Morgunblaðið - 17.01.1996, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996
LANDIÐ
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Sveinn Runóifsson landgræðslustjóri á borgarafundi á Hellu
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
HUSFYLLIR var á bogarafundi í Hellubíói þar sem m.a. var fjallað um friðun á Rangárvallaafrétti.
Rangárvallaafr éttur illa
farinn af uppblæstri
Hellu - Á fjölmennum borgarafundi
sem haldinn var á Hellu fyrir stuttu
flutti Ólafur Arnalds, jarðvegsfræð-
ingur RALA, erindi um ástand
Rangárvallaafrétts. Kom fram í
máli hans að afrétturinn flokkast
með fimm verst fömu afréttum á
landinu en 41,5 prósent hans eru
mjög illa farin af rofi og önnur stór
svæði í mikilli hættu verði ekkert
að gert. í framsöguerindi Óla Más
Aronssonar, oddvita Rangárvalla-
hrepps, kom fram að hreppsnefndin
hefði samþykkt á síðasta ári að
friða afréttinn í áföngum.
Skiptar skoðanir
um friðun
Óli Már Aronsson taldi upp rök
með og á móti friðuninni, en þyngst
með friðun vega tilmæli Land-
græðslunnar og RALA, en önnur
atriði svo sem sparnaður sveitarfé-
lagsins við smölun og fjallskil, yfír-
ráð heimamanna og úrræði þeirra
komi til friðunar skiþta einnig miklu
máli. Þá nefndi hann einnig ímynd
Ekki spurning um
hvort heldur hve-
nær afrétturinn
verður friðaður
sauðfjárbúskapar á ofbeittu landi.
Rökin á móti friðun eru þau helst
að bændur kunna að tapa hlunnind-
um og yfirráðum, smölun yrði að
fara fram þrátt fyrir friðun, þjóðleg-
ar hefðir við smölun, göngur og
réttir myndu leggjast af. Margir
bændur á svæðinu telji afréttinn
ekki svo illa farinn og hafi hann
gróið mjög mikið upp á síðustu ára-
tugum.
Öll beit á
auðnum ofbeit
Ólafur Amalds jarðvegsfræðing-
ur benti á að fáar skepnur þyrfti
til að viðhalda auðnum, þar sem
sauðféð sækir í næringarríkan ný-
græðinginn og auðnirnar grói þess
vegna mjög seint upp af sjálfu sér.
En með friðun og sáningu tæki
þetta mun skemmri tíma. Auk þess
væri umhverfi eldfjalla eins og
Heklu ekki beitarhæf svæði og
væri þ.a.l. nauðsynlegt að friða
einnig nærliggjandi afrétti.
Friðlýsing Heklu
og nágrennis
Á síðasta ári kom hópur landeig-
enda sem búa nærri Heklu með
áskorun til Náttúruverndarráðs um
friðlýsingu Heklusvæðisins. Sigur-
geir Guðmundsson í ferðamála-
nefnd Rangárvallahrepps fjallaði
um málið frá sjónarhóli hreppsins
sem hann sagði ekki á móti friðlýs-
ingu að uppfylltum vissum skilyrð-
um. Með friðlýsingu mætti ekki
koma í veg fyrir eðlileg afnot land-
eigenda, tryggja bæri hugsanlega
möguleika til orku- og jarðvinnslu
og aðgang ferðamanna að svæðinu.
Fyrirhugaðir eru fundir um málið
með hagsmunaaðilum.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
HORÐUR Askelsson við æfingar í ísafjarðarkirkju á mánudag.
Nýtt orgel vígt í
ísafjarðarkirkju
Batnandi
atvinnuástand
á Húsavík
Húsavík - Á umráðasvæði Vinnu-
miðlunar Húsavíkur, sem er Háls-
hreppur til Tjörness ásamt Húsavík,
var atvinnuleysi á síðastliðnu ári
minna en árið áður.
Á árinu 1995 voru greiddar
45.875 kr. í 29.149 daga en árið
áður, 1994, 47.687 kr. í 30.111
daga. Minna atvinnuleysi milli ára
var á Húsavík, í Skútustaða-, Bárð-
dæla- og Tjörneshreppum en meira
atvinnuleysi en árið áður var í Aðal-
dæla-, Reykdæla-, Ljósavatns-,
Háls- og Reykjahreppum.
ísafirði - Haldnir verða sérstakir
orgeltónleikar í hinni nýju ísa-
fjarðarkirlgu miðvikudaginn 17.
janúar kl. 20.30 í tilefni af því
að verið er að taka þar í notkun
nýtt og stórt pípuorgel.
Að loknu ávarpi formanns
sóknarnefndar mun Hörður
Áskelsson, organisti við Hall-
grímskirkju, leika á orgelið nýtt
tónverk sem Jónas Tómasson
tónskáld var sérstaklega fenginn
til að senya vegna þessarar at-
hafnar en það nefnist Úr guð-
spjöllunum - sjö hugleiðingar
fyrir orgel.
Einnig mun Hörður leika eitt
tónverk eftir J.S. Bach og kirkju-
kór ísafjarðarkirkju mun syngja
nokkur lög við undirleik organ-
ista kirkjunnar, Huldu Braga-
dóttur.
Viðræðum
Boeing og McD
Douglas hætt
London. Reuter.
