Morgunblaðið - 17.01.1996, Side 6

Morgunblaðið - 17.01.1996, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Verkefnissljórn um yfirfærslu grunnskóla frá ríki til Reykjavíkurborgar Stofnuð verði fræðslumið- stöð í Miðbæjarskólanum Ráðgjafarmiðstöðvar í sex borgarhverfi TILLÖGUR verkefnisstjórnar um breytingar á skipulagi Skólaskrif- stofu Reykjavíkurborgar þegar sveitarfélög taka yfir grunnskól- ana hafa verið lagðar fram í borg- arráði. í tillögunum er gert ráð fyrir að öllu starfsfólki skrifstof- unnar verði sagt upp og að stofn- uð verði Fræðslumiðstöð Reykja- víkurborgar með aðsetur í Mið- bæjarskólanum. Lagt er til að borginni verði skipt í sex hverfí og að þar starfi ráðgjafarmið- stöðvar sem veiti ráðgjöf- og sál- fræðiþjónustu fyrir Dagvist barna og grunnskólana. Að sögn Sig- rúnar Magnúsdóttur, formanns skólamálaráðs, verður staða for- stöðumanns auglýst. Starfsfólk Fræðslu- skrifstofunnar ráðið í Reykjavík eru tvær skrifstof- ur um skólamál, Skólaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Fræðslu- skrifstofan, sem er ríkisstofnun en þar hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum vegna yfírtöku sveitarfélaganna á grunnskólun- um. Að sögn Sigrúnar er gert ráð fyrir að starfsfólk Fræðslu- skrifstofunnar verði ráðið til borgarinnar en í yfírtöku sveitar- félaganna á grunnskólunum fel- ist að sveitarfélögin ráði til sín kennarana, skólastjórnendur og starfsfólk fræðsluskrifstofa. Til- lögurnar hafa verið kynntar starfsfólki Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar og í skóla- málaráði. „Við viljum stofna nýja skrif- stofu sem við kjósum að kalla Fræðslumiðstöð borgarinnar," sagði Sigrún. „Þannig þykir okk- ur eðlilegt að öllum verði sagt upp á skólskrifstofunni svo að hægt verði að sameina þessar tvær skrifstofur í eina. Fyrsta skrefið er að velja þessari nýju stofnun forstöðumann og hafa hann með í ráðum um innra skipulag og verður staðan aug- lýst.“ Verkefnisstjórnin leggur til að fræðslumiðstöðin verði til húsa í Miðbæjarskólanum og að þar verði einnig til húsa Skóla- safnamiðstöð borgarinnar, skóla- stjóri Vinnuskólans og skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur. Sagði Sigrún að námsflokkarnir væru þegar fyrir í Miðbæjarskólanum og vilji væri til að ákveðinn kjarni yrði þar áfram. Ráðgjafar- og sálfræðiþj ónusta endurskipulögð '■I tillögu verkefnisstjórnar er bént á nauðsyn þess að vanda þjónustu yið börn, foreldra, kenn- ara og skölastjórnendur. Liður í því sé endurskipulagning á ráð- gjafar- og sálfræðiþjónustu Dag- vistar barna og grunnskólans með áherslu á samþættingu þjón- ustunnar. Lagt er til að borginni verði skipt í sex hverfi og ráð- gjafarmiðstöð verði í hveiju þeirra er veiti þessa þjónustu. VERKEFNISSTJÓRN UM breytingar á skipulagi skólaskrifstofu Reykjavíkur gerir ráð fyrir að stofnuð verði fræðslumiðstöð í Miðbæjarskólanum. Greinargerð sjálfstæðismanna Flutningur í Miðbæjarskóla illa ígrundaður BORGARRÁÐSFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins lögðu fram greinargerð á fundi borgarráðs vegna tillagna verkefnisstjórnar um yfírfærslu grunnskólans. Þar kemur fram að tillögur um flutn- ing nýrrar stofnunar, Fræðslum- iðstöðvar, í Miðbæjarskólann séu illa ígrundaðar. Skólinn sé elsta skólabygging borgarinnar og mis- ráðið að breyta honum í skrif- stofuhúsnæði. Rangt að segja upp starfsfólki í greinargerðinni kemur fram að sjálfsagt sé að stofna eina miðstöð skólamála í stað tveggja áður, en að sjálfstæðismenn telji rangt að segja starfsfólki Skóla- skrifstofu upp störfum vegna þessa. Lýst er stuðningi við tillögu um að sameina aðstöðu fyrir sér- fræði- og sálfræðiráðgjöf bæði leikskóla og grunnskóla og dreif- ingu á þessari þjónustu út í hverf- in. ítrekað er að núverandi hús- næði Skólaskrifstofu við Tjarnar- götu verði nýtt áfram sem mið- stöð skólamála. Með tilfærslu verði unnt að koma því við án mikils kostnaðar. Hugmyndir R- listans um að nýta húsnæði Mið- bæjarskólans fyrir fræðslumið- stöð séu afar óheppilegar og kostnaðarsamar. Húsnæðið sé nýtt af Námsflokkunum, Miðskól- anum, Tjarnarskólanum og Kvennaskólanum. Miðskólanum sagt upp Þá segir: „Svo virðist sem búið sé að segja Miðskólanum upp húsnæðinu og Tjarnarskóli og Kvennaskóli munu ekki geta nýtt þá aðstöðu sem skólarnir höfðu ef breyta á húsnæðinu í skrif- stofubyggingu. Þá er Námsflokk- um Reykjavíkur nánast úthýst og því óvíst um skipulag og framtíð- arhlutverk þeirra." Bent er á að Miðbæjarskólinn sé