Morgunblaðið - 17.01.1996, Page 29

Morgunblaðið - 17.01.1996, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MiÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 29 inkonu hans, börnum og öðrum ættingjum eru sendar hugheilar samúðarkveðjur. Páll Skúlason, forseti heim- spekideildar. Við kennarar í enskuskor heim- spekideildar munum sakna Alans mikið. Hann hjálpaði okkur öllum til að koma okkur fyrir þegar við byijuðum undir hans stjórn hér á Aragötu 14. Robert Cook, eftir- maður hans, var samkennari hans á árinu 1968-69; við Júlían D’Arcy, Pétur Knútsson og Terry Lacy hófum störf við enskukennslu í Háskóla íslands stuttu eftir að Alan varð prófessor, en samkenn- arar okkar, Guðrún Guðsteinsdótt- ir, Jón Skaptason og Magnús Fjalldal eru fyrrverandi nemendur hans. Ég kynntist Alan árið 1976. Ég var þá nýkominn til íslands og þekkti fáa, en Alan bauð mér heim til sín um jólin og kynnti mig fyrir fjölskyldu sinni. Þó ég væri nýbak- aður stundakennari og aðeins með BA gráðu í ensku en hann vel þekktur fræðimaður og rithöfundur bæði hérlendis og í Bretlandi, kom hann alltaf fram við mig sem jafn- ingja sinn. Hann studdi mig í starfi mínu og aðstoðaði mig á allan hátt við að koma mér fyrir á íslandi. Við bárum mikla virðingu fyrir Alan og víst er að erfitt hefur ver- ið að feta í fótspor hans. Þegar Alan náði 70 ára aldurs- markinu og fór á eftirlaun, vissum við samkennarar hans að ákveðnu tímabili var lokið á okkar vinnu- stað. Eftirminnilegt var að sjá hann ganga að Aragötu 14, með höfuðið hátt og herramannslega klæddan - hvernig sem viðraði — rólegan á svip og með glampa í augum. Hversdagslegur en um leið dular- fullur herramaður, var eins og hann hugsaði alltaf fleira en hann lét uppi: Hvít þoka og fuglar á hægu flugi milli tijánna yfir rökum gangstígum grasi og blómum sem drúpa þungum krónum (Snorri Hjartarson) Við vottum Áslaugu, Alice, Anthony og öðrum í fjölskyldu Al- ans okkar dýpstu samúð. F.h. enskuskorar í Háskóla ís- lands, Martin Regal. Ég hitti Alan Boucher fyrst fyrir fjórtán árum. Framkoma hans var s fáguð og ljúfmannleg og ég kunni strax vel við hann. Eftir því sem ég kynntist honum betur óx virðing mín fyrir honum. Ég tók t.d. fljótt eftir því hversu vel hann var að sér um marga hluti og víðlesinn. Hann, Englendingurinn sjálfur, kunni t.d. betur íslensk fræði en margur ís- lendingurinn. Það var eins og að fletta upp í bókum þegar maður spurði hann um eitthvað sem við- kom t.d. ensku, íslensku, trúmál- um, bókmenntum og fleiru og fleiru. Það sem vakti aðdáun mína var, að svörin kom hann með að bragði og studdi þau gjarnan með dæmum eins og sönnum prófessor sæmir. Einstaklega gaman var að koma í heimsókn og tala við hann um alla heima og geima og alltaf fann ég að ég var velkomin. Hér heima skrapp ég gjarnan í tesopa eða kvöldverð og í Englandi stóð heimilið alitaf opið hvort sem þau Ásta og Alan voru þar eða ekki. Ef maður skrapp í smá verslunar- og afslöppunarferð til Englands og Ása og Alan voru heima á Islandi, fékk maður bara lyklana að húsinu og bílnum og leiðbeiningar um hvernig ætti að hita húsið. Síðan gat maður einfaldlega haft það eins og maður vildi og verið eins lengi og maður vildi. Á sumrin var gerð- ur lengri stans en á veturna. Þá naut ég veðurblíðunnar í yndisleg- um garðinum við húsið og Alan hafði gaman af að færa mér kalda og svalandi hressingu í hitanum. Ekki hef ég tölu á heimsóknum mínum til Englands en eitt er víst að Alan lagði sig allan fram um að gera hverja heimsókn sem ánægjulegasta. Hann leiddi mann um og sýndi allt það markverðasta. Einna minnisstæðast er mér þegar hann sýndi mér Háskólann í Cam- bridge þar sem hann stundaði nám. Við gengum um byggingar og garða og hann