Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 34

Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 34
34 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ “1 GUNNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR i í > í i i i i i i i i i [ i > í í i i i i i f i ( ! { r i Gunnhildur Guðjónsdóttir, klæðskerameistari, var fædd að Gests- stöðum í Sanddal, Norðurárdals- hreppi, Mýrasýslu, 11. febrúar 1907. Hún lést á Borgar- spítalanum 7. þessa mánaðar. Foreldr- ar hennar voru Guðjón Guðmunds- son, bóndi á Gests- stöðum, fæddur að Uppsölum í Norður- árdal, og eiginkona hans, Guðrún Daðadóttir, fædd að Högnastöðum í Þverárhlíð. Systkini Gunnhildar voru: Guð- mundur, fæddur 27. júlí 1893, drukknaði frá Grindavík 8. apríl 1915, Elís Kristinn, fædd- ur 27. nóv. 1895, dáinn 18. desember sama ár, Elín Krist- ín, fædd 12. febrúar 1897, dáin 3. októ- ber 1922, Gunnar Daðmar, fæddur 7. september 1899, dáinn 5. janúar 1949, Hallvarður, fæddur 18. okt. 1901, dáinn 7. apríl 1903, Páll Jakob Blöndal, fæddur 22. nóvember 1904, dá- inn 14. okt. 1984, Þórdís Ingveldur, fædd 13. júlí 1909, er nú ein eftirlifandi systkinanna. Útför Gunnhildar verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, 15. janúar, og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞEGAR ég vil minnast Gunnhildar, föðursystur minnar, verður mér efst í huga, að þar sem hún fór var kona einbeitt og viljasterk er haslaði sér völl í lífinu ein og óstudd, átti sér ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum sem hún fór ekki í laun- kofa með. Eins og sést hér að ofan var hún úr stórum systkinahópi sem ekki náðu öll háum aldri. Er það vissulega einn vitnisburður um þá hörðu lífsbaráttu er á þeim tímum þurfti að heyja á kotbýli í afdölum uppi. Til frekari staðfestingar má koma fram að sameiginlegur fæð- ingarstaður okkar, Gestsstaðir, hef- ur nú verið í eyði í hálfa öld og Sanddalur í tvo áratugi. Augljóst var að þeirra þriggja systkinanna á Gestsstöðum, Gunn- hildar, Páls og Þórdísar, biðu ekki miklir möguleikar heimafyrir þegar Gunnar,- bróðir þeirra, staðfesti ráð sitt og tók við búi um 1930. Leið þeirra allra lá því til Reykjavíkur eins og margra ungra Borgfirðinga bæði fyrr og síðar. Þrátt fyrir að- steðjandi kreppu og atvinnuleysi á komandi árum fengu þau vinnu og náðu að koma sér bærilega fyrir eftir því sem þá gerðist. Páll varð er ár liðu fram velþekktur og um- svifamikill húsasmíðameistari í Reykjavík. Sér verka hans stað m. a. í Borgartúni 6, „Rúgbrauðsgerð- inni,“ og húsi skáldsins að Gljúfra- steini í Mosfellssveit. Systumar báð- ar fengu þegar frá leið vinnu við saumaskap og varð starfsdagur þeirra lengstur á þeim vettvangi. Auðsætt virðist mér að starfsvali þeirra hafi ráðið ættarfylgja sem tengst hefur mörgum forfeðrum og mæðram, að fólki því hafi verið gefn- ar hagar hendur. Skal í því sam- bandi getið þeirrar konu sem Gunn- hildur án efa var heitin eftir. Var það amma hennar í móðurætt, Gunn- hildur Jónsdóttir, sem fædd var 1824 en andaðist 30. janúar 1907. Aðal- heimild mín um hana er útfararræða þar sem presturinn lætur þess sér- staklega getið að hún hafi verið „.. . afkastamikil, vandvirk og lagin og svo vel vinnandi í höndunum að margt sem eftir hana lá af handa- vinnu þótti bera af öðra.