Morgunblaðið - 17.01.1996, Síða 16

Morgunblaðið - 17.01.1996, Síða 16
V 16 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 FRÉTTIR: EVRÓPA MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Er efnahagurmn of bágur fyrir EMU? Brussel, París, London. Reuter. HÆGARI efnahagsbati í Evrópu en stjórnvöld margra Evrópusambands- ríkja vonuðust eftir, veldur því að æ fleiri draga nú í efa að áformin um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) geti orðið að veruleika í árs- byijun 1999. Athygli efnahagssér- fræðinga beinist ekki sízt að Þýzka- landi, en frammistaða Þjóðveija í efnahags- og peningamálum á næstu tveimur árum mun ráða úr- slitum um það hvort EMU-áætlunin, sem leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í síðasta mánuði, fær staðizt. Embættismenn og stjómmála- menn keppast hins vegar við að bera fréttir um nýja kreppu til baka. Alex- andre Lamfalussy, forseti Evrópsku peningamálastofnunarinnar (EMI), sem er fyrirrennari evrópsks seðla- banka, sagði í viðtali við Financial Times á mánudag að vissulega hefði hægt á efnahagsbatanum í Þýzka- landi og annars staðar í Evrópu. „Ég er hins vegar ekki jafnsvartsýnn og margir virðast nú vera, vegna þess að ég sé enga hefðbundna fyrirboða niðursveiflu í viðskiptaiífinu," sagði Lamfalussy. Hann sagði að ágóði fyrirtækja hefði ekki minnkað og þau hefðu heldur ekki aukið skuldir sinar, en þetta tvennt hefði verið fyrirboði allra niðursveiflna síðastliðna eina og hálfa öld. Yves-Thibault de Silguy, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins, tók í sama streng á blaða- mannafundi í Bmssel og sagði að grundvallaratriðin í efnahagslífi Evr- ópusambandsins væru í góðu lagi. Hann .sagði að jafnvel þótt menn hefðu mikið ímyndunarafl, væri ekki hægt að halda því fram að Evrópa sigldi nú inn í nýja kreppu. Sameiginleg yfirlýsing Frakka og Þjóðveija um aðgerðir Agence Europe greindi frá því á mánudag að Frakkland og Þýzkaland hygðust á næstu vikum gefa út sam- eiginlega yfirlýsingu um aðgerðir til að styrkja efnahaginn. Öðmm Evr- ópuríkjum yrði boðið að eiga aðild að slíkri yfirlýsingu, til þess að að- gerðirnar fengju „evrópskt yfir- bragð.“ Þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru til að ná niður fjárlagahallanum, geta þó orðið sársaukafullar. Þjóð- veijar þurfa að ná hallanum niður úr 3,6% af landsframleiðslu á síðasta ári niður fyrir 3% markið, sem til- greint er í Maastrieht. Hans Gunter Redeker, hagfræðingur hjá Chemieal Bank í London, segir að til þess að ná því markmiði verði þýzka stjórnin að skera niður útgjöld um 50 millj- arða marka, eða 2.250 milljarða ís- lenzkra króna. Samneyzlan, sem hafi stuðlað að auknum hagvexti á síðasta ári, muni þá dragast saman og hafa neikvæð áhrif á hagvöxtinn. Samstarfsörðugleikar stjómar- flokkanna í Þýzkalandi em sömuleið- is líklegir til að valda vandræðum, en ýmsir þingmenn Frjálsra demó- krata (FDP), samstarfsflokks Kristi- legra demókrata í stjóminni, vilja lækka skatta. Theo Waigel fjármála- ráðherra sagði á mánudag að stjóm- in myndi falla „innan sekúndu" ef þingmenn FDP greiddu atkvæði gegn næstu fjárlögum. Færi svo að þýzka stjórnin félli vegna ágreinings um ríkisfjármál, myndi stjórn Frakklands að margra mati sömuleiðis missa móðinn í bar- áttunni við fjárlagahallann og þar með væm EMU-áformin úr sögunni í bili. Michel Camdessus, yfírmaður Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, kom á mánu- dag af fundi Jacques