Morgunblaðið - 24.01.1996, Side 1
72 SÍÐUR B/C/D
19. TBL. 84. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Jeltsín boðar hörku gegn aðskilnaðarsinnum í Tsjetsjníju
Hótar að tortíma
vopnuðum hópum
Moskvu, Novogroznensky. Reuter.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands,
kvaðst í gær vonast til þess að
geta leyst deiluna um Tsjetsjníju
með samningum en hótaði að
ganga milli bols og höfuðs á vopn-
uðum uppreisnarmönnum í hérað-
inu, sem vildu ekki semja við
Rússa.
„Afstaða okkar til þess hvernig
leiða eigi deiluna til lykta er vel
þekkt - þolinmæði í samningavið-
ræðum við þá sem eru fúsir til
pólitískra viðræðna og skilyrðis-
laus uppræting stöðva glæpa- og
hermdarverkamanna og tortíming
vopnaðra hópa og glæpaforingja,"
sagði Jeltsín. „Með öðrum orðum
ætlum við að ganga milli bols og
höfuðs á þeim sem reyna hvað
eftir annað með óskammfeilnum
hætti að setja okkur skilmála með
því að skýla sér á bak við gísla,
konur og börn.“
Jeltsín sagði þetta í ræðu í Sam-
bandsráðinu, efri deild þingsins.
Jegor Strojev, sem átti sæti í
stjórnmálaráði sovéska kommún-
istaflokksins, var kjörinn forseti
ráðsins í gær, tíu dögum eftir að
einn af leiðtogum kommúnista-
flokksins, Gennadíj Seleznjov, var
kosinn forseti neðri deildarinnar.
Kovaljov
segir af sér
Jeltsín gaf einnig út yfirlýsingu
þar sem hann hvatti Evrópuráðið,
sem beitir sér fyrir mannréttindum
og lýðræði í álfunni, að samþykkja
inngöngu Rússlands í ráðið í at-
kvæðagreiðslu í Strassborg á
morgun. Hann sagði að ef það
yrði ekki gert gætu Rússar dregið
þá ályktun að Evrópuríki styddu
aðskilnaðarsinnana í Tsjetsjníju,
Sergej Kovaljov, einn helsti bar-
áttumaðurinn fyrir mannréttindum
í Rússlandi, kvaðst í gær ætla að
láta af öllum störfum sínum fyrir
stjórn Jeltsíns til að mótmæla þeirri
tilhneigingu hans að „beita her-
valdi til að leysa pólitísk deilu-
mál“. Hann sagði að Evrópuráðið
ætti að setja ströng skilyrði varð-
andi Tsjetsjníju fyrir aðild Rúss-
lands að ráðinu.
Fréttamenn biðu í gær í bænum
Novogroznenskíj í Tsjetsjníju eftir
því að aðskilnaðarsinnar slepptu
allt að 50 gíslum, sem þeir tóku í
Reuter
FERJAN Avrasya, sem vopnaðir stuðningsmenn Tsjetsjena
höfðu á sínu valdi í síðustu viku, kom til rússnesku Svartahafs-
borgarinnar Sotsjí í gær. Var fólkinu vel fagnað við komuna
en ekkert varð af því, að Tsjetsjenar slepptu þeim gíslum, sem
þeir höfðu ineð sér þegar þeir flýðu frá bænum Pervomaískoje
eftir mikil átök við rússneska hermenn.
Dagestan og sluppu með til
Tsjetsjníju þrátt fýrir umsátur og
harðar árásir Rússa í vikunni sem
leið. Aðskilnaðarsinnarnir höfðu
sagt að gíslarnir yrðu látnir lausir
í bænum.
Salman Radújev, sem stóð fýrir
gíslatökunni, kvaðst reiðubúinn að
„beijast í tíu ár“ við rússneskar
hersveitir ef stjórnin í Moskvu við-
urkenndi ekki sjálfstæði
Tsjetsjníju.
Reuter
Vegalaust fólk
ÞÚSUNDIR flóttamanna frá Búrundi eru í nokkurs er hútúar, frá Rúanda til Búrundi en þaðan hrökkl-
konar einskis manns landi á landamærunum við Tans- aðist það svo vegna ofsókna hermanna af ættbáiki
aníu en sljórnvöld þar hafa vísað þeim burt og neita tútsía. Nokkur hundruð þeirra hættu sér aftur yfir
að taka við fleira fólki. Upphaflega flúði fólkið, sem til Rúanda í gær en óvíst er hvað bíður þeirra þar.
Vaclav Havel gagnrýnir NATO og ESB
Sakar Vesturlönd um
skammsýna stefnu
París. Reuter.
Bill Clinton
Stefnuræða
í skugga
Whitewater
Washington. Reuter.
