Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 4
I
4 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 7/1 -13/1
►ÍSAL hefur tekið tilboði
verktakafyrirtækisins
Álftáróss í steypuvirki fyrir
nýjan kerskála við Álverið
í Straumsvík. Fyrirtækið
bauð um 740 milljónir í
verkið, sem skapar um 80
manns vinnu í tæpt ár.
►UNG kona hefur kært
leigubilstjóra, sem ók henni,
fyrir að hafa nauðgað sér.
Rannsókn málsins stendur
yfir og hefur enginn verið
handtekinn vegna málsins.
Að sögn RLR er óijóst hvar
nauðgunin átti sér stað og
af hvaða stöð leigubiUinn er.
►HAGSTOFUSTJÓRI seg-
ir dæmi um að foreldrar
hafi aðstoðað börn sin við
að fá fölsuð persónuskilriki.
►ÍSLAND er eina landið í
Evrópu þar sem árlegum
fjölda alnæmistilfella miðað
við 100.000 íbúa hefur ekki
farið fjölgandi árlega, að
því er fram kemur í Lækna-
blaðinu. í árslok 1994 höfðu
79 karlar og 14 konur
greinst með alnæmisveir-
una hérlendis. Meðallíftími
eftir að alnæmi greindist
hjá smituðum var 22 mánuð-
ir.
► GUARNIERI-fiðla, sem
talin er á annað hundrað
milljóna króna virði, er í
eigu Ríkisútvarpsins. Meðal
hugmynda til að létta á
vanda stofnunarinnar er að
selja hana og önnur hljóð-
færi í eigu stofnunarinnar.
Trúnaður við heim-
ildarmenn virtur
HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um
að Agnesi Bragadóttur blaðamanni
sé skylt að svara spumingum RLR
um heimildarmenn að greinum sem
voru söguleg úttekt á uppgjöri við-
skipta Landsbanka íslands og Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga.
DNA-rannsókn úti-
lokar dæmdan mann
NIÐURSTÖÐUR DNA-rannsóknar
sem framkvæmd var í Noregi gefa,
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins, til kynna að útilokað sé að
sæði sem rannsakað var í tengslum
við nauðgunarmál hérlendis sé úr
breskum sjómanni sem dæmdur var
í héraðsdómi í 12 mánaða fangelsi
fyrir verknaðinn í desember.
Niðurstöðumar stangast á við ís-
lenska rannsókn, hina fyrstu sem
gerð var hérlendis í tengslum við
sakamál.
Verjandi mannsins, sem er í far-
banni hér á landi, segir að næstu
daga verði ákveðið hvort krafist verði
ómerkingar dómsins eða honum
áfrýjað.
Einkaréttur endan-
lega afnuminn?
BANDARÍKIN hafa í viðræðum við
íslensk stjómvöld um endurskoðun
tveggja ára gamals samkomulags um
vamarstöðina á Keflavíkurflugvelli
farið fram á að fyrirkomulagi verk-
töku á flugvellinum verði breytt,
framkvæmdir á vegum varnarliðsins
boðnar út og einkaréttur íslenskra
aðalverktaka á framkvæmdum þann-
ig endanlega afnuminn.
Gíslataka í Suður-
Rússlandi
TSJETSJENSKIR uppreisnarmenn
náðu á sitt vald allt að 2.000 manns á
sjúkrahúsi í bænum Kizlyar í sjálf-
stjómarlýðveldinu Dagestan í Suður-
Rússlandi fyrr í vikunni. Hótuðu þeir
að drepa allt fólkið ef Rússar færu
ekki með her sinn frá Tsjetsjníju en
slepptu síðan flestum og héldu af stað
í átt til Tsjetsjníju á nokkmm bílaflota.
Voru þeir með rúmlega 100 gísla og
voru í gær staddir í bænum Pev-
romajskaja. Þar höfðu rússneskir her-
menn umkringt þá og var óttast, að
til blóðugs uppgjörs kæmi milli þeirra
og uppreisnarmanna. Stóðu yfir við-
ræður við þá en ekkert benti til, að
samningar væra á næsta leiti. Skæra-
liðar höfðu fallið frá pólitískum kröfum
en kröfðust þess, að stjómmálamenn,
erlendir blaðamenn og fulltrúar hjálp-
arstofnana kæmu í stað gíslanna og
tryggðu þeim undankomu til
Tsjetsjníju. Fréttir vora um, að tsjetsj-
enskir skæruliðar væra famir að fjöl-
menna við landamæri Tsjetsjníju og
Dagestans og ollu þær mikilli skelfíngu
meðal fólks á þessum slóðum. Hafði
eitt þorp verið yfirgefið af þessum sök-
um.