“ Hafa skal þá í huga að hún missti föður sinn 10 ára gömul og varla hafa föður- lausu og fátæku stúlkubarni á þeim >u ‘ Vírkunámskiíð - áír Uebrúar FYRIR BYRJENDUR -Teppi 4x3 tímar. Kennt er einu sinni í viku, mánudaga eða miðvikudaga kl. 7.00-10.00 á kvöldin. Haegt er að velja um teppi með bjálkakofa (L- og Cabin) munstri, ástarhnút (Lovers Knot) og sól og skugga ((Sunshine and Shadow). Teppi eru öll unnin með skemmtilegri tækni með rúlluskera, reglustiku og skurðarmottu. FRAMHALDSNÁMSKEIÐ - 4 teppamunstur 4x3 tímar. Kennt er einu sinni í viku, fimmutdaga, kl. 7.00—10.00 á kvöldin. Aðferðir við eftirtalin munstur: Falinn brunnur (Hidden Wells), Ohio Star, tvöfaldur brúðarhringur (Double Weddingring) og ananas (Pinapple). Allar aðferðir kenndar (þ.e.a.s. ein hvert kvöld) og unnar á fljótlegan máta með skurðartækni í fyrirrúmi. DÚKKUGERÐ -RUGLAÐA RÚNA (NÝ DÚKKA) - 2x3 tímar. Kennt er 2 þriðjudagskvöld kl. 7.00—10.00. ELDHÚSHLUTIR - sem passa hver með öðrum. 4x3 tímar. Servéttubox, tehetta, hæna, pottaleppar, veggmynd, eldhúshandklæði o.fl. Kennt er 4 fimmtudagskvöld kl. 7.00-10.00. BAÐHERBERGISHLUTIR - heildarsamræmi í litavali. 4x3 tfmar. Ilmdúkka, setuhlíf, „tissue box“,gæs o.fl. Kennt er 4 þriðjudagskvöld kl. 7.00-10.00. VEGGTEPPANÁMSKEIÐ - 3x3 tímar. Kennt 3 miðvikudagskvöld kl. 7.00-10.00. PÁSKAHLUTIR O.FL. SÍÐAR. - Allir eru velkomnir og geta einstaklingar og hópar \ \ f 'j líka komið með tillögur að námskeiðum til viðbótar. t! MINNINGAR tíma boðist margir kostir um lærdóm til munns eða handa. Er það trúa mín að Gunnhildi yngri hafi á marg- an hátt kippt í kynið til formóður sinnar eftir því sem henni er lýst í útfararminnihgunni. Mér finnst það varpa skæru ljósi á þróun mannlífs hér á landi í hálfa aðra öld að bera saman menntun þriggja kvenna, allra af sömu ætt og bera sama nafn. Hin elsta átti þess í mesta lagi kost að læra að lesa og draga til stafs, dótturdóttir hennar öðlast meistaragráðu í iðngrein sinni og bróðursonardóttir þeirrar konu lýkur doktorsprófi við erlendan háskóla. Þegar Gunnhildur fékk vinnu við sauma varð vinnuveitandi hennar strax eða fljótlega Andrés Andrés- son sem á þeim tíma var orðinn umsvifamikill í saumaskap og klæðaverslun í Reykjavík. Þar starf- aði hún um árabil og aflaði sér iðn- réttinda sem klæðskeri. Þótt hún starfaði alla tíð við saumaskap karl- mannafata er tilgreint á meistara- bréfi hennar, útgefnu 20. febrúar 1950, að hún sé meistari í kvenfata- saumi. Ætla má að þar komi fram lítið dæmi um kynskiptingu vinnu- markaðarins á þessum tíma, ótil- hlýðilegt hafi þótt að kona hlyti þessi réttindi varðandi karlmannafata- saum. Þegar klæðagerðin Última var stofnuð 1941 kom hún þar til starfa og vann því fyrirtæki meðan það var við lýði og við lok starfsferils síns hjá Karnabæ. Árið 1946 reyndi hún fyrir sér að starfa sjálfstætt í iðn- grein sinni. Hún gerði ferð sína til Vestmannaeyja og dvaldi þar í nokkra mánuði. Af einhveijum ástæðum ílengdist hún ekki þar og hvarf aftur til höfuðstaðarins en meðan á dvölinni í Eyjum stóð tók hún bílpróf. Kynni mín af henni urðu nánust á áranum 1946 - 1951 meðan ég stundaði nám í Reykjavík. Framan af þeim tíma dvaldi ég á heimili Páls bróður hennar að Kirkjuteigi 13 þar sem hún átti þá einnig heima. Heimilið á Kirkjuteigi var á þessum tíma samastaður stórfjölskyldu. Auk Páls, Theódóra Siguijónsdóttur, eig- inkonu hans og sonar þeirra sátu þar að matborði tvær systur Theó- dóru, aldraðir foreldrar þeirra og