Morgunblaðið - 17.01.1996, Page 22

Morgunblaðið - 17.01.1996, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Aðild ASÍ að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins SKÖMMU fyrir ára- mót var talsverð umfjöll- un í fjölmiðlum um aðild starfsmanna ASÍ og fleiri félagasamtaka að Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins. Tilefnið var fyrirspum Sighvatar Björgvinssonar alþingis- manns um iðgjalda- greiðslur aðila vinnu- markaðarins til Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkis- ins og skuldbindingar þeirra vegna og svar fjármálaráðherra við þeirri fyrirspum. Alþingismaðurinn benti á að á sama tíma og Alþýðusambandið hefði kvartað mikið undan því hve réttur opinberra starfsmanna í lífeyrismálum_ væri sterkur, hefðu starfsmenn ASI verið félagar í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins á ámnum 1950 til 1990 og notið þar þeirra sömu réttinda sem þeir hefðu verið að gera athugasemd- ir við og að réttindi þessi væru í skjóli ábyrgðar ríkisins á skuldbind- ingum Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins. Ummæli alþingismannsins vom byggð á svari ijármálaráðherra við fyrirspurn þingmannsins en það svar var byggt á greinargerð sem lífeyris- sjóðurinn hafði tekið saman. Forseti ASÍ og 2. varaforseti sam- bandsins svömðu ummælum þing- mannsins og sögðu þau byggð á ósannindum og rangfærslum. I mál- flutningi þeirra er því haldið fram að ASÍ beri sjálft alla ábyrgð á lífeyr- isskuldbindingum vegna starfs- manna sambandsins og engin ábyrgð hvíli á ríkissjóði vegna þeirra og að ekkert fari úr ríkissjóði til að greiða lífeyri fyrmm starfsmanna ASÍ. Fullyrðingar sem fram komu í umræðum þessum og blaðaskrifum, sem fylgdu í kjölfar þeirra, um fjár- mál Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og þær skuldbindingar sem á honum hvíla em um margt villandi. Er því nauðsynlegt að koma að skýringum og leiðréttingum. Meginástæða rangra ályktana og fullyrðinga um ábyrgð og skuldbindingar ríkisins vegna starfsmanna félagasamtaka, sem tryggðir em í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins, virðist vera að ekki er gerður greinarmunur á formlegri ábyrgð þessara félagasamtaka til að greiða uppbætur á lífeyri og hinni raunvemlegu skuld- bindingu sem á sjóðnum hvílir vegna lífeyris starfsmannanna. Iðgjöld og ávöxtun iðgjalda Rúmlega 20 þúsund einstaklingar greiða nú iðgjöld til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og alls hafa um 40 þúsund einstaklingar áunnið sér rétt til lífeyris úr sjóðnum. Auk ríkisins greiða tæplega 200 launagreiðendur iðgjöld til sjóðsins fyrir starfs- menn sína. Meðal þeirra eru 50 sveitarféiög, 12 stéttarfélög og samtök þeirra, líknarfélög og sj álfseignarstofnanir. Samkvæmt lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins em iðgjöld til sjóðsins einungis greidd af dagvinnu- launum og á sama hátt mynda dag- vinnulayn einn stofn til greiðslu á líf- eyri. Iðgjöld sjóðfélaga em 4% af launum en launagreiðendur greiða 6% af sömu fjárhæð. Pessar reglur eiga við um alla launagreiðendur, sem greiða til sjóðsins, þ.m.t. ríkissjóð. Fullyrðing 2. varaforseta ASI í grein í Morgunblaðinu 20. des. sl. þess efn- is að ríkið greiði ekki mótframlag vinnuveitenda er því ekki á rökum reist. Ríkið greiðir mótframlag og hefur ætíð gert með sama hætti og aðrir sem tryggt hafa starfsmenn sína í sjóðnum svo sem ASI. