Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Fundað um starfsemi hlutabréfasjóða
Viðskiptí sjóð-
anna 40% hluta-
bréfaviðskipta
Morgunblaðið/Ásdís
Canada 3000 fjölgar komum til íslands
Átta ferðir á
viku ísumar
VIÐSKIPTI vegna hlutabréfasjóð-
anna námu á bilinu 40-45% af heild-
arveltu hlutabréfamarkaðar árið
1995. Viðskipti með hlutabréf sjóð-
anna námu alls rösklega 1.800 millj-
ónum króna, að meðtaldri frumsölu
í sjóðunum. Að auki er áætlað að sjóð-
imir hafi keypt hlutabréf í fyrirtækj-
um fyrir um 750 milljónir á liðnu ári
og er heildarumfang viðskipta er
tengjast sjóðunum því tæpir 2,6 millj-
arðar króna. Heildarveltan á hluta-
bréfamarkaði á sama tíma var um
5,6 milljarðar króna. Þetta kom fram
í máli Bjöms Jónssonar, sjóðsstjóra
Hlutabréfasjóðsins hf. á morgunverð-
arfundi um hlutverk sjóðanna og regl-
ur um starfsemi þeirra.
Mikil umræða fór fram um starf-
semi hlutabréfasjóðanna og stöðuna
á íslenskum hlutabréfamarkaði al-
mennt á þessum fundi. Friðrik Soph-
usson, fiármálaráðherra, sagði að
þegar svo væri komið að menn væru
að fá skattafrádrátt vegna kaupa á
hlutabréfum í sjóðum sem eiga ríkis-
skuldabréf þá væri eðlilegt að spyrja
hvort þar væri fjármagni skattgreið-
enda ráðstafað á eðlilegan hátt.
Hann sagði að vænta mætti þess
að einhveijar breytingar yrðu gerðar
á þessu fyrirkomulagi en fór ekki
nánar út i hveijar þær yrðu. „Það er
hins vegar rétt að undirstrika að það
er stefna ríkisstjómarinnar að örva
þáttöku almennings í atvinnufyrir-
tækjum og frá mínum bæjardyrum
séð, þá væri heppilegast að sú þátt-
taka ætti sér stað með beinum hætti,
án þess að ég sé að gera lítið úr hluta-
bréfasjóðunum."
Eru verðbréfafyrirtækin
hlutlausir miðlarar?
Brynjólfur Bjamason, forstjóri
Granda hf., velti upp þeirri spumingu
hvort verðbréfafyrirtækin gætu talist
hlutlausir verðbréfasalar og ráðgjafar
við kaup og sölu hlutabréfa, í ljósi
þess að þau reki flest hver eigin hluta-
bréfasjóði. Hann benti á að nú fyrir
jólin hefðu verðbréfafyrirtækin tekið
einn valkost út og kynnt hann sér-
staklega, þ.e. hlutabréf í eigin verð-
bréfasjóðum. Því vöknuðu eðlilega
upp spumingar um hvort þama væri
einhver mismunun á ferðinni og hvort
vistun sjóðanna væri í réttum hönd-
um.
Ásgeir Þórðarson, forstöðumaður
verðbréfamiðlunar VÍB, sagði að
verðbréfafyrirtækin væru að ráð-
leggja fólki daglega um kaup á hinum
ýmsu tegundum verðbréfa, sem mörg
hver væru í vörslu fyrirtækjanna
sjálfra, og því væri eflaust erfitt að
skera á öll slík tengsl. „Ég held hins
vegar að við höfum ráðið mönnum
heilt, bæði hvað varðar hlutabréfa-
kaup sem og kaup á ýmsum verðbréf-
um.“ Auk þessa benti Ásgeir á að
engir aðrir aðilar hefðu tekið að sér
þetta hlutverk.
Baldur Guðlaugsson, stjómarfor-
maður Hlutabréfasjóðsins hf., sagði
að hlutabréfasjóðimir væm tvímæla-
laust góður kostur fyrir einstaklinga,
sem oft á tíðum hafi ekki tíma né
þekkingu til þess að standa í viðskipt-
um með bréf í einstökum fyrirtækjum.