kostgangari. Minnisstætt verður mér að í þess- um hópi sló ósjaldan í brýnu milli fólks vegna mismunandi stjórnmála- skoðana enda andstæður í þeim efn- um margfalt skarpari þá en nú ger- ist. Gunnhildur skipaði sér eindregið á vinstri væng og fylgdi Sósíalista- flokknum ódeig að málum. Sjálf- stæðisflokkurinn átti sér ekki síður sannfærðan málsvara þar sem var Sólveig Siguijónsdóttir, systir hús- móðurinnar. Þær tvær voru þannig fulltrúar andstæðra skauta og kom gjarnan upp kappræða milli þeirra þegar báðar voru saman í hópi. Allt fór það þó fram með fullri kurteisi enda reyndu aðrir, sem ekki áttu jafnskarpar skoðanir, að bera klæði á vopnin. Hér að framan var þess getið hvenær Gunnhildur tók bílpróf. Ekki keypti hún þó bíl þegar í stað heldur liðu allmörg ár þar til að því kom. í samræmi við lífsviðhorf sitt lét hún ganga fyrir að eignast eigið hús- næði og vera ekki upp á aðra komin í því efni. Nokkru fyrir eða um 1950 festi hún kaup á íbúð að Njarðar- götu 39 og bjó þar rúman áratug. Upp úr 1960 keypti hún íbúð í bygg- ingu að Laugalæk 1, fullgerði hana og var þar heimili hennar þar til yfír lauk. Trúlegt þykir mér að frænku minni hafi þótt rétt að sjá að hún gæti staðið straum af fyrri íbúðarkaupunum áður en hún fjár- festi í bíl. Það. varð einnig um 1960 og varaði bíleign hennar að segja má til æviloka. Ekki duldist þeim sem þekktu hana að bíllinn varð mjög snar þáttur í lífi hennar. Hún naut þess að vera undir stýri og Ieggja upp í ökuferð, hvort heldur var skutlast innanbæjar eða lagt í langferð út á land. Á sínum tíma hófst hún handa um byggingu sum- arbústaðar hjá Stóra-Reykjum í Flóa. í sambandi við þær fram- kvæmdir urðu ófáar ferðimar austur fyrir fjall. Síðustu æviárin batt hún tryggð við hjón, búsett uppi í Borgarnesi, og gerði sér ósjaldan helgarferð þangað að heimsækja þau. Þá var svo komið að sumum þeirra er vora henni nákomnastir var ekki með öllu áhyggjulaust að vita hana akandi á vegum úti. Framan af áram vandist hún akstri á einbreiðum malarvegum þar sem meginregla var að halda sig sem mest á miðjum vegi. Þeirri reglu fylgdi hún síðar þótt ekið væri á tvíbreiðum vegi með bundnu slitlagi. Sjálf lét hún stundum svo um mælt á síðustu æviáram að sér þætti ekki þess virði að lifa ef hún gæti ekki ekið bíl sínum og ekki væri verri dauðdagi en annar að deyja í honum. Ekki varð henni að þeirri ósk sinni. Atvikin höguðu því svo að snemma á árinu sem leið lenti hún í umferðaróhöppum. Þá skemmdist bíll hennar veralega og tók tryggingarfélag hann til sín. Hans naut hún því ekki síðustu mánuðina sem hún lifði. Ellin varð henni að ýmsu leyti þungbær þegar lengra dró frá starfs- lokum. Fyrstu árin eftir þau vann hún heima að pijónaskap og annarri handavinnu. Ur því dró þegar frá leið og síðustu æviárin lét hún í ljósi að hún væri ósátt við hrörnun sína, líkamlega og andlega. Henni sveið það sárt að fínna minnið bregðast sér en trú sinni lífsstefnu vildi hún til þess síðasta halda frelsi þess sem býr á eigin heimili og gaf engan kost á því að yfírgefa íbúð sína og flytjast á elliheimili. Þannig var frænka mín sjálfri sér samkvæm til hinstu stundar, vildi vera sjálfbjarga og ekki seld undir umsjón og umönn- un annarra. í minningu okkar sem áttum samleið með henni á vegferð lífsins mun hún lifa sem hin stolta, kjarkmikla kona, hreinskilin og ein- beitt sem valdi sér ein og sjálf veg sinn