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins ávaxtar síðan þessar iðgjalda- greiðslur og aðrar eignir sínar að mestu með kaupum á verðtryggðum skuldabréfum ríkissjóðs og annarra opinberra aðila og með verðtryggð- um lánum til sjóðsfélaga. Ávöxtun á eignum sjóðsins hefur farið mjög batnandi á undanförnum árum og er ekki frábrugðin því sem almennt gerist hjá lífeyrissjóðum. í því sam- bandi þarf hins vegar að gæta þess að sjóðurinn sjálfur nýtur ekki ávöxt- unarinnar að fullu til að byggja upp eignastöðu sína. Vextir og verðbætur af 40/100 hlutum þeirra verðtryggðu skuldabréfa sem sjóðurinn kaupir renna til launagreiðendanna með þeim hætti að sú fjárhæð kemur til frádráttar þeim uppbótum á lífeyri, sem launagreiðendur annars inna af hendi og vikið verður að hér á eftir. Fyrir áramót kom fram fyrirspurn um aðild starfsmanna ASÍ að Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins. Haukur Haf- steinsson kemur skýr- ingum og leiðréttingum áframfæri. Fullyrðing 2. varaforseta ASÍ í fyrrnefndri grein í Morgunblaðinu þess efnis að sjóðurinn hlunnfari sambandið með því að ávaxta ein- ungis 40% af greiðslum þess inn í sjóðinn er því alröng og í reynd umsnúningur staðreynda. Reyndin er sú að allar tekjur sjóðsins, þ.á m. iðgjöld ASÍ, eru ávöxtuð. Sú ávöxtun er hins vegar ekki öll notuð til að byggja upp sjóðinn. Hluta hennar er varið til að lækka þær uppbætur á lífeyri, sem launagreiðendur greiða til sjóðsins. Af þessum ástæðum eru þær uppbætur sém launagreiðendur, þ.á m. ASI, greiða til sjóðsins lægri en ella væri, staða sjóðsins er verri og ábyrgð ríkisins vegna starfs- manna þessara aðila er meiri. Formleg ábyrgð launa- greiðanda, skuldbinding LSR og ábyrgð ríkissjóðs Þegar til greiðslu á lífeyri kemur skiptist hann á ákveðinn hátt á milli sjóðsins og þeirra launagreiðenda sem sjóðfélaginn starfaði hjá. Lífeyrisþeg- inn fær að vísu allar greiðslur frá sjóðnum og er sjóðurinn ábyrgur fyr- ir þeim gagnvart honum, en sjóðurinn endurkrefur launagreiðendur um hluta lífeyrisins, sem kölluð er uppbót vegna lífeyrishækkana. Sé launa- greiðandinn af einhveijum ástæðum ekki fær um að greiða þessar uppbæt- ur lenda þær á sjóðnum og á ábyrgð ríkissjóðs. Sama er að segja um það sem kann að vanta á að þessar upp- bætur nægi til að brúa bilið á milli iðgjalda og ávöxtunar á þeim og líf- eyrisskuldbindinga sjóðsins gagnvart sjóðfélaganum. Það að launagreiðandi greiði uppbætur á lífeyri eins og þær eru reiknaðar á hveijum tíma er því engin trygging fyrir því að hann firri sjóðinn því að greiða meira í lífeyri Haukur Hafsteinsson en iðgjöldum og ávöxtun þeirra nem- ur og afléttir því ekki ábyrgð ríkis- sjóðs á því að greiða það sem á vantar. Lífeyrissjóðurinn greiðir í lífeyri þá íjárhæð sem réttindi lífeyrisþega seg- ir til um þegar taka lífeyris hefst. Hækkanir á lífeyri eftir það, sem stafa af því að viðmiðunarlaunin hækka, er krafín inn hjá þeim launagreiðanda sem starfsmanninn tryggði. Frá þeirri kröfu er þó dregin ávöxtun á þeim skuldabréfum