Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 48

Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 48
48 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR GOLF ísland á BBC ÁKVEÐIÐ hefur verið að BBC í Englandi geri háifrar klukkustundar langan þátt um ísland þar sem áherslan verð- ur á golf hér á landi. Stjórn- andi þáttarins verður hinn þekkti Peter Allis, en hann er einn þekktasti golfíþrótta- fréttamaður heimsins. Þáttur- inn verður sá fyrsti í sex þátta röð sem hann mun gera um golf á ýmsum stöðum í heimin- um og mun hann koma hingað til lands á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. í tengslum við þætti Allis kemur út bók og þar fær golf á íslandi gott pláss. Þætt- irnir verða þrískiptir þannig að þeir höfði til fleiri en kylf- inga og verða seldir til sjón- varpsstöðva víða um heim og búast framleiðendur við að um 665 milijónir heimila muni sjá þá. rtt-kia »■•/■ ; Wjk keW M* n « .;•> ; ihw > W( nxhrí'v ': ry. "y, •sáirq JswiiOO•» : ’i <V<i <•*<* f .xs* I-y ; ; tv '<Í,> í'.y i»f > : ; 'iKttr*, tír.V? Xxnr. :r. : <rxí O !*•.* : V.'W.OOS íAíJmtk <k»: : !/W "> : ; r»+z^i frt o'n/.Aý t> <:-•}<• \»/' (»*«•(. {:>/*; ' ■> ; „((*« *; S:i >:«« ;-J A> m> •.'• ttí'; ; lÁT-fy, * 4 UlXÍ'/»-5» SSW W ; y»M Ktí>s« <M t»* ái>»xs» : o'bí lMl <|(SSjaM’<;<KOM. k/ I M»(«. t X »X!«tó :»iy /í >» iw: •<!> l/oi C.':i( I*>J :p <»s >V> !•/!> : Káí <$!yx>. *:« x>J.*;>« :;<:»:•« i to » *(#m> U;> 0*:«< «- y. ; í ;• x !íi>WíhV«. SiVd*' sxMá *■!■*-tg *&>.< </i *■'■ ; ö-x:« *♦ CXtfoÁc/oi C?«í; *: Hjídf-xv ; ««*■ !:/«<• !*:»:*:«■ j:i ; Co»/<.W- ó«d >s u>wí»« ; Sð'/Cv »!<»! tilSS «< <X vóo- Op>»S"> K> í 6y fvyV/y -r»v Í'V c •» :*H * fc'í' : p«r.S!> :■>•>>»:s iwiíijKixwiw:•y/.i:> : teti'ii t.*s. >th> :í '««»; >s»y- ■'<•<« é» /«.»• ; j.yC«vx4«> >M« <•! ví <!.* !»r>:<*i ■» W<> 'J *«.'»» k' íx- !«<*Óyv o«« ly«»y,.M( :> <■: :<.«:»vli pKÖM >*. •'♦• ix««)I ::xs:'li<A>-»l< « o‘ 'í'« C/yí^tm'. t vs »>«« ** xí.'íí* fwxvy AfyW íf >f»/í/jj .1» fw «■«•■» (»“ 'O'ó ».W owí iwd •• !y/ *» \M »<s ■>:< :rr<xt>.a V<f <5 >víV> UyK /v-;:ý/,■«:< (.y*: )»■<: *í«c (kr'Ktí ■///<: w i»Á< «'<x »* W*/ ■'*■•/>. o *W> W«-<í <ó» j> s»« Sx»» » a >*<>4c( W-<5 3<v«5 or<5 "XXOf «■? :o?oj! »W*:« t<s: BWilMl " *■ « <« v«i « *» »>o: xwo o «né>!< p>.» <Á;/V». (./.« O >.•••. Xv *• .,A*S».\< 'tb'.iy' tíf.■■/!<> '/■«■ fC£ itft. fte Us>4- K>x<;<>íU «*»:, »> :</inc.y» l»»x-Þ *»*■■ (v. >:«nI-JI rvýæ </ /fttvx* H> fceland viay not be an obvious goifing deslinahon, but llu sunmer days are long and the exctih nl courses ttnpíy and cheap to þíay. fco:>»#»v<\x,ft>Á : m w:f v'-í^yo*/* : ; Kfe'Od ix>i>/ 0 ; FYRRI opnan af tveimur úr febrúarhefti Golf Monthly, en þar er fjallað um ísland sem ákjósan. legan vlðkomustað fyrlr kylfinga þrátt fyrlr stutt tímabll. ísland fær lofsamlega dóma í þekktu golftímariti ÞAÐ hefur ekki verið á hverjum degi sem þekktustu golftímarit heimsins fjalla um ísland og möguleika fólks til að leika golf hér, enda ef til vill ekki nema von því golftímabilið hér er stutt og því hafa erlendir kylfingar ekki gert mikið af því að koma hingað til að leika golf. En á þessu gæti hugsanlega orðið ein- hver breyting innan fárra ára. Hið útbreidda golftímarit Golf Monthly fjallar um ísland á tveimur opnum í febrúarhefti sínu sem nýlega kom út, og fæst i Ey- mundsson en þar á bæ hafa menn pantað aukaeintök enda viðbúið að margir vilji lesa vingjarnlega grein um Island. Þar fjallar Alister Nicol mjög lofsamlega, í máli og mynd- um, um ísland sem ákjósanlegan áfangastað fyrir kylfínga. í inn- gangi segir Nicol meðal annars: „Island er ef til vill ekki augljós áfangastaður kylfinga, en sumar- dagamir þar em langir og hinir frábæru golfvellir em meira og minna tómir og þar er ódýrt að spila.