Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 28

Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 28
28 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ ÁTUMEIN EVRÓPU FYRIR skemmstu h'ættu að heyrast dag- lega fréttir af átökum með verkföllum milli stjómvalda og veru- legs hluta almennings í. Frakklandi. Þau stóðu mest um sam- qrátt ýmissar félags- legrar þjónustu, meir én um launakjör. Óvenju mikill styrkur samstöðu var í mót- mælunum, en ríkis- stjórnin þráaðist við, og einhvem veginn enduðu verkföllin með lítilli eftirgjöf hvors aðilja við annan. Það er, eiginlega, án niðurstöðu. Þarna er um að ræða ferli sem líklega heldur áfram, að eftir spörun þurfi að koma önnur spöran, og að á hinn bóginn haldi það, sem telst vera frumþarfír manns til að lifa Bæmilega lifandi lífi, áfram að vérða kostnaðarsamara að tiltölu við tekjurnar. Hví í ósköpunum? Það er vonandi að ómennskulegri firringu aldarinnar linni, svo að alþýða megi halda viti og siðferðis- þreki til að halda upp þeirri spurn- ingu og öðrum slíkum; að lýðræðið verði ekki að skel sýndarinnar tómri, skel sem búið er að éta inn- án úr. Þetta er í einu höfuðlandi auð- legðar og menningar í Vestur-Evr- ópu, og svipað hrærist eða kraumar undir yfirborði í öðram löndum; það gerir það einnig hér hjá okkur, og er víst ekki undarlegt. En að þeirri „heimfærslu", sem að ýmsu leyti hefði getað gert frönsku fréttimar og ýmsar aðrar evrópskar fréttir skiljanlegri en þéim hættir til að verða í fjölmiðlum okkar, hefur kveðið alltof lítið hjá þeim miðlum. Samhengisleysi einkennir fréttirn- ar sem regla og veldur óskiljanleika þeirra. Almenningur skilur ekki fréttimar, þótt hann skilji hvert orð í þeim. Þetta er versti hugsanlegi undirbúningur undir lýðræðislegar ákvarðanir á úrslitatímum eins og nú, þegar um er að tefla sjálft form fembúðar okkar við aðrar þjóðir. f'orysta íslendinga hefur nú um sinn lagt mikið kapp á að ýta við- miðunum okkar og þjóðfélagsgerð í átt til þess sem gerist í Vestur- Evrópu - telur að annars muni þjóðfélag okkar eigi fá staðist í peim heimi sem sé að verða - og ekki vantar að henni hafi orðið ágengt um þetta. Sú von, að mann- félag íslands gæti orðið betra en í þeim evrópskum grannlöndum, þar sem rótgróið ijómalið hafði haft allt hitt fólkið löngum að þrælum, við að vinna fyrir þeim máske 15 af hundraði sem ofan á flutu, af því að á Islandi var böl þessarar .^iéttaskiptingar ekki til fyrir, sú von er nú hverfandi eða horfin með þeirri „aðlögun“ sem hefur verið að eiga sér stað. Og þetta gerist á sama tíma og það er að verða æ ljósara að Evrópa er haldin alvar- legum sjúkleika1. Sýk- in hefur hvað eftir ann- að verið tekin til grein- ingar af framsýnum hagfræðingum og stjórnmálafræðingum. Allir vita af henni og fara um hana almenn- um orðum, en samt hegða menn sér eins og ættingjar sem koma sér hjá því að viður- kenna ástand ástvinar, læðast á tánum kring- um sjúkrabeðinn og gæta vandlega að öllu nema því sem eiginlega veldur sjúkdómnum. Þetta er sótt sem tærir fyrst innan úr þeim félagsvef, sem er félagslegt landslag og lífheimur starfandi fólks, en leggst síðan á æðarnar í blóðkerfum hvers konar viðlagahjálpar „af sveit“ þegar á bjátar. Eyðingarafl hennar er sprottið úr voldugri orkustöð - sem sumpart er ágirnd og sumpart ótti - og er hreyfill hugarfarsins hjá meirihluta sem uggir að sér, hjá kvíðafullri verzlunar- og iðnrek- endastétt og hjá bráðhræddum rík- isstjórnum, og kemur þeim til að vanrækja það sem fyrrum voru taldar skyldur þeirra. Sóttarinnar hefur tekið að gæta síðar á megin- landi Evrópu en vestan hafs, en vissulega er hún nú farin að heija víða um lönd hérna megin. Að nefna sýkinguna atvinnuleysi eða tala um afleiðingu af auknu frelsi í fjármálum er að láta fallast á