Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 51 MINNINGAR FRÉTTIR Jólahald að gömlum sið á Arbæjarsafni Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma þér. Margt er það, margt er það, sem mmningarnar vekur en þær eru það eina sem enginn frá mér tekur (Davíð Stefánsson.) Þín tengdadóttir, Sveinbjörg. Þegar ég var lítil sagði afi alltaf: „Má ég eiga löppina?" Þá sagði ég: „Þú mátt bara eiga eina. Ég á hina.“ Oft sagði hann líka: „Hver er mesta títlan i bænum?“ Þá svaraði ég: „Ég er mesta títlan í bænum.“ Ef afi og amma voru í heimsókn þegar ég kom inn á kvöldin, ísköld á höndunum, þá hitaði hann mér með stóru höndunum sínum. Afi var alltaf svo góður við okk- ur systkinin. Við eigum eftir að sakna þess á kvöldin, þá hringdi hann svo oft í okkur til þess að vita hvað við værum að gera og hvort við hefðum það ekki gott. Ég vil þakka þér fyrir allt, elsku afi minn. Berta Björk. Mig langar að minnast elskulegs mágs míns, Engilberts Eggertsson- ar, nokkrum orðum nú þegar hann er allur. Hann fæddist 14. nóvem- ber 1928 á Kolviðarhóli í Ölfusi sem þá var fjölsóttur áningarstaður þeirra sem fóru austur yfir Hellis- heiði. Móðuramma hans Valgerður Þórðardóttir átti þá staðinn ásamt manni sínum Sigurði Daníelssyni. Foreldrar Engilberts, Guðríður Gunnlaugsdóttir og Eggert Engil- bertsson þjuggu þá á Kolviðarhóli og þar til þau fluttu til Hveragerðis 1937. Eftir stríðslokin lá leið Engil- berts til Reykjavíkur að læra járn- smíði og síðan í vélstjóranám. Hann lærði í Stálsmiðjunni og vann þar lengst af, eða þar til hann fór að vinna hjá Björgun hf. Hann var verkstjóri í Björgun þar til hann varð að hætta sökum hjartasjúk- dóms fyrir fáum árum. Fyrir tæpum tveimur árum veiktist hann svo af blóðsjúkdómi sem dró hann til dauða. Engilbert átti fjögur börn. Hafdísi og Kristján Eggert frá fyrra hjónabandi, og Björk og Örn með eftirlifandi konu sinni Þórunni Böð- varsdóttur. Þau giftust 22. október 1960. Barnabörnin eru orðinn átta og eitt barnabarnabarn. Lengi vel mátti sjá rústir af litlum kofa undir Hamrinum í Hvera- gerði. Þar áttu tveir piltar lítið kan- ínubú sem mér fannst mikið ævin- týri að skoða, þá varla meira en fimm ára stelpuhnáta. Og mikil var sorgin þegar minkurinn drap allar kanínurnar. Annar piltanna var Svanur bróðir minn en hinn var Elli á Sunnuhvoli, eins og hann var kallaður þá. Hann átti síðar eftir að verða mágur minn og vinur. Ég kynntist honum ekki svo mjög náið fyrr en þeir bræður Jón og Engil- bert fóru að gera upp sitt gamla heimili, Sunnuhvolinn í Hveragerði, eftir lát foreldra sinna 1981. Má segja að hverja helgi í heilt ár fóru þeir austur í Hveragerði til að vinna í húsinu. Þeir rifu allt innan úr húsinu og gerðu það upp. Alltaf mátti bæta og gera meira. Þá sá ég hvað Elli var duglegur og vinnu- samur. Ég man ekki eftir að hann færi austur án þess að vera eitt- hvað að ditta að og laga. Það lék líka allt í höndunum á honum. Oft undraðist ég hvað hann var lag- hentur eins stórhentur og hann var. Hann kallaði þær fæðingar- hendur og hló eins og honum var einum lagið. Glettni og hnittnum tilsvörum átti hann alltaf nóg af. Það var alltaf fjör og kátína í kring- um Engilbert. liann var ómissandi með nikkuna sína á ijölskylduhátíð- unum okkar á Sunnuhvoli, þegar bræðurnir, makar og niðjar komu saman einu sinni á sumri. Hann lét sig ekki vanta í sumar sem leið þó fársjúkur væri. Nú er skarð fyrir skildi er stolt ættarinnar, eins og við kölluðum hann, og sannarlega var hann það, er fallið frá. Ég minn- ist veiðitúranna okkar skemmtilegu upp í Stóru-Laxá með Ella í