Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Helga Magnús- dóttir fæddist í Lambhóli við Skerjafjörð 1. nóv. 1931. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík aðfaranótt 9. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigur- lína Ebenezersdótt- ir húsmóðir í Lamb- hóli ættuð úr Lund- arreykjadal, f. 6.5. 1893, d. 19.2. 1981, og Magnús Helgi Jónsson prentari frá Lambhóli f. 8.7. 1895, d. 19.12. 1957. Helga var yngst fjögura systra. Þær eru Ingibjörg Ebba húsfrú á Neðra-Apavatni í Grímsnesi, f. 17.2. 1923; Ragnhildur Jóna húsfrú í Lambhóli, f. 1.8. 1924, og Unnur verslunarmaður í Reykjavík, f. 9.9. 1925, d. 21.8. 1966. Helga giftist 26. júní 1954 Sigurði Björnssyni húsasmíða- meistara frá Vífilsstöðum, f. 7.9.1929, d. 6.4.1993. Hann var - sonur hjónanna Signhild Kon- ráðsson frá Færeyjum, f. 7.7. 1907, og Björns Konráðssonar bústjóra á Vífilsstöðum, ættuð- um frá Ytri-Brekkum í Akra- hreppi, f. 6.12. 1894, d. 21.1. 1988. Böm Helgu og Sigurðar em þijú: Sigurður Sævar, starfsmaður í Lýsi hf., Reykja- vík, f. 29.12. 1953; Bjöm húsa- smiður í Reykjavík, f. 13.6. 1956, kvæntur Sigurbjörgu Ingimundardóttur kennara, í LAMBHÓL við Skeijafjörð ólust upp milli stríða fjórar systur með foreldrum sínum, en í Lambhól höfðu ættmenn þeirra stundað sjó og land mann fram af manni. Sú yngsta var Helga, af skyndingu burtkvödd í undarlegri blíðu á ný- byrjuðu ári. í Lambhól byggðu for- eldrar systranna ásamt mágafólki sínu árið 1924 hús úr steinsteypu með grænu járnþaki og stendur það enn með yngri viðbyggingu stakt á grasbala niðri við sjó. Þar undan fellur aldan að og frá með sínu lagi og ranfang og hvönn ganga upp að gamla hjallinum á hólnum sem ^Lambhóll ber nafn af og var fyrrum landamerki milli Skildinganess og Reykjavíkur. Lambhóll var að upp- hafi byggður úr landi Skildinganess árið 1870. Frumbyggjar þar voru Magnús Magnússon og kona hans Sigurbjörg Jóhannesdóttir, dóttir Jóhannesar Jónssonar, bónda á Torfalæk, síðar Umsvölum í Vatns- dai, og konu hans Margrétar Hann- esdóttur af Skagaströnd. Magnús var bóndi og sjómaður, fæddur 1840 og uppalinn í Engey, einn fjórtán barna Magnúsar Eyleifsson- ar (f. 1797, d. 1857) frá Skiidinga- neskoti og Ingunnar Gunnarsdóttur (f. 1798, d. 1846) frá Hlíðarhúsum Erfidiykkjur Glæsileg kaffí- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUCLEIÐIR IIÓTEL LÖFTLEIDIH börn þeirra eru Birna Hrönn og Sigurður; Signhild- ur hjúkrunarfræð- ingur, f. 24.9. 1957, gift Úlfi Óskarssyni skógfræðingi, Sól- heimum í Gríms- nesi, börn þeirra eru Sölvi, Helga og Kári. Eftir að Unn- ur systir Helgu lést tók Helga að sér Rafn Arild Jónsson, f. 22.1.1953, systur- son sinn. Rafn Arild er húsasmiður í Noregi, kvæntur Solvár Jóns- son og börn þeirra eru Stig Morten, Unni og Line. Helga lauk gagnfræðaprófi árið 1949 og vann við. verslun- ar- og prentsmiðjustörf þar til hún og Sigurður hófu sambúð. Árið 1957 byggðu Helga og Sigurður íbúðarhúsið á Tómas- arhaga 41 og áttu þar heima alla tíð síðan. Helga sá um heimilið og uppeidi barnanna og jafnframt annaðist hún aldr- aða og sjúka ættingja og tengdafólk. Árum saman var