Chirac, forseta Frakklands, og sagði að forsetinn hefði fullvissað sig um að hann myndi halda áfram á braut umbóta í velferð- arkerfínu til að lækka ríkisútgjöldin. Camdessus sagði enga kreppu á næsta leiti, heldur væri eðlilegt að nú hægði lítið eitt á hagvexti. Hann sagðist jafnframt viss um að Þjóð- veijum tækist að uppfylla skilyrði Maastricht. Reuter YVES-Thibault de Silguy, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði á blaðamanna- fundi í Brussel að hægt hefði á efnahagsbatanum í Evrópu, en ekki væri um neina kreppu að ræða. Opnað fyrir sam- keppni í farsímakerfum Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) samþykkti í gær reglur sem skylda ríkis- stjórnir aðiidarrikjanna til að koma á samkeppni i farsíma- og símakerfum sinum. Samkomulag náðist um regl- urnar í desembermánuði en ekki var hægt að samþykkja þær form- lega fyrr en nú þar sem eftir átti að þýða þær yfir á öll opinber tungumál sambandsins. í reglunum felst að ríkisstjórnir verða að afnema ríkiseinokun á farsímakerfum tuttugu dögum eftir að þær birtast í Official Jour- nal, lögbirtingarblaði sambands- ins. Ríkissljórnir verða að gera framkvæmdastjórninni grein fyrir því eftir níu mánuði hvernig miðar að koma reglunum í framkvæmd. I því felst þó ekki að þær hafi níu mánaða frest. Reglurnar taka gildi þegar í stað. Reglumar vom samþykktar i skjóli ákvæðis í 90. grein Rómar- sáttmálans sem heimilar fram- kvæmdastjórninni að taka ákvarð- anir af þessu tagi án þess að ríkis- stjórnir ESB-ríkjanna komi form- lega við sögu. Spánn, Portúgal, írland og Grikkland fá fimm ára aðlögunar- tíma að nýju reglunum og Lúxem- borg tveggja ára. Eitt umdeildasta ákvæði nýju reglanna er ákvæði sem heimilar einkafyrirtækjum að byggja upp eigin dreifingarkerfi án samráðs við ríkissímakerfin. „ ^ Reuter I ATOKUNUM við tsjetsjensku skæruliðana hefur rússneski herinn beitt fallbyssum, eldflaugum, fallbyssuþyrlum og þungum vélbyssum en í gær veittu þeir enn harða mótspyrnu. Er þetta mál mjög alvarlegt fyrir Jeltsín enda er óttast, að margir gíslanna hafi látið lífið í sprengjuhríðinni. Verður Tsjetsjníja Jeltsín að falli? Innrásin í Tsjetsjníju átti að vera til marks um styrkleika en hefur opinberað getuleysi hersins og vanmátt Jeltsíns London. The Daily Telegraph. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, og stuðningsmenn hans lýsa aðferð- um sínum við að frelsa gísla tsjetsj- ensku skæruliðanna í Pervoma- ískoje sem illri nauðsyn, sem gripið hafi verið til þegar öll önnur ráð voru þrotin. Hann gæti líka sagt sem svo, að stjórnmálamenn á borð við hann sjálfan yrðu stundum að taka erfíðar ákvarðanir, sem venju- legir borgarar veigruðu sér við. Sömu rökin, að allt hefði verið reynt til þrautar, voru notuð til að réttlæta innrásina í Tsjetsjníju fyrir rúmu ári en önnur og mikilvægari rök komu þá líka við sögu: Þörfin á að hressa upp á ímynd Jeltsíns sem hins sterka manns þjóðarinnar. Sú tilraun mistókst hrapallega. Herförin til Tsjetsjníju sýndi aðeins fram á veikleika rússneska hersins og yfirboðara hans, Jeltsíns, og getuleysið og spillingin eru nú öllum augljós. Tsjetsjenskir skæruliðar hafa auðmýkt yfirvöldin í Moskvu með því að ráðast í tvígang langt inn á rússneskt land og það má ekki gleymast, að ástandið í Tsjetsjníju er þeim mun mikilvæg- ara fyrir það, að forsetakosningar verða í Rússlandi innan hálfs árs. Jeltsín ætlar að tilkynna fyrir miðjan febrúar hvort hann gefur kost á sér í forsetakosningunum en