Morgunblaðið - 24.01.1996, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.01.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 37 þessa dagana, þegar ég hugsa til þín, Helga. Gæfa þín var að vera gædd þeim jákvæðu eiginleikum og hugarfari sem þú hafðir og sem þú þroskaðir með þér umfram marga aðra góða kosti. Ég man enn þann dag er við hittumst fyrst. Það var í maí 1960. Þú sast á móti mér, og mér varð starstýnt á þig. Þú varst svo falleg, og þessi birta yfír þér sem er svo sjaldgæf í kringum fólk. Okkar leiðir lágu þá saman í gegnum íþróttir eiginmanna okkar, eins og oft síðar á ævinni. En á milli okkar myndaðist sú vinátta sem aldrei bar skugga á öll þessi ár. Það er slík vinátta sem stendur upp úr, er eitthvað sem enginn tek- ur frá manni, og gefur lífínu þann lit og gildi sem við leitum öil eftir hér í þessu lífi. Skilningur þinn og umhyggja fyrir þeim sem minna mega sín voru einstök. Ef einhver var veikur eða átti bágt, þá varst þú alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd, og gafst þér tíma til þess. Og þess hafa fjölskylda þín og vinir notið í ríkum mæli. Andleg verðmæti, göngutúrar í náttúrunni með Sig- urði, leikhúsferðir og lestur góðra bóka voru þér meira virði en verald- leg gæði. Þetta voru þeir hlutir sem þú naust ríkulega og ósjaldan rædd- um við okkar á milli um hvað við værum að lesa hveiju sinni. Hjónaband ykkar Sigurðar var einstakt, og einkenndist af gagn- kvæmri virðingu, hlýju og skilningi á þörfum hvors annars. Það voru ófá ferðalögin sem við hjónin fórum öll saman í utan lands og innan, og var oft glatt á hjalla hjá okkur. Eða þegar okkur fannst of langt síðan við höfðum hist, og við hringdum okkur saman til að fara út að borða og spjalla. Já, það er margs að minnast þegar maður lít- ur yfír farinn veg og minningarbrot- in hrannast upp. Það væri efni í heila bók að tína það til allt saman. Eftir lát Sigurðar komu erfið ár hjá þér því sá sem hefur átt mikið miss- ir mikið, en alltaf kom þitt jákvæða viðhorf og manngildi fram í lífssýn þinni, að hver maður verður að taka því sem á hann er lagt, og þú barst sorg þína af þeirri reisn sem þér var svo eiginleg. Ég tel það mín forréttindi að hafa eignast vináttu þína og kveð þig með söknuði og trega. Að lokum viljum við Einar votta fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Aðalheiður Guðmundsdóttir. Mér brá óneitanlega er Halla vin- kona hringdi til mín í vinnuna 11. janúar síðastliðinn og tilkynnti mér lát vinkonu okkar Helgu Magnús- dóttur. Helga hringdi í mig 3. janúar sl. og töluðum við saman lengi. Áður en við kvöddumst ákvað hún að saumaklúbburinn okkar skyldi hitt- ast núna í janúar. Við höfum hald- ið hópinn síðan 1949 er við útskrif- uðumst úr Gagnfræðaskóla Austur- bæjar við Lindargötu. Helga varð fyrir þeirri þungbæru sorg að missa eiginmann sinn Sig- urð Björnsson 7. apríl 1993. Hann var einstaklega góður eiginmaður, faðir og afí. Helga og Sigurður voru alveg sérstaklega samhent i einu og öllu. Heimilið þeirra var hlýlegt og notalegt. Þar leið öllum alltaf vel. Við vinkonurnar fundum oft hversu sárt hún saknaði Sigurð- ar. Helga okkar var sterkur og gefandi