Morgunblaðið - 17.01.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 31
BALDUR TRAUSTI
JÓNSSON
+ Baldur Trausti
Jónsson fæddist
í Þverdal i Aðalvík
14. júní 1932. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu í
Garðabæ 6. janúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Vídalínskirkju 16.
janúar.
VINIR berast burt með
tímans straumi. Sjálf-
sagt er margt til í þess-
um orðum skáldsins en
hitt veit ég líka að til
eru slíkir vinir að þó að þeir hverfi
yfir móðuna miklu verða þeir ávallt
hjá manni. Einn slíkan vin átti ég í
Baldri Jónssyni, eða Bía eins og hann
var kallaður af nánustu ættmönnum.
Leiðir okkar Baldurs lágu fyrst sam-
an á Urðarveginum á Isafirði. Þá var
hann í heimsókn hjá frænku sinni
kominn til að líta á stórborgarsollinn
úr fásinninu á Ströndum. Hann var
ekki að trana sér fram en við krakk-
arnir drógust að þessum granna
svarthærða strák. Það var eitthvað
í fari hans og persónu sem kallaði
fram hjá okkur forvitni en um leið
virðingu. Hann bjó yfir einhveiju sem
okkur skorti. Þó þessi fyrstu kynni
yrðu stutt, því ekki hafði sveitafólkið
langan tíma til frátafa frá sveita-
störfum, þá urðu þau undirstaðan
að skjótri og náinni vináttu þegar
Baldur kom í Gagnfræðaskóla Isa-
fjarðar og settist í sama bekk og ég.
Sú vinátta hélst æ síðan. Ekki spillti
heldur fyrir að hún Guðný, gamla
góða konan sem huggaði okkur
krakkana á Spítala ísafjarðar á nótt-
unni, var amma hans. Löngu næturn-
ar þegar gráturinn og ekkinn náðu
yfirhöndinni þegar við hugsuðum um
það hvort við fengjum nokkum tím-
ann að sjá mömmu eða pabba sem
höfðu verið send suður á Hælið þeg-
ar „hvítidauði" hafði náð heljartaki
á allri fjölskyldunni. Já, hann vinur
minn hafði margt frá þessari hjarta-
hlýju ömmu sinni. Hann mátti ekki
sjá tár á vanga öðmvísi en þerra
það. En Baldur var ekkert fýrir það
að flíka þessum næmleik sínum á
tilfínningar annarra. Oft brá hann
yfir sig kerksninni eða gráglettninni
en kímnigáfa hans var einstök. Þessi
hæfíleiki hans að sjá ávallt út spaugi-
legar hliðar á lífínu létti honum
marga raunina og kætti geð sam-
ferðamanna hans oft. Baldur naut
ekki síður virðingar skólafélaganna
í gagnfræðaskólanum en Hlíðarpúk-
anna á Urðarveginum er hann fýrst
heimsótti Isaíjörð. Enda var það eng-
in furða. Það lék honum flest í hendi
og ekki síður í orði. Hann var „popp-
stjarna" þess tíma. Lék fyrir dansi
á böllum í skólanum og þegar farið
var í útilegur í Birkihlíð. Þá þegar
kom í ljós hversu vel lesinn hann var
og hver ógrynni af ljóðum hann
kunni. Þar var hann langtum fremri
okkur strákunum á mölinni. Hann
vildi gjarnan opna þennan heim
skálda fyrir vinum sínum. Ég minn-
ist sérstaklega eins atviks er Guð-
mundur Hagalín kom í skólann á
bókmenntakynningu. Þá sagði Bald-
ur við okkur vini sína, „nú sitjið þið
kjurrir strákar, steinþegið og hlustið
vel“. Flutningur Guðmundar á kvæð-
inu Abba labba lá, hefur aldrei
gleymst.
Við Baldur urðum samferða í Sam-
vinnuskólann ári eftir lok gagn-
fræðaskólans. Þar vorum við sessu-
nautar eins og áður. Þar nutum við
frábærra kennara en skólinn var þá
ennþá undir skólastjóm Jónasar frá
Hriflu. Jónas kom víða við í sínum
tímum og tíðrætt var honum um
ástina. Einu sinni benti hann í áttina
til Baldurs og sagði; „e he sjáið þið
til stúlkur," en þær voru fjórar í
bekknum, „ef þið viljið kynnast róm-
antískum mönnum þá skuluð þið
velja menn með svona svart hár.“ I
tilfelli Baldurs hafði meistarinn rétt
fyrir sér. Hann hafði mikinn næm-
leika fyrir allri fegurð, hvort sem hún
fólst í manneskju, umhverfí eða list-
um. Þessi skynjun hans
setti oft hugarflug.og
drauma á fleygiferð. Sú
vinátta sem við hnýtt-
um í æsku hefur ávallt
verið traust. Kvöldið
áður en hann lést áttum
við ánægjulegt samtal
eins og svo oft áður.