hugtakakerfi sem þrengir og af- myndar það sem um er að ræða. Fyrirbærinu verður ekki lýst með því að benda á hópa af atvinnu- lausu fólki, heldur hljótum við að sjá í því þjóðskæða byltingu í mann- legri siðbreytni, sem snertir allt í lífinu, skólagöngu og menntun sem hjúskaparmál og fatnað. Hví er til að mynda allt fullt af hermanna- stígvélum og hnífum í tízkubúnaði ungmenna - og öðru delludóti til að reyna að lifa af einhvern surtar- loga sem yfir okkur gæti verið vofandi? - Öllu þessu fylgja hug- myndir um vargöld. Það er greini- legt, að nú tútna og eflast að áhrif- um goðsagnalegar hugmyndir um skiptingu fólks sem þjóða í sigur- vinnendur og sigraða, kúgendur og kúgaða, og sá sem ekki búi sig heppilega til bardagans upp á líf og dauða, og reynist öflugur, á honum muni troðið verða, og mun nú þykja og heita, að slíkt sé sjálf- sagt eða óhjákvæmilegt. .Það er ekki langt síðan einhver tölvu- fræðsluskóli í Reykjavík auglýsti utan á strætisvögnum eftir fólki sem ákveðið væri í að troða aðra undir og bauðst til að búa það undir slaginn. Því að þeir sem eru ákveðnir í að verða ofaná í slíku Forysta íslendinga hef- ur nú um sinn lagt mik- ið kapp á að ýta viðmið- unum okkar og þjóð- félagsgerð í átt til þess sem gerist í Yestur-Evr- ópu, skrifar Davíð Erl- ingsson. Þetta gerist á sama tíma og það er að verða æ ljósara að Evr- ópa er haldin alvarleg- um sjúkleika. samfélagi, þeir hljóta og að gera sér ljóst að til þess verði að troða á öðrum, og til aðstoðar verður þá það hugarfar, að þeir sem láti troða á sér séu ekki annars verðir en vera þrælar þeirra sem betur mega. Þetta er þjóðfélag skotgrafahern- aðar og gettóa þar sem þeir þjóðfé- lagshópar, sem eitthvað telja sig eiga, sýsla í rauninni aðeins við síngirnd þeirra hagsmuna. Sóttin birtist í þrepum sem era vel þekkt, en þó er sem þrepin elti hvert annað í hring, þannig að ekki er gott að segja hvert upphaf- ið sé. En nefna verður (1) sam- drátt þann í framboði atvinnu sem verður þegar fyrirtæki og stjórn- völd leita sér arðsins af því að varpa frá sér samfélagslegum ábyrgðar- hlutverkum sínum í víðum skiln- ingi; síðan verður bert (2) að án þess að auka skattheimtu er ekki hægt að standa undir stoðkerfun- um félagslegu; verður þá bráðlega komizt að þeirri ályktun og niður- stöðu (3) að sú aukning skatta sem til þyrfti sé pólitískur ógerningur. Við venjumst þessari runu svo mjög, að jafnvel þeir sem vilja af- neita henni eiga það til að ganga út frá henni sem eðlisbundinni á einhvern hátt. í fréttum víða um Norðurálfu er áheyrendum gefið undir fótinn að fírnast ögn yfir því að eftirlaun franskra ríkisstarfs- manna skuli vera heil 70% af launa- tekjunum eins og þær voru áður, að Frakkar skuli geta valið um lækna, og einnig um margvíslegar sjúkrastofnanir í héraðum sínum, sem heimamenn stjórna öllum, eða yfir því að franskar járnbrautir skuli enn bera samgöngur til margra ekki stórra staða vítt og þétt um landið. Þetta á nú að þykja fráleitt, jafnvel hlægilegt, og að því er látið liggja að við höfum betra lag á hlutunum annars staðar í álfunni. Andrúmsloftið er slíkt, að fáir spyija nú orðið beint, hví samfélög okkar þyki ekki lengur hafa efni á slíkum hlutum? Víst hljóta að verða breytingar á fyrirkomulagi velferð- armála. Slíkt er eðli þeirra, og sam- félög breytast. En almenn mót- mæli út af slíkum málum í Evrópu, eins og þau sem mest kvað nú að í Frakklandi, beinast - þegar annarlegum flokkadráttum sleppir - ekki gegn því að breyta velferð- arkerfum í sjálfu sér, heldur gegn þeirri sýndarviðgerð og blekkingu sem niðurskurðurinn er. Því að fyrsti niðurskurður verður aldrei sá síðasti. Ríkisstjórnir skera fyrst fitukeppi, en síðan vöðva og síðast skafa þær bein. En um leið og kostnaðarþunginn flyzt frá umönn- un til