Hann benti á að þó svo að deila
mætti um hversu miklum hluta fjár-
magns síns sjóðimir ættu að verja til
kaupa hlutabréfa í einstökum fyr-
irtækjum, þá léki enginn vafi á því
að þeir hefðu komið með nýtt fé inn
í fyrirtækin sem að öðrum kosti hefði
ekki skilað sér inn á hlutabréfamark-
að.
Talsvert var rætt um að of lítið
framboð væri á hlutabréfum á mark-
aði nú og hefði það óheppileg áhrif
á markaðinn. Friðrik Sophusson sagði
að skoða þyrfti hvað hægt væri að
gera til þess að auka framboð hluta-
bréfa og gæti ríkið komið þar inn að
hluta með sölu á ýmsum ríkisfyrir-
tækjum. Fleiri tóku í sama streng og
benti Guðmundur H. Garðarsson,
stjómarmaður í Lífeyrissjóði Verslun-
armanna, á að nauðsynlegt væri að
ríkið seldi ýmis ríkisfyrirtæki og benti
í því samhengi m.a. á Búnaðarbank-
ann og Póst og síma sem tvo mögu-
leika.
Stefán Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Verðbréfaþings, sagði að sú
reynsla sem fengist hefði af hluta-
bréfasölu nú í desember ætti að ýta
undir hlutafjáraukningu í fyrirtækj-
um, enda lægi það fyrir að hlutbréfa-
sjóðimir myndu fjárfesta töluvert í
hlutabréfum á næstunni, auk þess
sem lífeyrissjóðimir væru tilbúnir til
að fjárfesta. Hann sagði ennfremur
mikilvægt að lífeyrissjóðimir tækju
þátt í því að stuðla að virkni eftir-
markaðarins, enda væri það forsenda
þess að almenningur hefði áhuga á
því að eiga þar viðskipti.
Samningar
Kringlu
og Borgar-
kringlu
í höfn
SAMNINGAR voru undirritaðir
í gær milli forráðamanna Kringl-
unnar og Borgarkringlunnar um
samstarf um rekstur verslunar-
miðstöðvanna. Þeir fela í sér að
opnað verður á milli bílastæða
húsanna og ráðist í veigamiklar
breytingar innandyra í Borgar-
kringlunni. Um verslunarrekstur
þar munu gilda sömu reglur og
gilda í Kringlunni.
Þá verður stofnað nýtt félag
um eign Kringlunnar 4-6 hf. í
Borgarkringlunni, Islenska fast-
eignafélagið ehf. Hlutafé þess er
500 milljónir króna. Kringlan 4-6
hf., sem er í eigu íslandsbanka,
Landsbankans, Iðnlánasjóðs og
Iðnþróunarsjóðs, mun eiga 85%
hlut í hinu nýja félagi en Húsfé-
lag Kringlunnar fær 15% hlut í
skiptum fyrir aðgang að bíla-
stæðum.
Á myndinni sem tekin var við
undirritun samninganna eru m.a.
þeir Óskar Magnússon, forsljóri
Hagkaups, Werner Rassmusson,
stjórnarformaður Húsfélags
Kringlunnar og Þorgils Óttar
Mathiesen, stjórnarformaður
Kringlunnar 4-6 hf.
KANADÍSKA flugfélagið Canada
3000 mun fjölga komum sínum hing-
að til lands næsta sumar og gerir
félagið ráð fyrir því að vera með 8
ferðir á viku til Kanada frá 29. apríl
og fram til októberloka, að sögn
Steinþórs Jónssonar, umboðsmanns
Canada 3000 hér á landi. Félagið
mun því hafa viðkomu á Keflavíkur-
flugvelli 16 sinnum í viku sem er
talsverð aukning frá því sem verið
hefur. Steinþór segir að einnig standi
til að opna skrifstofu félagsins hér á
landi í Keflavík.
