Morgunblaðið - 24.12.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 24.12.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 B 27 JÓLAMYNDIR KVIKMYNDAHÚSANNA SAMBIOIN/HASKOLABIO James Bond endurnýjaður VIÐSJÁRVERÐIR tímar; Brosnan í vondum málum í hlutverki Bonds. Töfraskápur; úr jólamyndinni Indíáninn í skápnum. STJÖRNUBÍÓ Indíáninn í skápnunt ÐAUÓLAMYND Stjörnu- bíós er bandaríska barna- og fjölskyldumyndin Indí- áninn í skápnum eða „The Indian in the Cupboard“. Einnig sýnir bíóið Agnesi með Maríu Ellingsen og Baltasar Kormáki (sjá Laugar- ásbíó) og grínvestrann Vandræða- gemlingarnir með Trinity-bræð- rum, Bud Spencer og Terence Hill. Indíáninn í skápnum byggir á bandarískri verðlaunaskáldsögu frá 1981 eftir Lynne Reid Banks en leikstjóri myndarinnar er Frank Oz („What About Bob?“). Hún segir af hinum niu ára gamla Omri en á meðal þess sem hann fær í afmælisgjöf er lítíil plastindí- áni og fornmunaskápur. í kaup- bæti fær hann ryðgaðan lykil frá móður sinni sem smellpassar í skráargat skápsins, en lykillinn sá á eftir að veita Omri innsýn í töfra- heim ótrúlegra ævintýra. í skápn- um vakna leikföng stráksins til lífsins og þ.á m. indíáninn Litli- Björn. Eða eins og Cherokee-indí- áninn Léttfeti, sem fer með hlut- verk indíánans, segir: „Einn helsti boðskapur myndarinnar er sá, að við getum öll lært af hvert öðru og það skiptir ekki máli hversu lítil við erum eða stór, né hvaðan við erum.“ Framleiðendur myndarinnar hafa mjög komið nálægt gerð ævintýramynda áður, en þau eru Kathleen Kennedy og Frank Mars- hall, helstu samstarfsmenn Steven Spielbergs til fjölda ára. Á meðal mynda sem þessi þijú hafa unnið í sameiningu má nefna Júragarð- inn, Ránið á týndu örkinni og E.T. Handrit síðastnefndu myndarinn- ar, E.T., samdi Melissa Mathison og hún var fengin til að gera hand- rit eftir skáldsögunni. Leikstjór- inn, Oz, var lengi samstarfsmaður prúðuleikarahöfundarins Jim Hen- sons og hefur mikla reynslu af gerð gamanmynda. Myndirnar um Trinity-bræð- urna nutu feikilegra vinsælda á áttunda áratugnum hér á lan^i. Nú hafa þeir félagar Spencer og Hill leikið í enn einni Trinity- myndinni, Vandræðagemlingun- um, og er hún sú fyrsta sem þeir leika í saman í tíu ár. Sonur Hills skrifar handritið og sonur Spenc- ers er framleiðandi svo hér er um fjölskylduverkefni að ræða. Trinity-bræðrum hefur aldrei komið sérlega vel saman og svo er einnig í þessari mynd. Hill leik- ur byssubrandinn Travis en Spenc- er mannaveiðarann Móses. Þeir hafa ekki talast við í háa herrans tíð en nú vill móðir þeirra að þeir komi heim um jólin. Áður en af því getur orðið þurfa þeir að eiga við nokkra af skúrkum villta vest- ursins. NJÓSNARI hennar hátignar, James Bond, hefur gengið í endurnýjun lífdaga í jóla- mynd Sambíóanna og Háskóla- bíós, Gullauga eða „Goldeneye". írski leikarinn Pierce Brosnan er af fimmtu kynslóð Bondleikara og mun sjálfsagt eiga samleið með njósnaranum fram á næstu öld. Ekkert var til sparað svo endur- koma þessa langlífasta njósnara kvikmyndasögunnar yrði sem glæsilegust. Gullauga er fyrsta Bondmyndin í sex ár og sú vinsæl- asta sem sýnd hefur verið í Banda- ríkjunum. Bondmyndirnar áttu nokkuð undir högg að sækja á níunda áratugnum þegar ný kynslóð bandarískra hasarmyndaleik- stjóra sendu frá sér frábærlega vel gerða tæknitrylla á borð við G HEF aldrei