persónuleiki, hlý, skilnings- rík, traust og góð, og það má segja að hún hafi verið stólpinn í sauma- klúbbnum okkar. Halla og Helga voru mjög samrýmdar og átti Halla stóran þátt í að létta henni stundim- ar með ýmsu móti. Börnum sínum var Helga ljúf rrióðir og barnabörn- in dáðu hana. Oft var hún langdvöl- um fyrir austan í Grímsnesinu hjá Signhildi dóttur sinni til að rétta hjálparhönd. Einnig komu bama- börnin oft til ömmu á Tómasarhag- ann til að gista, þar áttu þau gott athvarf. Það dreifði huga hennar mikið að hafa alltaf nóg að gera. Helgu þótti mikill styrkur í að Sæv- ar sonur hennar bjó í sama húsi. Alltaf var hann tilbúinn að hjálpa henni, ef með þurfti. Sömu sögu má segja um Signhildi og Bjöm. Samband Helgu við fjölskyldu sína var alla tíð mjög náið og hafa þau öll átt ríkan þátt i að létta henni stundimar. Ég vil kveðja elsku vinkonu mína með þökk fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman í áraraðir. Hennar er sárt saknað. Ég votta fjölskyldu hennar samúð mína og bið góðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Ég veit að Sigurður hefur tekið á móti Helgu sinni með útbreiddan faðminn og sínu fallega og góðlát- lega brosi. Guð veri með þér, elsku vinkona. Sofðu rótt. Þín vinkona, Ása. Það em aðeins nokkrir dagar síð- an við vinkonurnar löbbuðum niður Laugaveginn, fórum á kaffíhús og áttum skemmtilegar samvemstund- ir eins og svo oft áður. Hvemig átti það að hvarfla að mér að þetta væra okkar síðustu samverustund- ir, elsku Helga mín? Hvað lífið get- ur verið hverfult og óútreiknanlegt, ég sem hélt að við ættum eftir að gera svo marga ánægjulega hluti saman. Minningamar streyma fram. Ég kynntist Helgu í gamla Ingi- marsskólanum, þegar við vomm 16 ára gamlar. Fljótlega tókst með okkur vinátta, vinátta sem alla tíð síðan hefur haldist og aldrei fallið skuggi á. Helga var yndisleg manneskja, hún kunni að umgangast fólk, var einstaklega raungóð, jákvæð, skemmtileg og átti auðvelt með að sjá skoplegu hliðarnar á tilvemnni. Við Helga vomm saman í sauma- klúbbi frá því að við voram ungar stúlkur ásamt Ellu, Önnu, Ásu, Kiddý og Lilju. Það verður aldrei fyllt skarðið sem komið er í vin- kvennahópinn eftir fráfall Helgu en við emm lánsamar að eiga afar dýrmætar minningar. Þá langar mig að rifja upp að þegar við saumaklúbbssystur héldum upp á 45 ára gagnfræðingaafmæli okkar, hittumst við heima hjá Helgu og skemmtum okkur vel við að rifja upp skoplegar sögur frá liðnum tíma. Þá var dyrabjöllunni hringt og úti stóð sendill með yndislega fallegan blómvönd. Blómvöndurinn var til okkar allra í tilefni dagsins, frá Signhildi dóttur Helgu. Þetta var okkur vinkonunum ógleyman- leg stund og hugulsemin snart okk- ur djúpt. Þær voru ófáar sumarbú- staðaferðirnar sem við fórum sam- an, leikhús og kvikmyndahús sótt- um við reglulega, ekki síst eftir að Helga missti Sidda sinn fyrir tæpum þremur ámm eftir erfíð veikindi. Helga og Sigurður vom mjög sam- rýnd hjón. Þau höfðu yndi af ferða- lögum og eyddu m.a. dijúgum stundum bæði í sumarbústað á Skógarströndinni og við Apavatn. Helga var frændrækin og alla tíð reyndist hún bæði ættingjum og vinum afar vel. Hún átti þijár