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna,
flutti stefnuræðu stjórnar sinnar í
nótt kl. 2 að íslenskum tíma og var
búist við, að fjárlagadeila hans við
meirihluta repúblikana á þingi yrði
þar ofarlega á baugi. Talsmaður
Clintons sagði í gær, að hann myndi
aftur á móti ekki víkja orði að
Whitewater-málinu, sem kona hans
er flækt í, en það
getur hugsan-
lega ráðið miklu
um pólitíska
framtíð hans.
Við venjulegar
aðstæður á
Bandaríkjafor-
seti sviðið einn
þegar hann flytur
stefnuræðu sína
og á kosningaári skiptir hún meira
máli en í annan tíma. Nú standa
hins vegar öll spjót á Clinton. í fyrra-
dag var Hillary, eiginkonu hans,
stefnt fyrir alríkisdómstól vegna
Whitewater-málsins, fasteigna-
brasks sem átti sér stað þegar Clin-
ton var ríkisstjóri í Arkansas, en hún
er grunuð um að hafa tengst því
meira en hún vill vera láta.
Kosningamál kynnt
Talið var að fjárlagadeilan og end-
urbætur á skattkerfinu yrðu fyrir-
ferðarmikil í ræðu Clintons, sem að
öðru leyti myndi snúast um framtíð-
arsýn hans og þar með þau mál, sem
hann kemur til með leggja áherslu
á í kosningabaráttunni framundan.
Clinton getur raunar huggað sig
við það, að samkvæmt skoðanakönn-
un New York Times/CBS eru sex
af hveijum 10 á hans bandi í fjár-
lagadeilunni og 47% kjósenda telja
hann standa sig ve! í embætti.
■ Frúin ber vitni/21
VACLAV Havel, forseti Tékklands,
sakaði í gær Vesturlönd um að hafa
framfylgt skammsýnni stefnu í mál-
efnum Mið- og Austur-Evrópu og
sagði hana geta orðið til þess að
Rússar færðu sig upp á skaftið á
þessu svæði.
Havel kvaðst ekki óttast að harð-
línukommúnistar kæmust aftur til
valda í löndum Mið- og Austur-Evr-
ópu en sagði hins vegar hættu stafa
af aukinni einræðistilhneigingu í
Rússlandi.
„Ég verð að viðurkenna að það
sem ég óttast mest er hik Vestur-
landa. Varfærni þeirra leiðir oft til
skammsýni," sagði Havel í viðtali við
franska dagblaðið Le Figaro þegar
hann var spurður um tilraunir fyrr-
verandi kommúnistaríkja í Mið- og
Austur-Evrópu til að fá aðild að
Evrópusambandinu og Atlantshafs-
bandalaginu.
Óttast Rússland
Havel sagði að NATO hefði getað
ákveðið fyrir tveimur eða þremur
árum að nýju lýðræðisríkin fengju
aðild að bandalaginu. „Vestrænu rík-
in vilja það ekki lengur, vegna ótta
við Rússland,“ bætti hann við. „Með
því að hika hafa þau kynt undir
áhuga Rússa á svæðinu. Því lengur
sem hikað er, því meiri verður metn-
aður Rússa, þar sem þeir telja tóma-
rúm á þessu svæði.“
Havel kvaðst ekki efast um að
Borís Jeltsín, forseti Rússlands, að-
hylltist lýðræði og fijálsan markaðs-
búskap og taldi ekki mikla hættu á
að harðlínukommúnistar kæmust til
valda í landinu.
Norski útgerðar-
maðurinn Kjell
Inge Rokkc
Kvótinn
hátt í tvær
millj. t
NORÐMAÐURINN Kjell Inge
Rokke er áreiðanlega mesti
útgerðarmaður allra tíma en
fyrirtæki hans, American Sea-
foods Company, sem skráð er
í Seattle, verður líklega með
kvóta upp á næstum 1,9 millj-
ónir tonna. Það er þrisvar
sinnum meira en allur norski
þorskkvótinn.
Kemur þetta fram í norska
blaðinu Dagens Næringsliv og
þar segir, að verðmæti kvót-
ans eða fisksins, sem Rokke
hefur tryggt sér, sé rúmlega
70 milljarðar ísl. kr. upp úr
sjó og um 153 milljarðar kr.
á neytendamarkaði. Svari
kvótinn til um 10% af heims-
veiðinni á helstu matfiskum,
bolfiski og flatfiski eða svo-
kölluðum „hvítfiski".
Samdi við Rússa
Rokke gerir út níu verk-
smiðjuskip, sem eru með sam-
tals allt að 500.000 tonna
kvóta, og er að kaupa sex að
auki. Hefur hann tryggt sér
meira en 700.000 tonna kvóta
í Beringshafi með samningum
við Rússa, sem munu sjá um
að veiða hann, og á miðunum
við Aljútaeyjar er hann með
um þriðjung heildarveiðinnar.
Eins og kunnugt er keppti
Rokke um það við þá Sam-
heijamenn á Akureyri að eign-
ast hlut í þýska útgerðarfyrir-
tækinu Deutsche Fischfang
Union en þar mátti hann lúta
í lægra haldi.
Clinton