Morgunblaðið - 24.01.1996, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.01.1996, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Norrænn skartgripaþríæringur opnaður í Kaupmannahöfn Gull og fræ, hrosshár og pappír ARMBÖND Katrínar, ofin úr silfurþræði með klipptum hrosshárum. Fyrsti norræni skartgrípaþríæríngurínn var nýlega opnaður í Kaupmannahöfn. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við frumkvöðul hans og íslensku listamennina tvo sem þar eiga verk. GULLSMÍÐAR eru ekki aðeins handverk, heldur listgrein. Því er slegið föstu með því að efna til norrænnar skartgripasýningar, sem síðan verður haldin þriðja hvert ár. Pyrsti þríæringurinn opnaði nýlega í Kaupmannahöfn, þar sem fulltrú- ar íslands voru þau Katrín Didrik- sen og Ófeigur Björnsson. Samhliða sýningunni hefur verið gefin út fyrsta bókin um norrænar nútíma- gullsmíðar. Sýningin er farandsýn- ing og mun væntanlega verða sett upp í Reykjavík um mitt næsta ár. Kjarkur og hjartalag Reyndar er ekki rétt að tala leng- ur um gullsmíðar, því efnið er fjöl- breytt. Þarna getur að líta eðal- málmana, en einnig óæðri málma eins og títan, að ógleymdum papp- ír, fræjum og svo hrosshárinu henn- ar Katrínar. Fyrsti þríæringurinn er í danska listiðnaðarsafninu, Kunstindustrimuseet, við Bred- gade, sem gengur norður frá Kóngsins nýja torgi. Danski gull- smiðurinn Jan Lohman átti hug- myndina að þríæringnum og hefur verið potturinn og pannan í undir- búningi hans. Hann rekur eina grónustu búðina fyrir framúr- stefnuskartgripi, Galerie Metal við Gammel Strand, skammt frá Strik- inu. Auk þess hefur hann um ára- bil kennt á danska gullsmíðaskólan- um, þar sem margir íslendingar hafa stundað nám og þekkir því vel til íslenskra gullsmiða af yngri kyn- slóðinni. Hugmyndina að þríæringnum fékk Lohman eftir aldarfjórðungs- þátttöku í sýningum og ráðstefnum utan Norðurlandanna, þar sem sárasjaldgæft er að sjá verk nor- rænna gullsmiða. Þó Norður- landabúar viti að margt hrærist í gullsmíðum á Norðurlöndum vita aðrir ekki af því. „Reglulegt sýning- arhald gefur bæði góða hugmynd um hvað er að gerast í gullsmíðum á Norðurlöndum, og gefur hugmynd um þann mun, sem er á milli land- anna. Sýningin minnir bæði okkur Norðurlandabúa og aðra á hvað er efst á baugi hér og gefur útlending- um tilefni til að segja frá því.“ Lohman mótaði einnig þær hug- myndir, sem liggja að baki valsins á þeim sem þar sýna. „Við leitum uppi þá sem hafa bæði sterka list- ræna ímynd og sem liggur eitthvað á hjarta. Þá, sem þora að reyna eitthvað nýtt, þora að sletta úr klaufunum. Með sterkri listrænni ímynd á ég við að hlutir viðkom- andi gullsmiðs séu samstæðir, þannig að unnið sé úr hugmyndun- um til fullnustu. Það er erfítt í Sví- þjóð, því þar ríkir töluverð íhalds- semi hvað skartgripi varðar og það er erfitt á íslandi, því markaðurinn er svo lítill. Eitt er að framleiða Hjá Gks hf. færðu eldhiis- og kaffistofu- húsgögnin sem þú leitar að. Úrvalið af borðum og stólum er mikið. Auk þess sérsmíðum við húsgögn eftir óskum viðskiptavina. GULLSMIÐIRNIR Katrín Didriksen og Ófeigur Björnsson við Kunstindustrimuseet í Bredgade í Kaupmannahöfn. KOPARNÆLUR Ófeigs minna á skildi, enda innblásturinn runninn þaðan. skartgripi með eftirspurn í huga, annað að stunda gullsmíðar sem list og það er síðastnefnda sjónar- miðið, sem við förum eftir.“ íslensku hlutirnir voru valdir af sex manna norrænni dómnefnd gullsmiða, listfræðinga og safna- fólks úr innsendum tillögum. Um íslenska framlagið á sýningunni segir Lohman að Katrín Didriksen sýni í verkum sýnum þor og löngun til tilrauna. Hún taki ekki tillit til markaðarins, heldur vinni með hjartanu. Um verk Ófeigs Bjöms- sonar segir Lohman að efni og litir nælanna séu nútímaleg, en þær hafi á sér forneskjulegan sagnablæ og þetta tvennt sameinist skemmti- lega í verkunum. Næsti þríæringur verður, eins og nafnið bendir til, eftir þijú ár. Ætlunin er að hann hefjist í Nor- egi, áður en hann verður sendur í hringferð um Norðurlöndin. Sýn- ingin er kostuð af Norræna menn- ingarsjóðnum og dönskum sjóðum, auk þess sem ýmsir hafa lagt fram vinnu sína svo að úr sýningarhald- inu yrði. Samhliða sýningunni hefur verið gefin út myndarleg bók, bæði á ensku og Norðurlandamálunum, um norrænar gullsmíðar, Nordisk smykkekunst, sem kemur út hjá danska forlaginu Ny nordisk forlag Arnold Busck. Auk Lohmans er danski listfræðingurinn Lise Funder ritstjóri bókarinnar. í bókinni er kafli um hvert land. Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur skrifaði ís- lenska kaflann, þar sem rakin er saga íslenskra gullsmíða. Auk Aðal- steins sat Stefán Snæbjörnsson í ritnefnd íslenska bókarhlutans. Sér- staklega er sagt frá íslensku fulltrú- unum á þríæringnum. Að sögn Lise Funder bætir bókin úr brýnni þörf, því engin bók er til um norrænar nútímagullsmíðar. Málmvefnaður, hrosshár og skjaldarlíki Munir Katrínar Didriksen, nælur og armbönd, eru gerðir úr fléttuðum silfurvír, þar sem hrosshár er ívaf. Katrín var í skóla í Kaupmanna- höfn, þar sem Lohman var einn kennara hennar, en rak síðan vinnu- stofu og búð í Reykjavík þar til hún fluttist til Kaupmannahafnar í fyrra. Katrín segir það bæði mjög jákvætt og örvandi að taka þátt í sýningarhaldi af þessu tagi. Hún hefur fengist við að málmvefnað síðan á námsárunum. Nú sé hún loksins orðin vel kunnug efninu og þar með heldur fljótari að vinna hlutina. „Annars er það ekki endi- lega vinnan við sjálfa hlutina, sem er seinleg, heldur er hugmynda- vinnan að baki þeirra langdregið ferli.“ Úr því það reynist gullsmiðum í milljónalöndum erfitt að stunda framúrstefnulegar gullsmíðar má nærri geta að það er ekki auðveld- ara á Islandi. Katrín segir að þó hinn almenni borgari sé tilbúinn til að taka nýjungum sé markaðurinn auðvitað lítill. En að sögn Katrínar eru gullsmíðar heldur ekki viður- kennd listgrein og því erfitt að draga fram lífið á listrænum eða frammúrstefnulegum gullsmíð- um.„En ég flutti ekki síst út af því að ég saknaði þess að sjá ekki sýn- ingar og nýjungar í greininni. Ég hlakka til að sýningin fari til ís- lands, svo fólki heima gefist kostur á að sjá hvað um er að vera í list- greininni." Ófeigur Björnsson er löngu kunn- ur á heimavelli fyrir gullsmíðar sín- ar og sýnir stórar, kringlóttar næl- ur, sem minna á skildi. Þær eru úr kopar, ýmist rist í þær, eða mótaðar heilar. Sérstaka áferð yfir- borðsins segist Ófeigur fá með sýr- um og öðrum efnablöndum og er innblásturinn sóttur í gamalt skart, sem sjá má á Þjóðminjasafninu. Ófeigur segir kærkomið að undirstrika að gullsmíðar séu list- grein. Norrænar gullsmíðar eigi sér merka hefð og hafi lengi skar- að fram úr. Almennt standi nor- rænir gullsmiðir framarlega og þá ekki síður þeir íslensku. íslensku gullsmiðirnir hafa langflestir lært erlendis og því sótt áhrif yíða að. Auk þess sé gott samband milli norrænna gullsmiða og algengt sé að nemendur stundi nám í fleiri en einu landanna. En það verður um mitt næsta ár sem íslendingum gefst kostur á að sjá með eigin augum það sem nýstárlegast þykir í norrænum gull- smíðum og geta þá metið íslenskar gullsmíðar í því ljósi. Skussinn gerist skátaforingi KVIKMYNDIR Rcgnboginn SVAÐILFÖR Á DJÖFLATIND (BUSHWACKED) ★ ★ Leikstjóri Greg Beeman. Handrits- höfundur John Jordan, ofl. Kvik- myndatökustjóri Theo Van de Sande. Tónlist Bill Conti. Aðalleikendur Daniel Stem, Jon Polito, Ann Dowd, Anthony Heard. Bandarísk. 20tli Century Fox 1995. MAX (Daniel Stern) stígur ekki í vitið, svona rétt með naumindum hægt að nota hann til snúninga á sendibílastöð. Hann er maður sein- heppinn og í upphafi myndarinnar kemur hann sér' í ærlegt klandur og er í framhaldi af því eftirlýstur morðingi. A við forherta glæpa- menn að etja og kemst að þvi að þeir ætla sér að hittast uppá hinum hrikalega Djöflatindi og leggur þangað leið sína. Til allrar óham- ingju er hann, uppi í ljallshlíðunum, tekinn í misgripum fyrir skátafor- ingja og til að bjarga eigin skinni verður hann að sætta sig við hlut- verkið þó hann sé manna síst til þess búinn. Og hréinsa mannorðið í leiðinni. Duggunarlítil gamanmynd sem sjálfsagt hefur átt að höfðatil barna á öllum aldri, líkt og Aleinn heima, það gengur ekki alveg upp. Hins- vegar heyrðist ekki betur en hún félli dável í kramið hjá húsfylli ungra skáta sem skemmtu sér hið besta á fyrstu sýningunni. Stern er dijúgur í trúðshlutverkinu, farn- ast það vel að leika aulabárð, eins- og dæmin sanna. Hann og bófarnir (Jon Polito og Anthony Heard) eru ósviknar teiknimyndafígúrur, skát- arnir sex eru hinsvegar blandaður hópur dekurbarna sem líst ekki á blikuna þegar rennur upp fyrir þeim að foringi þeirra og leiðarljós er ótíndur skussi og eftirlýstur mann- drápari í þokkabót. Hugmyndin er prýðileg en úr- vinnslan í slarkfæru meðallagi. Það hefði þurft að slípa hlutina mikið betur svo úr yrði bitastæð skemmt- un. Svaðilför á Djöflatind ætti þó ekki að bregðast yngri deildinni á heimilinu, kvikmyndatakan er bæri- leg og tónlistin hans Bills Conti er lífleg sem fýrri daginn. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.