klætt mig eins og kona til að fá vinnu sem húshjálp og ég hef aldrei hent múrsteinum í innbrotsþjófa. Þessi mynd var svolítið nær raun- veruleikanum, svolítið nær því sem ég þekki,“ segir ' bandaríski leik- stjórinn Chris Columbus um muninn á nýjustu gamanmyndinni, Níu mánuðum, sem er jólamynd Regn- bogans, og tveimur síðustu met- sölumyndum hans, „Mrs. Doubt- fire“ og Aleinn heima. „I öllum myndum sem ég gef gert er aðal- áherslan á mikilvægi fjölskyldunn- ar,“ segir Columbus. Miðpunkturinn í Níu mánuðum er breski leikarinn Hugh Grant sem skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék í gamanmyndinni Fjórum brúðkaupum og jarðarför. Hann leikur Samuel Faulkner, piparsvein í San Francisco, sem búið hefur með Rebekku í fimm ár en sam- bandi þeirra er stefnt í voða þegar þau komast að því mjög svo óvænt að hún er ólétt. Julianne Moore leik- ur kærustuna en með önnur hlut- verk fara Tom Arnold og Joan Cusack ásamt Jeff Goldblum. Robin Williams fer einnig með lítið hlut- verk sem læknir Rebekku. Myndin er byggð á franskri gam- anmynd með sama nafni eftir ISNEYTEIKNIMYNDIN Pocahontas er jólamynd Sambíóanna og fjórða teiknimyndin frá Disney sem fær íslenska talsetningu. Örn Árnason er leikstjóri íslensku talsetningar- innar en með aðalhlutverkin tvö fara Hilmir Snær Guðnason og Valgerður Guðnadóttir. Myndin verður einnig sýnd með ensku tali og fer Mel Gibson með annað aðal- hlutverkið í þeirri útgáfu ásamt Ir- ene Bedard. Pocahontas, sem var ein af vin- sælustu sumarmyndunum vestra, er byggð á þekktri indjánasögu og segir af samnefndri indjánakonu og samskiptum hennar við landnem- ann John Smith á sautjándu öld- inni. Hugmyndin að Pocahontas varð til á fundi hjá Disneyfélaginu „Die Hard“ og Indiana Jones sá um að veija heimsbyggðina. En nú undir lok aldarinnar hefur kaldastríðsnjósnafinn losnað úr öndunarvélinni og tekið stöðu sína á ný sem varðmaður vestrænnar menningar númer eitt, kvenna- maður ógurlegur og óviðjafnan- legur vodkamartínísvelgur. Martin Campell („No Escape“) var fenginn frá Nýja-Sjálandi til að stjórna endurkomu hans og Tina Turner til að syngja nýja Bondlagið. Leikkonan Judi Dench var fengin til að leika yfirmann Bonds, M, Samantha Bond hefur tekið við hlutverki ritarans ódauð- lega, Miss Moneypenny, íllfyglið er leikið af Sean Bean og hasarinn snýst allur um að koma höndum yfir enn eitt gereyðingarvopn Bondmyndanna. Patrick Braoude. „Ég var svolítið hikandi við að endurgera franska gamanmynd," er haft eftir Columb- fyrir um fjórum árum en Disney hafði þá um nokkurt skeið verið á höttunum eftir einhverskonar ást- arævintýri í ætt við Rómeó og Júlíu. Hún er 33. Disneyteiknimyndin í fullri lengd og sú fyrsta sem byggð er á sögufrægri persónu. Enn er það Alan Menken sem semur tón- listina en hún leikur ekki svo lítið hlutverk í vinsældum Disneyteikni- myndanna. Aðalteiknari fyrirtækis- ins, Glen Keane, sem áður skapaði persónur eins og Ariel í Hafmeyj- unni, dýrið í Fríðu og dýrið og Aladdín, byggði teikningar sínar af Pocahontas á lýsingum sem til eru af indjánakonunni auk þess sem hann hitti afkomendur hennar. Þar sem hann hafði ekki áður fengist við persónur sem höfðu eitt sinn verið til varð verkefnið margfalt Handritið var tilbúið þegar árið 1992 en aðalvandamálið var að finna rétta leikarann í Bondhlut- verkið. Hugh Grant, Ralph