farar- broddi. Elli var okkar sérfræðingur í Stóru-Laxá. Hann virtist geta veitt hvar sem var í gljúfrunum, ekki endilega á hefðbundnum veiði- stöðum. Það er yndislegt að eiga þessar minningar nú, því margar voru sögurnar, ævintýrin og hlátur- stundirnar. Elsku Tóta mín. Þetta eru búnir að vera erfiðir mánuðir hjá þér og þínum. Við Jón sendum þér og börn- um innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Engilberts Egg- ertsonar. Inga Dóra Jóhannesdóttir. Fréttin um andlát Engilberts Eggertssonar kom mér ekki á óvart. Ég hef alltaf haldið sambandi við Ella, eftir að vegir skildu í Stál- smiðjunni. Og þegar ég sá hann síðast brá mér illilega. Þessi lífs- glaði og þróttmikli myndarmaður hafði orðið að gefa eftir fyrir óvinin- um mikla, hvítblæði. Þegar ég kom suður hingað og hóf vinnu í Stálsmiðjunni hf. var Engilbert nýlega orðinn yfirverk- stjóri, hafði þá lokið námi í Vélskól- anum. Hann byijaði að vinna i Gufunesi við uppsetningu á vélbún- aði í Áburðarverksmiðjunni sem var verið að reisa þar. Engilbert lærði í Stálsmiðjunni og þar vantaði nú yfirverkstjóra. Jón Sigurðsson var þar verkstjóri og seinna kom Sigur- jón Jónsson. Þessir ágætu menn eru nú allir komnir til feðranna, á æðra ' stig, sem við allir förum á. Við áttum margar ánægjustundir og stundum erfiðar saman í smiðj- unni. Verkefnin voru mörg og breytileg og andinn var mjög góður bæði í vinnu og leik þrátt fyrir oft erfiðar aðstæður. Þessir dagar koma ekki aftur, en í minningunni skipa þeir veglegan sess. Þegar vin- ir og félagar á þessum aldri verða fyrir svona árásum, eins og Engil- bert, fyrir nokkrum árum æða- þrengsli og hjartaskurður, svo núna hvítblæði, sem sló hann niður, dett- ur manni í hug: Hver er meiningin, hver stjórnar? En aðrir halda fullri heilsu fram yfir áttrætt og vinna hvern dag, eins og einn kunningi minn, sem var að deyja og dó við vinnuborðið. Lífsgátan er erfið og verður aldrei leyst. Þegar ég kom inn í þetta Stál- smiðjugengi 1958 var það að mínu mati allfjölskrúðugt lið, kannski ekki mjög fínlegt, en umfram allt öflugt og tókst á við verkefnin með þá hugsun í fyrirrúmi, að ef verkið er unnið í Stálsmiðjunni er það fyrsti flokkur. Þig, Elli Sæm. (smiðjumállýska), tel ég alltaf til þessa hóps, þó að þú yfirgæfir okkur of snemma, og nú er ekki eftir af þessum hópi hér í smiðju nema rúmlega í bridslið, en það er gott lið. Sárast er þó fyrir eftirlifandi konu og börn að sjá eftir svo góðum dreng og tek ég þátt í sorg þeirra. Ég þekki ekki mikið til ættar þinnar, en ömmu þína, frú Valgerði Þórðardóttur, gestgjafa á Kolviðar- hóli, þekki ég aðeins af afspurn og hef lesið bókina Saga Kolviðarhóls. Hún var gift Sigurði Davíðssyni gestgjafa. Þau eignuðust aldrei börn saman. Þessi ágætu hjón sátu staðinn í tæp 40 ár og gerðu hann að glæsilegasta greiðastað landsins á árunum fyrir bílaöldina, þegar ekki voru vegir og íslenski hesturinn bar og dró menn og varning um sveitir lands og fjallvegi. „Nú er hún Snorrabúð stekkur." Það á við um Kolviðarhól, í dag, en það er ekki sök þeirra hjóna Valgerðar og Sigurðar, þeirra ævi- starf var stórkostlegt og eftirminni- legt þeim sem áhuga hafa. Þau reistu skála yfir þvera þjóðbraut og veittu þar hveijum vegfaranda aðhlynningu og beina. Sagt var um þessa ágætu konu: „Hún bognaði ekki, en brotnaði í bylnum stóra seinast.