Morgunblaðið - 24.01.1996, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBUAÐIÐ
Kostnaður við
rekstur sjúkrahúsa
hefur minnkað
SÍÐUSTU árin hef-
ur því stöðugt verið
haldið fram af ýmsum
aðilum, að nauðsyn-
legt hafi verið að
lækka útgjöld til heil-
brigðismála. Út-
gjaldaaukning hafi
verið í heilbrigðiskerf-
inu frá ári til árs, hvað
sem liði _ hag þjóðar-
búsins. Útgjöld ríkis-
sjóðs hafa árum sam-
an verið meiri en tekj-
ur og ríkissjóður stöð-
ugt þurft að taka lán
til að standa undir
útgjöldum. Vaxta-
byrði ríkissjóðs hefur því stöðugt
aukist og er í fjárlögum þessa árs
gert ráð fyrir, að ríkissjóður þurfi
að greiða yfir 13 milljarða króna
í vexti!
Flestum hlýtur að vera ljóst, að
slíkur hallarekstur ríkissjóðs geng-
ur ekki til lengdar. Til að ráða bót
á því er um tvennt að ræða: auka
tekjur ríkissjóðs og/eða minnka
útgjöld. Slíkar ráðstafanir eru yfir-
leitt ekki til vinsælda fallnar.
Skattahækkanir og minni fjárveit-
ingar eru öruggar leiðir til að kalla
fram mótmæli. Því er mjög mikil-
vægt, að gætt sé fýllstu sanngimi
og heiðarleika, þegar reynt er að
rétta af fjárhag ríkissjóðs, ef
ætlunin er að að gera það í sem
mestri sátt við þjóðina.
Er rekstur sjúkra-
húsa of dýr?
Vegna þessa vanda ríkissjóðs
hafa fjárveitingar til heilbrigðis-
mála vera lækkaðar verulega á
undanförnum árum. Útgjöld hins
opinbera til heilbrigðismála voru
árið 1994 um 111 þús. kr. á mann
eða svipuð upphæð og árið 1987
(verðlag 1994). Hámarki náðu
-þessi útgjöld 1991 og voru þá
tæplaga 118 þús. kr. á mann eða
um 6% hærri en þau voru 1994.
Útgjöld sjúkrahúsa voru árið 1994
um 11% lægri en er þau voru
hæst árið 1988.
Þrátt fyrir þessa miklu útgjalda-
lækkun til heilbrigðismála og
sjúkrahúsa á undanförnum árum
er því enn haldið fram, að nauð-
synlegt sé að lækka fjárveitingar
til sjúkrahúsa. Vandi ríkissjóðs og
þjóðarbúsins kreijist uppstokkun-
ar á rekstri og skipulagi sjúkra-
húsanna. Sjúkrahúsin í Reykjavík
munu þurfa að lækka
útgjold sín um
700-800 millj. kr. á
þessu ári ef halda á
rekstri þeirra innan
ramma fjárlaga.
Er það virkilega
svo, að rekstur sjúkra-
húsanna sé að sliga
þjóðfélagið? Hvernig
er kostnaður við heil-
brigðiskerfið í saman-
burði við aðrar þjóðir?
Sé litið á heilbrigðisút-
gjöld sem hlutfall af
vergri landsfram-
leiðslu í OECD-ríkjun-
um kemur í ljós, að á
undanförnum árum hafa íslend-
ingar ráðstafað álíka miklu .til
heilbrigðismála og OECD-þjóðirn-
ar að meðaltali. Árið 1992 voru
heilbrigðisútgjöld Íslendinga 8,2%
af vergri landsframleiðslu, sem var
sama hlutfall og hjá OECD-þjóð-
unum að meðaltali. íslendingar
voru þar í 13. sæti af 24 (sjá töflu).
Árið 1994 var þjóðarframleiðsla
á mann á íslandi sú níunda hæsta
í heiminum. Einungis átta þjóðir
höfðu meiri þjóðaframleiðslu á
mann, skv. fréttatímaritinu
Newsweek 8. janúar sl.