hún í fullu starfi við að gæta barnabama sinna. Síðustu tutt- ugu árin starfaði Helga sem sjálfboðaliði á vegum Kvenna- deildar Rauða kross íslands á sjúklingabókasafni Borgarspít- alans. Hún var jafnframt félagi í Kvenfélagi Neskirkju. Útför Helgu Magnúsdóttur verður gerð frá Seltjarnarnes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. en þau stunduðu búskap og sjósókn í Engey sína samverutíð. Elsti son- ur Magnúsar Magnússonar og Sig- urbjargar Jóhannesdóttur var Jón (f. 1869, d. 1921). Kona hans var Ragnhildur (f. 1870, d. 1948), dótt- ir Einars Guðmundssonar bónda á Heggsstöðum í Andakíl og Stein- þóru Einarsdóttur af Seltjamar- nesi. Ragnhildur var uppalin hjá föðurmóður sinni, Helgu Salomons- dóttur á Háhóli á Mýrum. Jón Magnússon maður Ragnhildar var sjómaður, þau hjón bjuggu í Lamb- hól og áttu saman níu börn. Elsti sonur þeirra var Magnús Helgi. Ungur kvæntist hann Sigur- línu dóttur hjónanna Ebenezers Helgasonar f. 1854 og Ingibjargar Gunnarsdóttur f. 1857. Ingibjörg var frá Gullberastaðaseli, fjalljörð í Lundarreykjadal, en ættir Ebenez- ers stóðu við Breiðafjörð. Hann var sjómaður og verkamaður, þau hjón- in bjuggu í húsi sínu við Lindargötu í Reykjavík og gátu ekki hvort án annars lifað, dóu því hvort á eftir öðru sumarið 1938. Magnús Helgi og Sigurlína bjuggu í Lambhól. Hann var prentari að iðn, lengi for- maður Hins íslenzka prentarafé- lags, ötull verkmaður hvort heldur var við blýsetningu ellegar í kjara- baráttu félaga sinna, margar átti hann vinnustundirnar frameftir kvöldi, oft uns roðaði af nýjum degi. Heimilið var því í höndum hans góðu konu Sigurlínu og verkaskipt- ing ekki umtalsvert ójöfn. Aðalleik- vangur systranna var kringum fisk- verkafólkið sem starfaði í Þormóðs- staðahverfmu á vegum Alliance fé- lagsins. í brenniríinu stóðu brákug- ir nafnlausir karlar yfir gríðarmikl- um kötlum og bræddu lýsi sem fyllt var á trétunnur til útflutnings. Kon- ur með skýlur í þykkum pilsum bogruðu við ker og vöskuðu fiskinn sem síðan var breiddur á reiti og tekinn saman á kvöldin og stakkað. Forstjóri stöðvarinnar átti kýr í fjósi og reiðhest á Þormóðsstöðum og verkafólkið, sem þar bjó í húsaþyrp- ingum, annaðist líka skepnurnar háns; sjálfur stjáklaði hann um svæðið með flibba og harðan hatt, bragðaði á lýsinu til þess að meta verð. Loftið var mettað athafnasemi rísandi borgar hins vinnandi manns, það var Reykjavík, borgin hennar Helgu með ungum skólum, vaxandi verslun og sífjölgandi götuvitum. Systurnar ungu tóku þátt í störfum fullorðna fólksips, þær snerust fyrir móður sína og Ragnhildi ömmu sína, sem var ekkja í Lambhól í 27 ár, en þær konurnar tóku heim fisk til þess að þurrka og fengu sín laun fyrir af útgerðarfélaginu. Einar, föðurbróðir systranna, bjó í Lamb- hól með fjölskyldu sinni, hann var langa ævi kokkur á togara og sigldi á fyrri stríðsárunum með saltfisk til Miðjarðarhafslanda og kom heim með Spánarvín og Commander síg- arettur í skrautlegum málmöskjum sem síðan voru notaðar undir fjöl- skylduljósmyndimar. Helga, yngsta Lambhólssystirin, var ekki eftirbát- ur systra sinna, lærði snemma að taka til hendi öðrum