sagði frá skólaárum sínum þar. Þarna fræddist maður um hinar ýmsu skólavenjur, svo sem hveijir máttu ganga á grasinu og hveijir ekki. Hann hafði mikla og skemmtilega frásagnargáfu og hafði frá ýmsu að segja, enda hafði margt á daga hans drifið sem við á íslandi eigum ekki að venjast. Hann þekkti hveija þúfu og má með sanni segja að þar hafi hann verið á heimavelli. í eftirmiðdaginn gengum við síðan niður með ánni að veitingastaðnum sem hann og skólafélagarnir fyrrum vöndu kom- ur sínar á. Þar langaði hann að bjóða okkur upp á te og vöfflur með ijóma eins og hann var vanur að panta sér á skólaárunum. Þetta kallaði hann „Cream The“. Ég og Ása héldum að hann ætlaði að bjóða okkur upp á te með ijóma út í. Okkur leist ekkert sérstaklega vel á þetta boð hans, vildum bara okkar mjólk í teið eins og venju- lega. Við hlógum hins vegar öll dátt, þegar upp komst um misskiln- inginn. Alan gat hlegið með manni, en aldrei hló hann að manni. Hann miklaðist aldrei af því að vera há- menntaður með próf úr einum virt- asta háskóla í heimi upp á vasann, heldur kom hann alltaf fram við mann sem jafningja. Ása hefur vprið Alan stoð og stytta í gegnum árin og eftir að heilsu hans fór að hraka hefur hún hjúkrað honum eftir bestu getu og á skilið mikið lof t'yrir það. Alan var mér sérstaklega kær og reyndist mér ákaflega vel alla tíð. Ég minnist hans með hlýju og söknuði. Með sorg í hjarta bið ég honum guðs blessunar og votta ykkur, elsku Ása mín, Stína og Antony, innilega samúð. Ingibjörg Dís Geirsdóttir. í dag fer fram útför Alans E. Bouchers,_ eiginmanns föðursystur minnar, Áslaugar Þórarinsdóttur. Ég kynntist Alan þegar ég var unglingur. Móðir mín og Aslaug voru mjög góðar vinkonur og tölu- verður samgangur þeirra á milli. Einnig tók ég nokkrum sinnum að mér að gæta frændsystkina minna, þeirra Robins og Stínu. Á þessum árum var Alan frekar framandi fyrir mér. Hann kom úr allt öðrum heimi en þeim sem ég þekkti. Hann var eini langskólagengni maðurinn sem ég þekkti og þar að auki var hann ekki fæddur íslendingur. En íslenskur var hann. Því kynntist ég síðar. Hann var í raun mun meiri íslendingur en margir þeir sem ég þekki og fæddir eru íslend- ingar. Hann talaði lýtalausa ís- lensku. Til marks um það man ég þegar ég kom til Englands í fyrsta skipti, þá tóku hann og fyrrverandi skólafélagi minn á móti mér. Ég spurði þennan skólafélaga minn að því hvernig honum fyndist Alan tala íslensku. Þá var svarið. Hvem- ig eiga íslendingar að tala íslensku? Við hjónin höfum átt margar góðar stundir á liðnum árum með þeim Ásu og Álan. Bæði á íslandi og í Englandi sem við erum mjög þakklát fyrir. Alan var einstaklega vandaður maður. Aldrei man ég eftir því að hann talaði illa um nokkurn mann. Og alltaf var hann tilbúinn til að- stoðar ef hann fékk tækifæri til þess, til dæmis við enskunám barna okkar. Eitt sinn skipulagði hann ferð fyrir okkur um England sem er eitt eftirminnilegasta ferðalag sem við höfum farið i. Það er erfitt að hugsa sér Ásu án Alans. En verður hún án Alans þegar við hittum hana? Ég efast um það. Þau voru alltaf saman í nánast öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Ég held að á því hafi að- eins orðið sú breyting að við getum aðeins talað við og séð annað þeirra. Við hjónin höfum alltaf litið á Alan og Ásu sem eina af okkar bestu vinum enda hafa þau alla tíð verið okkur einstaklega góð. Við Þorbjörg sendum þér, Ása mín, og börnunum þínum okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að góður Guð styrki ykkur og varðveiti. Þórarinn Þ. Jónsson. Alan Boucher vár það sem heitir á ensku „sannur enskur heiðurs- maður“. Hann var af góðu bergi brotinn og vel menntaður. Alla þá tíð, sem við vorum samferða, heyrði ég hann