Morgunblaðið - 14.01.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.01.1996, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRYNJAR Karlsson eðlisfræðingur. HVAÐ DREYMIR FÓSTUR? Við háskólasjúkrahúsið í Tours í Frakklandi er Brynj- ar Karlsson eðlisfræðingur að leggja lokahönd á dokt- orsverkefni sitt sem felst í því að nota sérþekkingu sína í hátíðnihljóðum og vinnslu upplýsinganna sem þau veita, til að smíða mælitæki sem gerir læknum mögulegt að fá meiri upplýsingar um ástand bama ------------—---------- í móðurkviði. I samtali við Karl Pétur Jónsson lýsir Biynjar þessum rannsóknum sínum og gildi þeirra. FRANSKA borgin To- urs er byggð á bakka árinnar Loire (Leiru) og meðfram henni hefur um aldir legið fjölfarinn vegur frá austri til vesturs. Er Loire var brúuð mynduðust krossgötur sem eru ástæðan fyrir vexti og við- gangi borgarinnar. Á miðöldum var borgin mikil kirkjumiðstöð og fjölsótt af pílagrímum. Þá voru reistar margar veglegar kirkjur og dregur borgin nafn sitt af fimm þeirra. Á 17. öld var sameiginleg mynt- eining allrar Evrópu ekki farin að koma til tals og voru þá tvær myntir teknar gildar um gjörvallt Frakkland. Önnur var slegin í myntsláttu konungs í París, hin var slegin í lítilli mynsláttu rue de Monnay (Peningagötu) í Tours. í húsi þessarar myntsláttu býr nú eðlisfræðingurinn Brynjar Karls- son sem er að smíða tæki sem kemur meðal annars til með að hjálpa læknum og sálfræðingum að svara spumingunni hér að ofan, hvað dreymir fóstur? íbúðin í gömlu myntsláttunni sem Brynjar Karlsson býr í minnir helst á kirkju. Veggirnir eru úr gulbrúnum sandsteini og loftið helst á sínum stað fyrir tilstuðlan trésperra sem eru hver um sig ríflega hálfur metri í þvermál. Það er skemmtileg þversögn að á öldnu skrifborði í öldnu húsi ligg- ur nýjasta tegund af fistölvu sem að sögn Brynjars inniheldur allar rannsóknir hans. Brynjar er að leggja lokahönd á doktorsverkefni sitt, sem unnið er í samstarfi við háskólasjúkrahúsið í Tours, undir stjórn heimsfrægs eðlisfræðings og læknis, professor Pourcelot. En í hverju er verkefni hans fólg- ið? „Grunnhugmyndin á bak við verkefnið er að læknar hafa tekið eftir því að fóstur sem þjást af hættulegum sjúkdómum, sem oft lýsa sér með súrefnisskorti og/eða vaxtartöfum, hreyfa sig minna og öðruvísi en heilbrigð fóstur. Það gera fullorðnir einnig. Ekki þarf að fjölyrða um hve alvarlegar af- leiðingar súrefnisskortur getur haft á fóstur. Fóstur eru mjög sérstakir sjúklingar. Það er eins og fæðingalæknar séu að með- höndla mállausan sjúkling í gegn- um síma. Þeir geta ekki spurt, ekki þuklað, ekki horft á hreyf- ingar og litaraft, ekki tekið blóð- þrýsting og svo framvegis. Hjart- sláttur og ógreinilegar svarthvít- ar myndir eru einu gögnin sem þeir hafa í höndunum. Þá vantar upplýsingar til að vita hvaða með- höndlun fóstrið á að fá. Ég sem eðlisfræðingur sérhæfður í há- tíðnihljóðum og vinnslu upplýs- inganna sem þau veita, get komið þeim til hjálpar með því að smíða mælitæki sem gerir þeim mögu- legt að fá meiri upplýsingar um þennan ósnertanlega, mállausa sjúkling en áður hefur verið mögulegt. Það geri ég með því að beina hátíðnihljóðum á fóstrið. Smá- vægileg breyting á tíðni endurk- asts hljóðmerkisins verður þegar fóstrið hreyfir sig. Tíðnibreyting- unni er hægt að breyta í heyran- legt hljóð sem hefur að geyma ýmsar upplýsingar varðandi hreyf- inguna, eins og hraða hennar og lengd. Merkin sem þannig fást eru jafnóðum sett á stafrænt form. Tölvan tekur svo við og vinnur úr merkjunum. Þetta er eitt það flóknasta við verkefnið, að vinna úr merkinu og setja fram þær upplýsingar sem máli skipta.“ / hveiju er tækið frábrugðið tækjum sem fyrir eru á markaðn- um? „Það er ekki til neitt tæki á markaðnum sem gerir þetta sama. Tækið er framhaldið á þróun tækja til að fylgjast með fóstrum. Þau tæki sem til eru á markaðnum fylgjast eingöngu með hjartslætti og hríðum. Það hefur skilað góðum árangri í fæðingum að fylgjast einungis með þessum mælistærð- um. Ymislegt getur komið upp á í fæðingu og þá er mest hætta á að snögglega fari ástandi fósturs- ins að hraka, til dæmis ef nafla- strengurinn klemmist. Hinsvegar sýna þessar mælistærðir tiltölu- lega seint hvenær súrefnisskortur eða önnur viðvarandi vandkvæði fara að setja fóstrið í hættu, eigin- lega ekki fyrr en í óefni er komið. Þessa mæliaðferð er því varla