syst- ur, Hildi, Ebbu og Unni, og það var Helgu mikið áfall þegar Unnur syst- ir hennar dó langt fyrir aldur fram. Þá sýndi Helga vel hversu þroskuð, sterk og góð manneskja hún var en hún stóð sem klettur við hlið Unnar þar til yfír lauk. Helga átti eftir að reynast fleiram stoð og stytta í veikindum og má þar nefna ótal ferðir sem hún fór á Vífilsstaði til að heimsækja og sinna móður sinni veikri, en hún reyndist henni yndisleg dóttir alla tíð. Til margra ára vann Helga gott starf með kvenfélagi Rauða kross- ins við að heimsækja sjúklinga og færa þeim bækur. Félagsskapurinn við kvenfélagskonurnar var henni mikils virði. Helga ræktaði svo sannarlega garðinn sinn, hún var yndisleg amma og hafði mikla ánægju af að umgangast bamabömin sín en þau sóttu í að heimsækja ömmu sína. Börnum sínum og tengdabörn- um var hún bæði vinur og félagi og er missir þeirra mjög mikill. Elsku Sævar, Bjössi, Signhildur, tengdaböm og bamaböm, megi Guð styrkja ykkur og blessa í þess- ari þungu raun. Farðu í friði, elsku vinkona. Gættu vináttunnar ekkert er fegurra á jörðinni engin huggun betri í jarðnesku lífi vini geturðu tjáð hug þinn allan og veitt honum fyllsta trúnað. Halla Nikulásdóttir. Við Helga hittumst fyrst árið 1962 á sumardegi á Búðum á Snæ- fellsnesi. Þau voru þar Helga og Sigurður með bömin sín þijú. Við busluðum í sjónum því mjög hlýtt var í veðri. Það varð líka birta og hlýja sem einkenndi samskipti og vináttu okkar æ síðan. Mikil tengsl voru vegna fijálsíþróttastarfs eigin- manna okkar, ásamt öðmm góðum félögum. Árið 1970 tókum við ásamt öðmm að rækta upp Vals- hamarsána á Skógarströnd. Við urðum böm í annað sinn. Þetta var alveg nýtt fyrir okkur, að setja seiði í ána og fylgjast með framvind- unni. Og þótt veiðin yrði aldrei mikil, vora þessar stundir ómetan- legar á þessum fallega stað. Helga og Sigurður nutu þess sérstaklega að dvelja á Skógarströndinni, einnig eftir að leigutíminn var útmnninn og ekki lengur hægt að reyna við laxinn. Þegar áfall varð í lífí mínu árið 1976, fann ég best hvað vinátta þeirra og stuðningur var mikils virði. Oft leitaði ég til Helgu á Tóm- asarhagann. Við fómm í göngutúr og allt varð betra en áður. Þegar ég fann hamingjuna aftur samfögn- uðu Helga og Sigurður því, og átt- um við saman ánægjulegar stundir. Dætur mínar þakka einnig fyrir allt, sem þau vom þeim. Það varð mikið áfall, þegar Sig- urður lést árið 1993 eftir stutt en erfíð veikindi. Helga hefur eflaust átt margar erfiðar stundir, því varla var hægt að hugsa sér samrýndari hjón. Það sem einkenndi Helgu var sérstök fórnfýsi og umhyggja fyrir ættingjum sínum, það var henni sjálfsagður hlutur. Einnig það að auðga anda sinn við lestur góðra bóka, fara í leikhús og ferðast. Síðastliðið haust fórum við Helga okkar síðustu ferð á Skógarströnd. Við upplifðum gamla töfra, líkt og tíminn stæði kyrr. Það er erfítt að sætta sig við að þessar ferðir verði ekki fleiri. Ég vil trúa því, að við munum jjanga saman á annarri strönd. Eg vona að æðmleysi og styrkur Helgu verði einnig styrkur bama hennar, bamabarna, ættingja og vina. Kristín Pálmadóttir. Hún Helga er dáin - voru skila- boðin, sem bámst okkur sjúkravin- um