Morgunblaðið - 14.01.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
STINNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 39
BREF TIL BLAÐSINS
Skrattanum skemmt
Frá Þórði E. Halldórssyni:
SVO margt hefur verið skrifað
um ástandið í Langholtskirkju, að
varla er á bætandi. Ég get samt
ekki stillt mig um að leggja þar
nokkur orð í belg.
A Þorláksmessu sl. eða 23. des-
ember náðu greinarskrifin hvað
mestu Qöri. Það fyrsta sem ég rak
augun í sambandi við málið var yfir-
lýsing frá sr. Sigurði Hauki Guð-
jónssyni. Hann segir: „I tilefni við-
tals við sr. Flóka Kristinsson í Morg-
unblaðinu í dag mun ég svara sví-
virðingum hans á hendur frumherj-
um Langholtsssafnaðar, sem hann
hefur líka haft uppi í útvarpi milli
jóla og nýárs. Mig hefur hann oft
atað auri skiptir mig engu, en fyrir
látna frumheija safnaðarins mun
ég svara. Satt er: Guð fer ekki í
sumarfrí, en hann gengur framhjá
sumum kirkjum, nennir ekki að
koma þar við.“ Spurning mín er:
Hvernig fór Sigurður að því að vita
hvað ætti að standa í Morgunblaðinu
samdægurs, eða 23. desember, og
ég tala nú ekki um hvað mundi
verða í útvarpinu á milli jóla og
nýárs? Niðurlagið á yfirlýsingunni
„Guð fer ekki í sumarfrí, en hann
gengur framhjá sumum kirkjum,
nennir ekki að koma þar við“. Það
er erfitt að trúa því að slíkir ein-
staklingar hafi nokkru sinni hlotið
vígslu til starfa í þjóðkirkjunni. Ég
trúði því naumast að þessi óþverri
kæmi úr munni, eða öllu heldur úr
penna prests. Sigurður Haukur talar
sem allra minnst um samstarf sitt
við séra Árelíus. Undrar mig það
ekki. Var ekki séra Árelíus afskap-
lega hrifínn af poppmessunum sem
Sigurður Haukur innleiddi í Lang-
holtskirkju? Og hvers vegna var
þeim skyndilega hætt og hafa hvergi
skotið upp kollinum síðan? Svari
hann því. Það fór ekki leynt að sr.
Sigurður Haukur var aðdáandi
andatrúar og notaði kirkjuna ti! að
útbreiða þann boðskap, enda þótt
hann vissi að sá átrúnaður væri
stranglega fordæmdur í Biblíunni.
Mál málanna í kirkjustyrjöld
Langholtskirkju er þó sú staðreynd
sem ekki verður hrakin, tilurð gréin-
ar sem hjónin Sjöfn Friðriksdóttir
og Skúli Jón Sigurðsson skrifa í
Morgunblaðið 30. desember. Þar er
því haldið fram að sr. Flóki hafi
komið í veg fyrir að sonur þeirra
hjóna hefði fengið hjónavígslu í kikj-
unni 15. júlí, þar sem Sigurður
Haukur Guðjónsson átti að gefa þau
saman. Séra Flóki segist hvergi
hafa komið nálægt þessu máli né
vitað um það á nokkurn hátt, en
þegar hann var borinn þessum sök-
um kynnt sér málið með því að skoða
dagbók kirkjunnar. Kirkjuvörður
sagði svo frá að Sigurður Haukur
hefði haft samband við sig og aftur-
kallað pöntun á krikjunni til hjóna-
vígslu, sem átti að fara fram 15.
júlí. Þetta á ekki að vera nein vand-
ræði að kanna svo hið sanna komi
í ljós, sé til þess fullur yilji í stað
köpuryrða og óhróðurs. Ég tek það
sérstaklega fram að ég þekki ekki
sr. Flóka Kristinsson né organistann
Jón Stefánsson og ætla mér á hvor-
ugan að halla, þess vegna skora ég
á rannsóknaraðila að kanna þessi
mál niður í kjölinn. Úr öllum þeim
skrifum um þessi mál standa uppúr
fjórar greinar sem skrifaðar eru á
vitrænan hátt. í Morgunblaðinu
grein 23. desember eftir séra Þor-
grím Daníelsson sóknarprest í Norð-
ijarðarprestakalli, 29. desember;
grein séra Guðmundar Óla Ólafs-
sonar prests í Skálholtsprestakalli.
Grein Önnu Maríu Pálsdóttur, Hofí,
Vopnafirði, og grein frá Kristjáni
J. Gunnarssyni fv. fræðsiustjóra.
Um skrif sr. Sigurðar Hauks Guð-
jónssonar vil ég aðeins segja þetta:
Ég samhryggist manninum.
Um Langholtskirkju er þetta að
segja: Eins og allir geta séð sem
nálægt kirkjunni koma, fer það ekki
framhjá neinum að hún er í hraðri
niðurníðslu. Viðgerðum og máln-
ingu er ábótavant. Umhverfi kirkj-
unnar er til sárrar skammar, það
er eins og óhrjálegur malarkambur.
Samt sem áður er oft í viku hverri
lagt mergð bíla, fólks serri er að
sækja konserta og aðrar óviðkom-
andi samkomur kirkjunni, sem þar
eru haldnar og greiddur er aðgangs-
eyrir inná mætti halda að kirkjan
væri flugrík, en það sést ekki á
neinu.
