Morgunblaðið - 24.12.1995, Side 2

Morgunblaðið - 24.12.1995, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ UÐMUNDUR fæddist 25. nóv- ember 1933 á Kaldeyri við Önundarfjörð og óist upp þar og síðan á Flateyri framyfir fermingu. Þá hleypti hann heimdraganum og fór fyrst í skóla að Núpi í Dýrafirði. „Eftir að ég fór að fara í skóla var ég ekki heima að stað- aldri. Móðir mín, Kristjana Kristjánsdóttir, flutti suður þegar ég var kominn af ungl- ingsárum og þá kom af sjálfu sér að ég var ekki meira fyrir vestan. Þrátt fyrir það hefur Önundarfjörður alltaf verið mín heimabyggð," segir Guðmundur. Faðir Guðmundar var úr Reykjavík, Ólaf- ur Jónsson í Rúllu- og hleragerðinni sem hann rak, sem fósturfaðir Ólafs, Flosi Sig- urðsson trésmíðameistari, stofnsetti. Guðmundur fór í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi 1955. Hann kenndi í 14 ár, lengst við Hlíðaskólann í Reykjavík. Árið 1962 giftist hann Ingibjörgu Hannesdóttur kennara og eiga þau eina dóttur. Leitaði langt yfir skammt Guðmundur var á 36. aldursári þegar hann gerðist prestur. Hvað kom til að hann ákvað að venda kvæði sínu í kross með þessum hætti? „Ég hef alla tíð verið trúhneigður, en hafði ef til vill ekki aðstöðu til að snúa mér að guðfræðinámi fyrr,“ segir Guðmundur. „Mér líkaði ágætlega að kenna alveg frá því fyrsta, en ég þoldi aldrei uppivöðslu eða óróa í bekkjum og þótti trúlega býsna strangur svona á köflum. Ég heyrði ágæta sögu eftir einum nemenda minna sem þá var orðinn fulltíða. Dóttir mín var í fram- haldsskóla og kennar- inn var að segja krökk- unum frá eigin skóla- tíð. Þar kom að honum varð tíðrætt um einn kennara sinn og sagði: ,Það er alveg víst að þó að eldur hefði orðið laus í skólanum, þá hefðum við nemend- urnir ekki hreyft okkur úr sætum fyrr en kenn- arinn hefði sagt: Þið megið gjöra svo vel og fara út.‘ Svo bætti hann við: ,Haldið ekki að karlinn sé orðinn prestur!1 En þrátt fyrir að ég vildi og krefðist aga þá var mér annt um krakkana og átti ekk- ert bágt með að sýna þeim hlýju og vináttu og virðing. En agaleysi í skóla er uppspretta vanda og lánleysis í starfi og ekki bara í skóla heldur hvarvetna í þjóðlífinu. Það er meinsemd sem við höf- um meira af en gagn- legt er í samtímanum. Agi er ekki vonska, heldur vernd - taum- hald með festu, en elsku og réttlæti að leiðarljósi." Á sumrin fékkst Guðmundur við hin ýmsu störf, eins og var til siðs hjá kennurum á árum áður. Hann vann við verslun, var leigubifreiðastjóri, stundaði sjó á fiskiskipum og fraktskipum. Guðfræðinemi á góðum aldri Trúhneigð Guðmundar kom fram í and- legri leit á yngri árum og beindist hún í ýmsar áttir. Hann vill ekki fara nánar út í þá sálma og segir trúarlegar þreifingar sín- ar í æsku ekki neinum til eftirbreytni. „Ég komst skjótlega að því að ég hafði leitað langt yfir skammt,“ segir Guðmund- ur. „Ég er samt ekki einn af þeim sem tekið hafa trúarlegum stakkaskiptum á einni nóttu, eða neitt í þá veru. Hin kristna sannfæring hefur þroskast og þróast með mér.“ Þegar ákvörðun um að læra til prests lá fyrir þurfti Guðmundur að taka stúdents- próf til að komast í Háskóla íslands. Hann tók máladeildarpróf í MR utanskóla á 13 mánuðum. Kennaranámið var einskis metið til stúdentsprófs og engu mátti sleppa. „Það voru ljúfir og elskulegir menn í MR sem fleyttu mér í gegn,“ segir Guðmundur. „Ég tók eina 20 tíma í máladeildarlatínu hjá Magnúsi Finnbogasyni og 24 tíma í frönsku hjá Vigdísi Finnbogadóttur, sem þá var frönskukennari. Svo fór ég í guðfræðina undir áramót 1964. Það var indæll tími á alla grein og góðir félagar sem þar sátu fyrir.