Mitterrand borinn
til grafar
FRANCOIS Mitterrand, fyrrverandi
forseti Frakklands, lést á mánudag og
var borinn til graf-
ar á fimmtudag í
fæðingarbæ sínum,
Jamac. Vora að-
eins fjölskyida hans
og nánustu ástvinir
viðstödd útförina
en við minningarat-
höfn í Vorrar frúar
kirkju í París voru
65 þjóðhöfðíngjar
og forsætisráðherr-
ar. Þjóðarsorg var
í Frakklandi og
hefur Mitterrands víða verið minnst
sem eins merkasta stjómmálamanns í
Evrópu á þessari öld.
Francois
Mitterrand
►FLUTNINGAVÉL hrap-
aði til jarðar á markaðstorgi
i Kinshasa í Zaire á mánu-
dag og fórust að minnsta
kosti 350 manns, aðallega
konur og börn. Talið er, að
vélin, sem var rússnesk af
gerðinni Antonov, hafí verið
ofhlaðin. Flestir flugliðarn-
ir komust af og varð lög-
regla að gæta þeirra fyrir
reiðu fólki.
►BORÍS Jeltsín, forseti
Rússlands, skipaði á þriðju-
dag Jevgeny Prímakov ut-
anríkisráðherra landsins í
stað Andreis Kozyrevs.
Prímakov er sérfræðingur
í málefnum Mið-Austurland
og var yfirmaður leyniþjón-
ustunnar erlendis í tíð Mík-
hails Gorbatsjovs eftir að
KGB var leyst upp. Oddvit-
ar kommúnista og þjóernis-
sinna hafa fagnað skipan
hans.
►NÝJAR upplýsingar
benda tfl, að Hillary Clinton,
eiginkona Bills Clintons
Bandaríkjaforseta, hafi
komið meira við sögu í svo-
kölluðu Whitewater- og
Travelgate-máli en hún hef-
ur viljað viðurkenna. Koma
þau tíðindi sér afar illa fyr-
ir forsetafrúna og Clinton á
kosningaári auk þess sem
Clinton stendur í ströngu
vegna málshöfðunar konu
nokkurrar, sem sakar hann
um kynferðislega áreitni.
►LEIÐTOGAR Bosníu-
Serba ákváðu í fyrradag að
fresta því að hvetja serbn-
eska íbúa Sarajevo til að
flýja þaðan. Féllust þeir á
það fyrir orð Carls Bildts
og eftir fund hans með
Momcilo Krajisniks, forseta
þings Bosníu-Serba.
FRETTIR
Athugasemdir Ríkisendurskoðunar koma Landsvirkjun á óvart
Skilmálar víkjandi lána
skýra engar afborganir
SKILMÁLAR víkjandi lána til
Landsvirkjunar vegna Sigöldu og
Búrfellsvirkjunar eru að sögn for-
stjóra með þeim hætti að ekki ber
að greiða af þeim afborganir og
vexti fyrr en afkoma fyrirtækisins
leyfír, miðað við ákveðnar lág-
markskröfur um afkomu og að
teknu tilliti til greiðslna af öðrum
lánum fyritækisins.
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir það koma sér
á óvart að Ríkisendurskoðun birti
upplýsingar athugasemdalaust sem
gefi í skyn að þessi lán séu í van-
skilum, þar sem fyrrgeind ákvæði
séu skjalfest í samningum.
„Ekki þarf að greiða vexti og
afborganir fyrr en greiðsluafgang-
ur, þegar búið er að borga vexti
og afborganir af öðrum lánum og
annan rekstrarkostnað, skilar ein-
hverju upp í greiðsluskyldu. Þessum
skilyrðum hefur enn ekki verið full-
nægt og því hefur ekki enn komið
til greiðsluskyldu, heldur hafa þessi
lán verið hækkuð árlega um áfallna
vexti í samræmi við lánssamninga
ríkissjóðs og Landsvirkjunar. Við
förum því ekki að borga af þessum
lánum fyrr en við högnumst svo
um munar,“ segir Halldór.
Um er að ræða lán frá 1972 og
1974 sem nú eru samtals rúmlega
2,7 milljarðar króna.
Fyrirkomulag hagstætt
Landsvirlqun
Halldór segir jafnframt að vantald-
ir vextir að upphæð um 360 milljón-
ir króna vegna þessara lána séu
einungis vantaldir hjá ríkissjóði en
ekki hjá Landsvirkjun.
