Morgunblaðið - 24.01.1996, Side 29

Morgunblaðið - 24.01.1996, Side 29
28 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunriarsson. „UNGLINGA- VANDINN“ ÞAÐ ER ekki nýtt að unglingar hópist saman í miðborg Reykjavíkur og annarra stærri sveitarfélaga um helgar. Sú hefur verið raunin um áratuga skeið. Við og við blossa upp umræður um vandamál samfara þessu á borð við áfengis- og fíkniefnaneyslu unglinga, skemmdarverk og ofbeldi. Þrátt fyrir það hafa engin ráð fundist til að sporna gegn þessum „unglingavanda“ né heldur hefur tekist að skýra orsakir hans til hlítar. Það er margt sem bendir til að þessi vandi sé að verða stöðugt alvarlegri. Yngri börn en áður neyta áfengis, eitur- lyfjaneysla vex og ofbeldið er orðið hrottalegra og tilviljana- kenndara, eins og nýleg dæmi sanna, það nýjasta frá síðustu helgi á Akranesi, þar sem ungri stúlku var misþyrmt af jafn- öldrum sínum þannig að hún er nú meðvitundarlaus á sjúkra- húsi. Notkun eiturlyfja er ekki lengur bundin við jaðarhópa held- ur er hún orðin útbreidd meðal stórs hóps unglinga. Aðgang- ur unglinga að ólöglegu áfengi, svokölluðum landa, er miklu greiðari en að áfengi, sem selt er á löglegan hátt, og verðið er langtum lægra. Dæmi eru um að landasalarnir bjóði líka upp á fíkniefni og oti þeim að unglingum. Að hluta til er „unglingavandinn" alþjóðlegt vandamál, ekki síst fíkniefnavandinn. Islenski unglingavandinn er þrátt fyrir það að miklu leyti séríslenskt vandamál. Hvar annars staðar tíðkast samkomur af því tagi sem vegfarendur geta orðið vitni að um hveija helgi í miðborg Reykjavíkur eða í öðrum íslenskum bæjum? Skýringarnar á þessu eru efalítið margar. Islenskum ung- lingum hefur löngum verið gefinn lausari taumur en jafnöldr- um þeirra erlendis. Litið hefur verið svo á að það væri hollt fyrir börn að læra að standa á eigin fótum, jafnt félagslega sem fjárhagslega. Á móti hafa stofnanir samfélagsins, á borð við fjölskyldu og skóla, í mörgum tilvikum ekki veitt unglingunum það nauð- synlega aðhald og aga er verður að fylgja slíku frelsi. Ábyrgð- in á „unglingavandamálinu" og lausn þess hlýtur fyrst og fremst að liggja hjá heimilunum þótt einnig verði að gera kröfu til þess að samfélagið búi fjölskyldum umhverfi sem býður upp á eðlilegt fjölskyldulíf. Það er engin ein lausn til á þessum vanda og reynslan sýnir að skyndilausnir og einangraðar aðgerðir duga skammt. Unglingavandinn er um margt spegilmynd samfélagsins og eigi að ráða bót á því verður líklega ekki hjá því komist að breyta fyrirmyndinni. HEILDARSTEFNA ÞÓTT foreldrar beri auðvitað fyrst og fremst ábyrgð á börnum sínum, verður ekki litið framhjá þætti hins opin- bera í lausn þeirra vandamála, sem nefnd voru hér að ofan, ekki síst fíkniefnavanda unglinga, sem blaðamaður Morgun- blaðsins gerir skil í ýtarlegum greinaflokki þessa dagana. í grein í Morgunblaðinu í gær bendir Áskell Örn Kárason, forstjóri Meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, á að heildar- stefnu í baráttunni við vímuefnaneyslu unglinga hafi skort. Félagasamtök standi öðru hvoru fyrir afmörkuðu átaki, sem hafi ákveðið giidi, en nægi ekki. „Stofnanir þjóðfélagsins verða að taka höndum saman um markvissa stefnu í forvarna- málum. Þar á ég við skóla, lögreglu, dómsmálayfirvöld, toll- gæslu, heilbrigðisyfirvöld og félagsmálayfirvöld. Það er ekki nóg að allir séu sammála um að fíkniefni séu af hinu illa. Við verðum líka að átta okkur á hvaða árangri við viljum ná í baráttunni