Fien- nes og Mel Gibson voru á meðal þeirra sem talað var um að hæfðu vel í hlutverkið en Brosnan hreppti það. Hann hafði áður misst hlut- verkið í hendur Timothy Daltons árið 1986 og lét sig ekki dreyma um að hann fengi annað tækifæri þegar framleiðendurnir hringdu í hann með fréttina. „Ég held að hann líkist mest Sean Conneiy," er haft eftir leikstjóranum Camp- ell. „Ég held ekki að hann hafi us. „En svo þegar ég sá myndina lýsti hún nákvæmlega lífi mínu undanfarin fimm ár. Eg hef eignast vandasamara. Disneyteiknararnir eru vanari því að skapa persónur úr dýraríkinu en mannheimum en frá upphafi var stefnt að raunsæis- legu yfirbragði. Ástarsagan milli Pocahontas og John Smith kallaði á nokkuð sem Disneymyndir hafa aldrei farið út í áður; kynlíf. Keane og John Pom- eroy, sem teiknaði Smith, gerðu allt að því erótískt atriði þar sem aðalpersónurnar eru að fara að kyssast og hann er ber að ofan. í fyrstu voru Disneyhöfðingjarnir ánægðir með það en fengu svo bak- breyst svo mikið,“ segir Brosnan um hina frægu persónu sína, „hann er gerður úr sama efni og áður.“ Er Bond gamall dínósár eins og hinn nýi kvenkyns yfirmaður hans kallar hann eða á hann er- indi ídag?„Málið er að það eru engar glæsilegar, velmenntaðar, smókingklæddar andhetjur á hvíta tjaldinu lengur,“ er haft eftir Campell. „Einhvern veginn eru skilin á milli fantasíunnar og raunveruleikans horfin.“ Fyrir þá sem enn taka fantasíuna fram yfír raunveruleikann í bíó er Bond alger draumur. þijú börn með stuttu millibili og þótt um endurgerð sé að ræða er þetta mín persónulegasta mynd hingað til. Ég gat byggt mikið til á minni eigin reynslu og talsvert af henni fór í handritið." Columbus hafði nokkuð eldri mann í huga fyrir hlutverk Faulkn- ers en sá svo Fjögur brúðkaup og lá kylliflatur fyrir gamanleik Grants. Um það bil sem Níu mánuð- ir var frumsýnd í Bandaríkjunum var Grant handtekinn fyrir að kaupa sér þjónustu gleðikonu og var óvíst hvemig áhrif þau við- skipti hefðu á aðsókn myndarinnar og framtíð hans sem leikara. Hvor- ugt virðist hafa orðið fýrir skaða. Önnur jólamynd Regnbogans er franska myndin Borg hinna týndu barna eftir þá félaga Jean-Pierre Jeunet og Marc Caro („Delicatess- en“). Hún segir frá vísindamanni sem stelur draumum stolinna barna en með aðalhlutverkin fara Daniel Emilfork, Dominique Pinon, Ron Perlman og Judith Vittet. „Borg- inni“ hefur verið líkt við fjöldann allan af myndum enda virðist hún hafa margar vísanir í kvikmynda- söguna og margskonar áhrif á áhorfendur. Sagt er m.a. að hún sé gerð undir sterkum áhrifum leik- stjóra eins og Tim Burtons og Terry Gilliams. þanka og atriðið var fjarlægt. Þeir tóku ekki þá áhættu að ofbjóða áhorfendum með því að svo mikið sem ýja að því að aðalpersónurnar hefðu sofíð saman. Pocahontas var síðasta teikni- myndin sem gerð var undir stjórn Jeffrey Katzenbergs hjá Disney en hann hefur tekið upp samstarf við Steven Spielberg og David Geffen. Disneyteiknimyndirnar halda þó áfram að koma í bíóin; fyrirtækið vinnur nú við teiknimyndaútgáfu sögunnar um hringjarann í Frúar- kirkju eftir Victor Hugo. REGNBOGINN Makalaus meðganga VERÐANDI fjölskyldufaðir; Hugh Grant í Niu mánuðum. SAMBÍÓIN Pocahontas ó íslensku INDJÁNASAGA; úr Disneyteiknimyndinni Pocahontas, sem sýnd er með islensku tali.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.