“ Þótt Guðmundur væri kominn á fer- tugsaldur þegar hann hóf námið var hann aldrei elstur í nemendahópnum. Þar voru alltaf nokkrir „komnir vel yfir fermingu“. Með náminu stundaði Guðmundur fulla kennslu í unglingadeild Hlíðaskóla og var árlega aðalkennari eins eða tveggja bekkja. Síðasta misserið í Háskólanum tók hann frí frá kennslu og einbeitti sér að guðfræð- inni. Námið styrkti trúna Guðmundur segir að guðfræðinámið hafi átt stóran þátt í að treysta og dýpka trúar- kennd hans. Trúarlega mótun sína þakkar hann að mörgu leyti sr. Sigurbirni Einars- syni biskupi sem þó var hættur kennslu við guðfræðideildina þegar Guðmundur var þar við nám. Sú mótun stafaði ekki af persónu- legum kynnum heldur af lestri skrifa sr. Sigurbjörns. „Einhvern veginn þénuðu þau mér vel til aukins skilnings á kjarnaatrið- um,“ segir Guðmundur. Þegar Guðmundur lítur um öxl segist hann draga í efa að hann hefði átt að fara fyrr í guðfræðinámið. Honum finnst hann hafi alla tið búið að þeirri reynslu af lífsbar- áttunni og mannlegum samskiptum sem kennslan og önnur störf gáfu honum. Engin eldskírn Guðmundur segir starf kennarans ná- skylt þjónustu prestsins. Námið i guðfræði- deildinni gaf hins vegar ekki alltaf rétta mynd af veruleikanum sem kennarinn þekkti. „Þegar ég var i guðfræðideildinni var þar tilsögn í fermingarundirbúningi og að fást við fermingarbörn," segir Guðmund- ur. „Á lokasprettinum var safnað saman börnum úr besta fullnaðarprófsbekk í Mela- skólanum og farið með þau upp í Háskóla. Þar voru guðfræðinemar látnir taka próf í fermingarundirbúningi með því að þeir töluðu við þessi afskaplega prúðu börn. Ýmsum kann nú að hafa brugðið í brún þegar þeir komu út í lífið og tóku að fást við börn sem ekki voru úr besta bekk í Melaskóla. Þetta var nú ekki beint eldskírn!“ í prestskap Guðmundur lauk guðfræðináminu 31. janúar 1969, var ráðinn farprestur þjóð- kirkjunnar daginn eftir og vígður 10 dögum eftir námslok. Flestir guðfræðingar hófu prestskap úti á landi en Guðmundur hafði ekki aðstöðu til að flytja sig um set. Hann átti heimili í borginni þar sem kona hans var í fullu starfi. Einnig átti hann þar rosk- inn tengdaföður og ekki kom til álita að hann færði sig út á land. Embætti farprests- ins hentaði því ágætlega og gegndi Guð- mundur því í þijú ár. Guðmundur hóf prestskap í Mosfells- prestakalli og gegndi einnig að Reykhólum og í Vallanesprestakalli austur á Héraði. Guðmundur segir að þjónusta á svo fjarlæg- um stöðum frá heimili hans hafi útheimt mikil ferðalög, en hann eigi afskaplega skilningsríka konu. Fjölskyldan bjó í Reykjavík að vetrinum en gat dvalist hjá Guðmundi á sumrin. Farprestsþjónustunni lauk í Eyrarbakkaprestakalli 1972. Um haustið var Guðmundur ráðinn prest- ur við Fríkirkjuna í Hafnarfirði og gegndi þar í þijú ár. Guðmundur segir að sér hafi liðið þar vel og líklega væri hann enn prest- ur í Hafnarfirði ef hann hefði fengið meira en hálfa stöðu, en söfnuðurinn hafði ekki ráð á meiru. Til að byija með stundaði Guðmundur kennslu með prestsstarfinu í Fríkirkjunni. Síðar stofnsettu þau hjónin verslunina Kirkjufell í Ingólfsstræti 6 í samráði við Biskupsstofu. Þessi verslun var fyrsti vísir að Kirkjuhúsinu og seldi kirkjugripi, trúar- legar bækur og fleira. Guðmundur og Ingi- björg ráku verslunina allt til 1975 að Guð- mundur var kjörinn sóknarprestur í Nes- kirkju. Stærsta prestakall landsins Árið 1975 var Nesprestakall það stærsta í Reykjavík og var svo þar til prestakallinu var skipt og Seltjarnarnes skilið