Morgunblaðið - 24.01.1996, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 25
LISTIR
Deilt um íslenska kvikmyndagerð
BLAÐAMAÐUR Arbeiterbladets
norska (12.1.’96), Kari Einertsen,
er óskaplega hneykslaður á því að
breska kvikmyndatímaritið Premi-
ere nefnir engan norskan kvik-
myndagerðarmann í yfirliti sínu
yfir 100 ára sögu kvikmyndarinnar.
I janúarhefti tímaritsins hafa 100
bestu myndirnar verið valdar og eru
langflestar þeirra bandarískar en
einnig er almenn umfjöllun um
myndir frá öðrum þjóðum. Þar er
norskra kvikmynda að engu getið,
segir Kari, og bendir á í vandlæting-
artón að íslendingum sé aftur á
móti hampað.
„Hinir fáfróðu blaðamenn tíma-
ritsins," segir Kari, „skeita hvorki
um Arne Skouen, Nils Gaup né
kvikmyndahátíðina í Haugasundi.
Þess í stað skrifa þeir fallega um
íslenska leikstjórann Friðrik Þór
Friðriksson og íslensku kvikmynda-
hátíðina, kvikmyndahátíð sem í
heild sinni fer fram í 17 sæta kvik-
myndasal.“
Eiður Guðnason, sendiherra ís-
lands í Noregi, fann sig knúinn til
að svara þessum árásum á íslenska
kvikmyndagerð og sendi Arbeiter-
bladet bréf (19.1/96) þar sem hann
segir meðal annars að kannski þyki
blaðamönnum Premiere myndir
Friðriks Þórs einfaldlega betri en
norsku myndirnar sem þeir hafa
séð. „Og ef svo er,“ heldur Eiður
áfram, „þá hefur það ekkert með
fáfræði að gera, heldur smekk sem
Rómveijar til forna töldu ekki hægt
að deila um.“
Eiður segir að sér kæmi ekki á
óvart þótt sumir landa sinna myndu
líta á þessi skrif norska blaða-
mannsins sem öfund. „Sjálfur er
ég ekki viss,“ bætir Eiður við, „en
erfitt er að sjá hvaða ástæður liggja
að baki þessum skrifum.“
Eiður segir að íslendingar eigi
því að venjast að vinir þeirra, Norð-
menn, eigni sér Leif Eiríksson og
Snorra Sturluson og kalli jafnvel
íslendingasögurnar norrænar. „Fá-
ir áttu hins vegar von á þvi að reynt
yrði að gera lítið úr vinnu íslenskra
samtímalistamanna.“
Að lokum upplýsir Eiður norska
blaðamanninn um íslensku kvik-
myndahátíðina sem jafnan fari fram
í Háskólabíói, að hún hafi verið
sótt af mörgum kunnum kvik-
myndagerðarmönnum og sé að auki
elsta kvikmyndahátíð Norðurlanda,
fyrst haldin árið 1978. í lok greinar
segir Eiður að það sé ef til vill ekki
aðeins á Bretlandi sem til séu fá-
fróðir blaðamenn.
Mynd í heilu lagi
VEGNA mistaka var skorið af
mynd sem prýddi grein Braga
Ásgeirssonar um dýrustu mál-
verkin 1995 í Menningarblaðinu
síðastliðinn laugardag. Birtist hún
hér með í heilu lagi um leið og
beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
Nýjar bækur
Thor Vilhjálmsson
• FUGLAR á ferð er flokkur
erinda sem flutt voru um Thor
Vilhjálmsson, skáldskap hans og
listfræði, á
þingi Félags
áhugamanna
um bókmenntir
vorið 1995 ítil-
efni sjötugsaf-
mælis hans.
„Fjalla þau
um höfundar-
feril Thors frá
ýmsum sjónar-
hornum og
opna sýn inn í fjölbreytileika verka
hans og mikilvægi í íslenskri bók-
mennta- og menningarsögu,“ seg-
ir í kynningu.
Höfundar eru Aðalsteinn Ing-
ólfsson, Ástráður Eysteinsson,
Eysteinn Þorvaldsson, Friðrik
Rafnsson, Kristján Jóhann Jóns-
son, Ragnhildur Richter, Sigurður
Pálsson, Silja Aðalsteinsdóttir,
Þorleifur Hauksson og Þröstur
Helgason.