Þá var honum tíðrætt
um æskustöðvamar og
sólargeislana sína
bamabörnin eins og svo
oft í seinni tíð. Baldur
hefur til margra ára átt
við heilsubrest að
stríða, en í því stríði
eins og öðmm hefur
hans styrka stoð verið hans ágæta
eiginkona, Vigfúsína Thorarensen
Clausen.
Ég vil með þessum línum senda
henni og öllum ættingjum innilegar
samúðarkveðjur um leið og ég kveð
æskuvin og þakka honum fyrir hans
tryggu og löngu vináttu.
Haukur Helgason.
Baldur Tr. Jónsson fyrrv. fram-
kvæmdastj. varð bráðkvaddur á
heimili sínu á þrettánda dag jóla, 6.
janúar sl. Baldur fæddist í Þverdal
í Aðalvík og ólst upp hjá foreldrum
sínum á nýbýli þeirra Borg úr landi
Garða Sæbólsmegin í Aðalvík. Bald-
ur ólst upp við öll venjuleg störf land-
búskapar og sjóróðra. Um sextán ára
aldur fór hann að heiman alfarinn;
með skóla stundaði hann þá sumarat-
vinnu í síldarverksmiðjunni í Djúpu-
vík í Reykjarfirði á Ströndum.
Að loknu samvinnuskólaprófí hóf
hann störf hjá Helga Benediktssyni
útg. í Vestmannaeyjum. Þar hlaut
hann góða reynslu, sem nýttist hon-
um vel við fyrirtækjarekstur síðar.
Jónas frá Hriflu skólastj. réð honum
að taka það starf að loknu prófi;
taldi hann betur náttúraðan fyrir þær
sviptingar, sem gerðust í útgerðar-
vafstri, en skrifstofuvinnu hjá ein-
hveiju kaupfélagi eða í opinberum
rekstri enn síður.
Baldur var í tvö ár hjá Helga Ben.
í Vestmannaeyjum. Var síðan
verslstj. hjá Kaupfélagi Suðumesja
í tvö ár en eftir það gerðist hann
framkvstj. hjá íshúsfélagi ísfírðinga
hf. tuttugu og tveggja ára að aldri.
Það varð síðan starf hans blómann
úr ævinni að stjórna fyrirtækjum í
útgerð og fískvinnslu. .
Baldur var athugull og fylginn sér
í þessum störfum. Hann var hug-
myndaríkur og hafði frumkvæði að
ýmsum framkvæmdum. Útgerð var
honum sérstaklega hugleikin. Hann
lét sér mjög annt um þau fyrirtæki,
sem hann stjómaði og þá einnig
starfsmenn þeirra. Baldur var mjög
skapríkur maður og liann átti það til
að ijúka upp, ef honum þótti að hann
ætti ósanngirni að mæta og þyrfti
að veija rétt eða hagsmuni fyrirtækja
sinna eða starfsmanna sinna. En reið-
in rauk fljótt úr honum og eftir litla
stund var hann aftur orðinn blíður á
manninn. Gagnvart starfsmönnum
sínum stillti hann skap sitt vel og
batt ævilöng vináttubönd við marga
þeirra. I öllu dagfari var hann vinsam-
legur og tillitssamur.
Baldur þjáðist frá ungum aldri af
of háum blóðþrýstingi og árið 1976
varð hann fyrir hjartaáfalli. Hann
þurfti að fara í hjartaaðgerð til Lund-
úna og var lengi að ná sér eftir það.
Raunar gekk hann ekki heill til skóg-
ar síðan og þurfti jafnaðarlega að
taka meðul við þessum sjúkdómi, sem
að lokum varð hans banamein.
Ég undirritaður kynntist Baldri
fljótt eftir að ég kom til starfa hjá
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna árið
1958 og varð okkur vel til vina og
hefir haldist síðan. Við höfum og
lengst af starfsævinni átt töluvert
saman að sælda meðal annars sem
sameignarmenn í Langeyri hf. Góður
vinskapur tókst og með konu hans
Vigfúsínu og okkur hjónum.
Einkasonurinn Jón Dofri var þeim
hjónum Baldri og Sínu mikill ljós-
geisli og gleðigjafí í lífinu.