“ Nicol kom hingað til lands í sum- ar og fór Peter Salmon, sem sér um mál kylfinga hjá ferðaskrifstof- unni Úrval-Útsýn, með honum á nokkra velli og hreifst Nicol mjög af landi og þjóð ef marka má grein hans. Raunar skrifaði hann tvær greinar og mun sú síðari birtast í aprílheftinu, sem kemur út í mars, en þar fjallar hann um Vestmanna- eyjar og golf þar. í greininni í febrúarheftinu sem ber yfírskriftina „Golf í miðnætur- sólinni“ fjallar Nicol mest um völl Meistarafélags húsasmiða í Reykja- vík sem er í landi Kiðjabergs í Ar- nessýslu og á vart til orð til að lýsa landslaginu og því miida starfi sem hefur verið unnið þar og er verið að vinna. Hann segir að á vellinum fái ímyndunaraflið að njóta sín, völlurinn sé mjög krefjandi og ótrú- lega góður miðað við þær aðstæður sem íslensk veðrátta býður uppá. Hann ræðir um lukkuholuna í Kiðja- bergi og bendir síðan á þá frábæru hugmynd íslendinga að eiga sumar- bústaði skammt frá golfvellinum og nefnir sérstaklega bústað Gunn- ars Þorlákssonar, sem sé aðeins í um 5-jáma fjarlægð. Völlur Oddfellowa Heiðmörk fær líka góða einkunn hjá Nicol og enn dáist hann af landslaginu og segir það þrekvirki að ráðast í að byggja golfvöll á stað þar sem mann gæti vart órað fyrir að hægt væri að hafa golfvöll, úti í miðju hrauni. Hann heimsækir einnig Golfklúbb Reykjavíkur og telur að hinn nýi völlur muni verða einstakur. Hann minnist á vetrarhörkur hér á landi og segir frostið koma illa við golf- velli, en golfvallarstarfsmenn séu að vinna í málinu. í Leirunni kunni hann einnig mjög vel við sig og hrósar vellinum. í lok greinar sinnar segir Nicol að hið litla land í Norður-Atlants- hafi hafí hingað til verið þekktast meðal útlendinga fyrir margskonar útiveru svo sem hestaferðir, lax- veiði, heitt vatn og annað í þeim dúr. „En, þið megið hafa mín orð fyrir því, golf á íslandi er alveg einstakt. Flórída og Spánn em það ekki. ísland er svo sannarlega spennandi, hressandi og óvenjulegt fyrir kylfínga,“ segir Nicol og vill þakka það elju og metnaði landans við að byggja upp góða golfvelli. Síðasta setningin er heldur ekki slæm auglýsing fyrir ísland og ís- lendinga: „ísland hefur einnig einn stóran kost til viðbótar - fólkið er það vingjarnlegasta og gestrisnasta í öllum golfheiminum.“ Ekki slæm einkunn frá manni sem ferðast um allan heim til að skrifa um golf og golfvelli. , KÖRFUBOLTI Mikið skorað Það hefur ávallt ríkt mikil keppni á milli Knicks og Bost- on Celtics, en þessi lið mættust í fyrrinótt og hafði Knicks betur. Dana Barros, bakvörður Celtics, átti möguleika á að ná að gera þriggja stiga körfu í 90 leikjum í röð, en það tókst ekki, þrátt fyrir þijú slík skot undir lok leiksins. Don Nelson, þjálfari Knicks, setti þrjá menn á Barros í lokin þannig að hann gæti ekki náð NBA-meti sínu í 90 leiki og var M.L. Carr, þjálfari Celtics, ekki ánægður með það. „Ég var ekki ánægður með þessa ráðstöfun þjálfarans," sagði hann eftir leikinn en hann henti knettinum í Nelson er þeir gengu til búningsherbergja. Barros gerði hins vegar 24 stig og tók 11 frá- köst en hjá Knicks var Ewing með 37 stig. Það þurfti að framlengja í Phoenix þegar Suns tók á móti Dallas. Tony Dumas gerði 39 stig og hefur aldrei gert eins mörg stig í einum leik, en úrslitin urðu 140:130. Jason Kidd krækti sér í sjöttu þreföldu tvennuna á ferlin- um, hann gerði 33 stig, tók 10 fráköst og átti 16 stoðsendingar. Vlade Divac gerði 25 stig fyrir Lakers er liðið vann meistara Ho- uston með einu stigi. Divac tók auk þess 11 fráköst en þeir Eddie Jon- es, 23 stig, og Nick Van Exel, sem gerði 20 stig, áttu einnig góðan leik. Þetta var sjötti sigur Lakers á Houston í síðustu sjö leikjum þar sem liðin hafa mæst í