Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMIIMGAR
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 39
hinn eini sanni kvenhestur og hent-
aði mér því ágætlega. Enda var sú
raunin.
Allir sem þekktu afa vissu um
orðhittni hans og þá hæfileika að
gefa hlutunum nýjan lit. Hefur
þetta aukið orðaforða okkar sem
umgengust hann og annað slagið
heyrist alltaf: „Eins og afi seg-
ir . . . “
Afi átti sína hijúfu skel og gat
verið orðhvatur en flest áttum við
greiða leið undir skelina þar sem
bjó elskandi maður með mikla um-
hyggju fyrir fjölskyldu sinni. Hann
var mikill persónuleiki sem ætíð var
gaman að hlusta á. Nú vildi ég að
ég geymdi allar hans sönnu sögur.
Eg finn ekki fyrir sorg heldur
eigingirni yfir að hafa misst slíkan
afa en um leið er ég þakklát fyrir
allar okkar samverustundir og bý
að þeim alla ævi.
Við ykkur elsku mamma, móður-
bræður og fjölskyldur segi ég: Ver-
ið ekki sorgmædd, hann er kominn
til ömmu.
Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir.
Genginn er nú yfir til betri heima
minn gamli og góði vinur, Elías
Kr. Kristjánsson. Ekki get ég látið
hjá líða að minnast með nokkrum
orðum þessa einstaka manns, sem
gaf mér svo mikið og var svo góður
félagi og vinur. Við kynntumst lík-
lega fyrst sumarið 1958 þegar for-
eldrar mínir fluttu í Kópavoginn.
Elli, eins og hann var oftast kallað-
ur, eiginkona hans Ingibjörg Finn-
bogadóttir og það sem eftir var
heima af börnunum, höfðu fyrir
stuttu flutt í nýtt hús sem þau
byggðu í Hlégerðinu. Við áttum
heima í húsinu beint á móti við
götuna, en þarna á nesinu var þá
verið að byggja sem mest á þessum
árum. Elli hafði byggt sér stóran
bílskúr við húsið sitt, og þar rak
hann nú bifreiðaverkstæði sitt
ásamt öllu tilheyrandi. Kársnesið,
fjaran og sjórinn voru nú heldur
betur land ævintýranna hjá okkur
krökkunum. Þarna voru óbyggð
holt og móar, og mikið af gijóti,
lyngi og mosagjótum. Þó að mikill
tími færi í leiki og útivist í félags-
skap jafnaldranna þarna, þótti mér
ekki síður áhugavert og spennandi
að fá að koma inn á bílaverkstæðið
hjá Ella. Það var segin saga að allt-
af tók Elli vel á móti slíkri heim-
sókn, talaði við þann stutta og leyfði
að fylgst væri með því sem þar var
að gerast. Fór fljótlega að bera við
að Elli kallaði undan bílnum, heyrðu
Garðar Hólm, geturðu ekki rétt mér
skrúflykil númer þetta eða hitt, eða
töngina með flata kjaftinum. Elli
hafði einatt þann sið með menn sem
hann þekkti eða nágranna, að finna
á þá ný nöfn eða bæta viðurnefni
við þeirra eigin nöfn. Alltaf kallaði
hann mig Garðar Hólm, og ekki
man ég eftir að mér þætti það neitt
óþægilegt. Seinna komst ég að því
hvaðan nafnið var komið en það
breytti svo sem engu. Þetta var
allt vel meint hjá Ella, hann hafði
svo geðfelldan húmor fannst mér,
fylgdist alltaf vel með náunganum
og okkur krökkunum.
Það var á margan hátt sérstakt
að búa þarna i þessu umhverfi.
Þegar skólinn gaf sitt jólafrí, hóf-
umst við þegar handa við að safna
í áramótabrennu. Það sem var puð-
að, borið í litlu fangi eða dregið á
eftir sér í brennuna, að ímynda sér
núna hvað mikið var á sig lagt til
að gera brennuna sem stærsta.
Staðurinn var á auðu lóðinni á ská
á móti Ella, við hliðina á húsinu
heima. Alltaf fylgdist Elli vandlega
með þessu, kom oft út og hjálpaði
okkur með stóra hluti þegar þeir
voru dregnir að og gaf okkur góð
ráð við að hlaða köstinn. Ég man
vel eftir fyrsta gamlaárskvöldinu
þegar kveikja átti í. .Við strákarnir
vorum heldur betur brattir við að
reyna það, en það vildi eiginlega
ekkert loga. Elli var ekki ljarri frek-
ar en áður, og allt í einu var hann
kominn með brúsa til okkar sem
hann skvetti úr, og svo annan brúsa
og fór þá heldur að magnast eldur-
inn. Þetta var ógleymanlegt, og svo
öll blysin og raketturnar og hvellirn-
ir. Eftir á að hugsa, þá voru þarna
saman komnir flestir aða allir íbúar
götunnar, og hvað fólkið skemmti
sér vel og var í góðu skapi.