“ Geri ég þessi orð að mínum til þín, Engilbert. Þú skilur líka eftir spor, kannski ekki eins stór, en minningin um góðan dreng lifir lengi. Jóhann Indriðason. ÁRLEG og hefðbundin jólasýning á Árbæjarsafni verður opnuð sunnudaginn 3. desember. Opnun- artími er frá kl. 13 til 17. Margt er um að vera og ber fyrst að nefna hina hátíðlegu aðventumessu í gömlu kirkjunni kl. 14, sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson messar. Um kl. 15 verður kveikt á jólatré á Torginu og Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar, býður gesti velkomna við það táeki- færi. Kór Ártúnsskóla syngur jóla- lög og dansað verður í kringum jólatréð við harmoníkuleik. Grýla og Leppalúði verða á svæðinu og láta ljós sitt skína. Samhliða þessu er verið að sinna ýmiss konar jólaundirbúningi. í Árbænum gamla er laufabrauða- skurður og bakstur og gestum boð- Laufa- brauðsgerð í Gjábakka ÞAÐ ER að verða fastur liður í starfi eldri borgara í Kópavogi að koma saman ásamt fjölskyldum sínum einn dag á ári í byijun að- ventu til þess að skera og steikja laufabrauðskökur. Laugardaginn 2. desember verður laufabrauðsdagur í Gjá- bakka, félags- og tómstundamið- stöð eldri borgara i Fannborg 8. í fyrra var reynt að skapa aðventu- stemmningu í Gjábakka á laufa- brauðsdeginum sem mæltist vel fyrir. Kór aldraðra í Gerðubergi heimsótti þá Gjábakka auk þess sem kór aldraðra í Kópavogi söng. Nú hefur verið ákveðið að laufa- brauðsgerð eldri borgara fari fram við tónaflóð líkt og í fyrra. Þeir kórar sem syngja í Gjábakka laug- ardaginn 2. desember verða Sam- kór Kópavogs, Kór Eimskipafé- lagsins og Kór Kársnesskóla. Hús- ið verður opnað og laufabrauðs- gerðin hefst kl. 13 en kórarnir byija að syngja kl. 14. Allir eru velkomnir svo lengi sem húsrúm og aðstæður leyfa. Vöfflukaffi verður selt í Gjábakka. SKÍFAN hf. og íslandsdeild Am- nesty International hafa tekið höndum saman um að vekja at- hygli á stjórnmálaástandinu í Burma (sem nú nefnist Myanmar) og örlögum frelsishetjunnar Aung San Suu Kyi sem fyrir nokkrum árum hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir friðsama andstöðu sina gegn ógnarstjórn hersins í landinu. Til- efnið er frumsýning nýjustu kvik- myndar leikstjórans John Boorman sem nefnist „Beyond Rangoon“ í Regnboganum í dag, fimmtudag- inn 30. nóvember. Enda þótt kvikmyndin „Beyond Rangoon" sé fyrst og fremst vönd- uð og vel heppnuð spennumynd er bagrunnur hennar að mörgu leyti eftirtektaverður. Myndin gerist á árinu 1988 þegar Burma rambaði á barmi borgarastyrjaldar og lýð- ræðissinnar gerðu sig líklega til að rísa upp gegn langvarandi undi- 'rokun herstjórnar landsins. I farar- broddi lýðræðisaflanna var bar- áttukonan Aung San Suu Kyi sem enn getur ekki um fijálst höfuð strokið enda þótt henni hafi verið sleppt úr áralöngu stofufangelsi í júlí sl. í orðsendingu sem barst frá henni 14. júlí sagði m.a.: „Mér hefur verið sleppt úr haldi, það er ið að bragða á. Á baðstofuloftinu er jólatréð lyngi vafið og heimilis- fólk situr við tóvinnu og skógerð. Einnig verða tólgarkerti steypt. Í Hábæ er hangikjöt soðið á kola- eldavélinni og gestum boðið að bragða ásamt flatkökum og rúg- brauði. í Suðurgötu 7 má sjá hvernig Reykjavíkurfjölskylda af betri ætt- um hafði það um jólin í aldarbyijun. Krambúðin selur dýrindis jóla- varning og Félagsmiðstöð eldri borgara í Gerðubergi verður með jólabasar. í Dillonhúsi er svo hægt að hlýja sér og hvíla lúin bein yfir súkkulaði- bolla og ljúffengum veitingum. Loks verða sleðaferðir um svæðið sunnudaginn 10. og 17. desember þ.e. ef sleðafæri verður en verið er Upplestur í Stúdentakjall- aranum FÉLÖG íslensku- og bókmennta- fræðinema í Háskóla Islands standa fyrir upplestri í Stúdentakjallaran- um klukkan 21:30 í kvöld. Þau sem koma fram og lesa upp úr verkum sínum eru Nína Björk Árnadóttir, Friðrik