til hjálpar. Unglingur fór hún í fylgd elstu systur sinnar í sveit til frændfólks síns að Skarði í Lundarreykjadal, þær sigldu saman yfir flóann uppí Borgarnes, síðar fór Helga sumar- stúlka í sveit til sömu systur sinnar sem þá var orðin húsfreyja og barnamóðir fyrir austan fjall og hafði í mörg horn að líta. Þær voru samheldnar systurnar fjórar á hveiju sem gekk. Sumarstúlkan Helga varð full- þroska ástfangin kona, hennar út- valdi var Sigurður Björnsson, kall- aður Siddi. Þau fóru brúðkaupsferð til Parísar, þaðan fékk lítil systur- dóttir Helgu senda mynd af brúð- hjónunum brosandi í sólskini á götu heimsborgarinnar; brosið á mynd- inni varði allt líf þeirra hjóna úti við Skeijafjörð. Með myndinni fylgdi smágert líkan af sexeyki, gulllitum vagni með hvítum hestum fyrir, einsog því sem Loðvík sext- ándi ferðaðist í fyrir stjórnarbylt- inguna frönsku. Heimkomin úr brúðkaupsför reistu Helga og Siddi sér heimili við Tómasarhaga, steinsnar frá Lambhól, gamla aldan .reis og hneig fyrir landi með sínu hljóði, æðarfuglinn úaði á vorin og með birtingu á vertíð létu grá- sleppukarlarnir úr vör og lögðu net sín úti við skerin. Lengi vel nam Sæfellsjökull við himin sjálfan í ijarska, en borgarsmiðirnir unnu sitt verk, byggðin þéttist og Jökull- in hvarf sýnum. Hjónin Helga og Siddi voru heimakær, áttu fallegt heimili þar sem hrein ára var í öndvegi og breytt eftir því sem horfði til heilla landi og þjóð hvort heldur var að láta eftir gott handverk eða virða sögu og skáldskap í bókum okkar bestu skálda. Þau hjón bárust ekki á, auður þeirra var hið innra. Þau fóru margar ferðir að sjá landið sitt og um önnur lönd og álfur til þess að öðlast lífsfyllingu sem þau veittu fólkinu sínu heima hlutdeild í. Þau heilluðust ung af sýn á Snæ- fellsjökul og komu sér upp smáhýsi á Snæfellsnesi í ijóðri í landi Breiða- bólstaðar á Skógarströnd. Annan bústað áttu þau við Apavatn í Grímsnesi og ætíð voru þau og börn þeirra aufúsugestir að Neðra- Apavatni, heimili Ingibjargar Ebbu, elstu systur Helgu. Otal sinnum lögðu þau hjónin því heimili lið með einum eða öðrum hætti. Siddi var af skagfirskum og færeyskum ætt- um, farsæll meistari sem vandaði hvert handtak, var virkur íþrótta- maður, ástsæll meðal allra sem nutu verka hans, en lést langt um aldur fram á páskum 1993. Þau hjónin komust vel af við atvinnu hans, verka hans sér víða stað í þéttbýlinu á suðvesturhorni lands- ins. Helga konan hans, móðursystir mín, sinnti heimili þeirra alfarið, óbundin af herópi samtímans um útiverk og völd kvenna. Á æsku- árum nutu börnin þeirra forsjónar foreldra sinna sem best má verða og bera þess sannarlega merki í sínu dagfari. Eftir lát Unnar, systur Helgu, naut sonur Unnar og Jóns ' Rafns Oddssonar skipstjóra, sömu umhyggju og atlætis á heimili þeirra Helgu og Sidda sem þeirra eigin börn. Hann heitir Rafn Arild Jónsson og var á fermingaraldri er móðir hans lést, um tvítugt fór hann til Noregs þar sem hann á nú heimili og fjölskyldu. Ógleyman- leg er umhyggja Helgu fyrir móður sinni sem var ekkja í 24 ár og bjó í rúman áratug ár á hæðinni fyrir ofan Helgu og Sidda á Tómasar- haga, en