Helga Kress sá um útgáfuna.
Fuglar á ferð er 115 síður. Guten-
berg-Steindórsprent prentaði. Út-
gefandi er Bókmenntafræðistofn-
un Háskóla íslands, Háskóiaút-
gáfan.
Hversdagslíf
Bækur Terry McMillan njóta mikilla vin-
sælda í heimalandi hennar, Bandaríkjunum.
Nú hefur verið gerð kvikmynd eftir einni
þeirra, „Waitingto Exhale“
ÞÓ AÐ gagnrýnendur séu ekki á
eitt sáttir um ágæti bóka banda-
rísku skáldkonunnar Terry McMill-
an, hafa milljónir landa hennar séð
ástæðu til að festa kaup á þeim og
nú hefur verið gerð kvikmynd eftir
næstsíðustu bókinni, „Waiting to
Exhale", sem sló aðsóknarmet um
jólin. „Allt og sumt sem ég gerði
var að segja sögu,“ segir McMillan
hógværðin uppmáluð í samtali við
The Observer
Hún er 43 ára, einstæð móðir
hins ellefu ára gamla Solomons.
Bækur hennar lýsa lífi bandarískra
blökkukvenna á tilgerðarlausan
hátt. Sögufléttan kann að vera fá-
brotin en lesendur, ekki síst konur,
hafa fallið fyrir kvenpersónum
hennar sem basla í gegnum lífið,
hafa áhyggjur af þyngdinni, hár-
greiðslunni og hinu kyninu. Karl-
arnir eru upp til hópa vandræða-
gemsar, fíkniefnaneytendur og
kvennabósar. „Með þessu er ég
ekki að segja að allir karlmenn séu
skepnur, heldur að konurnar sem
ég skrifa um hafi fallið fyrir skepn-
um. Sumir halda að mér sé illa við
karlmenn en það er ekki satt,“ seg-
ir McMillan. „Ég er hrifin af karl-
mönnum, það er verst hvað margir
þeirra eru heimskir."
Hún er ekki sérstaklega hrifin
af þeim góðu móttökum sem „Wait- ■
ing to Exhale“ hefur hlotið, finnst
hún ekki það tímamótaverk sem
sumir lesendur hennar vilja vera
láta. Skýringuna á hinum góðu
móttökum kann að vera að fínna í
þeirri staðreynd að lítið hefur verið
skrifað um daglegt líf blökku-
kvenna og þær taka öllum slíkum
bókum fagnandi. „Gallinn er hins
vegar sá að McMillan skrifar skáld-
sögur, ekki bækur til sjálfshjálpar,
og konur eiga það til að gleyma
því,“ segir sálfræðingurinn Sonia
Stephen.
Fyrri bækur McMillan eru
TERRY McMillan segist láta
hverjum degi nægja sína þján-
ingu. Það hafi hún lært er hún
fór í afvötnun en hún var háð
áfengi og lyfjum í fjögur ár.
„Disappearing Acts“ og „Mama“
en það var sú fyrmefnda sem vakti
fyrst athygli á McMillan. „Waiting
to Exhale“ skaut henni hins vegar
upp á stjömuhimininn árið 1991.
Hún var á toppi metsölulistans
bandaríska ásamt „Secret of Joy“
eftir Alice Walker og „Jazz“ Toni
Morrison. Báðar hafa þær sett ofan
í við McMillan og það sámar henni.
„Ég hef sent þeim báðum hamingju-
óskir þegar þær hafa sent frá sér
bækur og það særir mig óneitanlega
að þær hafi ekki gert slíkt hið
sama,“ segir skáldkonan, sem hefur
nýlokið við fjórðu bókina en hún
nefnist „How Stella Got Her Groove
Back“. McMillan var aðeins þijár
vikur að skrifa hana, segist hafa
haft söguna tilbúna í kollinum.
HHHHHMHHHHHiHHHHH^^^^B^nHHM (0) I
E S S O ÞJÓNUSTA - s n ý s t u m þ i g Olíufélagiðhf
—50ára —
Ánægjuleg
þjónusta
Starfið á ESSO stöðinni tengist
auðvitað bflum að miklu leyti.
Einn mikilvægasti hluti þess
eru þó engu að síður kynni við
þá viðskiptavini sem með viðmóti
sínu hvetja starfsmenn ESSO til
að veita enn betri þjónustu.