Morgunblaðið - 24.12.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 24.12.1995, Síða 22
22 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ISLENSK JOLATRE OG SKÓGRÆKT - FRAMTÍÐARSÝN HVERNIG er framtíð íslenskra jólatrjáa? Eig- um við til nóg af ís- lenskum jólatrjám næstu árin? Þurfum við að flytja inn tré? Vilja íslendingar kaupa ís- lensk jólatré? Hvaða tegundir þykja bestar? Þessum spumingum' og mörgum öðrum ná- tengdum er ekki auð- svarað en undirrituð tók að sér verkefni hjá Skógrækt ríkisins þar sem að reynt var eftir bestu getu að svara ofangreindum spum- ingum. Var það liður í Hrefna Hjálmarsdóttir lokaverkefni greinarhöfunds í mark- aðsnámi við stofnunina EFL (Ekonomisk Forskning i Lund) sem svo aftur er stofnun innan Lund- arháskóla. Milli jóla og nýárs 1994 var sett á fót könnun meðal íbúa á Akureyri annars vegar og Reykjavíkur hins vegar sem í aðalatriðum átti að kanna hug manna til islenskra og erlendra jólatijáa og það hvemig að innkaupum á jólatijám á viðkomandi heimili var hagað. Skulú hér tíundaðar helstu niður- stöður. Svörun á Akureyrarsvæðinu var 63,33% og á Reykjavíkursvæð- inu 55,33. Mikill munur var milli Akureyrar og Reykjavíkur á hvers konar jólatré voru keypt. Um það bil ‘A hluti þeirra er svömðu á Akur- eyri kaupa íslenskt og ‘A kaupa er- lent. í Reykjavík aftur á móti er þessu öfugt farið. Þar kaupir ca ‘A hluti þeirra er svöruðu erlend tré og tæplega ‘A kaupa íslenskt, sjá með- fylgjandi töflu 1. Tafla nr. 1 Akureyri Reykjavík Kaupir erlent 17% 31% Kaupir íslenskt 34% 15% Nota gervitré 38% 34% Kaupir ekki 11% 18% Hvað varðar tegundarval virðist fólk á Akureyri kaupa meira af ís- Iensku tegundunum stafafuru, blá- greni og fjallaþini heldur en gert er á Reykjavíkursvæðinu. Mætti ætla að fólk á því svæði sé almennt fróð- ara um eiginleika tijánna heldur en gerist á Reykjavíkursvæðinu eða þá að framboð af þessum tijám sé meira þar. Norðmannsþinur er ráð- andi í Reykjavík með 63%, rauð- greni selst þar mest af íslensku tijánum eða 13%, en afar lítið af blágreni og fjallaþini. Mætti ætla að hér vanti bæði að trén séu á markaðnum og fræðslu meðal al- mennings, sem samkvæmt því sem könnun hefur leitt í ljós, heldur oft að öll íslensk tré felli barrið. Það er hins vegar ekki rétt því t.d. fjallaþin- ur hefur sýnt sig vera sérstaklega skemmtilegt jólatré, er bæði vel barrheldinn, ilmandi og fallega grænn. Rauðgrenið er mikið keypt þó að það eigi til að fella barrið en með réttum aðferðum má halda rauðgreni fallegu og barrheldnu yfir jólin. Passa verður að vökva vel og verður rótin alltaf að vera í vatni því ef hún missir snertinguna við vatnið þá kemst loft inn í æðar trés- ins og þá er sagan sögð, barrið fell- ur og enginn verður ánægður. Því er um að gera, noti maður rauð- greni, að kaupa réttan jólatrésfót undir tréð sem getur tekið mikið vatn. Með tilkomu fjallaþins eru allar líkur á því að við höfum fundið góða tegund til þess að nota á jólunum í framtíðinni. Nú sl. sumar lét Skógrækt ríkisins sá til 80.000 plantna af fjallaþini og er það vonandi að skóg- arbændur feti í fótspor þeirra. Þegar fram í sækir getur þetta orðið ágætis aukabúgrein hjá þeim bændum sem hafa landsvæði til. Það á eft- ir að aukast verulega að fólk kaupi lifandi jólatré ef við tökum mið af þróun í nágranna- löndum og þar er einnig farið að bera á því að fólk kaupi tvö jólatré, annað til þess að hafa innan- dyra og hitt utandyra. Það væri náttúrlega best að öll jólatré sem hérlendis eru seld væru íslensk með tilliti til að alls kyns sjúkdómar og skordýr geta flust inn með erlendum tijám sem við í dag erum svo hepp- in að vera laus við. Það ætti því að vera stefnan hjá íslensku þjóðinni að kaupa íslenskt á meðan það er til og á þann hátt styrkja íslenska skógrækt og stuðla að stærri og fegurri skógum