Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 33
AÐSEIMDAR GREINAR
Þriðjungur jafnaldra mínna
til sjós hefur farist í sjóslysum
NÚ í janúar barst mér í hendur
blað er nefnist Útvegurinn, blað
þetta er fréttabréf LÍÚ fyrir
desember 1995. í umræddu blaði
er grein eftir Guðfínn G. Johnsen
um sleppibúnaðinn. Nefnir hann
greinina Er tímabært að lögleiða
notkun hans? Greinin gengur út á
það að starfsmenn LÍÚ vilja ekki
láta lögleiða búnaðinn þrátt fyrir
að búið sé að viðurkenna hann af
Siglingamálastofnun ríkisins,
ástæður eru að hann hefur ekki
hlotið alþjóða viðurkenningu skv.
SOLAS, og að þeirra mati stang-
ast hann væntanlega á við alþjóða
reglur eða reglur ESB. Einnig eru
þeir hræddir við að þetta standist
ekki samkeppnisreglur, með öðr-
um orðum, starfsmenn LÍÚ
treysta ekki Siglingamálastofnun
né sjómönnunum og samtökum
þeirra til að meta þetta, heldur
verði að koma til útlendingar,
þetta er aðalatriðið í þeirra huga,
ekki öryggi eða líf sjómannsins.
En lítum á rökin sem G.J. legg-
ur fram í grein og bréfi sem hann
vitnar til í grein sinni. Þar sem ég
hef undir höndum bréfið sem hann
sendi í samgönguráðuneytið, ætla
ég að birta skilyrðin orðrétt, því
einhverra hluta vegna hefur orðið
breyting á því í greininni. í bréfínu
eru skilyrðin sex en þau eru aðeins
orðin fjögur í greininni og orðuð á
annan veg enda ætluð öðrum til
aflestrar. Þar sem bréfíð er fjórar
síður og of langt til að birta það í
heild ætla ég aðeins að birta skil-
yrðin orðrétt og merkja þau 1 til
6 og gera svo athugasemdir við
hvern lið, sjómenn geta svo metið
sjálfír umhyggjuna sem þessir
menn hafa fyrir lífí þeirra:
í Ijósi ofanritaðs hvetur Lands-
samband íslenskra útvegsmanna
ráðuneytið eindregið til að endur-
skoða afstöðu sína og fresti gildis-
töku ákvæða 2-8 7 gr. reglugerð-
ar nr. 189/1994 þar til eftirtalin
skilyrði eru uppfyllt:
1. A.m.k. tveggja til þriggja ára
reynsla hefur fengist á búnaðinn
við eðlilegar aðstæður og sýnt
þyki að hann uppfylli þær vænt-
ingar sem til hans eru gerðar.
Athugasemdir: Sigmunds-
búnaðurinn er búinn að vera um
borð í skipum í 10-14 ár og hefur
reynst uppfylla þær væntingar
sem til hans eru gerðar þegar slys
hafa orðið, og komið mjög vel út
í skoðunum.
2. Búnaðurinn hlotið alþjóða
viðurkenningu skv. SOLAS,
þ.e.a.s. búnaðurinn, framleiðslu-
og prófunaraðferðir ásamt skoð-
unarleiðbeiningum hlotið viður-
kenningu s.b. IMO res A689/17.
