Morgunblaðið - 17.01.1996, Side 1

Morgunblaðið - 17.01.1996, Side 1
64 SIÐUR B/C/D 13. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR17. JANÚAR1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vopnaðir menn taka farþegaskip á Svartahafi til að vekja athygli á málstað Tsjetsjena Hóta að sprengja skípið í loft upp Ankara, Moskvu, Pervomaískoje. Reuter. NOKKRIR vopnaðir menn, sennilega Tsjetsjenar, lögðu í gær undir sig farþegaskipið Evrasíju í tyrknesku hafnarborginni Trabzon við Svarta- haf. Þeir sigldu á haf út og hótuðu að sprengja skipið í loft upp ef Rúss- ar létu ekki af umsátri sínu um tsjetsjenska uppreisnarmenn í Dagestan. Um 255 manns eru í skipinu, flestir rússneskjr, það mun hafa átt að fara til Sotsíj í Suður-Rússlandi. Rússneskir sérsveitarmenn börðust enn við tsjetsjenska gíslataka í Dagestan og var mannfall sagt mikið. Biskup- innaf Alnetinu París. Reuter. FRANSKI biskupinn Jacques Gaillot, sem Páfagarður refsaði fyrir róttækni og vinstristefnu í fyrra og setti að nafninu til yfir fornt umdæmi í Afríku, hefur nú svarað fyrir sig. Hann prédikar á Alnetinu. Biskupsdæmi Gaillots er sunnarlega í Alsír, kennt við borgina Parteniu sem hefur verið hulin sandi síðan á mið- öldum. Netfang biskupsins í nýja sýndar-umdæminu er http://www.partenia.fr/. Gaillot mælir með notkun smokka til að draga úr út- breiðslu alnæmis, vill leyfa prestum að giftast og hvetur til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum. Hann hefur einnig barist fyrir réttindum heimilislausra og annarra ut- angarðsmanna. Talið var að mennirnir væru fímm eða sex, líklega Tsjetsjenar eða Tyrkir af tsjetsjenskum ættum. „Ef Rússar sleppa ekki 250 vinum okkar í Norður-Kákasus munum við sprengja skipið í loft upp á Bosporus- sundi við Istanbúl,“ sagði leiðtogi hópsins, er nefndi sig Mohammed, í samtali við tyrkneska sjónvarps- stöð. Hann hét að sleppa Tyrkjum sem um borð væru og sagðist ekki vera hryðjuverkamaður; stjóm Rússa bæri ábyrgðina ef manntjón yrði. Mohammed og menn hans myndu deyja með farþegunum. „Þeir sögðust gera þetta til að vekja athygli umheimsins á atburð- unum í Tsjetsjníju," sagði Cemil Serhatli, yfirmaður tyrknesku lög- reglunnar, í sjónvarpsviðtali. Mennirnir skutu af vélbyssum, kröfðust þess að skipstjórinn ræddi strax við þá og sigldi úr höfn. Hót- uðu þeir að myrða einn Rússa á tíu mínútna fresti ella, að sögn frétta- stofunnar Anatolia. Fréttastofan hafði eftir rússneskri konu, Nadíu Naskovu, sem komst undan að margir hefðu særst í átökunum. Tyrkneskur lögreglumaður mun hafa særst. Fréttir bárust af því að Tsjetsjen- ar hefðu tekið 30 rússneska gísla í úthverfi Grozní í gær og haldið á brott með þá en ekki var fyllilega ljóst í gærkvöldi hvort um einhvers konar misskilning var að ræða. Gíslatakar Tsjetsjena vörðust enn árásum sérsveita Rússa í þorpinu Pervomaískoje á landamærum Dag- estans og Tsjetsjníju. Rússar segja að 26 gíslar hafi verið frelsaðir eða látnir lausir; líklegt er talið að yfir 70 séu enn í hönduin Tsjetsjena í þorpinu. Tsjúbajs hættur Skýrt var frá afsögn umbóta- mannsins Anatolíj Tsjúbajs, aðstoð- arforsætisráðherra sem stjórnað hefur einkavæðingarmálum, í Moskvu í gær. Vestrænir hagfræð- ingar töldu afsögnina og vaxandi áhrif harðlínumanna í Kreml geta merkt að Jeltsín væri að búa sig undir að friða kommúnista