Elli og Ingibjörg hugsuðu vel um
garðinn sinn, ræktuðu hann vel,
settu niður tré og blóm. Ekki var
síðri myndarskapurinn þegar reist
var girðing um lóðina, „solid“ og
falleg, með hlið út að götunni.
Ósjaldan mátti sjá Ella úti í garði
með sláttuvélina og klippurnar, allt
var vel hirt og þeim til sóma. Árin
liðu við leik og störf, oft kom ég á
verkstæðið til Ella og hélt upptekn-
um hætti, fór sjálfur að bauka eitt
og annað við hjól og skellinöðrur,
og allt var það sjálfsagt hvað Ella
varðaði, þó að oft hljóti að hafa
reynt á þolrifin í honum. Elli gaf
góð ráð í viðgerðum og var alltaf
tilbúinn að hjálpa. Þegar Elli fór í
bæinn að kaupa varahluti fékk ég
ósjaldan að fara með. Við spjölluð-
um um hitt og þetta og ekki var
ónýtt að fá að sjá um gírskipting-
arnar, því bíladellan og áhuginn
fyrir vélum og tólum sagði til sín.
Óft töluðum við um daginn og veg-
inn á verkstæðinu, og þeir sem þar
unnu. Elli hafði sínar skoðanir á
hlutunum: „Góði gættu vel að því
hvaða starf þú velur þér um ævina,
farðu alls ekki í bílaviðgerðir, það
er tóm vitleysa. Þetta er ekkert
nema kostnaðurinn. Farðu heldur í
pípulagnir eða rafvirkjun, þá ertu
alltaf að vinna í annarra manna
húsnæði, í annarra manna_ hita og
hefur auk þess betra kaup. í þessum
bílaviðgerðum er allt undir lagt,
tómur skítur allt í kring um mann.
Maður verður að stórvara sig á að
eyðileggja ekki húsgögnin, gólf-
teppin, bílinn sinn og sjálfan sig
með.“ Allt var þetta nú samt sagt
í þeirri glettni sem einkenndi Ella
svo mjög, og vandalaust var að lesa
milli línanna. Elli losnaði eiginlega
ekki við mig af verkstæðisgólfinu
fyrr en undir tvítugt, en þá fór ég
á sjóinn (í annarra manna húsnæði
og annarra manna hita).
Elli og Ingibjörg fluttu síðar í
Hafnarfjörðinn, seldu húsið sitt fal-
lega I Hlégerðinu og voru með því
að minnka við sig, enda öll börn
þeirra flutt út og farinn að búa. í
þau 26 ár sem liðin eru síðan leiðir
okkar skildu að mestu, höfum við
þó oft hist, talast við í síma og
heimsótt hvor annan. Eftir að ég
flutti utan að landi til Reykjavíkur,
gáfust fleiri tækifæri en áður til
að hittast. Elli bjó þá ennþá á Álfa-
skeiðinu í Hafnarfirði, þá fyrir all-
mörgum árum orðinn ekkjumaður.
Hann var þó ekki einn, því Guð-
björg og synirnir litu til með honum
og fylgdust með hvernig hann hefði
það. Elli átti alltaf sinn bíl og ók
um eins og áður, það var honum
nauðsynlegt. Oft hafði hann orð á
því við mig, að ekki væru allir mjög
tillitsamir í umferðinni, en ef ég set
bara upp hattinn, gengur allt bet-
ur. Elli hafði nú ekki mikið fyrir
stafni á þessum tíma, hafði þó ver-
ið við vinnu fram undir þetta. Hon-
um hálfleiddist aðgerðarleysið og
fór nú svo að ég fór að koma við
hjá Ella og taka hann með mér í
styttri túra í minni vinnu, á Suður-
nesin og jafnvel norður yfir heiðar.
Alltaf var Elli jafn skýr í kollinum
og mundi flest frá liðnum árum.
Verst var að heymin var farin að-
gefa sig, svo að samræðumar
gengu ekki alltaf eins greiðlega og
áður fyrr. Ekki mátti neitt hafa
fyrir honum, erfitt var að fá að
gefa honum kaffi eða eitthvað að
borða í ferðunum, en oftast tókst
nú að lempa eitthvað ofan í minn
mann þegar við settumst inn ein-
hvers staðar. Síðustu árin bjó Elli
á Hrafnistu í Hafnarfirði. Héldum
við uppteknum hætti þegar færi
gafst en ferðirnar voru þá styttri.