Sé litið á fjárlög fyrir 1996 kem-
ur í ljós, að fjárveitingar til sjúkra-
húsanna í Reykjavík eru um 11
milljarðar, eða um 9% af fjárlög-
um. Þótt hér sé vissulega um að
ræða tæplega ‘Ao hluta af fjárlög-
um ríkisins er vart hægt að segja
að þessar fjárveitingar skipti sköp-
um varðandi hag ríkissjóðs, þegar
tillit er tekið til þess mikilvæga
hlutverks sem sjúkrahúsin gegna
fyrir alla þjóðina. í fjárlögum eru
6.400 millj. kr. ætlaðar til alls
stofnkostnaðar hjá ríkinu. Þar af
eru íjárveitingar til stofnkostnaðar
(m.a. tækja og búnaðar) sjúkra-
húsanna í Reykjavík 275,5 millj.
kr. eða um 4,3% af stofnkostnaði
skv. A-hluta fjárlaga.
Eitt sjúkrahús
í Reykjavík?
Sýnir þessi samanburður, að
nauðsynlegt sé að grípa til slíkra
örþrifaráða, að ekki sé hægt að
veita sjúku fólki nauðsynlega þjón-
ustu eða að öll sjúkrahúsþjónusta
verði færð á hendur eins aðila?
Er líklegt, að sjúkrahúsþjónustan
verði ódýrari ef einungis einn
rekstraraðili veitir þjónustuna?
Er það virkilega svo,
spyr Magnús Skúla-
son, að rekstur sjúkra-
húsanna sé að sliga
þjóðfélagið?
Vilja neytendur og skattgreiðend-
ur engan valkost né samanburð
hafa á gæðum og kostnaði við
sjúkrahúsþjónustu? Margir þekkja
dæmi um sjúklinga og starfsmenn,
sem lent hafa upp á kant við til-
teknar deildir, en getað fengið
úrlausn sinna mála á sambæri-
legri deild á öðru sjúkrahúsi. Ein-
okun er óskastaða fyrir einokuna-
raðilann, en slæmur og hættulegur
kostur fyrir neytandann og greið-
andann. Það á jafnt við um sjúkra-
húsþjónustu sem aðra starfsemi.
Fullyrðingar um, að þjóðin hafi
ekki efni á að reka tvö svokölluð
„hátæknisjúkrahús“, geta vart tal-
ist sannfærandi með hliðsjón af
framangreindum samanburði og
því að innan við 1% af rekstrar-
kostnaði Borgarspítala undanfarin
ár hefur farið til kaupa á tækjum
og búnaði, sem að mestu leyti
hefur verið til endumýjunar. Á
síðasta ári fóru um 30 millj. kr.
til slíkra útgjalda á Borgarspíta-
lanum. Einn banki eyðir 200-300
millj. kr. árlega til tölvuvæðingar
og svokallaður „hátæknibúnaður“
í hvert fiskiskip kostar tugi eða
hundruð milljóna. Höfum við þá
efni á því?
Hvað sögðu erlendu
ráðgjafarnir?
Að undanförnu hefur enn á ný
verið getið um tillögur erlends
ráðgjafarfyrirtækis, sem á að hafa
lagt til sameiningu Borgarspítala
og Landspítala. í skýrslu þessa
fyrirtækis frá 1991, er tekið fram,
að í henni komi fram skoðanir
stjórnar og starfsmanna Ríkisspít-
alanna varðandi stefnu og væntr-
ingar um stefnumótun spítalans
til langs tíma. Ekki hafi verið
kannað að hve miklu leyti væri
unnt að uppfylla þær óskir er fram
hafi komið. I næsta áfanga átti
síðan að kanna hagkvæmni aðal-
markmiða Ríkisspítala, kanna að
hve miklu leyti framtíðarstefnu-
mörkun sé hagkvæm og móta
hagkvæma stefnumörkun. Þessi
vinna mun ekki hafa farið fram
og því lýsir þessi skýrsla fyrst og
fremst óskum og sjónarmiðum til-
tekinna starfsmanna Ríkisspítal-
anna.