Steinþór segir að formlegt leyfi
samgönguráðuneytisins liggi ekki enn
fyrir því að félagið fái að taka far-
þega um borð hér á landi á leið til
Kanada. „Hins vegar höfum við feng-
ið vilyrði ráðuneytisins fyrir því að
leyfið verði afgreitt nú eftir helgina."
Hann segir að í framhaldinu verði
unnið að því að fá leyfi fyrir því að
félagið taki einnig farþega um borð
á leið sinni til áfangastaða í Evrópu.
„Það er öllu flóknara en við höfum
hins vegar mætt mjög jákvæðu við-
horfi hjá flugmálayfírvöldum og sam-
gönguráðuneytinu," segir Steinþór.
Hann segir að ekki liggi endanlega
fyrir hversu. há fargjöldin komi til
með að verða, en stefnt sé að því að
þau verði mjög hagstæð. Það sé hins
vegar ljóst að hægt verði að bjóða
upp á enn hagstæðari fargjöld ef leyfi
fáist til að selja einnig ferðir til Evr-
ópu. Samvinnuferðir-Landsýn munu
sjá um farmiðasölu fyrir félagið hér
á landi.
Steinþór rekur Hótel Keflavík og
segir hann að skrifstofa Canada 3000
komi til með að vera þar til húsa.
Hann segir að hann hafí hafið viðræð-
ur við félagið í tengslum við möguleg
áhafnaskipti hér á landi og hafí nú
náðst samningar þess efnis og muni
áhafnimar gista á Hótel Keflavík.
Hann segist jafnframt binda vonir við
það að viðkomur Canada 3000 muni
auka komur erlendra ferðamanna
hingað til lands. Meðal annars sé
verið að kanna möguleikann á því að
farþegar félagsins hafi hér viðkomu
í 2-3 daga áður en þeir haldi áfram
til Evrópu. „Þessi möguleiki þýðir líka
aukna möguleika fyrir íslenska ferða-
menn þvi að net félagsins er mjög
þétt og býður upp á ýmsa möguleika
í tengiflugi, m.a. áfram til Bandaríkj-
anna.“
Canada 3000 var sett á fót árið
1988 og hefur vaxið mjög hratt. Fé-
lagið á nú 16 flugvélar, 11 af gerð-
inni Boeing 757-200 og 5 af gerðinni
A320 Airbus. Það flytur árlega um
tvær milljónir farþega.
Bandaríska stórblaðið Wall Street Journal fjallar um uppsögn Ólafs Jóhanns hjá Sony
Undrabamsfor-
stjórinn bak við marg-
miðlunarstarfsemina
BANDARÍSKA stórblaðið The Wall
Street Journal skýrir í gær frá þeirri
ákvörðun Ólafs Jóhanns Ólafssonar
að láta af störfum hjá Sony. í fyrir-
sögn blaðsins segir: Olafsson hjá
Sony hættir: Byggði upp margmiðl-
unarumsvifín.
Frétt WSJ sem virðist hafa haft
aðgang að traustum upplýsingum
um umbrotin innan Sony-samsteyp-
una á liðnum mánuðum, segir að
Ólafur Ólafsson, 33 ára „undra-
barns“-forstjóri sem byggt hafi upp
margmiðlunarveldi Sony Corp“ hafi
látið af störfum, og hann sé hinn
síðasti af nokkrum æðstu yfirmönn-
um samsteypunnar sem hverfi úr
yfirstjórninni.
Sagt er að uppsögn Ólafs komi
flórum mánuðum eftir að honum
hafi fyrirvaralaust verið vikið sem
forstjóri Sony Interactive Enterta-
inment, sem verið hafi fyrirtækið
sem hélt utan um öll umsvif fyrirtæk-
isins á sviði margmiðlunartækni.
Starfinu hafi fylgt að hafa yfirum-
sjón með velheppnaðri markaðssetn-
ingu Sony Playstation leikjatölvunni
í N-Ameríku.