hægt að nota til að fylgjast með fóstrum sem grunur leikur á að eigi við vandkvæði að stríða, súr- efnis- eða næringarskort. Þessi aðferð er hinsvegar mikið notuð vegna þess hversu handhæg hún er og auðveld í framkvæmd með þeim tækjum sem til eru. Aðrar aðferðir sem ganga út á að skoða hreyfingar fóstra með ómsjá (són- ar) í allt að klukkutíma hafa gefið miklu betri niðurstöður en eru lítið sem ekkert notaðar vegna hversu flóknar, tímafrekar og dýrar þær eru. Mitt tæki á að sameina kost- ina við báðar þessar aðferðir. Tækið er mjög einfalt í notkun og gefur mun betri niðurstöður en fyrri aðferðin." Hverju mun það breyta fyrir öryggi mæðra og barna? „Greining á meini sem hijáir ófætt bam eða móður þess getur átt sér stað fyrr og fóstri sem þjá- ist í móðurkviði er hugsanlega hægt að bjarga ef gerður er keisa- raskurður eða fæðingu komið af stað þegar krankleikinn hefur verð greindur. Hins vegar er verið að búa til fyrirbura með því að grípa inn í meðgönguna. Vandamálið sem fæðingarlæknir stendur frammi fyrir er einfaldlega, hve- nær er best að ég grípi inn í? Hvenær er barnið betur sett sem fyrirburi og hvenær er betra að það fái að vera áfram í sínu nátt- úrulega en hættulega umhverfi þar sem sjaldnast er hægt að koma því til hjálpar? Ég hef kynnst nokkrum fæð- ingalæknum. Þeir eru oftast bros- andi þar sem starf þeirra gengur oftast snurðulítið fyrir sig. Það er harla fátítt að þeir missi sjúkling. Brosin hverfa þó af andlitum þeirra þegar þeir vita af því að sjúklingur þeirra, fóstrið, er í hættu en þeir eiga í erfiðleikum með að vita hversu alvarlegt ástand þess er. Tækið mitt á að gera þeim það kleift, með tiltölu- lega einföldum og ódýrum hætti, að meta hvort fóstrið er veikt og þá hversu veikt og hvort borgi sig að bíða eða að koma fæðingu af stað.“ Hvaða markaðsmöguleika á tækið þitt? „Það er varla á færi neima stærstu stórfyrirtækja að gera þær rannsóknir sem þarf til að koma tækinu á markað. Eina leið- in sem ég sá til að gera þetta, án þess hreinlega að gefa stórfyrir- tæki hugmyndina, var að sækja um styrk til ESB. Ég kom á sam- vinnu milli fimm spítala og þriggja rannsóknarstofnana í fimm lönd- um til að sækja um þennan þróun- arstyrk. Þarna er um að ræða aðila frá Svíþjóð, Hollandi, Kanada, Frakklandi og vitanlega íslandi. Þórður Helgason, deildarstjóri á eðlisfræði- og tæknideild Landspítalans, og Reynir Tómas Geirsson, prófessor á kvennadeild sama spítala, eru mínir samstarfs- aðilar heima. Hugmyndin að styrkumsókninni fæddist eiginlega á Landspítalanum í samtölum mín- um við þá. Umsókn okkar til Evr- ópubandalagsins hljóðaði upp á um það bil 80 milljónir, en fór ekki í gegn í fyrstu umferð vegna smávægilegra formgalla, en við sækjum auðvitað um aftur á næsta ári. Það er nú víst svona sem þetta gengur fyrir sig, maður sækir um aftur og aftur þar til maður fær styrkinn, eða gefst upp sem ég ætla ekki að gera!“ En hvað er hægt að fá miklar upplýsingar með tækinu, er til dæmis hægt að sjá hvort fóstrið er vakandi eða sofandi? „Sveiflur sem minna á svefn og vöku byija_ snemma að þróast hjá fóstrum. Á sjöunda mánuði má segja að hegðunarmynstrið sé far- ið að líkjast því sem gerist hjá smábörnum nema hvað heill hring- ur svefns og vöku tekur heldur skemmri tíma eða um eina klukku- stund. Fóstur eru oft miklu fjör- ugri á kvöldin, um það eru flestar verðandi mæður sammála. Á mælingum mínum má auðveldlega sjá þegar fóstrið vaknar og sofn- ar. Auk þess má sjá lítil tímabil í svefninum þar sem meira er um hreyfingar og hjartsláttur eykst. Það er ljóst að þessi tímabil sam- svara draumsvefni þar sem hraðar augnhreyfingar eða REM (Rapid Eye Movements) eiga sér stað. Ég get fullyrt að fóstur hafa öll ytri einkenni þess að þau dreymi og sennilega gera þau það. En hvað dreymir þau? Það er stóra spurningin. Ég velti þessu oft fyr- ir mér en ég verð að eftirláta öðr- um að rannsaka málið. Líklegt er að tækið mitt geti hjálpað þeim að komast að því.“ Hvers vegna hreyfa fóstur sig? „Það mætti snúa þessari spurn- ingu við. Hvað gerist ef fóstur hreyfir sig ekki? Svarið er; það sama og gerist ef að fullorðinn eða barn hreyfir sig ekki. Þau bíða skaða af í liðamótum, vöðvum og blóðrás. Þau eru líka að æfa sig fyrir lífið, maður sér oft fóstur anda legvatni, hiksta og sjúga á sér þumalinn. Sumir þeirra sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.