Niðurstaða
Kostnaður hins opinbera við
rekstur sjúkrahúsa hefur farið
minnkandi síðustu sjö árin, sam-
kvæmt upplýsingum Þjóðhags-
stofnunar, en er ekki sífellt að
vaxa eins og stöðugt er klifað á.
Útgjöld íslendinga til heilbrigðis-
mála eru í eðlilegu samræmi við
það sem gerist hjá öðrum þróuðum
þjóðum. Sjúkrahúsin í Reykjavík
eru ekki slík byrði á ríkissjóði, að
ástæða sé til að grípa til fljótfærn-
islegra aðgerða, sem ekki byggjast
á efnislegu mati á hvort þær séu
hagkvæmar eða ekki.
Höfundur er framkvæmdastjóri
fjármála og rekstrar hjá Sjúkra-
húsi Reykjavíkur.
Klæðningin
sem þolir
íslenska
veðróttu
r~ Hvítt
Grátt
r Blátt Fílabein STiic
Leitið ti!btoba
ÁVALLT TIL A LAGER
ÞÞ
&co
Þ. ÞORGRIMSSON &CO
ÁRMÚLA 29- 108 REYKJAVlK
SÍMAR 553 8640/568 6IOO,fax $88 8755.
Magnús Skúlason
Útgjöld hins opinberatil heilbrigðismála 1980-1994
Á mann í þús. kr. á verðlagi 1994 *
1980 1985 1987 1988 1989 1990 1994
i. Almenn sjúkrahús 46,30 57,50 66,00 66,90 65,40 61,30 59,60
2. Öldrun og endurhæfmg 6,20 9,60 11,70 12,90 14,00 15,90 15,90
3. Heilsugæsla 10,70 13,90 17,00 17,60 18,30 18,90 18,00
4. Lyf og hjálpartæki 6,70 11,30 11,30 11,40 13,30 14,80 13,20
5. Ónnur heilbrigðisútgjöld 3,00 3,40 4,10 5,80 6,00 4,70 4,70
Opinber heilbrigðisútgjöld 72,90 95,70 109,90 114,60 116,90 115,70 111,40
* Heilbrigðisútgjöld hins opinbera staðvirt með verðvísitölu samneyslunnar. Heim-
ild Þjóðhagsstofnun.
Lyfjabúr
sjúkrahúsa
NÝLEGA birtist
áuglýsing í Spítala-
póstinum, starfs-
mannablaði Borgar-
spítalans (nú Sjúkra-
hús Reykjavíkur), þar
sem . tilkynnt erum
opnun lyfjaafgreiðslu
„apóteksins" í spítal-
anum. Auglýsingunni
er beint til starfsfólks,
ellilífeyrisþega og ör-
yrkja og þeim boðin
sérkjör umfram aðra
— væntanlega al-
menna — viðskipta-
vini.
Auglýsingin , ber
með sér að „sjúkrahúsapótekið“
hafi heimild til almennrar lyfjasölu
en þar tel ég stjórnendur sjúkra-
hússins fara offari í túlkun laga.
í Lyfjalög nr. 93/1994 segir að
sjúkrahúsum sé „heimilt að starf-
rækja sérstök sjúkrahúsapótek
sem hafa umsjón með og bera
ábyrgð á öflun og varðveislu lyfja
og eftirlit með notkun þeirra á
einstökum deildum."
Aðeins í tveimur tilvikum er
„sjúkrahúsapóteki" heimilt að af-
greiða lyf til annarrar notkunar
en á deildum sjúkrahússins, og er
það til sjúklinga sjúkrahússins sem
eru að útskrifast og til göngu-
deildarsjúklinga, og þá einungis
gegn lyfseðlum merktum viðkom-
andi sjúkrahúsi og útgefnum af
læknum sjúkrahússins.