í Dúm- unni með því að nálgast sjónarmið þeirra. Yrði þá veittur aukinn stuðn- ingur við ríkisfyrirtæki og hægt á baráttunni við verðbólgu. Enn er ekki ljóst hvort Jeltsín gefur kost á sér til endurkjörs í kosningunum í júní. „Ég held að enginn geti aukið sigurlíkur hans því að stefna hans er gjörsamlega gjaldþrota og hrunin," sagði Gennadíj Zjúganov, leiðtogi komm- únista, á þingi í gær. Ætlunin var að Dúman ræddi vantrauststillögu sem umbótaflokkurinn Jabloko hef- ur borið upp á ríkisstjórn Víktors Tsjernómýrdíns forsætisráðherra. ■ Fellir Tsjetsjnya Jeltsín?/16 Reuter LIÐSMAÐUR flokks úr sér- sveitum Rússa við Pervom- aískoje reynir að hugga grát- andi félaga sinn sem missti vin er herflokkurinn gerði áhlaup á stöðvar Tsjetsjena í þorpinu í gær. Tölum um mannfall í Pervomaískoje bar ekki saman en hernaðarsér- fræðingar töldu víst að tugir manna væru þegar fallnir. Á litlu myndinni sést Naskova segja frá skipstökunni í Trabzon og flótta sinum. Irakar minn- ast Persa- flóastríðs ÍRÖSK sljórnvöld skýrðu í gær frá umfangsmiklum há- tiðarhöldum í tilefni þess að í dag eru fimm ár frá því Persa- flóastríðið hófst með loftárás- um bandamanna á Bagdad og fleiri skotmörk. Átökunum lauk nokkrum vikum síðar með ósigri Iraka. Fyrr í vik- unni sagði stjórn einræðis- herrans Saddams Husseins að aflétta bæri viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna vegna þjáninganna sem það hefði í för með sér fyrir íraskan almenning. Á myndinni er íbúi í Bagdad að kaupa í matinn og heldur á stöflum af pen- ingaseðlum; óðaverðbólga geisar í landinu. Starfsemi erlendra fréttastofa í Kína Skorður við fréttum af efnahagsmálum Pekinj;. Reutcr. STJORNVÖLD í Kína hafa tak- Reuter markað fréttaflutning af kínversk- um efnahagsmálum og snúið þar með af þeirri braut, sem Deng Xiaoping markaði með efnahags- umbótunum 1979. Óttast er, að þetta geti gert út af við þann vísi að fjármálamarkaði, sem hefur ver- ið að myndast í landinu. í yfirlýsingu stjórnarinnar er borið við þjóðaröryggi og sagt, að erlendar fréttastofur verði að fara að reglum Xmbua-fréttastofunnar kínversku. Þá er þeim hótað refs- ingu, sem „ófrægja" Kína. Stefnu- breytingin hefur valdið ótta í Hong Kong sem hverfur undir yfirráð Kína á næsta ári. Fjármálaumsvif eru geysimikil í bresku nýlendunni og ljóst að skorður af þessu tagi myndu valda miklum vanda ef þær giltu einnig þar. Geta eyðilagt fjármálamarkaðinn Samkvæmt nýju reglunum er Kínveijum bannað að kaupa fréttir beint af erlendum fréttastofum en þau viðskipti, sem verða, eiga að fara eftir gjaldskrá, sem Xinhua ákveður. Hefur hún átt undir högg að sækja gagnvart erlendum frétta- miðlum að undanförnu en óvíst er hvort nýju reglunum er ætlað að bæta stöðu hennar á markaðnum eða hvort verið er að koma á stalín- ískum upplýsingahöftum. Ýmsir óttast, að reglurnar geti gert að engu þróun kínversks fjár- málamarkaðar. „Markaðurinn þrífst á áreiðanlegum upplýsingum - ekki á áróðri," var haft eftir kín- verskum upplýsingaráðgjafa, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Þá ber öllum hagfræðingum saman um, að fijálst upplýsingaflæði sé hornsteinn hins efnahagslega upp- gangs í landinu. Nýju reglurnar geta líka komið í veg fyrir, að Kína fái aðild að Alþjóðaviðskiptastofn- uninni, WTO.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.