til borgarráðs. Borgarráð leitaði umsagnar borgarlögmanns og síðan stjórnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sem var fylgj- andi því að leitað yrði sérstakrar lagaheimildar til niðurfellingar eða afsláttar á holræsagjaldi tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. A fundi sínum 14. nóvember sl. féllst borg- arráð samhljóða á þau sjónarmið, sem fram komu í tillögu okkar sjálf- stæðismanna. Samþykkt borgarráðs var síðan staðfest samhljóða á fundi borgar- stjómar 16. nóv. sl. Samþykkt borg- arstjórnar felur í sér að óskað verði eftir því við Alþingi að 87. gr. vatnalaga verði breytt á þann veg að heimilt verði að veita tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt af holræsagjaldi, eftir sömu reglum og gilda um fasteignaskatt og þannig dregið úr þeim miklu skattaálögum, sem álagning hol- ræsagjaldsins er þessum hópi sér- staklega. Eignaskattur - eignaupptaka Umfjöllun um niðurfellingu eða afslátt af fasteignaskatti og hol- ræsagjaldi, sem sveitarfélögin inn- heimta, leiðir hugann að eigna- skatti sem ríkið innheimtir. Þúsund- ir Islendinga hafa lagt metnað sinn í að eignast íbúðarhúsnæði og það em margir tekjulitlir elli- og örorku- lífeyrisþegar, sem eftir áratuga langt brauðstrit eiga einungis það húsnæði sem þeir búa í og í mörgum tilfellum skuldlaust. Ríkissjóður sýnir þessu fólki enga miskunn. Eignaskattur er innheimtur og má líkja þessari skattheimtu við hæg- fara eignaupptöku. Það væri Alþingi til sóma ef lög- unum um eignaskatt yrði breytt á þann veg að þau gerðu ráð fyrir sömu ívilnun til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega og lög um fast- eignaskatt sveitarfélaga gera og óskað er eftir að heimiluð verði hvað holræsagjaldið varðar. Höfundur er borgarfulltrúi. MEÐAL FRÁBÆRRA TILBOÐA ERU TATUNG SJÓNVARPSTÆKI í ÝMSUM STÆRDUM OG GÆÐAFLOKKUM. PU-N9A02 21" NlCAM STEREOTÆKI TEXTAVARP Black QUARTZ MYNDLAMPI SC ARTTENGl S-VHS Allar upplýsingar BIRTAST á SKJÁ FULLT VERÐ 56.800 TlLB.VERÐ STGR. 49.900 já T-28 NE50 28" NlCAM STEREOTÆKI TEXTAVARP Black IMATRIX myndlampi SCARTTENGI S-VHS TENGI fyrir auka hátalara Allar upplýsingar birtast á skjá FULLT VERÐ 89.900 TlLB.VERÐ STGR. 69.800 PY-V3B52 25" MONOTÆKI Textavarp Black Madrix MYNDLAMPI SCARTTENGI ALLAR UPPLÝSINGAR BIRTAST Á SKJÁ FULLT VERÐ 69.700 TlLB.VERÐ STGR. 54.900 %1SS£&!3I&Jí&-!á 'IS PU-V9725 21" MONOTÆKI TEXTAVARP black IMADRIX myndlampi SCA RTTENGI Allar UPPLÝSINGAR BIRTAST á skjá FULLT VERÐ 49.900 Tilb.verð stgr. 39.900 TATUNG JAPIS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.