Ekki sízt urðu sonardæturnar
Baldri ríkuleg uppspretta gleði og
hamingju hin síðustu ár. Hafði hann
ævinlega orð á því þegar við hittum
hann eða áttum tal við hann í síma.
Við Þorgerður sendum Vigfúsinu,
Jóni Dofra og fjölskyldu hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um þeim líknar í harmi þeirra. Jafn-
framt biðjum við Baldri góðrar heim-
komu eftir vistaskiptin.
Helgi G. Þórðarson.
Félagar í Framsóknarfélagi
Garðabæjar og Bessastaðahrepps
kveðja nú formann sinn Baldur T.
Jónsson.
Undanfarin tvö ár hafði Baldur
gegnt þessu starfi í félagsskap okk-
ar af einstakri trúmennsku og áhuga
þrátt fyrir veikindi sín. Á þessum
tíma urðu allmiklar breytingar á
högum Framsóknarfélagsins, veru-
leg endurnýjun átti sér stað og keypt
var húsnæði undir starfsemina.
Segja má að öll hálfvelgja hafi
verið Baldri mjög á móti skapi, eins
og Vestfírðinga er háttur. Annað-
hvort skyldi skrefið stigið til fulls
eða alls ekki. Baldur, sem sagðist
koma úr félagsþroskuðu umhvei'fí
að vestan var oft undrandi yfír
meintu kæruleysi og áhugaleysi fé-
lagsmanna og oft gat fokið í minn
mann vegna þessa.
Þó leiðir okkar Baldurs hafí ekki
legið saman nema síðustu 2 til 3
árin urðu kynni okkar allnáin þennan
tíma. Baldur þreyttist seint á að
hleypa okkur sem yngri vorum kapp
í kinn og sagði gjaman því til stað-
festingar að vestur á fjörðum hefði
ungum mönnum verið helst treyst-
andi fyrir skipstjórn. Þeir hefðu haft
kappið og þorið og því aflað betur
en hinir sem eldri voru. Merkilegt
þótti mér að Baldur ólst upp í Aðal-
vík á Hornströndum, byggð sem
fyrir löngu er aflögð. Ræddum við
oft um lífsbaráttuna og náttúrufar
þar norðurfrá. Ekki er að efa að
þessi uppmni Baldurs mótaði per-
sónu hans sterkt. Skömmu fyrir
andlát Baldurs áttum við langt sam-
tal um framtíð byggðar á Vestíjörð-
um. Afstaða hans sem Vestfírðings
var allsérstæð, en hann áleit að eng-
inn mannlegur máttur gæti stöðvað
fólksflóttann frá Vestfjörðum. Það
væri sama hvað samgöngur yrðu
bættar og sú óværa sem hreiðrað
hefði um sig í fólkinu yrði ekki svo
auðveldlega kæfð.
Á aðalfundi Framsóknarfélags
Garðabæjar og Bessastaðahrepps nú
í haust tilkynnti Baldur að hann
gæfí ekki kost á sér til áframhald-
andi stjómarstarfa fyrir félagið.
Hann fór ekki leynt með þá skoðun
sína að Framsóknarflokkurinn væri
í vondum félagsskap í ríkisstjóm
með Sjálfstæðisflokknum. Enda
mótaðist stjórnmálaskoðun og lífs-
sýn Baldurs mjög svo af samhjálp
og félagshyggju, en auðhyggja og
sérgæska var honum ekki að skapi.
Baldur dæmdi þó ekki fólk eftir
stjórnmálaskoðunum, vini átti hann
í öllum flokkum og mér er ekki ör-
grannt um að hann hafi verið með
mestu aðdáendum Matthíasar
Bjarnasonar.
Minningin um góðan dreng lifir
og fyrir hönd Framsóknarfélags
Garðabæjar og Bessastaðahrepps
sendi ég eftirlifandi eiginkonu Bald-
urs, Vigfúsínu Clausen, syni hans
og tengdadóttur innilegustu samúð-
arkveðjur.
Einar Sveinbjörnsson.
Frændi minn og vinur Baldur
Trausti Jónsson frá Borg í Aðalvík
er látinn. Andlát hans þurfti ekki
að koma okkur, sem þekktum hann,
á óvart, því hann hafði verið hjarta-
veill um árabil og hlífði sér hvergi.