Athugasemdir: Engar reglur
eru til sem skylda Siglingamála-
stofnun til að krefjast þess að
búnaðurinn sé viðurkenndur af
SOLAS. Þetta setur LÍÚ eingöngu
fram til að tefja málið. Það má
benda á að tvö skip hafa verið
keypt til Vestmannaeyja á síðustu
árum frá Frakklandi, þau voru
með gúmmíbjörgunarbáta sem
merktir voru með viðurkenningu
samkvæmt SOLAS. Þessum bát-
um var hent á haugana eins og
hveiju öðru drasli, þar sem þeir
stóðust ekki kröfur Siglingamála-
stofnunar, enda lítið gagn í þeim
á neyðarstundu við Islandsstrend-
ur. Sömu sögu má segja um björg-
unarbúninga sem voru um borð í
öðru skipinu. Það er því engin
trygging fyrir gæðum að hafa
stimpil frá SOLAS. Enda segir
Guðfinnur í blaðagrein í Morgun-
blaðinu 10. ágúst sl. eftirfarandi:
„Þá ber þess að geta að í reglu
um prófunaraðferð á sjálfvirkum
sleppibúnaði er sérstaklega bent á
einn óvissuþátt sem
að mínu mati ber að
hafa í huga þegar
metið er hvort skylda
skuli sjálfvirka sleppi-
búnaðinn, en þar seg-
ir: Prófanir á virkni
og hegðun undir yfir-
bori sjávar eru gerðar
í kyrrum sjó og getur
því ekki gefið óyggj-
andi niðurstöður í sjó-
gangi og sterkum
straumi." Með öðrum
orðum, það er lítið að
marka þessar prófanir
að mati Guðfinns.
3. Endurskoðuð
hafa verið stærðarmörk þeirra
skipa sem búnaðurinn hefur verið
skyldaður í. Ekki verður séð t.a.m.
hvaða tilefni er til að skylda sjálf-
virkan sleppibúnað í skip lengri
en 45 m.
Athugasemdir: Þarna kemur
fram kjarni málsins, starfsmenn
LÍÚ sjá enga ástæðu til að setja
sleppibúnað í skip stærri en 45
m. Hvaða rök færa skrifstofumenn
LÍÚ sjómönnum á þessum skipum?
Þegar togarinn Krossanes SH 308
(sem að vísu er undir þessum
stærðarmörkum) fórst á Halamið-
um í febrúar 1992 og með skipinu
hluti áhafnar, gerðist það aðeins
á þremur til fimm mínútum, svo
naumur var tíminn að skipveijar
höfðu ekki allir tíma til að fara í
björgunarbúninga. Á þannig
augnablikum skiptir tíminn öllu
máli, að geta sjósett gúmmíbát á
sem fljótvirkastan hátt. Þá má
benda á að stærri skip okkar (45
m og lengri) eru farin að leita á
fjarlægari mið þar sem ísing-
Sigmar Þór
Sveinbjörnsson
arhætta getur verið
mikil og gúmmíbátar
fá þá oft á sig ísingu,
þá er nauðsynlegt að
hafa sleppibúnað sem
getur brotið af sér ís.
Því miður hafa þessir
skrifstofumenn engan
áhuga né áhyggjur af
því eins og þetta skil-
yrði sannar.
4. Lokið hefur verið
endurskoðun íslenskra
sérákvæða, umfram
ákvæði ESB tilskipun-
ar um öryggi hski-
skipa og samræmingu
þeirra við tilskipunina
eins og samtökin óskuðu eftir í
bréfi til Siglingamálastofnunar
(A.G.) 27. október sl.
Athugasemdir: Þarna sjá LÍÚ-
menn gott tækifæri til að vinna á
móti búnaðinum, því þeir eiga
auðvitað mann í þessari endur-
skoðunarnefnd eins og í öllum
nefndum sem fjalla um þessi mál.
Ég segi gott tækifæri vegna þess
að þeirra orð virðast hafa meira
vægi í samgönguráðuneytinu en
hjá öðrum samtökum. Þetta hefur
berlega komið í ljós við baráttu
sjómanna fyrir sjálfvirka sleppi-
búnaðinum. Þegar til umræðu var
í haust að fresta gildistöku reglu-
gerðar um sjósetningarbúnað
sendu eftirtaldir aðilar frá sér
áskorun til samgönguráðuneytis-
ins: Farmanna- og fiskimanna-
sambandið, Sjómannasambandið,
öll sjómannafélögin í Vestmanna-
eyjum, og Siglingamálastofnun
ríkisins taldi ekki rétt að fresta
gildistöku reglugerðar, síðan má
benda á að Utvegsbændafélag
Starfsmenn LÍÚ eru
ekki að hugsa um
öryggi sjómanna, segir
Sigmar Þór Svein-
björnsson, heldur pen-
ingalega hagsmuni.
