Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 21 Geisla- virkni við Mururoa FRAKKAR sögðu í gær að óverulegt magn geislavirkra efna læki oft út í kjölfar kjarn- orkutilrauna þeirra í Suður- Kyrrahafi. Þeir neituðu jafn- framt að franskur embættis- maður hefði reynt að koma í veg fyrir að upplýsingar bær- ust til fjölmiðla um að talsvert magn joðs 131 hefði fundist í sjónum við Mururoa. Frétt þess efnis birtist í japanska dagblaðinu Yomurí Shimbun í gær. Irakar brátt á markaðinn SENDIFULLTRÚAR íraka og stjórnmálafræðingar sögðu í gær að þeir teldu þess skammt að bíða að írakar kæmu að nýju inn á olíumarkaðinn. Sú ákvörðun áð þeirra að hefja viðræður, við fulltrúa Samein- uðu þjóðanna um olíusölu hefði verið tekin í kjölfar margra mánaða tilraunar SÞ á bak við tjöldin til að fá íraka til þess. Tveir forsæt- isráðherrar? LÍKUR jukust í gær á því að hægriflokkunum tveimur í Tyrklandi tækist að mynda stjómm, eftir að Tansu Ciller, leiðtogi annars flokksins, bauðst til þess að deila sæti forsætisráðherra með leiðtoga Föðurlandsflokksins, Mesut Yilmaz. Hartdeilt um skólamál HARÐAR deilur eru nú innan breska Verkamannaflokksins vegna stefnu hans í mennta- málum. Ástæðan er sú ákvörð- un Harriet Harman, talsmanns flokksins í heilbrigðismálum, að senda ellefu ára son sinn í einkaskóla, á sama tíma og flokkurinn endurnýjaði kröfu sína um jafnan aðgang barna að menntun. Hefur málið vald- ið því að formaður mennta- málanefndar flokksins hefur sagt af sér en Harman situr sem fastast þrátt fyrir að hart sé lagt að henni að segja af sér. Stríðshetja látin DANSKI flugmaðurinn Kaj Birksted, sem varð þekktur fyrir að berjast í orrustunni um Bretland gegn Þjóðveijum í heimsstyijöldinni síðari, lést í gær í London, áttræður að aldri. Birksted tók þátt í um 400 árásarferðum með breska flughernum og skaut að minnsta kosti tíu óvinaflugvél- ar niður. Undir lok stríðsins átti hann sæti í breska herráð- inu, einn útlendinga. Kuldi í Bangladesh MIKLIR kuldar hafa orðið að minnsta kosti 200 manns að bana í norðurhluta Bangladesh á tæpum mánuði. Hefur hitinn farið niður í 4°, sem er mesti kuldi í landinu um árabil. Verst verða gamalmenni og heimilis- lausir úti en þeir eru margir þar sem uppbyggingu í kjölfar mikilla flóða á síðasta ári er ólokið. Whitewater-málið aftur í sviðsljósið í Bandaríkjunum F orsetafrúnni gert að bera vitni fyrir dómstóli Washington. Reuter. HILLARY Rodham Clinton, eigin- konu Bills Clintons Bandaríkjafor- seta, hefur verið stefnt fyrir rétt til að svara spurningum sem eið- svarið vitni í rannsókn alríkisdóm- stóls sem kannar Whitewater-málið í Arkansas. Kom þetta fram á mánudagskvöld auk þess sem lög- maður hennar skýrði rannsóknar- nefnd öldungadeildar þingsins frá því að forsetafrúin væri reiðubúin að svara skriflega spurningum nefndarinnar vegna sama máls. Rodham Clinton mun bera vitni í Washington á föstudag. Clinton- hjónin eru grunuð um aðild að svik- samlegu athæfi og misnotkun á stöðu sinni í tengslum við White- water-málið, misheppnað fast- eignabrask á ríkisstjóraárum Clint- ons í Arkansas sem hann og eigin- kona hans áttu aðild að. Gjaldþrot sparisjóðs í Little Rock tengist hneykslinu en stjórnandi hans var viðskiptafé- lagi hjónanna. Þingnefndin kannar fyrst og fremst hvort for- setahjónin og ráðgjafar þeirra hafi reynt að hindra framgang op- inberrar rannsóknar á Whitewater- málinu og atvikum er tengjast því. Frumrit 