gegn þeim,“ segir Áskell. Hann bendir á, að þróunin hér á landi sé á skjön við það, sem hafi gerst á hinum Norðurlöndunum; hér byrji unglingar æ yngri að neyta áfengis. Það. er án efa rétt að viðbrögð og stefnumótun opinberra aðila skipta miklu í þessu efnp ekki síst til þess að veita foreldrum nauðsynlegan stuðning. Áskell Örn segir: „Hvert foreldri á ... erfitt með að setja hnefann í borðið, þegar almennt ríkir umburðarlyndi gagnvart áfengis- neyslu unglinga. Ef virkileg þjóðarsátt ríkti um að það væri stóralvarlegt ef unglingur innan 16 ára drykki sig fullan, þá yrðu viðbrögð í samræmi við það.“ Þótt það hafi sýnt sig að forvarnarstarf sé miklu líklegra til að skila árangri í baráttunni gegn fíkniefnum en harðar refsingar, má það ekki verða til þess að landa- og eiturlyfja- salar geti gengið út frá því að fá að brjóta margoft af sér án þess að gjalda fyrir það með fangelsisvist. Dómskerfið hlýtur að bregðast við ummælum á borð við þessi, sem höfð eru eftir móður ungs fíkniefnaneytanda í sunnudagsblaði Morgunblaðsins: „Landasalarnir fá auðvitað enga dóma, bara minniháttar sektir. Það á að henda þeim í fangelsi.“ 60 aurar fyrir kíló- vattstundina Landsvirkjun á völ á mjög hagkvæmum virlq- anamöguleikum. Það bætir hins vegar ekki hlut þeirra sveitarfélaga sem einnig búa yfir hagkvæmum virkjunarmöguleikum eða leysir þann margvíslega vanda sem menn standa frammi fyrir í orkumálum, eins og fram kem- ur í samantekt Hjálmars Jónssonar. Nokkrir hagkvæmir orkuöflunarkostir Heimild: Landsvirkjun Virkjun Kostnaðarverð við stöðvarvegg krikWh MW GWh á ári Hækkun Laxárstíflu 0,60 4 40 Hágöngumiðlun 0,60 140 Stækkun Kröflu 0,70 30 250 Norðlíngaölduveita 0,80 770 Sultartangavirkjun 1,10 125 880 Bjarnarflag 1 og 2 1,20 40 330 Kárahnúkavirkjun 1,20 500 3.340 Fljótsdalsvirkjun 1,20 210 1.200 Búðarháls 1,30 110 645 Vatnsfell 1,30 115 450 1997: Columbia Aluminium, 60.000 tonn og 1997: Stækkun ÍSAL um 62.000 tonn, áætlun Um orkujöfnuð Stækkun Hrauneyjafoss og stækkun Kröflu -t Bjarnarflag 1 Nesjavellir 1 og Hágöngur Stækkun Blöndulóns Aflaukning Bórfelli Kvislaveita, 5. áfangi Bjamarflag2 -Stækkun ÍSAL Columbia Alumínium Corporation Almennur markaður og núverandi stóriðja 1994 1996 1998 2000 2002 2004 GWSt áári 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 1997: Stækkun iSAL um 62.000 tonn og 1999: Columbia Aluminium, 60.000 tonn, áætlun um orkujöfnuð Bjarnatflag 1 og 2, Stækkun Blöndulóns Aflauknlng Búrfefli Kvíslaveita, 5. áfangi .............. 4 I Sfækkun Kröflu £ Stækkun ISAL Almennur markaður og núverandi stóriðja 1994 1996 1998 GWst áári 7000 ^Columbia Aluminium Corp. j 5000 4000 3000 2000 1000 0 2000 2002 2004 LANDSVIRKJUN selur al- menningsrafveitunum tæp- ar tvö þúsund gígavatt- stundir af raforku á ári og verðið er um þijár krónur fyrir kíló- vattstundina af forgangsorku. Verðið miðast við afhendingu orkunnar og er það sama hvar sem er á landinu, hvort sem orkan er afhent á Vestfjörð- um, á Austurlandi eða í Reykjavík. Hitaveitumar í Reykjavík og á Suð- umesjum telja sig geta framleitt raf- orku fyrir innan við helming þessa verðs eða innan við 1,50 kr. kílóvatt- stundina með því að virkja á Nesjavöll- um og í Svartsengi þaðan sem veitum- ar fá heitt vatn. Tiikostnaðurinn er lágur vegna þess að orkan er þegar fyrir hendi á svæðunum og einungis þarf að leggja í þann viðbótarkostnað sem fylgir raforkuframleiðslunni. Yrði veitunum leyft að virkja og nýta þessa ódýru