Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 21

Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 21 skoða oft fóstur með ómsjá halda því fram að þau viti miklu betur hvað þau eru að gera í móðurkviði en eftir að þau eru fædd.“ En af hveiju er eðlisfræðingur að rannsaka fóstur? „Ég er ekki að rannsaka fóstur. Ég er að nýta vísindalega og tæknilega þekkingu til að aðrir geti rannasakað fóstur. Til að sinna því þarf ég að geta sett mig í spor þeirra sem slíkt gera. Þetta eru svokallaðar þverfaglegar rannsóknir. Við erum búnir að tala mikið saman um fóstur en rannsóknir á fóstrum eru markm- iðið og ástæðan fyrir verkefninu. Hinsvegar er margt annað sem kemur inn í það. Fyrir utan eðlis- fræði hátíðnihljóða þarf ég að sækja þekkingu úr rafmagnsverk- fræði, merkjafræði, tölvufræði, tölfræði, sálfræði og víðar. Það má líkja verkefninu við ferðalag um hin ýmsu héruð vísinda- og tæknilandsins með viðkomu í fæð- ingalækningahéraði læknisfræði- landsins. Sumir segja að flestir vísindamenn kafi djúpt í mjög ein- angruð atriði í fræðum sínum. Vita alltaf meira og meira um minna og minna þar til þeir vita næstum allt um hartnær ekki neitt. Þessu er öfugt farið um mig, ég reyni að vita sem mest um sem flest. Vonandi að ég endi ekki með að vita næstum ekkert um næstum allt.“ Ermikið um hindurvitni ogkerl- ingabækur í þessum fræðum? „Já, en það er erfitt að segja til hvað eru hindurvitni og hvað eru vísindi. Kunningi minn hefur sýnt fram á að bragð og lyktar- skyn þróast í móðurkviði og fylgir því sem mæðurnar borða. Ef mað- ur heyrði þetta í saumaklúbbi myndi maður ef til vill freistast til að kalla þetta kerlingabækur. Þessi kunningi minn bar karrý að vitum 30 nýfæddra bama ind- verskra mæðra og svo 30 bama af evrópskum uppruna. Ekkert indversku barnanna brást illa við en flest evrópsku bamanna. Hann hefur svo sýnt fram á að hægt er að stjórna fæðuvali lamba með því að sprauta bragðefnum í leg- vatn ánna. í þessum fræðum em skilin á milli harðra vísindalegra staðreynda og svokallaðra kerl- ingabóka fremur óljós.“ Hvernig er að búa og stunda nám í Frakklandi? „Ég er búinn að vera hér í fimm ár. Fyrst tvö og hálft ár í París og síðan hér í Tours. Það hefur gengið mjög vel. Ég ákvað snemma að sökkva mér niður í menningu innfæddra, svolítið eins og mannfræðingur sem býr í snjó- húsi og borðar selkjöt til að kynn- ast háttum inúíta. Ég hef stundað kaffihús, drukkið rauðvín, borðað osta og almennt reynt að iðka siði heimamanna. Ég held að þetta sé besta aðferðin til að ná tökum á tungumálinu, sem er ekkert ein- falt fyrir íslendinga. Fyrsta árið var erfítt að sækja fyrirlestra, dæmatíma og að taka próf á tungumáli sem er manni ekki full- komlega tamt. Það gekk erfiðlega en gekk samt og nú er ég búinn að kenna eðlisfræði á frönsku við háskólann hér í tvö ár. Ég ætlaði alltaf að skrifa doktorsritgerðina mína á ensku en vegna nýrrar malverndunarstefnu stjórnvalda fór héraðsstjórnin, sem hefur styrkt mig síðustu ár, fram á að ég skrifaði hana á frönsku. Þá er lítið gagn í rauðvíni og ostum því franskt ritmál er fjarlægt talaða málinu. Ég mátti því bíta á jaxlinn og skrifa þessar tvö hundruð síður á frönsku. Mér líkar ágætlega við Frakkana, þeir eru svolítið sérs- takir en þegar maður fer að skilja hvernig þeir hugsa hlutina breytist allt. Franskt orðatiltæki segir að skilja allt sé að fyrirgefa allt og ég held að gott sé að hafa það í huga í samskiptum fólks af ólíku þjóðerni.