Brottvikning Ólafs hafi komið í
kjölfar djúpstæðs ágreinings við yfir-
menn hans í Tókíó um verðlagningu
á leikjatölvunni og markaðssetningu.
Honum hafí þó að lokum verið leyft
að verðleggja kerfið á 290 dollara í
stað 350 eða 400 dollara en deilum-
ar kostað hann stuðning innan sam-
steypunnar.
Frá því að leikjatölvan kom á mark-
að síðasta haust hafi selst rúmlega
800 þúsund tæki í N-Ameríku en auk
þess 4 milljónir leikja. Heildartekjur
á heimsvísu séu taldar muni nema
upp undir milljarði dollara á ijárhags-
árinu sem lýkur í mars, segir WSJ.
Fram kemur að þegar Ólafi var
vikið hafi heyrt undir hann um 10
þúsund starfsmenn, þar á meðal þeir
sem störfuðu hjá Sony Entertainment
í Evrópu sem hefur bækistöðvar í
London. Sem stjómarformaður fyrir-
tækis Sony sem annast stefnumótun
tækniþróunar undir það síðasta hafi
Ólafur hins vegar ekki verið falin
nein rekstrarleg ábyrgð. „í ljósi þess
hvers við höfum áorkað og þeirrar
staðreyndar að gamanið er farið af
þessu, var kominn tími til þess fyrir
mig að hverfa að öðru,“ hefur blaðið
eftir Ólafí Þó að hann færist undan
því að tjá sig frekar við blaðið segir
það að álitið sé að nokkur af helstu
fyrirtækjum skemmti- og útgáfu-
iðnaðarins hafi nú þegar borið í hann
víumar.
Talsmaður Sony segir það eitt um
brotthvarf Ólafs að hann hafi hætt
til að snúa sér að öðrum hugðarefn-
um.
Skjótur frami
Wall Street Journal rekur einnig
að Michael P. Schulhof og helsti
stuðningsmaður Ólafs, hafi sjálfum
verið vikið úr forstjórastól Sony í
Ameriku í leikfléttu sem að baki
hafi staðið aðalforstjóri Sony,
Nobuyuki Idei. í fyrradag hafí síðan
verið tilkynnt að Martin Homlish
væri að hverfa úr forstjórastarfi Sony
Computer Éntertainment í Ameríku
eftir stuttan stans og færi aftur til
starfa hjá risavöxnu rafeindafyrir-
tæki samsteypunnar.
Rakið er að Schulhof hafi ráðið
Ólaf til sín sem ungan mann meðan
hann stundaði enn eðlisfræðinám við
Brandei-háskóla þar sem Schulhof
hafði einnig numið hjá sama prófess-
or. Þegar Ólafur hafi lýst því yfir
að hann hyggðist hverfa frá skólan-
um hafi prófessorinn óskað eftir því
við Schulhof að hann teldi Ólafí hug-
hvarf en Schulhof þá í stað þess
ráðið Ólaf árið 1985 og sent hann
til San Jose í Kaliforníu, þar sem
Sony var þá að byggja upp jaðar-
tækjaframleiðslu sína fyrir tölvur.
í framhaldi af því hafi Ólafur ver-
ið gerður að forstjóra Sony Electr-
onic Publishing árið 1991, fyrirtæki
sem byggt var upp frá grunni. Þar
hafi Ólafur stjórnað ýmsum tilraun-
um Sony til að hasla sér völl á sviði
margmiðlunardiska (CD-Rom). Þeg-
ar hins vegar þessar tilraunir á
margmiðlunarsviðinu skiluðu ein-
ungis miðlungsárangri, hafi Ólafur á
síðasta ári ákveðið að stokka upp
starfsemina og veðja nánast öllu á
Playstation leikjatölvuna. Það hafi
reynst snjöll ákvörðun því að leikja-
töívan hafi fengið frábæra dóma hjá
fagritum um sjónvarps- og tölvuleiki
auk þess sem í hugbúnaði hafi kom-
ið fram leikirnir Warhawk og NFL
GameDay sem náð hafi metsölu.