Erlingsson, Ágúst Borgþór Sverrisson, Haraldur Jónsson, Ingi- björg Haraldsdóttir og Börkur Gunnarsson. Aðgangur er ókeypis. Ráðstefna um Höfðabakkabrú Verkefnastjórnunarfélag íslands mun halda ráðstefnu um stjóniun framkvæmda við byggingu mis- lægra gatnamóta Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Ráðstefnan verður haldin í húsnæði Verkfræðingafé- lags íslands fimmtudaginn 30. nóv- ember og stendur frá kl. 15.30 til 19. Allir velkomnir á ráðstefnuna en ráðstefnugjald er 1.000 kr. Verkefnastjórnunarfélag íslands er félag áhugamanna um verkefna- stjórnun (Project Management) og er aðili að hinum alþjóðlegu samtök- um verkefnastjórnunarfélaga IPMA allt og sumt. Ekkert annað hefur breyst. ... Andrúmsloftið í Burma er þrungið ógn. Allir hræðast ná- ungann og óttast uppljóstrara." Níu-sýning Regnbogans á föstu- dagskvöld verður tileinkað sam- viskufanganum Ma Thida. Gefst að smíða hestasleða að gamalli fyr- irmynd og er ætlunin að prófa grip- inn ef snjóar. Aðgangseyrir er 300 kr. fyrir fullorðna, ókeypis fyrir börn og eldri borgara. og alþjóðlegum samtökum um kostnaðarfræði ICEC. Félagið vill stuðla að því að aðferðarfræði verk- efnastjórnunar verði beitt við verk- efni á sem flestum sviðum þjóðlífs- ins. Verkefni er skilgreint sem hver sú framkvæmd sem hefur upphaf og endi og gildi þá einu hversu stór hún er. Um getur verið að ræða leit að týndri ijúpnaskyttur, bygg- ingu raforkuvers eða endurnýjun aðalvélar í frystitogara svo eitthvað sé nefnt. Félagið er öllum opið. ■ KVENFÉLAGASAMBAND ís- lands heldur sitt árlega jólakaffi föstudaginn 1. desember kl. 16 í sal Hallveigarstaða. Eins og undan- farin ár er boðið fyrrverandi og núverandi stjórnarkonum, starfs- fólki og þeim aðilum sem Kvenfé- lagasambandið hefur unnið með á árinu. Forseti KÍ mun gefa yfirlit yfir starfsemina á árinu og það helsta sem framundan er. ■ GLERBLÁSTURSVERK- STÆÐIÐ í Bergvík, Kjalarnesi, heldur jólasölu á útlitsgölluðu gleri (II sortering) helgina 2. og 3. des- ember. Á boðstólum verða kaffi og piparkökur og e.t.v. gefst færi á að sjá glerblástur/mótun. Verk- stæðið hefur verið stækkað þannig að rýmra er um gesti en áður. Gall- eríið er opið. Opið verður laugardag kl. 10-17 og sunnudag 10-15. gestum kostur á að undirrita áskorun til stjórnherra í Myanmar um að hún verði látin laus og að mannréttindi verði virt í landinu. Þá mun hluti aðgangseyris á sýn- inguna renna til starfsemi íslands- deildar AI. Fyrirlestur um kirkjuleg örnefni NÚ nálgast óðum þúsund ára afmæli kristnitöku á íslandi, einhverra mestu umskipta sem orðið hafa í íslenskri þjóðarsögu. Rómversk-kaþólskur siður ríkti hér á landi í hálfa sjöttu öld, en á afmælisárinu 2000 mun lút- herskur siður hafa staðið í hálfa fimmtu öld. Á þessum tímamótum beinist hugur manna að menningararfi kristninnar. Einn þáttur hans er kirkjuleg örnefni en þau eru sjálfsögðu flest frá kaþólskri tíð. Úm þau mun Þórhallur Vil- mundarson, prófessor, forstöðu- maður Örnefnastofnunar Þjóð- minjaafns, fjalla í tveimur fyrir- lestrum í Háskólabíói: á Báru- messu mánudaginn 4. desember og á Nikulásmessu miðvikudag- inn 6. desember kl. 17.15 (í sal 2). Sýndir verða margir upp- drættir ásamt myndum til skýr- ingar. Efni fyrirlestranna ætti ekki aðeins að höfða til þeirra sem áhuga hafa á íslenskri kirkjusögu heldur einnig menn- ingarsögu almennt, byggða- sögu, fornminjum, bókmennt- um, náttúru landsins, ferðalög- um og útivist. Öllum er heimill aðgangur. Mannréttindi í Burma og frumsýning kvikmyndarinnar „Beyond Rangoon“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.