aldrei státa af einu eða neinu og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Báða bar okkur hingað til ís- lands í stríðinu, en þá komum við hingað með breska setuliðinu. Fundum okkar bar þó ekki saman fyrr en kringum 1951, er ég starf- aði í breska sendiráðinu hér. Á þeim árum starfaði Alan hjá breska útvarpinu BBC. Hann sagði mér þá, að hann myndi vilja setjast hér að. Á BBC-árum sínum skrifaði hann nokkra útvarpsþætti um ís- land og annaðist sjálfur flutning þeirra í útvarpinu. Það varð úr að Alan og ijöl- skylda hans fluttu hingað til Reykjavíkur og gerðist hann brátt félagi í „Anglíu", hinu gamla félagi enskumælandi fólks hér í borginni. Gegndi hann þar trúnaðarstörfum, m.a. sátum við saman í stjóm þess. Þá var hann hinn liðtæki félags- maður, er á það reyndi að félags- menn ættu saman ánægjulega kvöldstund. Er mér helst minnis- stæður einn af fleiri stuttum leik- þáttum, sem hann samdi. Það var skemmtiþáttur sem fluttur var á jólafundi í félaginu af nokkrum góðum félagsmönnum, m.a.: Har- aldi Á. Sigurðssyni, Lárusi Ingólfs- syni, Þorsteini Hannessyni, Kristni Hallssyni, Benedikt Árnasyni, o.fl. Hér annaðist undirleik Fritz Weiss- happel og var þessi jólafundur í Sjálfstæðishúsinu. Þótti ekki aðeins flutningurinn takst vel heldur hafði höfundi og tekist hvað best, svo góð var þessi skemmtun. Hann var formaður „Anglíu“ um árabil og einn af heiðurs- og ævifélögum félagsins. Ár hvert, á vopnahlésdaginn, 11. nóvember, koma saman við minnis- merkið um fallna hermenn í Foss- vogskirkjugarði fyrrverandi breskir hermenn, fjölskyldur þeirra og vin- ir. Alan og Áslaug kona hans létu sig ekki vanta á þessum árlega minningardegi. Þar hittumst við í tilefni loka heimsstyijaldarinnar í maí slðastliðnum. Þau hjónin fóru til Englands. Þetta var okkar síð- asti fundur. Andlát vinar míns og vopnabróður, Alans Bouchers, minnir mig á það sem Kipling mun hafa sagt: „Gamlir hermenn deyja ekki, aðeins hverfa rólega.“ R.I.P. Brian Holt. Eiginmaður minn, t ÁSGEIR JAKOBSSON rithöfundur, er látinn. Bergrós Jóhannesdóttir. t Frænka mín, KATRÍN MAGNEA STEINGRÍMSDÓTTIR KJELLING, andaðist í sjúkrahúsi í Noregi föstudaginn 12. janúar. Útförin fer fram frá Saurakirkju, Nygárdsjön, Noregi, fimmtudag- inn 1 8. janúar. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Svanhvít Guðmundsdóttir og aðstandendur. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN BJÖRNSSON, Flúðaseli 80, lést 7. janúar. Úrförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og til starfsfólks deildar A-7 á Borgarspítalanum. Ásgerður Þórðardóttir, Kristjana Kjartansdóttir, Rúnar Grimsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES GUÐJÓNSSON útgerðarmaður, Grettisgötu 77, Reykjavík, v lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 15. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnheiður Maríasdóttir, Ingvar Á. Jóhannesson, Friðgeir Þ. Jóhannesson, Ragna S. Kjartansdóttir, Sigríður M. Jóhannesdóttir, Pétur Hreinsson, Reynir S. Jóhannesson, Margrét G. Kristjánsdóttir, Jökull H. Jóhannesson, barnabörn og barnbarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PÁLU KRISTJÁNSDÓTTUR, Litlu Grund, Hringbraut 50, áðurtil heimilis í Nóatúni 26, Reykjavík. Gunnar Einarsson, Stefán Jónsson, Eva Óskarsdóttir, Þórir Gunnarsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Kristján Gunnarsson, Anný Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR ilöTEL LDFTLEIDIR t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR Ll'NU HELGADÓTTUR, Bjarnarstíg 8, Reykjavik. Jóhann Jörundur Halldórsson, Guðmundur Freyr Halldórsson, Valgeir Rafn Halldórsson, Helgi Halldórsson, Sigurlína Anna Halldórsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.