116 blaðsíðna skýrslu um lögmannsstörf Rodham Clinton fyrir sparisjóðinn er sérskipaður rannsóknardómari í Whitewater- málinu, Kenneth Starr, krafðist að fá fyrir tveim árum, fannst ekki á skrifstofum stofnunarinnar í Little Rock. Carolyn Huber, ráðgjafi í Hvíta húsinu, rakst á afrit af skýrslunni fyrir tilviljun á borði í einkaherbergjum forsetahjónanna í Hvíta húsinu í ágúst sl. Sagðist Huber hafa geymt skjalið í kassa á skrifstofu sinni og gleymt því þar til í liðinni viku. Stefna en ekki ákæra Forsetafrúin er ekki sökuð um lagabrot heldur er ætlunin að fram komi nauðsynlegar upplýsingar með vitnaleiðslunum er varpi ljósi á Whitewater-málið. Þrátt fyrir þetta er ljóst að athygli fólks bein- ist á ný mjög að hneykslinu og öðrum vandamálum sem forseta- hjónin eiga við að stríða, m.a. hef- ur kona lögsótt forsetann fyrir kynferðislega áreitni. Stefnan á mánudag var sögð vera martröð fyrir embættismenn og ráðgjafa forsetahjónanna. Þeir reyna ákaft að treysta ímynd for- setans meðal almennings en Clin- ton stefnir að endurkjöri í nóvem- ber. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Mike McCurry, sagði í gær að for- setinn treysti konu sinni, hann væri þess fullviss að hún myndi svara spurningum dómstólsins með fullnægjandi hætti. Réttarhöld hafin yfir morðingja Rabins Breytt staða í deilu á Spáni um ETA-málið Báðir flokkarnir snúa við blaðinu Madrid. Reuter. Iðrast einskis Tel Aviv. Reuter. ÍSRAELINN sem ákærður hefur verið fyrir morðið á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, viður- kenndi við upphaf réttarhaldanna yfir honum í gær að hann hefði skotið Rabin og að hann iðraðist einskis. Hann neitaði því hins vegar að hann hefði lagt á ráðin um morð- ið. Komist dómarar að þeirri niður- stöðu að hinn 25 ára gamli Yigal Amir hafi myrt Rabin að yfirlögðu ráði, getur hann hlotið allt að lífstíð- ardóm. Verði hins vegar fallist á þá fullyrðingu hans að morðið hafi ekki verið skipulagt fyrirfram, hlýt- ur Amir allt að 26 ára fangelsi. „Ætlun mín var að skjóta hann þannig að hann gæti ekki sinnt skyldum sínum sem forsætisráð- herra. Annaðhvort að lama hann eða ef ekki kæmi annað til greina - dauði,“ sagði Amir við réttarhöldin í gær. „Ætlun mín var ekki að valda dauða hans. Þetta var ekki ákveðið fyrirfram. Þá hefði ég miðað á höfuð hans,“ sagði Amir og bætti því við að í fýrstu þremur Reuter YIGAL Amir, umkringdur líf- vörðum, við upphaf réttar- haldanna. skotunum hefði hann miðað á hrygg forsætisráðherrans. Amir fullyrti að hann hefði verið einn að verki og tók fram að hann hefði ekki haft neitt persónulega á móti Rabin. Á meðal vitna ákæruvaldsins í gær voru lögreglumenn sem gæta áttu öryggis Rabins. Einn þeirra, Nissim Daoudi, sagði m.a. um Amir: „Hann var svo fullur sjálf- strausts, svo hreykinn af gjörðum sínum að hann rakti fyrir mér í smáatriðum hvernig hann hefði undirbúið morðið á Rabin síðustu tvö ár.