Morgunblaðið - 14.01.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 14.01.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 19 landgræðslusvæði sýnd. Það er alveg ljóst að þörfin fyrir heildar- úttekt af þessu tagi er fyrir löngu tímabær, því þeim sem sækja á þetta landsvæði hefur fjölgað mik- ið og fjölgar enn.“ En hvað með úrskurði dómstóla í seinni tíð, t.d. þar sem Lands- virkjun hafði betur gegn sveitarfé- lagi vegna veiðiréttinda í uppi- stöðulónum Blönduvirkjunar, hafa slíkir úrskurðir einhvetja þýðingu þegar hálendið er skipulagt með þessum hætti og breytast á ein- hvem hátt hugtökin afréttur og almenningur? „í sjálfu sér hafa þessir úr- skurðir ekki áhrif á landnotkunar- stefnu eða eignarhaldið yfír höf- uð. Þeir hafa frekar áhrif í þá veru hvort Landsvirkjun, í þessu tilviki, á að borga einhverjum eitt- hvað eða ekki. Hugtökin halda sér en í drögunum sem nú hafa verið lögð fram er lögð til aukin vernd og friðun, t.d. minni beit. Hitt er svo annað mál, að það er ekki okkar að koma á boðum og bönn- um. Þetta eru bara skipulags- drög,“ segir Stefán. Margir koma að málinu Það er óhætt að segja að skipu- lagning hálendisins er stórmál og koma að því fjölmargir aðilar. Haldnir hafa verið íjölmargir fundir og á þá hafa mætt fulltrú- ar landeigenda, sveitarstjórna, upprekstrarfélaga, vegagerðar- innar, náttúruverndarnefnda, skipulagsnefnda, ferðamálafull- trúar o.m.fl. Þá háfa ráðgjafar haldið sér- staka fundi m'eð samvinnunefnd um svæðisskipulag í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar og með ráðg- jöfum samvinnunefndar um svæð- isskipuíag Skagafjarðar. Aðrir sem hafa komið að fundum og viðræðum eru Þjóðminjasafn ís- lands, Landmælingar íslands, veiðistjóri og veiðimálastjóri og fleiri stofnanir. Félagasamtök og hópar hafa einnig komið við sögu, kynningar og fundir hafa verið háldin með Landvarðafélagi íslands, Ferða- klúbbinum 4x4, Ferðafélagi ís- lands, Félagi íslenskra ferðaskrif- stofa, skotveiðimönnum og upp- rekstrarfélögum, auk þess sem Landssamband stangaveiðiféiaga hefur ritað bréf og minnt á tilvist sína. En telur Stefán að verkefnið sé í góðum farvegi? „Já, það tel ég. Geysileg vinna hefur farið fram og mikið er enn ógert og segja má að núna komi hinn raunverulegi ágreiningur fyrst í ljós, þegar þarf að fara að taka ákvarðanir og marka stefn- ur. Þá er hætt við að einhveijir verði óánægðir og er það miður. Hins vegar er þetta verkefni af þvílíkri stærðargráðu að það er nánast óhugsandi að allir geti staðið uppi fullkomlega sáttir." Stefán heldur áfram: „Og vegna þessara orða er rétt að ég árétti það sem ég sagði áðan, þrátt fyrir að talað hafi verið við fjöl- marga aðila, heyrist það samt utan úr þjóðfélaginu að í ýmsum hornum séu menn farnir að skjáifa, algerlega sannfærðir um að nú eigi að valta yfir þá og þeirra hagsmuni. Þetta er eins rangt og hugsast getur. Allir mega segja sitt, öllu verður sinnt og menn hafa enn nægan tíma til þess að láta í sér heyra. í grund- vallaratriðum er þetta land þar sem enginn býr og það eiga allir að geta nýtt svæðið á einn veg eða annan, kjósi þeir það á annað borð.“ En hvað tekur svo við eftir að ráðherra hefur fengið skipulagið í hendurnar, allt klappað og klárt úr höndum þeirra sem nú vinna að málinu? „Þá hefst framkvæmdaþáttur- inn. Þá reynir á hversu vel menn hafa unnið sína heimavinnu og að hve miklu leyti skipulagið stenst þær kröfur sem menn munu gera til þess. Það verður einfald- lega að bíða átekta og vona það besta,“ eru lokaorð Stefáns Thors hjá Skipulagi ríkisins. heldur utan um, en það var lands- lagsarkítektastofan Landmótun sem hreppti verkið fyrir 26 millj- ónir króna. Áætlað er að verkið muni kosta í heild 30 milljónir sem greiðast að þremur fjórðu hlutum af ríkinu, en einum fjórða hluta af héraðsnefndunum. Fyrsti fund- ur samvinnunefndarinnar var haldinn í ársbyijun 1994 og er áætlað að starfslok hennar verði í árslok á næsta ári. Alvaran... Stefán Thors segir að nú megi heita að umræðan fari af stað fyrir alvöru og því fari fjarri sem heyrst hafi úr ýmsum hornum að verið sé að vaða áfram og valta yfir ýmsa hópa sem vildu láta málið sig varða. Má þar nefna ferðafélög á borð við Ferðaklúbb- inn 4x4, skot- og stangaveiði- menn o.fl., en geysilegur fjöldi fulltrúa þeirra eru þéttbýlisbúar sem nýta hálendið á sinn