“ Utsala *hr ’frr 4* fttf ’Ht frð $ Persía ■ W *\ f Sérverslun /? 'V' C 1 /1 meöstöklepp' # t t l #, / Á. og mottur Suðurlandsbraut v/Faxafen - sími: 568 6999 MSíi E Heimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn spennandi ævintýri til þessa heiiiandi lands, sem nær frá Karíbahafínu til frumskóga Amazon og á margar fegurstu náttúruperlur heimsins. Dvölin skiptist á miiii höfuðborgar Venezuela, Caracas og periu Karíbahafsins, Margarita-eyjunnar, sem í dag er einn vinsælasti áfangastaður Karíbahafsins vegna einstaks loftslags, iágs verðiags og gullfaiiegra stranda. Margarita Kölluð perla Karíbahafsins. Kólumbus steig fyrstur Evrópumanna fæti á eyjuna og lagði liana undir Spán. Hún var miðstöð perluverslunar um aldir, sjóræningja og nú fcrðamanna. Hér getur þú valið um yfir 50 strendur til að njóta sólarinnar, farið í spennandi ferðir um eyjuna eða verslað í Porlamar, en Margarita-eyjan er öll frihöfn og því afar ódýrt að versla. Hótel Heimsferða, staðsett 2 km tyrir utan miðbæ Porlamar, öll herbergi með baði, sjónvarpi, síma og minibar. í hótelinu er veitingastaður, bar, verslanir og sundlaug. Caracas höfúðborg Venezuela og nútímalegasta borg Suður-Ameríku. í kjölfar olíuauðs Venezuela átti sér stað gífúrleg uppbygging á öllum sviðum og hér finnur þú stærstu verslunarklasa í S-Ameriku, spennandi söfn, leikliús, tónlist, veitinga- staði og næturlíf og fegurstu konur í heimi. Borgin er rík af sögu, var miðstöð sjálfstæðisbaráttu Suður-Ameriku gagnvart Spáni og hér er minningu sjálfstæðihetjunnar Símons Bolívars gert hátt undir liöfði. Spennandi kynnis- ferðir með fararstjóra Heimsferða. Ferðatilhögun Beint flug til Kanarieyja með Heimsferðum. Dvalið á Kanari frá miðvikudagskvöldi 21. feb. til tnánudags. Beint flug frá Kanarieyjum á mánudegi kl. 20.00. Dvalið í 14 nætur í Venezuela. Valkostur a) Dvöl á Margarita allan tímann. Valkostur b) Dvöl á Margarita fyrstu 4 dagana. Á fimmta degi farið rneð flugi til Caracas. Dvalið í 3 daga, 2 nætur í Caracas. Á sjöunda degi farið aftur til Margarita og dvalið til ijórtanda dags. Mánudagskvöldið þann 11. mars er flug aflur á miðnætti til Kanaríeyja, lent á Kanarí á hádegi þann 12. mars. 6 tíma flug. Haldið til íslands daginn eftir, 13. mars, með beinu flugi Heimsferða. Verð kr. 99.700 HEIMSFERÐIR M.v. 2 í herbergi. Aukagjald fyrir Caracas kr. 13.900. Aukagjald fyrir 5 kynnisferðir kr. 12.900. íslenskur fararstjóri: Þorsteinn Stephensen. Innifalið í verði er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar á íslandi og Spáni og íslensk fararstjóm. Forfallagjald kr. 1.200 ekki innifalið. Austurstræti 17,2. hæð. Sfmi 562 4600.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.