elsta húsnæði borgarinnar sem byggt er sem skóli og afar misráð- ið að breyta þessu skólahúsnæði í skrifstofubyggingu þegar 100 ára afmæli skólans nálgast. Með því að breyta byggingunni megi búast við umtalsverðum kostnaði, þar sem reikna má með meiri þörf fyrir endurnýjun en í nýju húsi. Skólasafnamiðstöð hafi flutt úr Miðbæjarskólanum fyrir nokkrum árum, þar sem óttast var um burð hússins og þrengsl tilfinnanleg. Tillaga um að flytja starfsemi Skólasafnamiðstöðvar og Vinnu- skólans séu og gagnrýniverðar, þar sem báðar stofnanir séu ný- komnar í húsnæði sem kostaði tugi milljóna að innrétta. Stafnes tók niðri í Sandgerðishöfn Ahöfnin rumskaði ekki við strandið STAFNES KE, 200 rúmlesta stál- bátur frá Sandgerði, strandaði á leirbotni í höfninni í Sandgerði í fyrrinótt. Átti hann þá skammt ófarið í grjótgarðinn. Oddur Sæ- mundsson skipstjóri segir að land- festar bátsins hefðu slitnað eins og tvinni í miklum sjógangi, en að öðru leyti var stillt veður, um tvö vindstig að vestan þegar þetta gerðist. Oddur sagði að helmingur áhafnarinnar hefði verið kominn um borð í bátinn upp úr kl. 1 að- faranótt þriðjudags. Skipverjar hefðu þá treyst landfestar vegna sjógangs en síðan háttað í koju. Um kh 3.30 kom mikil fylla inn í höfnina og slitnuðu sex sverar landfestar bátsins sem rak upp á leirbotn. Oddur sagði að festingin á leirbotninum hefði verið svo mjúk að áhöfnin hefði ekki rumsk- að við strandið. „Þetta fór nú betur en á horfð- ist. Það kom mikil fylla inn á flóð- inu. Þetta gerist stundum í þess- ari átt. Við kölluðum eftir aðstoð og björgunarbáturinn Hannes Hafstein var kominn til okkar rétt STAFNES KE er 200 tonna stálbátur. Hann strandaði á leirbotni í Sandgerðishöfn í fyrrinótt. um kl. fjögur. Hann ristir svo grunnt að hann komst alveg upp að Stafnesi svo þetta gekk mjög vel. Báturinn var laus að framan og aftan en sat fastur í leir á miðjunni. Kafarar könnuðu skemmdirnar en þær virtust óverulegar," sagði Oddur. Bátur- inn fór út í róður skömmu síðar. Um miðjan dag í gær sagði Oddur að mokveiði væri á miðunum og átti hann von á því að aflinn eftir daginn yrði 25-30 tonn af stórum þorski. Söluskýrsla ÁTVR Afengis- sala jókst - tóbakssala minnkaði HEILDARSALA áfengis og tóbaks ÁTVR á síðasta ári nam 12.523 milljónum króna. Áfengissalan nam 7.940 milljónum króna og tóbakssal- an 4.583 milljónum króna. Alls seldi ÁTVR um 10,4 milljónir lítra af áfengi á síðasta ári _sem er 8,45% aukning á milli ára. í alkóhóllítrum talið er aukningin 3,37% milli ára. Þessar tölur eru þó ekki samanburð- arhæfar þvi 1. desember 1995 hófu heildsalar sölu á áfengi til veitinga- húsa og ÁTVR hætti á sama tíma allri dreifíngu á áfengi annarri en þein-i er fram fer í vínbúðum sem sala til viðskiptavina. I sölutölunum er ekki talin sala ÁTVR til skipa, fríhafnar eða til útflutnings. Mest aukning varð í bjórsölu á síðasta ári. Alls seldust um rúmlega átta milljónir lítra á árinu en rúmlega 7,2 milljónir lítrar árið 1994 sem er 10,8% aukning milli ára. Mestur sam- dráttur varð hins vegar í sölu á brennivíni. Tæplega 81 þúsund lítrar seldust á árinu en 98.554 lítrar árið 1994 sem er 18% samdráttur. Samdráttur varð í sölu á öllum tegundum af tóbaki á síðasta ári miðað við 1994. Sala á vindlingum dróst saman um 3,06% milli ára. Alls seldust rúmlega 369 milljónir vindlinga 1995 en tæplega 381 millj- ón vindlinga 1994. Sala á vindlum , 1995 nam rúmlega 11,2 milljónum stykkja en 11,4 miiljónum 1994. Heildarsala reyktóbaks árið 1995 nam 12.090 kg en 12.852 kg árið 1994. Heildarsala nef- og munntób- aks nam 12.200 kg en 12.600 kg árið 1994. Andlát ELÍSA- BET JÓ- HANNS- DÓTTIR ísafirði. Morgunblaðið. ELÍSABET Jóhannsdóttir frá ísafirði, sem gekkst undir hjarta- og lungnaaðgerð á Salgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð í apríl á síðasta ári, lést í Sal- i grenska sjúkrahúsinu síðdegis á mánudag. Elísabet hélt áleiðist til Svíþjóðar ásamt eiginmanni sínum, Torfa Einarssyni, í febrúar 1992 og hafa þau dvalið ytra síðan þá. Frá því að aðgerðin var framkvæmd á síð- asta ári hefur líðan Elísabetar verið eftir atvikum en á laugardag veikt- ist hún alvarlega og lést á mánudag. Elísabet var 46 ára gömul, fædd 18. desember 1949. Hún lætur eft- ir sig eiginmann, Torfa Einarsson, fóstursoninn Símon Barða Haralds- son og barnabörn. Minningarathöfn um Elísabetu fer fram í Svíþjóð. Útför hennar fer fram frá ísafjarð- arkirkju og verður auglýst síðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.