BOEING Co og McDonnell Douglas
Corp hafa lokið könnunarviðræðum
um samruna, aðallega vegna þess
að samkomulag hefur ekki náðst
um verð McDonnells og val á fram-
kvæmdastjórum sameiginlegs fyrir-
tækis, að sögn Wall Street Journal
Europe.
Þar með hefur verið fórnað tæki-
færi til að koma á fót forystufyrir-
tæki í flugvélasmíði í heiminum að
sögn blaðsins. Ekkert lát verði á
harðri samkeppni á þessu sviði og
hvort fyrirtæki um sig muni kanna
kaup á öðrum fyrirtækjum. Viðræð-
urnar hófust fyrir alvöru í nóvember
og vöktu furðu innan beggja fýrir-
tækja í fyrstu, en brátt sannfærðust
verkalýðsleiðtogar og starfsmenn
um að fyrirætlunin hefði ýmsa kosti.
CS First Boston og lögfræðifyrir-
tækið Cravath, Swaine & Moore
komu fram fyrir hönd Boeing í við-
ræðunum, em McDonnells til ráðu-
neytis voru J.P. Morgan & Co og
Davis, Polk & Wardwell.
Vildu toppverð
Boeing beitti sér fyrir samruna
frá upphafi, en fyrirtækin könnuðu
einnig möguleika á að selja hvort
öðru eignir. Að lokum fékkst Bo-
eing ekki til að greiða toppverð, sem
framkvæmdastjórar McDonnells
fóru fram á.
Ef kaup hefðu komið til greina
hefði mátt meta McDonnell á 12
milljarða dollara eða enn hærri upp-
hæð. Ásakanir um hringamyndun
kynnu að hafa valdið miklum vanda.
FOKKERVERKSMIÐ JURN AR hafa átt í miklum
rekstrarörðugleikum upp á síðkastið.
Fokker nær
séreftirgabb
Amsterdam. Reuter.
VERÐ hlutabréfa í hollenzku flug-
vélaverksmiðjunum Fokker NV
lækkaði um einn þriðja í fyrradag
vegna falsaðs símbréfs um meira
tap á fyrirtækinu en talið hefur
verið, en verðið hækkaði aftur þeg-
ar á daginn leið.
„Mörgum röngum upplýsingum
um Fokker hefur verið dreift á
undanförnum vikum, bersýnilega til
að hafa áhrif á verð hlutabréfa, og
þetta virðist enn eitt dæmi þess,“
sagði Leo Steijn talsmaður.
Falsaða símbréfið var með bréf-
haus móðurfyrirtækisins Daimler
Benz Aerospace (DASA) og var
sent hollenzka blaðinu De Volk-
skrant um helgina.
Hlutabréf í Fokker lækkuðu fyrst
um 3,90 gyllini í 6,60, en hækkuðu
síðan í 9,70. Verðið var 10,50 gyll-
ini við lokun á föstudag þannig að
lækkunin nam að lokum aðeins 0,80
gyllinum.
Steijn sagði að símbréfið væri
greinilega falsað, því að DASA
hefði ekki skrifstofu í Dusseldorf
sem bréfið kom frá. Auk þess var
það á ensku, en ekki þýzku, og
óundirritað.
>
>
*
I
I
í
í
r
i
Granada nælir
sér í 9,2% í Forte ,
London. Reuter.
GRANADA-sjónvarpið hefur nælt
sér í 9,2% hlutabréfa í Forte-hótel-
fyrirtækinu, sem það reynir að
komast yfir fyrir 3.88 milljarða
punda.
Forte sagði kaupin bera vott um
örvæntingu og kveðst öruggt um
að geta haldið sjálfstæði sínu.
Granada kvaðst hafa keypt bréf-
in fyrir milligöngu systurfyrirtæk-
is, Allquiet Trading Ltd, og sér-
fræðingar í hlutabréfum segja að
sigurlíkur Granada virðist aukast
með hveijum deginum sem líður.
Tilboð Granada rennur út 23. jan-
úar.
Fréttin varð til þess að hlutabréf
í Forte hækkuðu í verði og síðdeg-
is höfðu þau hækkað um 15 pens
í 381. Hlutabréf í Granada hækk-
uðu um 21 pens í 691.
Völdunum skipt í stjórn Forte
Fyrir skömmu ákvað stjórn Forte
að verða við kröfum hluthafa og
og aðskilja hlutverk stjórnarform-
anns og forstjóra. Sir Rocco Forte,
sem gegnir báðum þessum embætt-
um, sagði í yfírlýsingu að Sir Anth-
ony Tennant yrði framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, en ekki æðsti
stjórnandi, frá 1. fehrúar, en Tenn-
ant hefur verið varastjórnar-
formaður Forte í þijú ár.
„Of lítið, of seint“
Granada segir um breytingarnar
í stjórn Forte að þær séu „of litlar
og of seint á ferðinni" og að ekki
sé tekið tillit til óska hluthafa um
að nýr forstjóri verði skipaður.
„Aðeins titlum er breytt“, sagði
forstjóri Granada, Gerry Robinson
í yfirlýsingu. „Tennant hefur verið
varastjórnarformaður í þijú ár og
Forte forstjóri í 13 ár. Frammistaða
fyrirtækisins á þessum 13 árum
talar sínu máli“.
Tennant kallaði ummæli Robin-
sons „írskt bull“.
I
I