sem keypt eru fyrir 40% af ráðstöfunarfé sjóðsins á hveij- um tíma. Þessi regla um skiptingu ábyrgðar á lífeyrisskuldbindingum á við um alla launagreiðendur, sem greitt hafa iðgjald til sjóðsins, hvort sem það er ríkissjóður, ASÍ eða aðrir launagreiðendur. Réttur sjóðfélaga til lífeyris ræðst af þeim tíma sem greitt hefur verið í sjóðinn hans vegna og af þeim laun- um sem lífeyrir hans er miðaður við, sem yfirleitt eru laun eftirmanns í starfi. Þessi réttindi eru meiri en sjóðurinn getur staðið undir með þeim iðgjöldum sem greidd hafa ver- ið og ávöxtun á þeim, og er bilið að hluta til brúað með því að launagreið- endur greiða sjóðnum uppbót á líf- eyri. Sú uppbót er hins vegar ekki miðuð við það sem hugsanlega kann að vanta á í þessu efni en ræðst alfar- ið af launaþróun eftir að taka lífeyr- is hefst og ávöxtun sjóðsins á hveij- um tíma. Skuldbinding LSR gagn- vart sjóðsfélaganum annars vegar og iðgjöld og uppbætur launagreið- enda hins vegar, standast því ekki á. Hin formlega ábyrgð launagreið- anda er eingöngu sú að greiða þann hluta lífeyrishækkunar eftir að taka lífeyris hefst, sem er umfram 40%o af ávöxtun sjóðsins sbr. framan- greint. Nægi þessi uppbót ekki til að brúa bilið milli iðgjalda og lífeyr- isréttinda eru þeir sem greiða til sjóðsins, aðrir en ríkissjóður, lausir ailra mála. Greiðslur og ábyrgð á því sem á vantar fellur á ríkissjóð. Stað- hæfingar forseta ASI í viðtali við Ríkissjónvarpið í fréttum kl. 20, 17. desember sl. og 2. varaforseta sam- bandsins í fyrmefndri blaðagrein þess efnis,. að með greiðslu hinnar mánaðarlegu uppbótar hafi allt verið greitt sem á vantar að iðgjöld standi undir lífeyrisskuldbindingunum, eru því ekki á rökum reistar. Sama er að segja um efnislega samhljóða staðhæfingu í leiðara Morgunblaðs- ins 29. desember sl. Ábyrgð ríkisins vegna ASÍ Talsmenn ASÍ hafa löngum gagn- rýnt lífeyriskerfi opinberra starfs- manna harðlega og hafa ítrekað bent á tugmilljarða ábyrgð ríkissjóðs vegna Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þeir hafa sagt_ að með þessu lífeyris- kerfi sé verið áð velta kostnaði af líf- eyrismálum st'arfsmanna ríkisins yfir á skattborgara framtíðarinnar. Þótt röksemdafærsla fyrir þessari gagnrýni sé að ýmsu leyti hæpin, er engu að síður sérkennilegt að á sama tíma og henni er haldið fram af ASÍ, kaus það að greiða iðgjöld vegna starfsmanna sinna til Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins ogtryggja þeim lífeyrisréttindi með sama hætti og opinberum starfsmönnum. Með þeirra eigin rökum hafa þeir því ver- ið að velta lífeyrisskuldbindingum yfir á félög í ASÍ, félaga þeirra á komandi árum og á skattborgara framtíðarinnar. Samkvæmt útreikningi trygginga- fræðinga getur Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins ekki staðið við skuld- bindingar sínar með eignum sínum. Ríkissjóður er í ábyrgð fyrir háum flárhæðum vegna þessara skuldbind- inga. Þessi ábyrgð nær til lífeyris- réttinda þeirra starfsmanna ASÍ, sem greitt hafa í sjóðinn með sama hætti og allra annarra sjóðsfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Talnakönnun hf. hefur reiknað út skuldbindingar vegna iðgjalda starfsmanna ASÍ til sjóðsins. Þessar skuldbindingar