vörzlu og mannfélagið yfir- færist frá velferðarsamfélagi til lásalands, þá sparast miklu minna en forystan ætlaði. Við geramst þreytt á orðafarinu um ný niður- skurðar-átök í almenna geiranum. Því að það vill fara svo, að aftur komi til nýs afskurðar lífsgæða, jafnaðarlega, eins og menntageir- inn og heilbrigðisgeirinn á íslandi mega sanna. Fyrirtæki gera það sama þegar þau flytja vinnuna út úr nokkurn veginn reglubundinni starfsemi undir eigin stjórn út í frumskóg verkaútboða og verktakasamninga fyrir utan. Miðjubyggingin veiklast, hefur úr æ minna að spila, og stendur andspænis sívaxandi kröf- um sem hún getur ekki orðið við. Færri hafa atvinnu, eða atvinnan er orðin lélegri, og minni hjálp að hafa fyrir þá sem ekki hafa vinnu. Hvaða vit ætli geti verið í þessu? Sú aðferð að skera nærist af sjálfri sér, af- eða niðurskurður skapar þörfína fyrir meiri skurð. Hnarreistur hroki ríkisstjórna sem fara þessari viðgerð fram hvað eft- ir annað er í ætt við fullvissustolt þess skurðlæknis sem fremur sömu misheppnuðu aðgerðina hvað eftir annað að vandlega yfirlögðu ráði. Það sem þjóð á sameiginlega getur í slíku efni valdið úrslitum, það er að segja þegar niðurskurðarkutinn og megurðarólin fara að skerast inn í hold þeirra stofnana sem eiginlega hafa skapað þjóðríkin að skilningi nútímans, til að mynda pósts og síma, þjóðvega og samgangnakerf- is, almennrar skólamenntunar og lækningaþjónustu og heilsugæzlu. Fulltrúar allra þessara og þvílíkra stofnana voru margir úti á götum franskra borga í átökunum um daginn. Þeim sem starfa hjá og fyrir slíkar stofnanir er ljóst sögu- legt hlutverk þeirra í byggingu þjóðríkisins, og þeir vita að sveðjan tekur meira en aðeins starfsstöður eða eftirlaun. Enda þótt sjúkdómurinn sem við erum haldin standi ekki í eiginlegu sambandi við samevrópufyrirtækið, þá gerir samt annað hitt miklu verra í einu mikilsverðu atriði. í þýzka afbrigðinu af sjálfs- þægðarmenningunni gætir sérs- takrar óvildar gegn því, að aðrir Evrópumenn, minna aðhaldssamir í venjum sínum en Þjóðverjar, gætu valdið því að þýzkum auði yrði skipt upp, endurdreift. Ef til vill skiptir þetta meira máli en þeir erfiðu draumar sem sögnin segir að vitji Þjóðveija, um pen- inga í hjólbörum. Þeir óttast eins konar þjófnað eigna sinna, og þetta hefur vitanlega hert á þrýst- ingnum á aðrar ríkisstjórnir að skera burtu þá fjárnotkun sem lendir í halla, er stolinn tími og framtíðarskuld, ef við afborgan- irnar yrði staðið. Það er. bæði merkilegt og skiljanlegt, að það skyldi vera í Frakklandi sem átökin urðu um daginn. Þar er ógleymd hefð fyrir því að almenningur rísi líkamlega upp úr sætum sínum þegar hann veit það á sér, að ríkisstjórn hafi misst tökin á hlutverki sínu. Sú hefð er ekki lifandi víða. Það er fullmikill setningur og reglufesta á öllu í Þýzkalandi og Svíþjóð, of margt að þyrlast um hugarfarið hjá Spánveijum og á Ítalíu, alltof ríkt sinnuleysið í Bretlandi. Það sem gerðist í Frakklandi var það, að þar var brugðizt mannlega og mennilega við uppgjöf álfunnar, við skynjun þess að hana sé að reka hægt en viðnámslítið inn í verra aldarfar. Það var kraftur í þessu, og kjarasamtök einhuga, átaksvilji sem í sumum löndum virðist næstum ekki vera til lengur. Af slíkum fréttum kvikna bæði vonir og áhyggjur. Upprisna fólkið á torgunum býr ekki yfir lausnum vandamálanna, en það birti eftir- minnilega þá skoðun, sem á sér iOnur - konur - Karlmenn Hin vinsælu Venusarkvöid hefjast á ný fimmtudaginn 18. janúar. Kvenna- og biandaður hópur. Kennsla í sjálfsnuddi, handar-. höfuð-, axlar- og punktanuddi.. Sjálfsstyrking, tjáning og sjálfsögun. Innrihugar- og innsæisæfingar. Slökun og hugleiðsla. Leidbeinendur Þórgunna Þórarinsdóttir Upplýsingar og innritun á svæda-og nuddfræðingurog Heilsusetri