“ NÚ þegar tæpar sex vikur eru í þingkosningar á Spáni hafa sósíal- istar og helstu andstæðingar þeirra algjörlega snúið við blaðinu í afstöð- unni til þess hvort þingið eigi að rannsaka meinta aðild stjórnvalda að blóðugri herferð gegn basknesku aðskilnaðarhreyfingunni ETA á ár- unum 1983-86. Sósíalistar eru nú hlynntir því að þingið rannsaki málið, en áður höfðu þeir lagst gegn kröfum Þjóð- arflokks Jose Maria Aznars um slíka rannsókn. Aznar hefur einnig skipt um skoðun og segir að þingið eigi ekki vekja upp drauga fortíðar- innar heldur að einbeita sér að því að skapa Spánveijum bjartari fram- tíð. „Ég vil að Spánveijar komist yfir þetta pólitíska skeið sem allra fyrst,“ sagði Aznar í útvarpsviðtali á mánudag. „Ég hef miklu meiri hug á aðgerðum til að koma landinu í nútímalegra horf en að flækjast í illdeilur um pólitíska rannsókn." Sósíalistar voru fljótir að svara Aznar og sögðust ekki geta sætt sig við kúvendingu hans. „Við höf- um orðið fyrir árásum vegna þessa máls, en við erum fullvissir um að það sé okkur í hag að allur sannleik- ur málsins komi fram,“ sagði Raim- on Obiols, leiðtogi sósíalista í Kat- alóníu. „Þannig að hugmyndin um að snúa við blaðinu þjónar ekki pólitískum hagsmunum okkar og við getum ekki heldur fallist á hana af siðferðilegum ástæðum." Þjóðarflokknum spáð sigri Sósíalistar höfðu þó komið í veg fýrir rannsókn þingsins í síðasta mánuði. Þeim er spáð ósigri í kosn- ingunum 3. mars eftir að hafa ver- ið við völd í 13 ár og svo virðist sem þeir vilji nú snúa vörn í sókn með því að ljá máls á rannsókninni eftir kosningar. Þjóðarflokknum er spáð sigri í kosningunum og hann hefur gagnrýnt stjórnina fyrir að vilja ekki gera hreint fyrir sínum dyrum. 27 manns biðu bana í herferðinni gegn ETA (Basneskt heimaland og frelsi) og þriðjungur fórnarlamb- anna reyndist ekki tengjast aðskiln- aðarhreyfingunni. Efnavopnum eytt fyrir 2004 Washington. ^ Reuter. BANDARISKA varnarmálaráðu- neytið gaf á mánudag í fyrsta skipti opinberar yfirlýsingar um hve um- fangsmikið efnavopnabúr Banda- ríkjanna er og greindi jafnframt frá því að vopnin, 3,6 milljón talsins, yrðu eyðilögð fyrir árið 2004. Þegar hafa 300.000 vopn verið eyðilögð. I yfirlýsingu sém William Perry varnarmálaráðherra gaf út kemur fram að Bandaríkjamenn ráða yfir 3,3 milljónum efnavopnasprengja, eldflauga og fallbyssukúlna auk 315.682 vopna þar sem efni bland- ast saman á leið til skotmarksins og mynda banvænt gas. Perry minnti á stefnuræðu Bills Clintons Bandaríkjaforseta á síð- asta ári og sagði að Bandaríkja- menn yrðu að hafa forystu í því að tortíma efnavopnum. Embættismenn sögðu að upplýs- ingar um fjölda og magn vopnanna yrðu gerðar opinberar i áföngum enda hefðu jafnt Clinton sem for- veri hans í embætti, George Bush, lýst því yfir að efnavopnum yrði aldrei beitt. Ekki væri lengur ástæða til að halda fjölda þeirra leyndum. George Friel, sem er herforingi þeirrar deildar Bandaríkjahers er fer með lífræn vopn og efnavopn, sagði að Bandaríkjamenn hefðu náð samkomulagi við Rússa um að tor- tíma efnavopnunum og vildu ríkin með því vera öðrum ríkjum er búa yfir efnavopnum fordæmi. Friel sagði Bandaríkin ráða yfír 31 þúsund tonnum af efnavopnum og Rússland 40 þúsund tonnum. Námskeið fyrir þá sem vilja skara fram úr: Tölvuumsjón f Nútímakekstki Á námskeiðinu er farið mjög ítarlega í notkun forrita og stýrikerfis. Þátttakendur geta að því loknu séð um tölvumál fyrirtækja, skóla og stofnana og veitt samstarfsmönnum margskonar aðstoð við tölvunotkun. 145 kennslustunda námskeið, kr. 99.900,-stgr. Dagskrá: ,• Stýrikerfi og netumsjón • Word • Excel • Access • PowerPoint • Fjölvar og VisualBasic • Tölvusamskipti og Intemetið Námskeið síðdegis, á kvöldin og á laugardögum Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuráðgjöf • námskeið • útgáia Grensásvegi 16 • sími 568 8090 Raðgreiðslur Euro/VISA hk 960220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.