virkjunarmöguleika á veitusvæðum sínum yrði Landsvirkj- un hins vegar af mikilvægum mark- aði fyrir forgangsorku og tekjum í sarhræmi við það. Rafmagnsveita Reykjavíkur kaupir um þriðjung af þeirri forgangsorku sem Landsvirkjun selur og Hitaveita Suðurnesja kaupir um 90 gígavattstundir á ári. Raf- magnsveitan ætti að geta fullnægt um helmingi núverandi orkuþarfar á höfuðborgarsvæðinu með raforku frá Nesjavöllum og Hitaveita Suðurnesja myndi verða sjálfri sér nóg um raf- orku með viðbótarvirkjun, en veitan framleiðir nú þegar raforku sem full- nægir um 40% orkuþarfarinnar á Suð- umesjum. Tekjutapið yrði Landsvirkj- un að bæta sér upp með því að hækka gjaldskrá sína að því gefnu að engar aðrar breytingar verði í rekstrarum- hverfi fyrirtækisins og það þurfi sömu tekjur til að standa undir rekstrinum. 60 aurar kílóvattstundin Nú er því ekki svo háttað að Lands- virkjun hafi ekki á sínum snærum jafn ódýra og ódýrari virkjunarmögu- leika en hitaveiturnar í Reykjavík og á Suðumesjum. Samkvæint upplýs- ingum fyrirtækisins er kostnaðarverð við stöðvarvegg. 60 aurar á kílóvatt- stundina við hækkun Laxárstíflu og Hágöngumiðlun, 70 aurar við stækk- un Kröflu og 80 aurar við Norðlinga- ölduveitu svo dæmi séu tekin, en sam- anlagt myndu þessar virkjanir fram- leiða 1.200 gíkavattstundir á ári. Þetta er meðalverð sem miðast við full afköst virkjananna og tilteknar forsendur hvað varðar rekstrar- og Ú’ármagnskostnað. Landsvirkjun er hins vegar bundið af lögum til þess að halda uppi verð- jöfnun í heildsölu og selja orkuna við sama verði hvar sem er á landinu. Það kemur í veg fyrir að hægt sé að bjóða almenningsrafveitum mismun- andi verð eftir því hvar þær em í sveit settar eða eftir því hversu stórir kaupendur þær eru, eins og Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, bendir á, auk þess sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum axlað ábyrgð á því að byggja upp raforku- kerfið í Iandinu til að tryggja við- skiptavinum sínum ætíð næga raforku til lengri tíma litið. Halldór sagði að þetta hefði verið lögbundin stefna í þessum málum og Landsvirkjun hefði verið gert að hafa næga orku tiltæka á öllum tímum fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið hefði fjárfest í samræmi við þetta lög- bundna hlutverk og ef ætti að breyta þessu hlutverki fyrirvaralítið, eins og myndi gerast ef Reykjavíkurborg tæki Nesjavelli til sín og sæi sér fyrir helm- ingi af raforkuþörf sinni með þeim hætti, væru vissar forsendur fyrir fjár- festingum Landsvirkjunar á undan- förnum árum brostnar. Þær tekjur sem Landsvirkjun hefði í góðri trú reiknað með til að standa undir þessu hlutverki sínu myndu við þetta rýma svo um munaði og þá ætti fyrirtækið vart annan kost en hækka gjaldskrá sína til að vega upp á móti tekjutapinu. Haildór sagði að ástæðan fyrir því að Nesjavallavirkjun hefði verið í umræðunni að undanförnu væri fyrst og fremst sú hversu fljótt orka frá virkjuninni gæti komist í gagnið kæmi til þess að Columbia Aluminium Corp. tæki ákvörðun um að reisa sextíu þúsund tonna álver á Grundartanga, sem kæmi í rekstur þegar á árinu 1997. Til að hægt væri að afhenda næga orku svo snemma kæmi raunar einnig tii greina orka frá virkjun í Svartsengi eða jafnvel stækkun Kröflu. Ef álver á Grundartanga kæmi hins vegar ekki fyrr en tveimur árum seinna, þ.e. á árinu 1999, gæfist Landsvirkjun tími til að nýta eigin virkjunarkosti og afiienda næga orku miðað við þau tímamörk. Viðræður í gangi