hátt og álíta að þeir hafi jafnan rétt og bændur til að nytja almenninga og afrétti. „Það hefur verið auglýst eftir tillögum og reiknað með því að notendur nýti sér það til að benda á hagsmunamál sín. Góð svörun hefur verið og við höfum rætt við, fundað og skrifast á við fjölda stofnana, félaga og einstaklinga. Þó að mikil vinna sé eftir er þó alveg ljðst að svo viðamikið og flókið er viðfangsefnið að menn verða seint sammála um alla hluti. Nýtingarsjónarmiðin, s.s. í orkugeiranum, eru til dæmis við- kvæm. Á bráðabirgðakortinu má nefna að merkt eru inn uppistöðul- ón í Arnardal og Eyjabökkum á Norðausturhálendinu. í skipulagi Landsvirkjunar er gert ráð fyrir virkjunum sem hefðu í för með sér uppistöðulón á þessum svæð- um, en þau eru geysilega viðkvæm með merkilegu lífríki og því ekki ljóst hvað verður. Það má segja að þau svæði séu í uppnámi. Hér er um að ræða að sýna á Morgunblaðið/RAX uppdrætti og í greinargerð heildarstefnu til 20 ára, til ársins 2015 (vinna hófst 1995), um alla landnotkun á miðhálendinu. Þegar fyrir liggur samþykkt svæðis- skipulag af miðhálendinu, er gert ráð fyrir að framkvæmd þess verði í höndum viðkomandi sveitarfé- laga, þannig að hálendisskipulagið sé rökrétt framhald af svæðis- og aðalskipulagi í byggð. Gert er ráð fyrir að skipulagið verði endur- skoðað þegar og ef forsendur þess breytast," segir Stefán. En hver eru meginmarkmiðin? Er til dæmis eitthvað tekið á því sem kallað hefur verið eignarhald á hálendinu? „Eignarhaldið er ekki til neinn- ar umfjöllunar. Landnotkunin er það sem málið snýst um og er verið að leita eftir ákveðinni mál- amiðlun milli ýtrustu krafna not- enda og ýtrustu krafna verndun- arsjónarmiða," svarar Stefán og heldur svo áfram: „Þau meginmarkmið sem höfð eru að leiðarljósi í þessari skipu- lagsgerð eru í fyrsta lagi, að heildarstefna verði mörkuð í leyfi- sveitingum fyrir mannvirkjagerð á hálendinu og áhrif hennar á umhverfið jafnan metin. í öðru lagi að landslag og ásýnd svæðisins verði varðveitt sem best, þar með talið gróður og líf- ríki, náttúru- og menningarminj- ar. í þriðja lagi að vegakerfið verði skilgreint og lagfært og reynt að koma í veg fyrir akstur utan vega. í fjórða lagi að sýnd verði virkj- unarsvæði og land það sem ætlað er undir uppistöðulón og línulagn- ir í framtíðinni. í fimmta lagi að ferðamál á hálendinu verði skilgreind, há- lendismiðstöðvum og þyrpingum fjallaskála valin svæði og aðstaða ferðamanna bætt. í sjötta lagi að skipulagi verði komið á sorp- og frárennslismál og loks í sjöunda lagi að náttúru- verndarsvæði verði skilgreind og staðgreitt staðgreitt ÞYSK HAPÆtíA INVÖRP LOEWE Profile 870 Nicam 28" Fullkomin fjarstýring meS öllum aSgerSum á skjá. Myndlampi (Super Black Line). Flatur skjár - Beint inntengi (SCHART) sem gerir mynd frá myndbandstæki eSa afruglara mun skárpari. - Hljóðmagnari Nicam víðóma (STEREO) 2 x 25 W.v Textavarp Tveir innbyggðir hátalanar eru í tækinu. Afborgunarverb kr.J21.666,- --------------------- ORION VH-1105 Tveggja hausa myndbandstæki Fjarstýring með aðgerðaupplýsingum Scart inntenging • „ShowView" búnaður sem breytir upptökutíma ef breyting verður á dagskrá Sjálfvirk hreinsun á myndhaus. Afborgunarverb kr. 41.000. 69.900 staögreitt Fullkomin fjarstýring meðB öllum aðgerðum á skjá. íslenskt textavarp • Myndllampi (BLACK MATRIX) fiatur skjár. Hljóðmagnari Nicam víðóma i (STERÍÓ) 2x15W eða 30W. Tveir hátalarar eru i tækinu. Hægt er að tengja auka hátalarasett við tækið. Beint inntengi (SCART) sem gerir mynd frá myndbandstæki og/eða afruglara mun skarpari. Afborgunarverb kr. 77.666,- EUR0 ogVISA raðgreiðslur BRÆÐURNIR Dl ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umboösmenn um alll land Reykjavík: Heimskringlan, Kringlunni.Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kt. Borgtirðinga, Borgarnesi.Blómstun/ellir, Hellissandi. Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvtk.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Skagfirðingabúð.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavik. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstððum. Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Ánrirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshðfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavfk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.