eru rúmlega 75 millj- ónir króna í árslok 1994. Lífeyris- sjóðurinn mun greiða þær. Ljóst er að iðgjöld vegna starfsmanna ASÍ og ávöxtun þeirra nægja hvergi nærri til að greiða þessar skuldbind- ingar. Uppbætur á lífeyri, sem ASÍ mun greiða sjóðnum samkvæmt þeim reglum sem gilt hafa, munu að öllum líkindum ekki duga til að greiða það sem á vantar. Mismunurinn verður þá gi'eiddur af ríkissjóði og þar með af skattborgurum landsins. í þessu sambandi er rétt að benda á að framansagt á að sjálfsögðu við með sama hætti um alla aðila utan ríkisins sem notfært hafa sér rétt til að tryggja starfsmenn sína í LSR. Einnig skal minnt á það sem áður hefur komið fram að eftir árslok 1990 hefur ASÍ ekki greitt í Lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins fyrir starfs- menn sína. Lokaorð Forsvarsmenn LSR hafa oft verið gagnrýndir fyrir það af sjóðsfélög- um að blanda sér ekki meira I um- ræðu um málefni LSR sem hefur því miður oft einkennst fremur af haldlitlum staðhæfingum en þekk- ingu. í upphafi greinar þessarar er bent á það að umfjöllun í fjölmiðlum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins að undanförnu hafi verið villandi og í henni hafi verið rangar staðhæf- ingar, sem nauðsynlegt væri að leið- rétta. Með það í huga er framanrit- að sett á blað. Höfundur er framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Deildaskipting Dagsbrúnar og ófullnægð athyglisþörf HUGMYNDIR B- listamanna um deilda- skiptingu Dagsbrúnar hljóða upp á tvenns konar deildaskiptingu; annars vegar eftir vinnustöðum og hins vegar eftir starfsgrein- um. Hvergi örlar á neinni skilgreiningu um þau vandamál sem þessu eru samferða né hvernig á að skipta mönnum í deildir þar sem forsendurnar ganga þvert hvor á aðra. Til dæmis eru á mörgum stórum vinnu- stöðum starfsmenn úr mismunandi starfshópum í raun. Hvernig á t.d. að greina á milli bíl- stjóra og tækjamanna og annarra þvílíkra hópa og þeirra sem vinna nánast eingöngu í innanhússverk- um, t.d. í fiskvinnslunni? Sama spurning hlýtur að vakna með ýmsa vinnustaði á vegum Reykjavíkur- borgar, t.d., svo og í hafnarvinnu og hjá flutningafyrirtækjum. Þá er með öllu ósvarað þeirri spurn- ingu sem kannski væri þó réttara að leggja meiri áherslu á, í hvaða hópum eiga þeir að ná áhrifum, m.a. á samn- inga, sem ekki falla undir þessar illa skil- greindu deildaskipting- arhugmyndir B-lista- manna. Það er veruleg hætta á að margir starfsmenn, einkum á smærrí vinnustöðum, verði útundan í þessu, svo að ekki sé nú minnst á þá sem ganga at- vinnulausir á hveijum tíma. Einmitt þetta ættu menn að hafa ofar- lega í huga, samanber tilraunir núver- andi ríkisstjómar til að ijúfa tengslin milli tryggingabóta og launa - at- vinnuleysisstyrkurinn er greiðsla úr tryggingasjóði fyrst og fremst. Reyndar hef ég hvergi rekist á það í málflutningi B-listamanna að þeir svo mikið sem minnist á aðstæður atvinnuleysingjanna, en því miður er sá hópur nokkuð stór í röðum Dags- brúnarmanna. Trúnaðarmenn og áhuga- samir trúnaðarmenn Inn í þetta blandast einnig hug- myndir B-listamanna um áhrif trún- aðarmanna sem þeir tala um að eigi flestir að vera kjömir á vinnustað. Ég veit ekki betur en svo hafi ævin- lega verið