Ein síðasta ferðin sem ég fór með
Ella í bæinn var nú í desember síð-
astliðnum, hann þurfti að endurnýja
happdrættismiðana sína hjá Há-
skólanum. Hann sagði mér þá að
þetta yrði í síðasta sinn sem hann
ætlaði að endurnýja, hann hefði
hvort eð er aldrei unnið neitt, en
það gerði ekkert til. Heyrnin var
nú orðin ansi léleg hjá honum síð-
ustu misserin, og heilsan farin að
dala mikið, en alltaf var samt gamli
góði karakterinn þarna fyrir innan,
sem gaman var að hitta og ná sam-
bandi við.
Ég veit að aðrir, sem betur til
þekkja um ætt og uppruna Ella,
munu skrifa um hann hér, en EIli
lést 17. janúar sl. að Hrafnistu í
Hafnarfirði. Ég veit að hann hafði
lifað viðburðaríka ævi á umbrota-
tímum íslensks þjóðfélags, og svo
sannarlega mundi hann tímana
tvenna, frá moldarkofum til glæsi-
húsa okkar tíma, fátækt til velsæld-
ar á þessu okkar blessaða landi.
Ég bið nú góðan Guð að taka vel
á móti honum og veita honum verð-
ugan sess, þar sem hann hittir
gengna ástvini og félaga frá fyrri
tíð. Takk fyrir allt og allt Elli minn.
Megi góður Guð styrkja synina
og dótturina, svo og alla fjölskyld-
una, ættingja og vini sem nú sjá á
bak Elíasi, sem reynst hefur þeim
vel svo lengi.
Garðar Sigurvaldason.
t
Ástkær fóstri minn og uppeldisbróðir
okkar,
KRISTJÁN JÓNASSON
frá Hellu
á Fellsströnd,
andaðist í Borgarspítalanum þann
6. janúar sl.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Elín Jóna Gunnarsdóttir,
Magnús Ólafur Óskarsson,
Anný L. Guðmundsdóttir,
Jóhanna Tryggvadóttir.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
STEFÁNJÓNSSON
fyrrv. bifreiðastjóri,
Grænumörk 5,
Selfossi,
sem lést 16. janúar sl., verður jarðsung-
inn frá Selfosskirkju fimmtudaginn
25. janúar kl. 13.30.
Sigrún Ólafsdóttir,
Jenný D. Stefánsdóttir, Þórarinn Björnsson,
Steinar Stefánsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Gunnar B. Guðmundsson, Helga Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HILDIGUNNUR GUNNARSDÓTTIR (Stella)
frá Helluvaði,
Jórufelli 10,
Reykjavík,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. janúar.
Anna Gunnarsdóttir, Jón Arnar Sigurjónsson,
Kristinn Gunnarsson,
Ásdís Gunnarsdóttir,
Gunnar S. Gunnarsson, Anna Jóhanna Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Elskuleg systir okkar og mágkona,
BRYNHILDUR
STEINGRÍMSDÓTTIR,
Lindasíðu 2,
Akureyri,
lést á heimili sínu að kvöldi laugardags-
ins 20. janúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 30. janúar kl. 13.30.
Þórhildur Steingrímsdóttir,
Tómas Steingrimsson,
Ragnhildur Steingrímsdóttir, Sigurður Karlsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
UNA JÓHANNESDÓTTIR
frá Gaul,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 21. janúar.
Útförin verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 26. janúar
kl. 14.00.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KARL KRISTJÁN KARLSSON
stórkaupmaður,
sem andaðist að kvöldi 16. janúar,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar
kl. 13.30.
Ingvar Jónadab Karlsson,
Guðrún Soffía Karlsdóttir,
Hildur Halldóra Karlsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnbarnabarn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jóhanna ÁRNÝINGVALDSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
í dag, miðvikudaginn 24. janúar,
kl. 13.30.
Jóna Fríða Leifsdóttir,
Svanhildur Leifsdóttir,
Kristján I. Leifsson,
Halldór Leifsson,
Ásta Sólrún Leifsdóttir,
Birgir Guðmannsson,
Þorvaldur S. Hallgrímsson,
Margrét Björnsdóttir,
Anna Rósa Sigurgeirsdóttir,
Gestur Ó. Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innnilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og systur,
SVANHILDAR GUÐBJARGAR
SIGURÐARDÓTTUR,
Stífluseli 6.
Helga Hákonardóttir, Þór Garðarsson,
Hildur Hákonardóttir, Þorgeir Guðmundsson,
Magnús Hákonarson,
barnabörn og systkini.