á lífsleiðinni. Sjálfur vil ég að leiðarlokum þakka margvíslega hjálp á skólaárunum í Reykjavík sem og hlýhug og höfðinglegar móttökur þegar við í fjölskyldu minni áttum leið til höfuðborgarinnar á liðnum áratugum. Allra síðast er kveðja og þökk frá yngri dóttur minni sem einnig ber Gunnhildar nafnið. Eftir að hún kom heim frá námi erlendis fyrir tæpum fjóram áram tókst með þeim gott samband. Hin eldri lét frænku sína njóta nafns og þótt hún í samræmi við stríða skapsmuni væri ekki ævinlega sátt alla sam- ferðamenn sína þá sneri sú hlið aldr- ei að nöfnu hennar. Guðmundur Gunnarsson. Um tvítugsaldur flyst Gunnhildur til Reykjavíkur og fer hún þá mjög fljótlega að vinna á saumaverkstæði Andrésar Andréssonar sem þá var ein stærsta karlmannafatasauma- stofa á landinu. Hún aflaði sér rétt- inda sem klæðskerameistari. Hún mun vera ein fyrsta konan hérlendis sem fékk þau réttindi. Vann hún að þeirri iðn sinni alla sína starfsævi. Hún var ein þeirra er upphaflega stofnuðu fyrirtækið Últíma og starf- aði hún hjá því alla tíð sem verk- stjóri og sniðmeistari. Hún bar hag fyrirtækisins mjög fyrir bijósti. Gunnhildur frænka mín var mjög einbeitt og sjálfstæð kona og hafði ákveðnar skoðanir, t.d. á pólitík, réttindamálum kvenna og fleira. Hún átti sína íbúð, sumarbústað og bíl sem hún fór allra sinna ferða á fram á efri ár. Hún hafði yndi af ferðalögum og ferðaðist mikið bæði innanlands og utan. Útivist, göngu- ferðir og fjallgöngur vora henni að skapi og ef færi gafst stundaði hún slíkt fram á efri ár og stóð þeim er yngri voru ekki neitt að baki. Nokkr- ar ferðir fór hún til Noregs með norskri vinkonu sinni og einnig með frændfólki. Til ísraels ferðaðist hún eitt sinn með þremur dótturdætrum bróður síns, en foreldrar þeirra dvöldu þar um árs skeið, faðirinn við störf í þágu Sameinuðu þjóðanna. Þarna dvaldi Gunnhildur ásamt frændfólki sínu um jól og áramót. Þetta var mikið ævintýri fyrir hana og minnt- ist hún oft á þessa ferð. í tilefni 80 ára afmælis síns bauð hún einni frænku sinni sem var 55 áram yngri. en hún sjálf í vikuferð til Kaupmannahafnar til að heim- sækja þar frændfólk og skemmta sér. Gunnhildur giftist ekki og átti ekki afkomendur. Því nutum við bræðrabörn hennar kannski meira umhyggju hennar og athygli. Mér er í barnsminni hve mér þótti hún góð frænka er hún saumaði á mig föt og vék ýmsu góðu að lítilli frænku sinni. Ég leit upp til hennar og dáðist að sjálfstæði hennar og áræði. Er aldurinn færðist yfir hana, átti hún góðan bakhjarl þar sem voru Sesselja systir mín og Einar maður hennar og mat hún þau mik- ils fyrir umhyggju þeirra. Fyrir fáum árum kynntist hún hjónunum Elsu Arnbergsdóttur og Gísla Sumarliðasyni í Borgarnesi og tókst með þeim góð vinátta. Hún fór ófáar ferðir á bílnum sínum upp í Borgarnes til þeirra og átti þar góðu að mæta. Vinátta þeirra og um- hyggja auðgaði líf hennar í ellinni og er ég þeim þakklát fyrir það. Ég kveð Gunnhildi frændkonu mína með virðingu og þökk. Guðrún Gunnarsdóttir. UTSALA 20-40% AFSLATTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM 15% staðgreiðsluafsláttur af öllum flísum meðan á útsölunni stendur Einstakt tækifæri til að eignast góðar flísar á góðu verði - margar tegundir. Nokkrar tegundir afganga af 31x31 gólftlísum á kr. 1.270 m? $0 ÖmSz StárhöfSa 17 viá Gullinbrú, slmi 5674844.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.