Samkvæmt lögum er augljóst
að starfsemi „sjúkrahúsapóteka“
er verulega frábrugðin starfsemi
apóteka og verður hvergi séð að
ætlun löggjafans hafi verið að
færa almenna lyíjadreifingu inn í
sjúkrahúsin. Starfsemi apóteka er
lögvernduð og má einungis nota
heitið „apótek“ yfir lyfjaverslanir
sem reknar eru af handhöfum lyf-
söluleyfa. Því er nafnið „sjúkra-
húsapótek“ villandi
þar sem það bendir til
hlutverks og þjónustu,
sem ekki er ætlast til
af löggjafanum að
sjúkrahús annist.
Stjórnendur Borg-
arspítalans lýstu yfir
áformum sl. vor um
að vænst væri 25
milljón króna aukinna
sértekna með sölu
lyfja til sjúklinga úr
apóteki. Væntanlega
hefur þar verið um að
ræða sömu mistúlkun
á ákvæðum Lyfjalaga
um „sjúkrahúsapó-
tek“. Enda þótt vel sé skiljanleg
leit stjórnenda sjúkrahúsa um nýj-
ar leiðir til aukinna sértekna, hag-
Hvergi verður séð, segir
Jón Þórðarson, að
ætlun löggjafans hafi
verið að færa almenna
lyfjadreifingu inn á
sjúkrahúsin.
ræðingu og sparnað, þá er rekstur
apóteka samkvæmt lögum ekki
hiutverk sjúkrahúsa.
Það hlýtur að teljast eðlileg
krafa til stjórnar Sjúkrahúss
Reykjavíkur, að hún lagi starfsemi
„sjúkrahúsapóteksins“ að settum
lögum og þar sem orðið „apótek“
hefur ákveðna merkingu í huga
fólks og samkvæmt lögum væri
eðlilegt að nota annað orð um
lyfjaafgreiðslu sjúkrahússins, t.d.
lyfjabúr.
Höfundur er apótekari.
Jón Þórðarson
Breyta þarf lög-
um um kjör
forseta Islands
NÚ, ÞEGAR for-
setakosningar nálg-
ast, er að koma í ljós
að allmargir ætla sér
í framboð. Eins og nú
horfir við má ætla að
frambjóðendur verði
a.m.k. 8-10 og þá
flestir mjög frambæri-
legir. Því má gera ráð
fyrir að atkvæði skipt-
ist á nokkuð marga,
þannig að enginn fái
jafn afgerandi fylgi
og í fyrri forsetakosn-
ingum.
Sú staða getur vel
komið upp að sigur-
Sú staða getur vel kom-
ið upp, segir Björn
Matthíasson, að sigur-
vegarinn hafi ekki
nema 15-20% atkvæða
á bak við sig.
vegarinn hafi ekki nema 15-20%
atkvæða á bak við sig. Það þýðir
um leið að 80-85% kjósenda höfn-
uðu sigurvegaranum,
og er það afleitt vega-
nesti fyrir næsta for-
seta íslands í upphafi
vegferðar.
Það er því nauðsyn-
legt að breyta 11. gr.
laga um framboð og
kjör forseta íslands nr.
36/1945, þannig að
sigurvegarinn verði
ekki lengur sá sem
hæstri atkvæðatölu
hefur náð, eins og nú
segir í lögunum, held-
ur verður að koma á
tveimur kosningarum-
ferðum, þar sem kosið
verður í síðari umferðinni milli
þeirra tveggja er flest atkvæði
hlutu í fyrri umferðinni. Með því
einu er hægt að tryggja að forseti
íslands hafi stæðilegan hluta at-
kvæða á bak við sig og geti starf-
að með raunhæft umboð frá þjóð-
inni.
Það er ekki seinna vænna að
Alþingi taki málið strax til með-
ferðar, því að þessi breyting verð-
ur áreiðanlega umdeild og þingið
þarf sinn tíma til að vinna úr henni
fyrir vorið.
Höfundur er hagfræðingur.
Björn Matthíasson