hérlendis. Sam- kvæmt könnuninni voru nokkrir sem ekki keyptu íslensk lifandi jólatré vegna þess að þeir vildu ekki eyða íslenskum skógum, en þetta er mik- ill misskilningur því að fyrir hvert selt jólatré eru 30 önnur gróðursett. Einnig er aldrei grisjað það mikið í skógunum að þeir skemmist eða hverfí, allt er þetta skipulega unnið með það að markmiði að stækka skóga landsins. Því má segja að það sé hálfgerður bjamargreiði að kaupa erlent tré til þess að ganga ekki á skóga íslands. Þau íslensku jólatré sem sett eru markað hérlendis eru eingöngu þau sem hægt er að sjá af og eigum við að vera stolt yfir því að hafa íslenskt jólatré í stof- unni okkar. í dag lítur markaðurinn þannig út að 'A hluti seldra tijáa er íslenskur og 2A erlendur og er ástæðan sú að enn hefur ekki tekist að fylla kvótann með íslenskum tijám því menn hafa einfaldlega ekki hugsað nógu langt fram í tím- ann þegar trén voru gróðursett hér áður fyrr. Það tekur 10-20 ár að fá gott jólatré í réttri stærð og einnig verða alltaf einhver afföll, þ.e. ekki er hægt að nýta öll tré sem jólatré. Það er von mín að eftir þessa könn- Stuðningur viö kJensta sMgrsM Vemda sk)ga Istands 3% Aðrar ástæður 13% N bfensk jótatré uppsetd Reykjavík. Gerð hefur verið könnun á vegum íslendinga á kaupum á jólatijám. Hrefna Hjálmarsdótt- ir segir hér frá niður- stöðunum. un muni þetta breytast og að skóg- ræktarmenn muni vaskir gróður- setja fleiri tré en áður hefur verið gert og einnig fleiri tegundir. Ekki má gleyma rauðgreninu þó að kom- in sé fram góð tegund jólatrés (fjalla- þinur) því alltaf mun verða fólk sem eingöngu vill rauðgreni og finnst það vera hið eina sanna jólatré. Það má segja, samkvæmt könnun- inni, að meginþorri þeirra er kaupa hinn erlenda norðmannsþin gerir það vegna þess að hann fellir ekki barr- ið og er fallegur. Svo virðist vera sem Reykvíkingar eyði hærri upp- hæð í innkaup á jólatijám en Akur- eyringar enda eru þar fleiri sem kaupa norðmannsþin sem er dýrari miðað við stærð. Reykvíkingar kaupa flest tré af stærðinni 125-150 cm en Akur- eyringar kaupa flestir stærri tré eða 151-170 cm. Aldur virðist hafa hér eitthvað að segja en fólk fætt á árun- um 1950-1959 kaupir mest af háum tijám miðað við aðra árganga séum við stödd á Akureyri en í Reykjavík er það fólk fætt á árunum 1960- 1969 sem kaupir hæstu trén. Á Akureyri er það fólk fætt á árunum 1930-1939 sem kaupir lægstu_trén en í Reykjavík fólk fætt á árunum 1920-1929. í hveiju þessi munur er fólginn er ekki gott að segja en þó má álykta að á Akureyri séu keypt hærri tré vegna þess að þar kaupa margir rauðgreni sem er ódýrara miðað við hæð heldur en norðmanns- þinurinn sem ræður rikjum í Reykja- vík. Hvað varðar aldursdreifingu miðað við stærð trés þá er greinilegt að eldra fólk kaupir almennt lítil tré. Ymislegt í niðurstöðum könnun- arinnar bendirtil þess að lifandi jóla- tré hafi fyrst orðið tíska í Reykjavík áður en hefðin barst út á land og þar af leiðandi fylgt eldri aldurshópi í Reykjavík. Hjá árgöngum upp úr 1940 virðist þessi munur á milli staða hverfa sem sýnir að lifandi jólatré er jafnt í tísku á Akureyri sem í Reykjavík og eru það árgang- StuðningtJ vB felengla Venjan ^ skógtnkl 8% 2% 17* Vernda slOga Istands 2% Aörar ástæöur 7% Þægilegra 4% 3% Akureyri ar 1950-1959 sem kaupa flest tré í dag, þetta eiga svo væntanlega eftir verða árgangar 1960-1969 smám saman og svo koll af kolli eftir því sem árin líða. Árgangarnir 1950-1959 kaupa helst lifandi tré, bæði íslensk og erlend, en eldri og yngri árgangur kaupa frekar gervitré eða ekkert. Það virðist vera ráðandi að öll ijöl- skyldan sjái um innkaup á trénu, bæði á Akureyri og í Reykjavík, en þó má sjá að húsbóndi er með í all- flestum tilvikum. Þó ber að líta þetta gagnrýnum augum því ekki er skipt niður eftir aldurshópum