á Sjúkingabókasafni Borgar- spítalans fimmtudaginn 11. janúar. Eins og svo oft áður gerði dauðinn ekki boð á undan sér, enda brá okkur ónotalega. Hún Helga, sem alltaf var svo hress og kát. Skammt er síðan við áttum ánægjulega kvöldstund með henni og vissum þá ekki annað en að hún gengi heil til skógar, en enginn ræður sínum næturstað. Á nýliðnu hausti var bókasafnið flutt milli hæða, af 7. hæð niður á 6. hæð. Það var talsverð vinna í sambandi við þetta, og þar lét Helga sitt ekki eftir liggja frekar en venju- lega. Hún var afkastamikil og alltaf boðin og búin að hlaupa í skarðið og taka vaktir eða skipta ef þess var þörf. Þessi sjúkravinahópur á Borgar- spítalanum hefur starfað saman um langt árabil og verið mjög samhent- ur, svo kunningjatengslin em allná- in. Það er því sárt að kveðja ljúfa samstarfskonu eftir margra ára samstarf, við munum sakna Helgu. Hennar er gott að minnast. Börnum, tengdabömum, bama- börnum og öðrum vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Við þökkum Helgu samfylgdina og biðjum henni Guðs blessunar. Sjúkravinir á Sjúklinga- bókasafni Borgarspítala. KRISTJAN JÓNSSON + Kristján Jóns- son var fæddur á Hallsstöðum á Fellsströnd í Dala- sýslu 18. maí 1910. Hann andaðist á Borgarspítalanum aðfaranótt 6. jan- úar síðastliðinn. Kristján var annað barn lijónanna Elínar Jóhönnu Jó- hannsdóttur, f. 1888, d. 1970, og Jónasar Kristjáns- sonar, f. 1879, d. 1955. Systir Kristj- áns var Þóra, f. 1908, d. 1922. Ungur fluttist Kristján ásamt foreldrum sínum og systur á Hellu í sömu sveit. Hann stund- aði þar búskap allt þar til móðir hans lést en þá fluttist hann til Reykjavíkur og þar eyddi hann síðustu æviárum sínum. Útför Kristjáns hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Hann Diddi minn er dáinn. Mig langar að minnast hans með nokkram orðum en ég veit ekki hvar ég á að byrja. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn en það kemst ekki alla leið á blaðið. Ég var bara pínulítið kríli þegar ég kom vestur til Didda og nöfnu minnar. Því miður á ég engar minningar um hana því ég var svo lítil þegar hún lést. Eftir andlát hennar fluttum við til Reykjavíkur, mamma, Diddi og ég. Mínar fyrstu minningar em frá því þegar við voram nýkomin í Sörlaskjólið til Hönnu og ég fór út að labba. Ég rataði að sjálf- sögðu ekki heim enda bara þriggja ára. Diddi hljóp um allt hverfí og fann mig loks úti í mýri, hágrát- andi. Það var ekki í fyrsta skipti sem Diddi leitaði að mér og svo sannarlega ekki í það síðasta. Hann Diddi var ákaflega bamgóður maður. Hann var endalaust að gera eitt- hvað fyrir mig, fara með mig í bíó og í leik- húsið. Honum fannst eflaust ekki eins gam- an og mér að sjá sömu' myndina aftur og aftur en hann fór samt með mig. Og þó hann væri þreyttur eftir vinnudaginn hafði hann tíma til að leika við mig eða spila við mig þó ég kynni eiginlega ekkert að spila. Þegar ég varð eldri var svo gott að geta leitað til Didda ef eitthvað var að. Mínir sigrar urðu hans sigr- ar og mínar sorgir urðu hans sorg- ir. Hann var svo stoltur af mér þegar ég varð stúdent og glaður yfír því að Maggi, maðurinn minn, hafði beðið hann um leyfí til að ' trúlofast mér í veislunni. Ég hafði ekki hugmynd um það því Diddi var ekki að segja frá. Eitt af því sem einkenndi Didda var að hann hugsaði fyrst um aðra og síðan um sjálfan sig. Hann vildi láta hafa sem minnst fyrir sér enda bað hann um að útförin hans yrði gerð í kyrrþey. Hann var líka nýtinn og sparsamur og gerði oft grín að því að ég væri eyðslukló, það væri ekki hægt að senda mig út í búð því ég kæmi aldrei með krónu heim. Og svo fannst honum ég vera helst til of gjafmild á það sem ég átti. Það hefur samt ræst úr mér sem betur fer. Sennilega er það honum að þakka. Nú þegar þú, Diddi minn, ert dáinn finnst mér svo erfitt að segja það sem.býr í bijósti mér. Þú varst mér alltaf svo góður og ég veit að á þig alltaf í hjarta mínu. Mig lang- ar bara til að segja að lokum, elsku Diddi, mér þykir svo mikið vænt um þig. Þín Elín. KRISTIN G UÐMUNDSDÓTTIR + Kristin Guðmundsdóttir fæddist í Miðdal í Kjós 22. janúar 1907. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 17. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 23. jan- úar. OKKUR langar með fáeinum orð- um að minnast Kristínar ömmu, sem er látin. Það er erfítt að sætta sig við fréttirnar sem pabbi færði okkur sl. miðvikudag, þegar hann hringdi og sagði að amma væri dáin, þó við vissum að það kæmi að þessu, sérstaklega þar sem amma hafði verið heilsulítil síðustu mánuðina. Þótt Kristín amma sé farin frá okkur, eigum við góðar og ánægju- legar minningar um hana. Minn- ingar um yndislega ömmu, sem var alltaf gaman að heimsækja og fá nýbakaðar pönnukökur hjá eða eitthvert annað bakkelsi. Eftir- minnileg eru einnig jólaboðin hjá ömmu og afa í Breiðagerði, þegar öll fjölskyldan kom saman á jóla- dag. Amma var alltaf jákvæð, ánægð og aldrei heyrðist hún kvarta yfir neinu. Hún sýndi alltaf áhuga á því sem við höfðum fyrir stafni hverju sinni. Við emm þakklát fyrir þær fáu stundir sem við áttum með ömmu og afa síðastliðið sumar. Þó amma hafi verið heilsulítil hafði hún samt orku til að spjalla við okkur. Eins og oft áður ræddum við um það af hveiju sumt fólk flytur til ann- arra landa, burt frá fjölskyldum sínum. Amma var með ákveðna skoðun á þessu og við vitum að hún meinti það innilega þegar hún sagði að hún vildi hafa fjölskylduna sína hjá sér. Ömmu leið alltaf vel þegar hún var með fjölskylduna í kringum sig og sérstaklega þegar langömmubörnin komu í heimsókn. Amma hafði alltaf gaman af böm- um og það var gaman að sjá bros- - ið hennar og andlitið ljóma þegar hún fylgdist með Eiríki Rúnari príla í kringum rúmið hennar. Þó hún hafi átt erfitt með að hreyfa sig, skynjaði hún samt nærveru hans, og hafði orð á því hvað litlir strákar hefðu alltaf gaman af því að príla um allt. Við munum ætíð geyma minn- ingarnar um Kristínu ömmu og emm þakklát fyrir að hafa átt yndislega ömmu. Elsku Magnús afi, pabbi og. mammá, Gréta og Haddi, Ema og Gunnar og fjölskyldur. Þó að við séum langt í burtu,' er hugur okkar hjá ykkur og við hugsum hlýlega til ykkar allra, um leið og við biðj- um góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erfíðu tímum. Hrönn, Ásgeir Þór og Eiríkur Rúnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.