var sín síðustu ár á Vífils- stöðum þrotin að heilsu en hjartað var sterkt og andinn óbilugur. Börn Helgu og Sidda voru um stundir í sumardvöl í sveit hjá Ingibjörgu Ebbu, systur Helgu, og þegar við systkinin leituðum úr Grímsnesi suður menntaveginn féll í hlut Sig- urlínu ömmu okkar og Helgu og Sidda á Tómasarhaga að veita okk- ur skjól og vernd í húsi sínu. Aldr- ei verður fullþakkaður skilningur þeirra og stuðningur jafnt á náms- tíma sem seinni ár. Helga sparaði hvergi sporin þangað sem hún fann að sín var þörf meðal vina, ekki síst til minni- máttar sem áttu sinn stað að ein- hveiju leyti utan við heiminn. Þeim gaf hún tíma sinn, fótatak hennar var þeim gleðisöngur, bros hennar hamingja, návist hennar var þeim lífið sjálft. Auður hennar var sú lífs- viska að frelsarinn er ekki boðskap- ur heldur sú vera að gjöra öðrum allt það sem maður vill að aðrir gjöri manni sjálfum. Þessvegna var hún elskuð og sínum nánustu ljós í heimi. Hún var ættrækin og trygg landinu sínu einsog systur hennar, þijár fóru þær saman í vandlega skipulagðar ferðir á ættarslóðir undanfarin sumur og ætluðu enn aftur. Helga var ökumaðurinn sem vant var, svo oft létti hún vinum leiðir með því að stýra bíl. Hún stundum snögg uppá lagið, stökk jafnvel uppá nef sér og vissi ekki sitt ijúkandi ráð, en var sáttfús í góðum málum og lífgaði samveru- stundir með glöðum hlátri, kunni manna best að velja umræðuefni við hæfí viðmælenda sinna. Helga var góð kona í ævafornri merkingu orðanna, vinur vina sinna, ljúfust hjálparhella þegar á bjátaði, góður félagi jafnt í mannfagnaði sem und- ir fjögur augu. Aðall hennar var góðvild sprottin af skynsemi og ósíngirni og næmu fegurðarskyni sem hún þröskaði með því að setja hið innra ofar hinu ytra. Vinum gaf hún jarðveru sína sem nú er brugð- ið. Hraðstíg gengur hún á ljóssins vegum, tilgerðarlaus í fasi, hávaxin og fijálsmannleg, skarpleit en fín- gerð, björt á svip með blik í glettn- um augum undir dökku lífmiklu hári, dregur svolítið hælana einsog hún var vön til þess að við þekktum fótatakið. Við söknum þín, Helga. Þökkum þér ótalda þræði í okkar brigðulu von, trú og kærleika. Vit- um að þú átt góða heimvon og ást- vinum að mæta. Blessuð sé minning þín. Guðrún Ása Grímsdóttír. Kveðja frá systkinunum í Lambhóli Það voru sams konar hugsanir sem komu upp í huga okkar systkin- anna er okkur voru færðar þær dapurlegu fréttir að Helga móður- systir væri dáin. Þetta getur ekki verið satt. En, jú, við höfum óþyrmi- lega verið minnt á hve lífíð er óút- reiknanlegt. Okkar kæra frænka hafði dáið skyndilega af heilablóð- falli á heimili sínu á Tómasarhagan- um. Hún sem alltaf var svo hress þegar við hittum hana. Við systkinin höfum þekkt Helgu frá blautu barnsbeini. Hún og fjöl- HELGA MA GNÚSDÓTTIR skylda hennar bjó á Tómasarhagan- um, aðeins steinsnar frá æskuheim- ili okkar í Lambhóli, og var mikill samgangur á milli fjölskyldnanna alla tíð. Þessi samgangur hefur haldist, þótt við systkinin höfum eitt af öðru flutt burt frá Lambhóli. Við kynntumst fljótt hvaða ein- stakan mann Helga móðursystir hafði að geyma. Hún var einstak- lega hjálpfús og greiðasöm kona, glaðlynd, traust og góð heim að sækja. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd, sagði sína mein- ingu ef svo bar undir, en var þó sáttasemjari og „diplomat“ sem hafði lag á að gera gott úr öllum vandamálum sem upp komu. Við sjáum á eftir einstakri konu sem var okkur mjög kær og við komum til með að sakna hennar ákaflega mikið. Á þessari stundu hellast yfir okk- ur minnngarnar um Helgu frænku. Við minnumst jólaboðanna hjá Helgu og Sidda á jóladag en þau voru óijúfanlegur hlutí jólahaldsins á æskuárum okkar. Við minnumst þess er við mættum alla laugar- dagsmorgna á Tómasararhagann til að horfa á teiknimyndirnar í kanasjónvarpinu á sunnudags- kvöldum til að horfa á Bonansa. Við minnumst ótal samverustunda í fjölskylduboðum, heimsóknum, ferðalögum og við margs konar önnur tækifæri. Helga var dóttir hjónanna Sigur- línu Ebenezersdóttur húsmóður, ættuð úr Lundarreykjadal, og Magnúsar H. Jónssonar prentara frá Lambhóli. Hún ólst upp ásamt systrum sínum þremur, Ragnhildi móður okkar, Ingibjörgu Ebbu og Unni sem lést árið 1966. Helga var þeirra yngst. Hefur alla tíð verið mjög kært á milli þeirra systra. Missir þeirra Ingibjargar Ebbu og mömmu er mikill. Þær sjá ekki bara á eftir systur, heldur einnig mikilli vin- konu. Það leið nánast ekki sá dag- ur, sérstaklega eftir að Siddi dó, að mamma og Helga hittust ekki, eða töluðust ekki við í síma, nema hvoru tveggja væri. Þær eru orðnar ófáar ferðirnar sem þær hafa farið saman í gegnum tíðina. Á kvenfé- lagsfundi í Neskirkju, í Rauða kross ferðir og ýmsar aðrar ferðir. Þær systur, mamma, Helga og Ingibjörg Ebba, hafa einnig verið duglegar við að ferðast saman hérna innanlands undanfarin ár og nú við andlát Helgu myndast tóma- rúm í systrahópinn sem ekki verður fyllt. Helga frænka var lánsöm í þessu lífi. Hún giftist ung Sigurði Björns- syni (Sidda), húsamíðameistara frá Vífilsstöðum, og var samband þeirra mjög traust og gott alla tíð. Þau áttu saman þijú börn, tengdaböm og fimm barnabörn sem nú syrgja sárt elskulega móður, tengdamóður og ömmu. Þau hjón tóku einnig að sér systurson Helgu, son Unnar, Rafn Arild (nú búsettur í Noregi) er Unnur lést og ólu hann upp sem sinn eigin. Helga var heimavinnandi hús- móðir og sinnti hún því hlutverki með miklum sóma. Hún starfaði á vegum Rauða krossins þar sem hún var félagi, m.a. við bókaútlán á Borgarspítalanum. Hún var alltaf mikil félagsvera og hafði yndi af því að umgangast fólk. Aðdáunar- vert var hversu dugleg hún var að heimsækja og hlúa að sjúkum vin- um sínum og ættingjum. Vendipunktur í lífí Helgu varð er Siddi lést eftir erfið veikindi í apríl 1993. Hún var hans helsta stoð og stytta í veikindum hans, en dauði hans var henni mjög þung- bær. Nú er hún komin til hans og er það kannski einhver huggun harmi gegn. Elsku Sævar, Bjössi og Signhild- ur, Úlfur og Sigurbjörg, og böm. Megi Guð almáttugur veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Sigurlína, Sylvía, Kristján, Magnús, Jóhannes, Auður og Unnar. Gæfa og gjörvuleiki, það eru þau hugtök sem mér eru efst í huga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.