nú þegar er ljóst, að framganga stjómarinnar í gíslamálinu verður harðlega gagnrýnd. Það mun svo aftur verða til að einangra Jeltsín og Víktor Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra hans, og rýja þá öllu trausti. Kemur gíslamálið í veg fyrir framboð Jeltsíns? Innrásin í Tsjetsjníju og það, sem síðan hefur gerst, virðist aðeins sýna, að ráðamennirnir í Kreml eru ekki neinir stjórnvitringar, heldur viðvaningar, sem reyna að breiða yfir eigið klúður með því að beita aflsmunum. Borís Jeltsín er augljóslega að renna sitt síðasta skeið sem forseti Rússlands. Atburðirnir í Pervoma- ískoje munu ekki verða til að halda á loft minningu hans sem „sterka mannsins". Meiri líkur virðast á, að hann verði uppnefndur „Blóðugi Borís“ h'kt og síðasti keisarinn, sem fékk viðurnefnið „Blóðugi Nikulás" eftir að tugir manna voru skotnir á götum Pétursborgar 1904. Uppslátturinn sem brást í augum margra Rússa er valda- tími Jeltsíns ekki síður tengdur blóðugum átökum en umbótum og endalokum kommúnismans. Sumir kenna honum um óöldina eftir að Sovétríkin hrundu, um uppreisnar- tilraun þingsins og slátrunina í Tsjetsjníju. Ráðgjafar Jeltsíns höfðu rétt fyr- ir sér þegar þeir ákváðu, að smá- stríð í Tsjestjníju gæti orðið honum til mikils framdráttar. Skjótur sig- ur, lítið mannfall og sjónvarps- myndir af fagnandi Tsjetsjenum hefðu verið mikill uppsláttur fyrir forsetann. Vandamálið er, að stríðið hefur hvorki verið lítið né eingöngu bund- ið við Tsjetsjníju. Jafnvel þeir, sem varkárastir eru, áætla, að 40.000 manns hafi fallið og Tsjetsjenar hafa flutt átökin yfír á rússneskt land. Hver einasta kista, sem heim kemur með lík rússnesks her- manns, ætti að minna Jeltsín á, að Tsjetsjníjustríðið er ekkert smámál í Kákasusfjöllum. Það hefur haft afgerandi áhrif á forsetatíð hans og rússneskan almenning. Góma hættuleg- an kókaínfursta Mexíkóborg. Reuter. JUAN Garcia Abrego, höfuðpaur fíkniefnahringsins Flóasamsteypan, var handtekinn nálægt borginni Monterrey í Mexíkó á sunnudag og framseldur á mánudag til Banda- ríkjanna þar sem hans bíða réttar- höld. Hann er einn umsvifamesti forsprakki fíkniefnasmyglara, sem gómaður er í Mexíkó. Garcia Abrego er 51 árs banda- rískur ríkisborgari. Talið er að hann hafi smyglaði kókaíni að verðmæti 20 milljarða dollara, jafnvirði 1.300 milljarða króna, á ári til Bandaríkj- anna. Alitið er að hann hafí varið um 50 milljónum dollara á mánuði í mútur og það orð fer af Garcia Abrego, að hann hafi haft það til siðs að taka ákvarðanir um morð á andstæðingum sínum á 17. degi hvers mánaðar. Bandaríska alríkislögreglan hef- ur haft Garcia Abrego á lista sínum yfir 10 eftirsóttustu glæpamenn. Hefur hann gengið undir ýmiss konar dulnefnum, svo sem dúkkan, lávarðurinn, verkfræðingurinn, stjórinn, sá þolinmóði, karlinn og forstjórinn. Mjög hefur verið reynt að hafa hendur í hári Garcia Abrego og hefur hann verið á stöðugum flótta í rúmt ár. Talið er að hann hafí af þeim sökum ekki haft full tök á samtökum sínum. Svo var þrengt að honum á tíma í fyrra að sam- verkamenn hans reyndu þá að semja um uppgjöf hans. Garcia Abrego var ekki talinn Reutcr Juan Garcia Abrego í höndum réttvísinnar áður en hann var framseldur í fyrradag. hættulegasti kókaínfrusti Mexíkó er hann var klófestur. í fyrra var Amado Carrillo Fuentes, fertugur forsprakki Juarez-gengisins, talinn hættulegri. Hann gengur undir við- urnefninu himnalávarðurinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.