Hugur hans stóð þó ávallt til stórra
verka í framhaldi af glæsilegum
starfsferli, ekki síst á Ísafjarðarár-
unum þar sem hann lét mest til sín
taka. Hann varð ungur forstjóri ís-
húsfélags ísfirðinga hf. og síðar
Hraðfrystihússins Norðurtanga og í
þessum störfum hreif hann menn
með sér í uppbyggingu, lét reisa hús
og byggja skip og hvatti menn til
dáða. Hann var skapmaður mikill
en jafnframt tilfinninganæmur og
mikill félagi og vinur samstarfs-
manna sinna. Hann var stórhuga
athafnamaður, greindur og kjark-
mikill húmoristi sem naut sín vel á
þeim vettvangi sem hann kaus sér
í lífinu. Forusta og mannaforráð
fóru honum vel, því þrátt fyrir lund-
erni eldhugans var hann drengur
góður.
Hann hefði vafalaust talið að þessi
minningargrein mín væri meingöll-
uð, þar sem ekkert væri um ártöl
og enn minna um ættfræði, en til
að bæta hér örlítið úr, er rétt að
geta þess að ættir Baldurs liggja
bæði í Þingeyjarsýslu og Húnavatns-
og þegar slík bætiefni blandast
vestfirsku blóði hlýtur skýringin að
liggja í augum uppi.
Þótt atvinnulífið tæki mestan tíma
. á meðan Baldur var og hét, voru
áhugamál hans margvísleg. Hann
átti gott og vandað bókasafn sem
hann umgekkst með virðingu og
gleði, enda komu menn ekki að tóm-
um kofunum hjá honum. Ættfræði
og saga skipuðu stóran sess í lífi
hans og engan þekki ég sem var
betur að sér um samferðamenn sína
og ættmenni. Þá var hann sérlega
vel að sér í mannkynnssögu og
hreinn sérfræðingur í sögu stríðsár-
anna. Þar tel ég að kynni hans af
bresku hermönnunum í Aðalvík á
tímum seinni heimsstyijaldarinnar
hafí mótað áhuga hans, en hann
dáðist mjög að Bretum og breskum
hefðum.
Tónlistin var eitt af áhugamálum
Baldurs frænda míns. Hann var
mjög músíkalskur, spilaði á harm-
oniku og píanó, en ánægjulegast
fannst honum að ég held að spila í
lúðrasveit. Margar góðar minningar
eru tengdar Lúðrasveit ísafjarðar
þar sem hann var einn af máttar-
stólpum og spilaði á básúnu. Á ísa-
fjarðarárunum hóf hann að stunda
hestamennsku og hélt því áfram
eftir að hann fluttist til Hafnarfjarð-
ar og síðar í Garðabæ og reyndar
byggði hann sér hesthús í Súganda-
firði, þegar hann tók að sér fram-
kvæmdastjóm fyrir Fiskiðjuna
Freyju í nokkur ár. Hestamennskan
færði honum mikla gleði á meðan
heilsan leyfði, en þegar hann fann
að hann gat ekki sinnt hestum sínum
sem skyldi, var ekki annað að gera
en hætta.
Baldur Jónsson var pólitískur
maður. Hann hafði numið hjá Jónasi
frá Hriflu í Samvinnuskólanum og
fylgdi alla tíð samvinnuhugsjóninni.
Hann var einn af máttarstólpum
Framsóknarflokksins, en gat þó ver-
ið afar harður gagnrýnandi og hellti
oft úr skálum reiði sinnar, ef honum
mislíkaði við forustumenn flokksins.
+ Bára Alla Júlíusdóttir
fæddist 23. júlí 1946 í Hafn-
arfirði. Hún lést 22. desember
siðastliðinn og fór útförin fram
frá Víðistaðakirkju 29. desem-
ber.
Nú ertu heimsins laus úr leik
því lokið stríði er.
Ég veit þú hugi allra átt
sem eitthvað kynntust þér.
En kærleiksgeislar krýna þig
við kvöldsins sólarlag
og bami sínu er moldin mild,
við minnumst þess i dag.
(Elías Þórarinsson, Vestfirsk ljóð.)
Mig langar að minnast Báru vin-
konu minnar og starfsfélaga með
nokkrum fátæklegum orðum, en
hún lést í Borgarspítalanum 22.
desember eftir erfið veikindi. Það
er mikil eftirsjá að Báru því hún
var afar góður starfsfélagi og vin-
ur, en mest er eftirsjáin hjá eigin-
manni hennar og elsku börnunum
sem voru augasteinar hennar, for-
eldrum og systkinum.