og ef það væri gert gæti skiptingin verið allt önnur, t.d. að algengara væri hjá yngri kynslóðinni að konan sæi um innkaupin. Skemmtilegur mælikvarði á að könnunin sé vel marktæk voru niður- stöður í töflu 2 sem að sýna hlut- fall aðspurðra eftir því hvert væri karl eða kona. Tafla nr. 2 Akureyri Reykjavík Karl 42% 40% Kona 58% 60% Hér er næstum enginn munur á Reykjavík og Akureyri. Sömu sögu er að segja um meðfylgjandi skífu- rit, en þar er kannað hvort munur sé á því hveijar ástæður er sagðar fyrir vali á tré eftir því hvort að- spurður er karl eða kona. Afskap- lega Iítill munur er á milli kynja og staða. Sem sýnir að hvar sem fólk býr og hvort sem það er karl eða kona þá liggja svipaðar ástæður að baki því hvaða jólatré er valið. Niðurstöður sýna og kemur það ekki á óvart að því fleiri sem fjöl- skyldumeðlimir eru því meiri líkur eru á að keypt sé jólatré. Þeir sem að kaupa erlent geta vel hugsað sér að kaupa íslenskt eða 83% á Akureyri og 91% í Reykjavík. Ef við lítum nánar á þá sem kaupa erlent og geta ekki hugsað sér að kaupa íslenskt þá gefa þeir upp ástæðuna að íslensk tré felli barrið, en hér þarf að auka fræðslu því nið- urstöður sýna að sami hópur myndi kaupa íslenskt ef það væri barrheld- ið. Svipaðar ástæður eru gefnar upp ef við lítum á þá sem ekki vilja kaupa íslenskt og eiga gervitré. Sama er að segja um þá sem ekki kaupa tré, hér gætir þó þess að fólk heldur að verið sé að eyða skógum landsins með þvi að kaupa Iifandi íslenskt; hér þarf því það sama og í fyrri lið- um, fræðslu og aftur fræðslu. Greinilegt er að fólk þekkir ekki nógu vel til tijánna á markaðnum og gæti salan án efa stóraukist með aukinni fræðslu og forsjálli skóg- rækt. Það er líka greinilegt að upp- runi trésins, þ.e.a.s. íslenskt, hefur mjög mikið að segja. Á töflu 3 sést hvað hefur verið gróðursett af jólatijám síðustu ár. Hér sést hvar þarf að fylla í eyður og hve mikið er hægt að selja það og það árið. Hér er mikið verk að vinna og er mikilvægt að við byijum á því að gróðursetja meira af barrtij- ám af öllum algengustu tegundun- um; rauðgreni, fjallaþini, blágreni og stafafuru. Varast ber að hætta gróðursetningu á rauðgreni þótt að það felli barrið því það mun alltaf finnast hópur sem aðeins vill rauð- greni, því í augum margra er það hið eina sanna jólatréð. Svo ættum við, Islendingar góðir, að líta á það sem skyldu okkar að kaupa fyrst íslenskt jólatré sé það til á markaðn- um því við getum alltaf verið viss um að það er skógræktinni fyrir bestu. HSfundur er markaðsráðgjafi á Egilsstöðum. Tafla nr. 3. Gróðursetning síðastliðin 15 ár hjá Skógrækt ríkisins. Allt landið. Rauð- greni Sitka: greni Hvít; greni Stafa- fura Blá; greni Fjalla- pinur Sitka- bastarður Þinur Berg- fura Brodd- fura Sveig- fura Svart: greni Síberíu- þinur 1970 166030 7190 2525 34085 0 0 7525 1971 68630 13083 450 34825 3555 0 7525 1972 80000 18250 720 49825 0 0 5120 1973 57845 28890 91083 6500 3500 17450 1974 60550 48780 78810 6610 13200 1975 48430 35975 * 112360 2725 40050 1976 47785 40450 9900 80750 14125 17457 28150 4000 1977 58050 65390 4825 49730 5550 3620 12000 1095 1978 2685 48375 30950 79875 16230 3560 2625 590 1979 22505 62605 28490 54979 9155 835 7400 2000 1980 28675 26670 400 6575 14800 1800 2010 1200 1981 3480 6942 138471 11970 1550 10 2850 1982 1480 18925 5605 125410 15790 1983 11100 5695 120736 6565 250 400 250 250 1984 10905 8085 119025 7490 975 1985 39210 6965 77714 15153 3075 2905 1986 48190 53115 25109 21480 5760 1987 22936 23272 27359 17920 5190 32662 810 4000 1988 19750 47170 56019 57476 2640 25530 400 1989 16445 6900 96575 13000 1990 77579 117118 30924 5225 1991 14965 86840 74791 9875 6206 310 1992 6600 18700 61800 31900 11000 200 1 1993 15300 19100 18700 14300 24700 7200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.