Vestmannaeyja gerði samþykkt
að þessu yrði ekki frestað, enda
hafa útgerðarmenn í Vestmanna-
eyjum verið í forystu hvað varðar
öryggismál sjómanna og eru for-
göngumenn hvað gálgann varðar,
en LÍÚ drengirnir sögðu nei og
samgönguráðuneytið og ráðherr-
ann beygðu sig fyrir því afli sem
virðist ráða íslandi í dag.
5. Staðfest að krafa um sjálf-
virkan sleppibúnað gangi ekki í
berhögg við ákvæði ESB tilskipun-
ar um öryggi fiskiskipa.
Athugasemdir: Sjómenn, metið
það sjálfír hvort verið er að hugsa
um öryggi ykkar eða eitthvað ann-
að! Eða þurfum við að fá leyfi ESB
til að bjarga lífi íslenskra sjó-
manna?
6. Fróðlegt væri einnig að fyrir
lægi mat Samkeppnisstofnunar á
því hvort það samrýmist sam-
keppnislögum að skylda tiltekinn
aðila til að kaupa búnað sem ein-
ungis■ er framleiddur af einum
aðila. En það var t.a.m. megin
ástæða þess að ESB féllst ekki á
að taka til umfjöllunar hvort setja
ætti kröfu um slíkan búnað íESB-
reglur um öryggi fiskiskipa.
Athugasemdir: Þetta sjötta skil-
yrði sannar okkur enn einu sinni
að starfsmenn LÍÚ eru ekki að
hugsa um öryggi sjómanna heldur
einhveija peningalega hagsmuni,
ég segi það enn og aftur og stend
við það, að þeim mönnum serrí '
haga sér þannig er nákvæmlega
sama um líf sjómanna.
í umræddri grein undrast Guð-
fínnur að Farmanna- og fiski-
mannasambandið og Sjómanna-
sambandið skuli standa með sínum
mönnum í þessari baráttu fyrir
bættu öryggi þeirra, það hneykslar
hann að þessir menn ásamt Sigl-
ingamálastofnun skuli ekki kok-
gleypa rökin í áróðursbréfí LÍÚ.
Hann endar grein sína á því að
segja við okkur sem reynum að
vinna að bættu öryggi sjómanna'
að við ættum að skammast okkar
fyrir að taka ekki mark á starfs-
mönnum LÍÚ. Hann gefur í skyn
að við vinnum ekki af heilum hug.
Að endingu vil ég fræða þessa
menn á hvers vegna ég og margir
aðrir hér í Vestmannaeyjum vinna
að bættu öryggi sjómanna. Ég er
fæddur árið 1946 og var ásamt
47 peyjum í Gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja, af þessum 47 drengj-
um völdum við 12 drengir okkur
sjómennsku sem ævistarf, fjórir
af þessum tólf hafa farist í þremur
sjóslysum, eða 33%. Þetta er ein-
ungis minn árgangur, margir tug-
ir ungra manna frá Vestmannaeyj-
um hafa á undanförnum 25 árum
látið lífíð við störf sín, sömu sögu
er að segja allt í kringum landið.
Óvenju fáir sjómenn fórust á síð-
asta ári eða aðeins þrír, en þeir
voru allir frá Vestmannaeyjum.
Það er undarlegt að samtök
útgerðarmanna, LÍÚ og SÍK, skuli
setja menn til höfuðs okkur sem
erum að reyna að bæta öryggi
sjómanna. Nær væri fyrir þessi
samtök að vinna með okkur að^
þessum málum en ekki á móti.
Höfundur cr umdæmisstjóri Sigl-
ingnmálastofnunar í Vestmnnnn-
eyjum og áhugnmaður um örygg-
ismál sjómnnna.