Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 48
 L#TT# alltaf á Miövikudögnm MORtíUNBLAÐlÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSXENTRVM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Aðalskipulag Hveravalla kært STJÓRN Ferðafélags íslands hefur beint stjómsýslukæru til umhverfis- ráðuneytisins á hendur hreppsnefnd Svínavatnshrepps í Austur-Húna- vatnssýslu vegna þess þáttar stað- fests aðalskipulags Svínavatns- hrepps sem lýtur að Hveravalla- svæðinu. Stjórn FÍ krefst þess að felldur verði formlega úr gildi þessi hluti aðalskipulagsins en til vara er þess krafist að ráðuneytið, sem hið æðsta stjómvald í skipulags- og byggingarmálum, veiti félaginu formlegt stöðuleyfí fyrir núverandi aðstöðu þ.m.t. skálum, bifreiða- stæðum, salernum og tjaldstæðum. Krafa um ógildingu aðalskipu- lags Hveravallasvæðisins er m.a. rökstudd með því að skipulagið hafi á sínum tíma hlotið staðfest- ingu skipulagsyfirvalda á röngum forsendum um * yfirráðasvæði hreppsins. Við undirbúning þess hafi verið brotið gegn höfuðreglum íslensks stjórnsýsluréttar um sérstakar van- hæfisástæður og um jafnræði milli málsaðila og einnig gegn andmæla- reglunni svokölluðu og meðalhófs- reglunni sem allar skipta meg- inmáli við töku stjórnsýsluákvarð- ana að því er fram kemur í frétt frá stjórninni. Bæjarráð Akraness Kært vegna hlutabréfasölu Akranesi. Morgunblaðid. BJARNI Sveinsson hefur sent fé- lagsmálaráðuneytinu stjórnsýslu- kæru á hendur bæjarráði Akraness vegna sölu á hlutabréfum Akranes- kaupstaðar í skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts hf. Skömmu fyrir áramót ákvað bæj- arráð Akraness að selja fyrirtækinu IÁ Hönnun ehf. hlutabréf Akranes- kaupstaðar í Skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts hf., að nafnverði 7,7 milljónir króna. Hlutabréf þessi voru seld á genginu 0,65 og þannig greiddar fyrir þau 5 milljónir. Sama dag tilkynnti bæjarstjóri Skipa- smíðastöðinni bréflega um söluna, en þess má geta að þegar Akranes- bær seldi umrædd hlutabréf keyptu kærandi og fleiri hlutabréf í fyrir- tækinu á genginu 1,0 og í desember keyptu þannig fimmtán aðilar hluta- bréf að nafnvirði rúmar 4 millj. kr. á því gengi. Þegar bæjarráð ákvað söluna og afhenti hlutbréfin lá ákvörðun bæj- arstjórnar ekki fyrir og hafði ekki fengið neina umfjöllun þar. Þess vegna telur kærandinn bæjarráð Akraness hafa farið út fyrir umboð sitt enda lá umboð ekki fyrir frá bæjarstjórn um söluna. I gærkvöld fjallaði bæjarstjórn um málið og samþykkti söluna með sjö atkvæðum gegn tveimur og greiddu þá fulltrúar Framsóknarflokksins atkvæði gegn tillögunni en við ákvörðun bæjarráðs studdi fulltrúi F'ramsóknarflokksins söluna. Með hliðsjón af sölu hlutabréfa á genginu 1,0 til 15 aðila telur kærandinn málsmeðferð bæjarráðs Akraness alvarlegri þar sem öll rök hníga að því að bréfín hafi verið seld verulega undir markaðsverði. Bjarni segir að eftir að hafa rætt við bæjarfulltrúa hafi sá grun- ur læðist að sér að þetta mál hafi verið illa undirbúið og að sumir bæjarfulltrúar hafi jafnvel ekki haft nægar upplýsingar um málið. „Það hljóta einhvers staðar að vera tak- mörk fyrir því hvað langt stjórnvöld geta gengið í að mismuna þegnum sínum.“ Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson. Minningar- Ijós í Súðavík ÞESS var minnzt í gær, að ár var liðið frá snjóflóðunum sem féllu á Súðavík og í Reykhóla- sveit með þeim afleiðingum að fimmtán manns fórust. Aðstand- endur minntust ástvina við leiði þeirra og sérstök athöfn var í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær- kvöldi. Á Súðavík var farin blys- för, minningarljós tendruð og haldin bænastund og í gærkvöldi var helgistund í kirkjunni. ■ Dagur tilfinninga/24 -----*—4-4-------- „4 á slysadeild FJÓRIR voru fluttir á slysadeild eftir að tveir fólksbílar skullu saman á mótum Jaðarsels og Kambasels um kl. 19.15 í gær. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík hlutu þrír minni- háttar meiðsl. Sá fjórði þurfti hins vegar að fara í rannsókn. Draga þurfti bílana af slysstað. Útboð vöru og þjónustu fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelii Forval hefur verið auglýst vegna tíu verkefna FORVAL hefur verið auglýst vegna tíu verkefna eftir að ákveðið var að bjóða út kaup á vöru og þjónustu fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. Varnarmálaskrifstofa utanrík- isráðuneytisins vill ekki gefa upp nöfn þeirra fyrirtækja, sem hafa tekið þátt í forvali, upphæð tilboða eða kostnaðaráætlun vegna ein- stakra verkefna. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er þó, a.m.k. í sumum tilfellum, um talsverðan sparnað að ræða miðað við fyrra fyrirkomulag. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu var akstur með starfsmenn varnarliðsins boðinn út nú í mánuðinum, en gildandi samningur við Sérleyfísbifreiðir Keflavíkur rennur út 1. febrúar. Enn hefur ekki verið samið við verktaka. Greining á blýinnihaldi málningar var boðin út og samið við Iðntækni- stofnun. Rekstur bókunarskrifstofu er að útboði loknu í höndum Kefla- víkurverktaka. Samið var við Z- brautir og gluggatjöld um fram- leiðslu og uppsetningu gluggatjalda. Holræsahreinsun hf. fékk samning um að hreinsa holræsi á svæðinu. Samið var um kaup á uppþvottavél fyrir mötuneyti við A. Karlsson hf. Þá hefur verið auglýst forval vegna útgáfu á tímariti varnarliðs- manna, White Falcon, en verkefnið hefur enn ekki verið boðið út. Búið er að auglýsa forval vegna pökkunar og flutnings á húsmunum. Gildandi samningar þar um við Icepak hf., Propack hf. og P. Árnason vöru framlengdir til 1. júlí og verður verk- efnið boðið út í apríl eða maí. Loks hefur verið samið við verk- taka um afhendingu á möl og sandi, en ekki hefur enn verið tilkynnt við hvern var samið. Talsverður sparnaður Varnarmálaskrifstofan telur sig ekki geta upplýst hveijir hafi tekið þátt í forvali vegna þessara verk- efna, enda verði hún að gæta fyllsta trúnaðar við viðskiptaaðila. Skrif- stofan gefur heldur ekki upplýs- ingar um kostnaðaráætlun vegna hvers verks eða upphæð þeirra til- boða, sem tekið hefur verið. Þannig liggur ekki fyrir hver sparnaður varnarliðsins er af útboði vöru og þjónustu. Morgunblaðið hefur hins vegar upplýsingar um að í sumum tilfellum að minnsta kosti sé hann talsverður. Samningar um kaup vöru og þjón- ustu fyrir varnarliðið voru gefnir fijálsir 1. apríl 1995, um leið og einkaréttur Islenskra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka á fram- kvæmdum og viðhaldi á Keflavíkur- flugvelli var afnuminn í þeim tilfell- um, sem Mannvirkjasjóður Atlants- hafsbandalagsins kostar verkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.