Halldór sagði að enn væri ósamið við Reykjavíkurborg, eiganda Nesja- valla, í þessum efnum, en virkjun þar væri ein forsenda þess að Columbia gæti reist hér álver sem tæki til starfa árið 1997. Nokkuð væri um liðið síðan heyrst hefði í Columbia og ekki væri vitað hvort enn sé raunhæft að gera ráð fyrir að Columbia þurfi á orku að halda þegar á árinu 1997, eins og hingað til hefði verið gert ráð fyrir. Bæði kæmi til álita að Landsvirkjun keypti orkuna frá Nesjavöllum og seldi hana áfram til stóriðju, eins og upp- haflega hefði verið gert ráð fyrir, og að Rafmagnsveita Reykjavíkur og/eða Hitaveita Reykjavíkur gerðust beinir aðilar að samningum við Columbia ásamt Landsvirkjun. Viðræður væru í gangi við Reykjavíkurborg en þær hefðu ekki skilað niðurstöðu enn sem komið væri og umræðan undanfarið MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 29 Árásarmynstur hafa breyst hér á landi OFBELDI í KVIK- MYNDUM FORDÆMI HROTTALEGRA ÁRÁSA Morgunblaðið/Júlíus OFBELDISGLÆPUM í miðborg Reykjavíkur um helgar hefur fjölgað verulega á síðustu árum. .— ---■——----—-------------—------------—--------— -----—- Tíðni morfla í Bandaríkjunum 1945-1973 og sjónvarpseign á heimilum þar 225 Stöðluð tíðni 200 morða 175 á hverja 100.000 150 íbúa 125 (3-ára hlaupandi mo meðaltal, 1959 = 100) 75 1 1 Sjónvarpseign T ðni irða m með sjónvarp % 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 um endurskoðun á skipulagi orkumála fyrirtækisins hefði óneitanlega orðið til þess að skapa meiri óvissu en ella um hvað yrði ofan á í þessu efni. Þar vísar forstjóri Landsvirkjunar til þess að Reykjavíkurborg hefur ósk- að eftir viðræðum við aðra eignarað- ila Landsvirkjunar, ríkið og Akur- eyrarbæ, um framtíðarskipulag, rekstrarform og eignaraðild að Lands- virkjun. Borgarstjóri hefur sagt að borgin njóti ekki eignarhluta síns í fyrirtækinu eins og nú sé málum hátt- að og hefur viðrað hugmyndir um að borgin leysi til sín sinn eignarhluta og efnt verði til samkeppni á orkusvið- inu. Þannig gæti Reykjavíkurborg til dæmis virkjað og selt sjálf orku frá Nesjavöllum. Halldór nefndi einnig að gerðir hefðu verið útreikningar á framlögum eignaraðila Landsvirkjunar til fyrir- tækisins í gegnum tíðina. Samkvæmt þessum útreikningum hefði raun- ávöxtun framlags Reykjavíkurborgar numið 6% á ári frá upphafi. Þessir peningar hafi skilað sér í eignamynd- un í fyrirtækinu. Langtímasamningur kemur ekki til greina Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að langtímasamn- ingur milli Hitaveitu Suðumesja og Landsvirkjunar um raforkusölu til stóriðju frá nýrri virkjun í Svartsengi komi ekki til greina. Hins vegar sé Hitaveitan til viðræðu um orkusölu til stóriðju þar til Landsvirkjun geti kom- ið inn á raforkukerfið með sínar virkj- anir, sem væntanlega sé 2-3 árum seinna. Stækkun virkjunarinnar í Svarts- engi getur verið tekin til starfa tveim- ur árum eftir að hafist er handa um framkvæmdir. Hitaveita Suðurnesja framieiðir þegar raforku í Svartsengi og nemur framleiðslan rúmum 16 megavöttum og beiðni um að virkja 20 megavött til viðbótar liggur fyrir í iðnaðarráðuneyti og hefur ekki verið svarað. Júlíus segir að sautján ár séu síðan Hitaveitan sótti fyrst um virkj- analeyfi fyrir 30 megavatta virkjun og því ætti Landsvirkjun að hafa gef- ist nægur tími til að aðlaga sig að þeirri framtíð að Hitaveitan framleiði sjálf raforku fyrir sitt dreifisvæði. Það sé óumflýjanlega framtíðin. Júlíus sagði að með samningnum