Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 17 NEYTENDUR Koma á fram hvað pakka- ferðin kostar með öllu HUGTAKIÐ alferð er skilgreint sem fyrirfram ákveðin samsetning ekki færri en tveggja tiltekinna atriða þegar ferð er seld. Sem dæmi má nefna fiug og bíl eða flug og gist- ingu. Sérstök lög um alferðir, eða svonefndar pakkaferðir, tóku gildi í fyrra og hefur Samkeppnisstofnun eftirlit með framkvæmd þeirra. Að sögn Önnu Birnu Halldórsdótt- ur hjá Samkeppnisstofnun er ferða- skrifstofum t.d. skylt samkvæmt lögunum að veita farþega upplýs- ingar um hvað hann geti gert til að tryggja sig gegn fjárhagslegu tjóni verði hann að hætta við ferðina. Verð fyrir einn I auglýsingum á að koma skýrt fram hvað ferðin feli í sér og hvað hún kosti á mann að öllu meðtöldu. Ekki á að sundurliða verð með tilvís- unum og neðanmálsathugasemdum sem villa fyrir. Ef auglýst er fjögurra manna fjöl- skylduferð er seljanda skylt að gefa líka upp verð miðað við einn fullorð- inn. Samningur um kaup á alferðum á að vera skriflegur og ekki má hækka verð ferðar síðustu 20 daga fyrir brottfór. Sé um verðlækkun að ræða á fyrra verðið líka að koma fram. Anna Birna segir að í áuglýs- ingabæklingum eigi að gera grein fyrir ferðaleiðum, áfangastöðum og hve lengi er dvalið á hveijum stað. Þá þarf að gera grein fyrir farar- tækjum, gistingu og þjónustu. Loks má benda neytendum á að ef ferðin hefur ekki staðist vænting- ar er hægt að kvarta við ferðaskrif- stofu innan mánaðar frá heimkomu og náist ekki sættir má snúa sér til kvörtunarnefndar sem starfrækt er á vegum Neytendasamtakanna og Félags íslenskra ferðaskrifstofa. Margnota kaffipokar FARIÐ er að selja margnota kaffi- poka úr svokölluðu polyprophelin- efni. Pokann má nota í fimm hund- ruð til þúsund uppáhellingar. Rani sem er á pokanum er lagður upp með honum og kaffi sett í hann eins og um venjulegan poka væri að ræða. Eftir uppáhellingu er ran- inn lagður niður og skolað úr pokan- um. Að því búnu er raninn lagður upp að pokanum aftur og er þá til- búinn til notkunar. Verð á marg- nota kaffipokunum er á bilinu 250-300 krónur og Nathan & Olsen sér um dreifingu. Myndvarp- ar fyrir ljósmyndir FYRIRTÆKIÐ Listþjónustan við Hverfisgötu hefur tekið að sér umboð fyrir Artograph myndvarpa. í boði eru átta mismunandi gerðir myndvarpa sem varpa ljósmyndum, teikningum og myndum úr bókum og blöðum upp á vegg, tjald eða hvaða flöt sem er. Fram til 24. desember verða myndvarparnir á sérstöku kynningarverði. Rjúpan ódýrari en í fyrra RJÚPUR hafa lækkað í verði og svo virðist sem hver rjúpa sé 50-100 krónum ódýrari en i fyrra. Hjá Kjötbúri Péturs kostar stykkið af fiðraðri ijúpu 670 krónur en kostaði 760 krónur í fyrra. Þá kostar hamflett rjúpa nú 780 krónur en í fyrra 870 krónur. Að sögn Júlíusar Jónssonar hjá Nóatúni er verðið á fiðraðri rjúpu 650 krónur hjá þeim og kosta hamflettar rjúpur 730 krónur. I fyrra segir hann að fiðruð rjúpa hafi verið seld á bilinu 700-750 krónur stykkið. Ekki telur hann ólíklegt að verð- ið lækki enn frekar þegar nær dregur jólum. Júlíus segir framboð á rjúpu vera meira en undanfarin ár en bætir við að skotveiðimenn liggi á rjúpunum lengi vel til að halda verðinu uppi. • • Mikið úival al núum vömm. j x;' ...blabib - kjarni málsins! Handsmióaðir siljur- og gullskartgripir. Ný lína -frábært verá! Skólavördustíg 10 Rvik Sími S61 1300 FJARÐARTORG Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði SAJWXA Sími 555 3422 Úrval gjafa og snyrtivara. ö Climtian yte&iNi&uRENr Guerlain Uior CLARINS BMUS ESTEE lauder HARSTOFAN Við erum tilbúin að snyrta ykkur fyrir jólin. Ámi, Silla, Ingó, Nonni, Denna, Guffa, Amold. Opnunartími: Mán.-mið. 9.00-17.45 l-'iin. 9.00-21.00 Fös. 9.00-18.00 Lau. 10.00-14.00 Sími 555 4365 llrval af skóm á alla íjöLskylduna Gott veró. SEGLUGGINN Reykjav í k u r vegi 50, s. 5 6 5 42 7 5 Yarahlutir - aukahlutir - verkfæri BÍLAHORN© V aramutaverslun Hafnarflarðar 220 hafnarfirði «sImi . 555 1019 • FAX: 555 2219 Mikið úrval af ódýrum trémunum frá Bali Qjöfogtaffi Sími 565 0964 Gjafavörur, kaffi, listmunir Nýkoraiéi J kiólar. ..dres5 KATZ misfatnaður kjólar, „dress", blússur, peysur. Stretchbuxurnar komnar aftur. Sími 565 0748 Frábcer tilbod í öllum búðum laugardag og sunnudag. Opið laugardag 2/12 kl. 10 til 18, opið sunnudag 3/12 kl. 13 til 17. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.