frá. Þá minnkaði prestakallið um tíma en varð á nokkrum árum aftur jafn stórt og síðan stærra en fyrir skiptinguna. Þar til í fyrra, að Grafarvogur skaust framúr, var það stærsta prestakall landsins með á 11. þús- und sóknarbarna. Við Nesprestakall voru tvö sóknarprests- embætti og var þar fyrir séra Frank M. Halldórsson sóknarprestur og þjónuðu þeir Guðmundur saman þar til Guðmundur hætti hinn 1. september síðastliðinn. „Nessöfnuður er elskulegur söfnuður og mér góður allan tímann,“ segir sr. Guð- mundur. „Söfnuðurinn hefur staðið þétt og vel um kirkju sína. Forráðamenn Nessafn- aðar og starfsfólk hefur reynst afskaplega dugandi og áhugasamt fólk, að minnsta kosti á meðan ég þekkti til. Það hefur allt- af verið góð kirkjusókn í Neskirkju, svo það er ekki af óánægju með söfnuðinn sem ég hætti. Mér fannst kominn tími til að fara inn í umsvifaminna og kyrrara umhverfi.“ Þvert ofan í það sem er hið eðlilega, að það hljóðni í kringum menn þegar þeir reskj- ast, þá er því þveröfugt farið í prestsstarf- inu, að sögn Guðmundar. Eftir því sem þeir þjóna lengur, kynnast fleirum og vinna verk fyrir fleiri, eykst starfið. Guðmundur byijaði ungur að kenna og nýtur svonefndrar 95 ára reglu opinberra starfsmanna. „Þótt ég sé hættur, þá er ég samt ekki hættur. Þetta fylgir manni og ég held áfram að vinna embættisverk sem koma upp bæði í sam- bandi við þjónustu mína á elliheimilinu og utan þess.“ Á Grund Guðmundur er ekki alveg nýbyijaður að gegna prestsþjónustu á Elliheimilinu Grund, þótt hann sé nýlega ráðinn þangað. Þjón- usta hans á Grund hófst 1989, skömmu eftir að faðir hans dó. „Gísli Sigurbjörnsson, fyrrum forstjóri, vildi að sögu- legt samhengi héldist á Grund, eins og hann orðaði það. Flosi Sig- urðsson var einn af fímm stofnendum Grundar og var í stjórn meðan hann lifði. Faðir minn tók síðan við og sat í stjórn alla tíð, en við fráfall hans vildi Gísli að afkomandi fyllti sætið. Ég hef svo sinnt starfi heimilisprests til viðbótar en fram að þessu mest að nafninu til, uns ég byijaði hér í haust sem samverka- maður frábærs starfs- fólks sem hér iðjar ósleitilega og fórnfúst á þessu stóra, góða heimili. Ég er í hluta- starfí og er á Grund á morgnana, geng um og tala við gamla fólkið, messa mánaðarlega og á stórhátíðum eins og.áður.“ Á Elliheimilinu Grund eru um 260 vist- menn og um 230 starfsmenn. Þar hafa verið haldnar guðsþjónustur alla sunnudaga ársins og á hátíðum um áratuga skeið. Of stór prestaköll Sr. Guðmundur segir að sóknarprestar í Röykjavík séu á vakt allan sólarhringinn. „Það er ekkert vit í að hafa prestaköllin svona stór,“ segir hann. „Það væri nóg fyr- ir mann að hafa á sinni könnu venjulegt guðsþjónustuhald, fermingar, skírnirogjarð- arfarir. Þar til viðbótar kemur sálusorgun við fólk í hvers kyns aðstæðum. Hún er óendanleg og enginn prestur í þessum prestaköllum kemst yfír að sinna nema broti af þeirri sálusorgun sem hann þyrfti. Þar á ofan koma félagsstörf af öllum toga sem tilheyra orðið safnaðarrekstri í samtímanum. Ef vel ætti að vera ætti ekkert presta- SJÁ BLAÐSÍÐUB4 „Eina sælan í þessu er að reiða sig á hjálp Guðs. Ef ekki væri um hana að ræða gæti ég ekki ímyndað mér aðég opnaði munninn, ekki nema af því ég reiði mig á hjálp Guðs og að ég sé kallaður til verka á þessu sviði.“ * Morgunblaðið/Kristinn Igóðum félagsskap SÉRA Guðmundur Óskar er nú í hlutastarfi sem prestur á EIli- og hjúkrunarheimil- inu Grund í Reykjavík. Auk guðsþjónustuhalds talar hann við heimilismenn og starfsfólk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.