um stækkun álversins í Straumsvík og þar með nýtingu á þeirri umfram- orku sem hafi verið í raforkukerfinu sé ekki lengur hægt að halda því fram að virkjanir í Svartsengi séu þjóðhags- lega óhagkvæmar, eins og hafi verið viðkvæðið. Kaup Hitaveitunnar á orku af Landsvirkjun á síðustu tíu árum nemi 3,5 milljörðum króna á núvirði. Þetta rafmagn hafi Hitaveitan getað framleitt sjálf fyrir hálfviðri. Þessi kaup með öðru hafi orðið til þess að auka eigið fé Landsvirkjunar, sem sé umkvörtunarefni borgarstjórans í Reykjavík nú að ekki fáist arður af. Júlíus sagði að það væri óeðlilegt að Reykjavík og Akureyri hefðu fyrir tilverknað eignarhluta síns í Lands- virkjun úrskurðarvald um það hvað önnur sveitarfélög gerðu í orkumálum sínum. Þetta gæti ekki verið eðlilegt kerfí og ef það hefði einhvern tíma átt rétt á sér væri öruggt að það væri ekki lengur um það að ræða. Hann sagði að það margborgaði sig fyrir Hitaveituna að virkja fyrir þann markað sem væri fyrir hendi á Suður- nesjum. Hins vegar vildu þeir gera þetta í sem mestu og bestu samstarfi við aðra þannig að samnýting orkunn- ar yrði sem best. Áðspurður hvort neytendur myndu njóta þess í lægra orkuverði að Hita- veitan fengi að virkja sagði hann að raforkuverð á Suðurnesjum væri nú þegar með því lægsta sem gerðist í landinu, þrátt fyrir að línukerfið á svæðinu hefði verið endurnýjað fyrir nær tvo milljarða króna á síðustu tíu árum eða frá því dreifikerfi RARIK hefðu verið keypt af ríkinu. Gjaldskrá- in hefði ekki hækkað síðustu fjögur og hálft ár, þrátt fyrir þijár hækkan- ir Landsvirkjunar á þessu tímabili. Hins vegar yrðu þeir að fara mjög varlega í að lækka gjaldskrána til þess að fá ekki á sig jöfnunargjöld. Það væri hlutur sem taka yrði tillit til. Aðspurður um afstöðu sína til verð- jöfnunar á raforku sagði hann að hún sé angi af þeirri byggðastefnu sem hafi verið rekin í landinu og sé heil- agt mál. Hún auki ekki hagkvæmni, en það hafi sjaldan verið útgangs- punkturinn í íslenskri efnahagspólitík. Þróunin hefur orðið sú að áverkum sem fólk hefur hlotið af völdum annarra hefur fjölgað, áverk- amir eru alvarlegri og árásarmynstrið hefur breyst hér á landi á síðustu árnrn, * * Olafur Olafsson lanalæknir segir fyr- irmynda hrottalegra árása að leita í of- beldiskvikmyndum á myndböndum og í fjölmiðlum. KOMUM fólks á slysadeild vegna áverka frá öðrum fjölgaði úr 1.500 á ári á árunum 1975-1985 í 2.000 á ári á árunum 1985-1994 og var hlutfallsleg fjölgnn því um 30%. Ekki hefur aðeins orðið fjölgun í árásum heldur hefur alvarlegum meiðslum eftir árásir fjölgað um helming á sl. 10 árum. Mun oftar er ráðist að öðrum að tilefnislausu, margir ráðast á einn, sparkað er í liggjandi og spörk látin dynja á við- kvæmum líkamshlutum á borð við höfuð og kynfæri. Ólafur Ólafsson landlæknir segir að börn og fullorðn- ir hafi ekki aðrar fyrirmyndir um hrottalegar árásir en í ofbeldiskvik- myndum á myndböndum og í fjöl- miðlum. Hann lýsir yfír eindregnum stuðningi við ósk Þórhildar Líndal, umboðsmanns barna, um að komið verði í veg fyrir að auglýsingar með ofbeldi komi fyrir sjónir ungra barna. Ólafur hefur tekið saman töluvert af upplýsingum um áhrif ofbeldis í íjölmiðlum á hegðun barna og fullorð- inna hér heima og erlendis. Hann segir að þó svo vinna megi gegn áhrif- um af ofbeldi í fjölmiðlum í uppeldi hafi viðamikil evrópsk könnun sýnt fram á að allt að 20% barna og ung- linga verði fyrir miklum áhrifum af ofbeldiskvikmyndum. í könnuninni