„Óneitanlega hefur þetta fyrir-
komulag þróast okkur í vil en Lána-
sýsla ríkisins hefur ámálgað það
við okkur upp á síðkastið hvemig
fara skuli með málið, en við eigum
eftir að sjá fyrir endann á þeim
viðræðum,“ segir hann. Hann
kveðst telja líklegt að verði þessu
fyrirkomulagi breytt, yrði það gert
á þann hátt að þessum víkjandi lán-
um yrði breytt í langtímalán sem
yrðu afborgunarlaus í nokkur ár
en síðan greidd á t.d. 15 árum með
fastbundnum afborgunum og vöxt-
um.
Halldór segir að lán upp á 138
milljónir króna með áföllnum vöxt-
um vegna Laxárvirkjunar sé Lands-
virkjun óviðkomandi, þar sem það
hafí ekki verið hluti af yfírtöku fyr-
irtækisins á virkjuninni árið 1983.
„Hefði þetta lán verði hluti af þeim
skuldum sem fylgdu Laxándrkjun
er hún sameinaðist Landsvirkjun,
hefði það raskað eignarhlutföllum
eignaraðila Landsvirkjunar frá því
sem tók gildi 1. júlí 1983 að öðru
óbreyttu," segir hann.
Framkvæmdalán
verða óþörf í ár
ÁÆTLAÐUR rekstrarhalli Lands-
virkjunar nemur 174 milljónum
króna í ár samkvæmt endurskoð-
aðri áætlun, en í desember sl. var
áætlað að rekstrarhallinn næmi 242
milljónum króna. Halldór Jónatans-
son, forstjóri Landsvirkjunar, segir
breytingar á gengi dollarans skýra
þessa breyttu niðurstöðu.
Lækkuðu skuldir um tvo
milljarða
Áætlunin gerir ráð fyrir að
greiðsluafgangur fyrirtækisins
nemi 1.963 milljónum króna, en að
fjárfestingar nemi 1.712 milljónum.
Um 250 milljónir renna til greiðslu
afborgana af lánum öðrum en víkj-
andi lánum frá ríki vegna Sigöldu
og Búrfellsvirkjunar.
„Ef fer sem horfír getum við fjár-
magnað allar okkar framkvæmdir
og rannsóknir á þessu ári án þess
að taka lán,“ segir Halldór.
„Framkvæmdir vora miklu minni
á síðasta ári og þá notuðum við
greiðsluafgang þess árs til að lækka
skuldir um tvo milljarða króna. En
í ár munum við greiða skuldir minna
niður vegna aukinna framkvæmda.
Við munum því einungis þurfa lán
til að endurfjármagna eldri lán, í
því skyni að jafna greiðslubyrðina,
sem er alvanalegt í öllum rekstri."
Slökkvibíll Brunavarna Amessýslu bræddi úr sér
, , Morgunblaðið/Sig. Jðns.
KRISTJÁN Einarsson, slökkviliðssljóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, við slökkvibílinn sem er úr leik.
Selfossi. Morgunblaðið.
HJÁ slökkviliði Brunavarna Ár-
nessýslu er unnið að því að fá
lánaðan slökkvibíl frá Keflavík-
urflugvelli á meðan unnið er að
viðgerð á slökkvibílnum sem
bræddi úr sér á dögunum.
Lánsbíll gefur slökkviliðinu
einnig tóm til að íhuga vel útveg-
un nýs eða nýrri bíls. Bíllinn sem
bræddi úr sér er 1974 árgerð
af Benz og var áður mjólkurbíll
til margra ára. Hann er með
uppgerða vél sem er um 170
hestöfl en mikið er hlaðið á bíl-
inn og hann þolir ekki álagið.
Tækjabúnaður slökkviliðsins er
ny'ög í eldri kantinum að sögn
slökkviliðsmanna.
Reynt að fá
slökkvibíl
frá Kefla-
víkurvelli
Mikil þörf er á alhliða slökkvi-
bíl til Brunavarna Árnesinga
með um 5 þúsund lítra af vatni
og sterka háþrýstidælu og því
sem fylgir til að geta starfað
sem sjálfstæð björgunareining í
fyrsta útkalli. Slíkur bíll kostar
um 20 milljónir nýr. Missir
gamla bílsins veikir stöðu
slökkviliðsins og gerir liðinu
erfiðara fyrir. Til að mæta þessu
hefur verið stokkað upp í tækja-
búnaði liðsins og samstarf er við
slökkviliðin í Hveragerði og i
Reykjavík. En þrátt fyrir það
kemur ekkert í staðinn fyrir
slökkvibíl á staðnum þegar út-
kall er.
Brunavarnir Árnessýslu eru
eign 11 sveitarfélaga og á svæði
þeirra búa 6.300 manns.
Slökkviliðsmenn leggja áherslu
á að á svæðinu er einnig stærsta
sumarbústaðabyggð landsins.