þar sem starfsmenn á vinnustað hafa sýnt vilja til þess að fá tiltekinn mann sem trúnaðarmann. Það formsatriði að stjórn skipi trúnað- armanninn hefur mér vitanlega engu breytt um þetta en hins vegar hefur stjómin í einhveijum tilvikum orðið að skipa trúnaðarmann á vinnustað þar sem ekki hefur verið samstaða um ákveðinn mann. En aftan í hug- myndir sínar um val og áhrif trún- aðarmanna innan deildanna hnýta þeir hugmyndum um val áhugasamra trúnaðarráðsmanna á aðalfundi. Með hveijum hætti þetta val á að fara fram eru þeir að öðm leyti fáorðir. Þetta er athyglisvert vegna þess að ekki er á þeim að heyra að þeir óski eftir því að trúnaðarráðið tengist stjóminni eins og verið hefur, heldur virðist svo vera að stjómin eigi að leika lausum hala og trúnaðarráðið Ólafur Guðmundsson að vera í öðm hlutverki. Þetta er með sama marki brennt og margt annað hjá þeim félögum. Hugmyndimar em lítið áþreifanlegri en ský á himni. Sameining verkalýðsfélaga Hugmyndir um sameiningu verka- lýðsfélaga, fyrst og fremst Dags- brúnar og Framsóknar núna og síðar væntanlega fleiri félaga, ef til vill Hlífar í Hafnarfirði og Iðju í Reykja- vík og Félags starfsfólks í veitinga- húsum sem öll starfa einnig fyrir láglaunahópa eins og fyrstnefnd fé- B-listinn hefur ekki mótaðar hugmyndir, segir Olafur Gunnars- son, um markvissar breytingar. lög, virðast hafa alveg fallið í skugg- ann af deildaskiptingarhugmyndum A-listans. Það leiðir af sjálfu sér að deildaskipting félaga og sameining þeirra hljóta að haldast í hendur að einhveiju leyti. Af þeim sökum er það heldur tor- tryggilegt þegar menn skella fram hugmyndum um annað málið án þess að ræða hitt málið í tengslum við það. Þó í stefnuskránni standi orðalag um að deildaskiptingin hljóti að vera sveigjanleg og þá væntanlega breyti- leg í ljósi ástands á hveijum tíma, er það ekki góðs viti að sjá að flumbrugangurinn og viðþolsleysið virðist ráða mestu í þessum efnum. Lögð er áhersla á að deildaskiptingin verði að eiga sér stað strax. Ekki virðist vera hugað að því að málefnið þarfnist gaumgæfilegrar umræðu og ekki virðast menn heldur hafa hugsað sér að láta samþykktir um t.d. stjórn- arhætti innan hverrar deildar og önn- ur álíka málefni sem hljóta að koma upp á borðið, fá afgreiðslu á aðal- fundi félagsins, en í Dagsbrún eins og öllum öðrum félögum er yfirleitt gert ráð fyrir því að aðalfundur hafi síðasta orðið í allri stefnumörkun. Málflutningur B-listamanna um deildaskiptinguna virðist helgast af von þeirra um atkvæðafjölda úr þeim hópum sem telja sig hafa sérstaklega góða aðstöðu í kjarabaráttunni og vilja fá sínum málum framgengt frek- ar en fengist hefur í sérkjarasamning- um Dagsbrúnar, en þeir hafa á undan- fömum árum verið um 20 talsins. Hætt er hins vegar við að hinn al- menni félagsmaður verði útundan gangi þessar hugmyndir eftir. Ég varpa að lokum fram þeirri spurningu, hvort mönnum finnist ekki að þetta óþol B-listamanna eftir einhveijum breytingum, sem þeir þó hafa ekki mótaðar hugmyndir um hveijar skuli vera, minni einna helst á viðbrögð þeirra sem búa við ófull- nægða athyglisþörf? Höfundur er Dagsbrúnarmaður og stuðningsmaður A-lista.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.