deildar- keppninni. Sam Cassell gerði 27 stig fyrir Rockets og Olajuwon 24, en Robert Horry var ekki með. Orlando lék án O’Neals og Horace Grant en lagði þó Bucks. Dennis Scott gerði 37 stig fyrir Magic og Penny Hardaway 30 en Glenn Robinson gerði 31 fyrir Bucks og Vin Baker 29 en kapp- arnir tóku 11 fráköst hvor. Úrslit leikja í fyrrinótt urðu: Boston - New York.........92:105 New Jersey - 76ers........80:107 Orlando - Milwaukee........93:88 Washington - Sacramento ....117:88 Phoenix - Dallas.........130:140 Denver - Cleveland.........90:83 Utah - San Antonio........94:101 Seattle - Miami...........113:81 Vancouver - Golden State..95:104 LA Lakers - Houston......101:100 KORFUKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI KKI Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari, spáir í undanúrslitaleikina Tvísýnt á Akranesi UNDANÚRSLITIN íbikar- >keppni karla íkörfuknattleik verðaí dag, sunnudag, en þá mætast kl. 16. Haukar og Þór frá Akureyri annars vegar og hins vegar Akranes og KR. Flestir eru á því að Haukar, sem hafa verið á mjög góðri siglingu, muni hafa Þór en erfiðara sé að spá um leik ÍA og KR á Akranesi. Hauk- ar og Þór hafa leikið einn leik í vetur og þar höfðu Haukar betur, 86:74, á sínum heimavelli. Morgunblaðið sló á þráðinn til Jóns Kr. Gíslasonar lands- liðsþjálfara og bað hann að spá. „Ég held að Haukar hafi það,_en það er erfíðara að spá um leik LA og KR. Annars hefur það margoft sýnt sig að það er ógemingur að spá fyrir um úrslit, sérstaklega í bikarleikjum. Staðan í deildinni segir ekkert um það hvemig bikarleikir fara. Haukar eru mjög sterkir um þessar . mundir og helsti styrkur þeirra er breiddin. Þar er til dæmis ekki nóg að stöðva Jón Amar því þó hann geri bara fjögur stig í leik þá eru aðrir sem taka við. Hins vegar stytt- ist alltaf í tapleikinn eftir því sem sigurleikjunum fjölgar, en ég held samt að Haukar fari alla leið. Jón Guðmundsson þjálfari Þórs veit samt hvað er í húfí, úrslitaleikurinn í Höll- inni, og til að Þór eigi möguleika á sigri verður Kristinn [Friðrikssonj að detta í mikið stuð og Williams líka, en Haukar hafa óbilandi trú á sjálfum sér þessa dagana og þeir hafa þetta,“ segir Jón Kr. IA og KR hafa leikið þrívegis í deildinni í vetur. KR vann fyrstu tvo leikina, 101:88 á Akranesi og 115:88 á Nesinu. Síðasti leikurinn var leikinn 10. desember á Akranesi og þá höfðu heimamenn betur 106:100 eftir fram- lengdan leik. Af þessu má ljóst vera að allt getur gerst, en það er einnig ljóst að mikið er skorað í leikjum þessara liða. „Það er erfitt að spá um þennan leik. KR-ingar eru með sterkara lið en á móti kemur að Skagamenn eru á heimavelli og þeir hafa náð langt í bikamum ef ég man rétt. Banda- ríski leikmaðurinn hjá ÍA, Milton Bell, er mjög góður og KR-ingar hafa ekki beint verið í stuði eftir. áramótin þannig. Þeir hafa samt Jonathan Bow og ég þekki það manna best að hann leikur aldrei betur en þegar mikið liggur við. Ég held því að þetta verði ekta bikarleikur, alveg fram í síðustu SÓkn. Svo veltir maður því fyrir sér hvað sé best fyrir íþróttina. Hvaða úrslita- leikur dragi að flesta áhorfendur. Ég gæti best trúað að íjölmargir KR-ing- ar kæmu á úrslitaleikinn ef þeir kom- ast þangað þó svo það hafí ekki ver- ið fjölmenni á leikjum liðsins í deild- inni. Það hefur einnig sýnt sig að þegar lið komast óvænt í úrslitin, eins og Snæfell til dæmis, þá koma marg- ir áhorfendur með þeim og Skaga- menn myndu örugglega fjölmenna í Höllina ef ÍA kemst í úrslit,“ sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari. Morgunblaðið/Bjarni ÞAÐ má búast yið erfiðum leik hjá KR-lngunum Lárusl Árna- syni og Óskarl Kristjánssyni á Akranesi í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.