Báru kynntist ég fyrir nokkrum
árum þegar hún fór að vinna með
mér á gæsluvellinum við Kirkjuveg
í Hafnarfírði, og siðan á Miðvangin-
um. Mér líkaði strax vel við Báru
enda var ekki annað hægt, hún var
þannig persóna, svo hlý og vildi
öllum vel. Við gátum trúað hvor
Gagnrýni hans var þó, að því er mér
fannst, oftast réttmæt og mun hann
eigi sjaldan hafa verið forustumönn-
um Framsóknarflokksins til ráðu-
neytis í mikilsverðum málum. Þá _
naut hann virðingar fjölmargra '
ráðamanna í öðrum flokkum og
leiddi menn oft til samstarfs þótt
sjónarmið væru ólík. Hann var sam-
vinnumaður í þess orðs fyllstu merk-
ingu.
í einu af síðustu símtölum okkar
frænda, en síminn var ávallt nær-
tækur, ræddi hann af miklum þunga
um misréttið í þjóðfélaginu. Hann
varaði við þeirri þróun, sem orðið
hefur nú síðustu árin, að sífellt
stærri hópur fólks býr nú við fátækt-
armörk á sama tíma og stóreigna-
menn verða sífellt ríkari. Honum van -
mikið niðri fyrir og taldi að Fram-
sóknarflokkurinn þyrfti virkilega að
athuga sinn gang í þessum efnum.
Þá taldi hann að vinna mætti bug á
atvinnuleysinu með róttækum, þjóð-
legum aðgerðum, sem tækju fyrst
og fremst mið af hagsmunum íslend-
inga sjálfra, en dró í efa að ráðherr-
ar og þingmenn hefðu kjark til að
gera það sem gera þyrfti. Hann var
raunsær maður.
í þessum fátæklegu kveðjuorðum
hef ég ekki minnst á konu Baldurs,
Vigfúsínu Thorarensen Clausen, en
allt frá því þau kynntust hvort öðru,
ung að árum, hafa þau ekki mátt
hvort af öðru sjá. Hjónaband þeirra
var engin lognmolla, til þess að svo^-
hefði verið hefðu þau þurft að vera
ólíkari, en í gegnum lífíð hafa þau
stutt hvort annað, virt og elskað. í
erfíðum veikindum Baldurs hefur
Vigfúsína sýnt mikinn dugnað og
kjark, þótt hún sjálf gangi ekki heil
til skógar. Sonur þeirra Baldurs og
Vigfúsínu er Jón Dofri, sem ásamt
konu sinni Láru hefur fært þeim
þijár yndislegar afa og ömmu stelp-
ur. Þær sjá nú á bak góðum afa,
sem þrátt fyrir veikindi sín afrekaði
m.a. að smíða fyrir þær lítið hús,^
sem mun minna þær á hann þar sem
það stendur í garðinum þeirra. Hann
afi þeirra lét verkin tala, liann var
stórbrotinn maður sem við söknum
mjög.
Við heimilisfólkið að Skipagötu 2
á ísafirði þökkum Baldri Jónssyni
ánægjulegar samverustundir. Þær
verða ekki fleiri að sinni. Við sendum
Vigfúsínu, Jóni Dofra og Láru og
dætrunum þeirra svo og þeim öðrum,
er stóðu Baldri Jónssyni nærri, hug-
heilar samúðarkveðjur.
Magnús Reynir
Guðmundsson.
annarri fyrir ýmsu, og það fór ekk-
ert lengra. Bára var sérstaklega
barngóð, henni fannst hún eiga alla
þessa litlu anga, og eftir að hún
veiktist kom hún í heimsókn þegar
hún treysti sér, svona aðeins til að
hitta börnin sín og knúsa þau svolít-
ið. Svona var Bára. Við Lóa eigum
eftir að sakna hennar mikið á Mið-
vanginum.
Við Bára áttum langt símtal
stuttu áður en hún fór aftur á spítal-
ann, og hún var svo bjartsýn, nú
færi hún að koma til okkar aftur
þegar liði á vorið og allt yrði eins
og áður. Það hvarflaði ekki að mér
að þetta væri í síðasta sinn sem ég
talaði við hana, en svona er lífið,
við vitum sem betur fer aldrei hvað
næsti dagur ber í skauti sér, henni
hefur kannski verið ætlað eitthvert
annað hlutverk Guðs um geim.
Ég kveð elsku Báru og bið henni
Guðs blessunar í nýjum heimkynn-
um. Elsku Harpa mín, Davíð, Geir,
foreldrar og systkini, ég bið góðan
Guð að styrkja ykkur og blessa við
þennan mikla missi, en minningin
um góða konu og móður lifir með
okkur sem þekktum hana.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Blessúð sé minning Báru. *
Jóna Einarsdóttir.
BARA ALLA
JÚLÍUSDÓTTIR