er m.a. fleiri þúsund börnum í Suður- Sv®óð, fæddum 1961-1982, fylgt eftir í 20 ár. Rannsóknin nær til for- eldra barnanna og tekið var tillit til mismunandi umhverfis- og uppeldis- aðstæðna sem gætu mótað hegðun einstaklinganna. Niðurstöðurnar hafa verið birtar, m.a. i níu doktorsritgerð- um við ýmsa háskóla og í tugum vís- indarita, t.d. bókinni Media Effects and Byond frá árinu 1993. Áhrifin felast oftast í minni ein- beitingu, óróa og árásargirni og í einstaka tilfellum hafa börn og full- orðnir líkt nákvæmlega eftir ofbeld- issenum úr sjónvarpi. Ekki skortir dæmi um slíkt frá Bandaríkjunum og er sértaklega minnst á afleiðingar atriðis með rússneska rúllettu í kvik- myndinni Dádýraveiðar. Fjórum dög- um eftir að kvikmyndin Fæddur sak- laus var sýnd í sjónvarpi réðust þrjár unglingsstúlkur á níu ára stúlku á strönd í Kaliforníu. Að því er virtist reyndu stúlkurnar að líkja eftir atriði úr kvikmyndinni með því að nota flösku til að nauðga fórnariambinu. Ungur maður særði nágranna sinn hættulega með skammbyssu eftir að hafa horft á Billy Graham í sjónvarp- inu. Hann ætlaði að refsa nágrann- anum fyrir syndir hans. Niðurstöður fiöldarannsókna sýna að mati Ólafs hversu ástandið er al- varlegt. Hann nefnir í því sambandi að rannsókn meðal bandarískra fanga, sem dæmdir höfðu verið fyrir ofbeldisverk, hafi leitt í ljós að 22-36% þeirra höfðu líkt eftir senum úr of- beldismyndum í sjónvarpi. Önnur rannsókn á föngum dæmdum vegna ofbeldis og samanburðarhópi sýndi fram á greinilega fylgni milli ofbeldis- verka á fullorðinsárum og áhorfs of- beldismynda í sjónvarpi í æsku. Þriðja rannsóknin var gerð fyrir og eftir að sjónvarpsútsendingar hófust í kanad- ísku þorpi árið 1973. Niðurstaðan varð sú að ofbeldisverkum fjölgaði um 160% meðal unglinga í þorpinu næstu 10 til 13 árin á eftir. Barnalæknasamtök í Bandaríkj- unum hafa ráðlagt að sjónvarpsáhorf barna verði takmarkað við 1-2 klukkustundir á dag. Með hliðsjón af þeim niðurstöðum var því spáð að 10 til 15 árum eftir að sjónvarp yrði leyft í S-Afríku (1975) yrði svip- uð þróun þar. Þessi spá rættist þvf að á árunum 1975-1987 fjölgaði morðum þar um 130%. Samhliða morðunum varð svipuð fjölgun á nauðgunum og árásum. Hins vegar skal tekið fram að fleiri þættir gætu haft áhrif á þróunina, s.s fátækt, innanlandsátök o.fl. Fram kemur í gögnum frá Ólafi að morðum hafi fjölgað um nær 100% 15-20 árum eftir að sjónvarp hélt innreið sína í Bandaríkin og Kanada. Aukningin varð fyrst og fremst meðal unglinga og síðan full- orðinna. Hópur áreitir einn I grein eftir Ólaf kemur fram að morðum og manndrápum hafi fjölg- að meira en 90% á íslandi frá árun- um 1951-1970 til 1971-1990. Hann segir að þó margt hafi breyst í skól- um til batnaðar sé vaxandi áreitni og jafnvel ofbeldishneigð verulegt áhyggjuefni foreldra og kennara. Nú geri börn ekki lengur upp sakirn- ar vegna meintra ávirðinga „maður gegn manni“ heldur áreiti gjarnan hópur einn að tilefnislausu og oft jaðri við misþyrmingu. Ólafur veltir því fyrir sér hvar upptakanna sé að leita. Þó ofbeldi hafi alltaf verið til hafi árásar- mynstrið breyst og hvergi annars staðar en í- kvikmyndum sjái áhorf- endur manneskjur barðar 10 til 20 högg í andlitið án þess að sjái á við- komandi. Slysalæknar viti að eitt til tvö högg nægi til þess að valda við- komandi skaða. Sjónvarpsauglýsing- ar og myndbönd séu hins vegai áhrifamesta kennslan í ofbeldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.