Þórgunnu, Skúlagötu 26, Inga Bjarnason leikstjóri. sími 5624745 og 552 3132 á milli kl. 17 og 19 Davíð Erlingsson. fylgjendur um allt meginland álf- unnar og vonandi á eyjum og skög- um líka, að þær lausnir sem ríkis- stjórnirnar og efnahagsráðgjafa- skararnir bera fram á lífsvanda þjóðfélaga okkar eigi ekki við, heldur sé við því búið að þær geri vandann verri. í þessu er fólgin raunveruleg ógnun við Evrópu - og í annan stað við Evrópusam- bandið sem slíkt2. En einnig við íslenzka þjóðfélag- ið, eins og lesandi mun sjá um leið og hann hugsar með höfundi þessarar greinar um átökin í frönsku samfélagi nýverið, og lítur á þau, og sams kpnar vandræði i sumum efnum á íslandi, í víðara samhengi en í dagsfréttum er hér vant. Spyrja má, hvort gömul hugsun um gamla og lasna Norð- urálfu sé hér ekki að gera vart við sig í nýrri mynd. Vel má svo vera, en ekki er síður ástæða til að taka þeirri mynd alvarlega. Nú má vera, að eiginlegt frumkvæði í hagstjórnar- og framleiðslumál- um heimsins sé að hverfa undan Vesturlandamönnum og til Suð- austur-Asíuþjóða. Það er dálítið erfitt að henda reiður á slíkum meginatburði. En það er ekki óeðli- legt að veröldin gangist þannig til, - og vissulega er óhjákvæmi- legt að hnignun stafi af slíkri upp- dráttarsýki samfélaganna sem hér hefur verið leidd fyrir sjónir. Lesandi má ekki láta fara fram- hjá sér, að þótt torvelt geti verið að greina orsök veiklunar þessarar mjög nákvæmlega, má þó benda á nokkra orsakaþætti hennar með því að nefna: almenna siðgrófgun samfara upplausn trúarbragða, enn samfara ríkri raunhyggju. I annan stað í tengslum við þetta: sjálfsþægðina sem hefur guðinn Mig á stall í hofi lífs míns, og er sem slík meginaflvélin í stór- neyzlulífi framboðs og eftirspurn- ar. Hugsjón þessara trúarbragða svíkur, neyzlan færir ekki ham- ingju. En hún er í því eins og and- stæða hennar og samsvörun, nið- urskurðurinn (sem ráð við meini), að eins og græðgin „þarf“ meira, eins mun niðurskurðurinn kalla á annan afskurð. Hófleysa á báða bóga; hófleysið ef til vill orsök mikils af vandræðum okkar. Fáar þjóðir hafa verið jafn girih- keyptar fyrir ófagnaðarerindi sjálfsþægðarinnar og neyzlunnar og íslendingar og tekið það sér að hjarta og til sannarlegrar eftir- breytni sem lífsreglu. Má því alls ekki vænta þess, að þessi þjóð sleppi við uppdráttarsýkinguna. Öðru nær. Hún er hér sýnilega að verki við að blanda líf meini. ís- lendingar þurfa á stjórn að halda sem reynir af alvöru að gegna því hlutverki sem það er að vera ríkis- stjórn, en lítur ekki til ímyndaðra eða raunverulegra náttúrulögmála til þess að vinna stjórnarstörfin. Meðal fyrstu verkefna: Endur- skipting auðræðis til þess að reyna að hindra að þjóðin verði föst í skiptingu í ríkisfólk og erfiðisþý án möguleika á góðu lífi, með áhrifum lista og vísinda. Og al- menn fræðsla. Þar gæti komið fyrst áætlun um og tilraun til að gera hveijum venjulegum manni skiljanlegar þær fréttir sem ljós- vakamiðlarnir ausa yfir fólk og máli skipta. Mistakist hún, orka fréttirnar sem ekki skiljast til þess eins að auka fólki ugg og kviða og festa það í skotgröfunum and- spænis náunganum til þess að veija sitt með öllum ráðum. Því að ef mannlífið heldur lengi áfram að þróast í ófaraáttina, menningin leiðist með hörku yfir í slíkan skepnuskap, þá verður ekki auð- velt að endurreisa hana. 1. Frá aftanmálsgreinarmerkinu þessu og aftur til hins merkisins (2.) er grein þessi að talsverðu leyti tekin traustataki til fijáls- legrar endursagnar úr enska blaðinu Guard- ian Weekly 24. des. 1995, eftir grein sem þar er eftir Martin Woollacott og nefnist Wasting disease that hollows out Europe. Með kæru þakklæti. 2. Sjá aftanmgr. 1. Höfundur er dósent við Háskóln íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.