Ég er ekki kirkjunnar maður,
allra síst nú, enda þótt ég búi við
hlið hennar. Hins vegar tekur mig
sárt að sjá musterið sem minn góði
vinur séra Árelíus Níelsson lagði
alla sína krafta og umhyggju í að
byggja, verða að útliti líkara gripa-
en Guðshúsi.
Það er sorgleg staðreynd að
menn, bæði prestvígðir og aðrir,
skuli láta helgustu daga ársins fara
í það að skemmta skrattanum.
ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON,
Sólheimum 23, Reykjavík.
hrAunhamar
FASTEIGNA & SKIPASALA
Miðleiti - Rvík - 3ja - lyfta
Nýkomin í einkasölu glæsileg 3ja-4ra herb. íb. 102 fm
á 4. hæð í nýl. lyftuh. á þessum vinsæla stað, í nýja
miðb. 2 rúmg. svefnh., stofa, borðstofa. Suðursv. Sér-
þvottaherb. o.fl. Parket. Bílskýli (innangengt). Verð
10,5 millj.
Sóleyjarhlíð - Hf. - 4ra m/sérinng.
Nýkomin í einkasölu mjög falleg og rúmg. ný ca 120
fm íb. á 1. hæð m. sérinng. og sérgarði. Áhv. húsbr.
ca 6,3 millj. Verð 9,5 millj.
Krókamýri - Gbæ - einbýli
Nýkomið glæsil. einl. einb. m. bílskúr, samtals 200 fm.
4 svefnh. Góð staðs. Hagst. lán. Verð 15,8 millj.
Fjallalind - Kóp. - parh. - frábært verð
Nýkomið í einkasölu glæsil. parh. á einni hæð m. innb.
bílsk., samtals 150 fm. Afh. fullb. utan, tilb. u. trév.
innan. 4 svefnh. Teikn. á skrifst. Frábært verð, 9,9 millj.
Selbrekka Kóp. - raðhús - 2 íbúðir
Skemmtil. og vel umgengið tvíl. raðh. með innb. bílsk.,
samtals 250 fm. Á neðri hæð er 2ja herb. íb. Útsýni.
Verð 12,7 millj.
Upplýsingar gefur:
Hraunhamar, fasteignasala, sími 565 4511.
Tjarnarmýri - Seltjarnarnesi
NAMSAÐSTOÐ
við þá sem vi£ja rui Cemjra í skóía
• grunnskóla
• framhaldsskóla
• háskóla
Við bjóðum einnig:
• fullorðinsfræðslu
• námsráðgjöf
• flestar námsgreinar
• stutt námskeið -
misserisnámskeið
• litlir hópar - einkakennsla
• reyndir kennarar
Innritun í síma 557 9233
frá kl. 17.00-19.00. Fax 557 9458.
Nemendaþjónustan sf.
Þangbakka 10, Mjódd.
Til sýnis og sölu sunnudag milli kl. 14 og 16
Tjamarmýri 11, 3ja herb. fullb. íbúð ásamt stæði í bílageymslu.
Ú
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA ?
Borgartúni 31,105 Rvík, s. 562 4250.
Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson. hdl.
Ein 2ja herb. íb. á jarðh.
Ein 3ja herb. íb. á 1. hæð.
Einn besti staður í bænum.
LÆKJARGATA 6B - TIL SÖLU
- af lífi og sál!
® 5510090
Breiðvangur - tvær íbúðir á verði einnar
Stórskemmtileg og glæsileg.
181 fm eign sem skiptist í 120
fm neðri sérh. sem telur 3-4
herb. ásamt 32 fm bílsk. auk
2ja herb. 61 fm íbúðar í kj. m.
sérinng. 7708.
Opið hús ídag frá kl. 14-17
Tunguheiði 14, Kóp.
Gullfalleg 97 fm 3ja herb. íb.
ásamt 25 fm fokh. bílsk. Húsið
er allt ný steni-klætt. íbúðin er
fallega innréttuð með sér-
þvottahúsi. Parket, flísar. Eign
í sérfl. Áhv. 4,1 millj. byggsj. +
lífeyrissj. Verð aðeins 7,9 millj.
Eignaskipti möguleg. Magnús
og Kristjana bjóða ykkur vel-
komin í dag milli kl. 14-17.
Laugavegur 147 - 3. h.
Sérlega hugguleg og rúmg. 2ja
herb. íb. í 6-íb. nýviðg. steinh.
íbúðin er öll nýmáluð og mikið
endurn. Áhv. 2,3 millj. Verð 4,7
millj. Ekki missa af þessari.
Sólrún býður ykkur velkomin í
dag milli kl. 14-17, (efsta bjalla
í húsinu).
Um 575 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði á fjórum
hæðum í hinni einu og sönnu Lækjargötu í Reykjavík.
Húsnæðið þarfnast lagfæringar, sér í lagi hvað innréttingar
snertir, en býður upp á mikla möguleika svo sem verslunar-
rekstur, veitingarekstur, skrifstofur eða að hluta þess sé
þreytt í íbúðir.
Ýmis skipti koma til greina. Teikningar á skrifstofu.
Áhvílandi 14,5 miilj.
hÓLl
Skipholti 50B, 2. hæð t.v.
511-1600