Morgunblaðið - 24.01.1996, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
IVIIIMIVIINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur hlýhug og vináttu við and-
lát og útför
INGU EIRÍKSDÓTTUR KÚLD,
dvalarheimili aldraðra,
Seljahlíð,
Reykjavík.
Davíð Sigurðsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Lokað
Lokað í dag frá kl. 13-16 vegna útfarar
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, fyrrverandi verslun-
arstjóra.
Ellingsen hf.
ÞURIÐUR SVA VA
ÁSBJÖRNSDÓTTIR
+ Þuríður Svava Ásbjörns-
dóttir fæddist á Dísarstöð-
um I Sandvíkurhreppi 30. mars
1933. Hún lést á Borgarspítal-
anum 13. janúar síðastliðinn og
fór útförin fram frá Keflavík-
urkirkju 19. janúar.
ELSKU amma Svava.
Ég vil þakka fyrir árin sem ég
var hjá þér. Ég var ekki orðin
tveggja ára þegar ég kom í pössun
til þín. Þú varst ekki alvöru amma
mín heldur dagmamma með mörg
böm, en við kölluðum þig öll ömmu
Svövu og Gústa manninn þinn afa.
Hjá þér var gott að vera, þú varst
góð og hlý en líka ákveðin og það
þurfti stundum með allan þennan
bamahóp. Mér fannst mest gaman
að fá að sulla í eldhúsvaskinum
og það léstu oftast eftir mér og
ég man hvað mamma var hissa,
þegar hún kom snemma að sækja
mig einn daginn og ég stóð á stól
bara á nærbuxunum og sullaði á
fullu svo að það gusaðist út um
allt, en þú varst fljót að sannfæra
mömmu um að þetta væri í lagi;
að þú hefðir leyft mér þetta. Ég
man eftir okkur að dansa í kringum
jólatréð og að jólasveinninn kom
og hvað það var gaman þegar
Svava kom til að vera hjá þér, en
hún var eldri en ég og mér fannst
svo spenanndi að fá að vera með
henni. Þegar ég hugsa um þessi
ár finnst mér eins og alltaf hafi
verið sól og gott veður og það seg-
ir mér hvað mér leið vel hjá þér.
Við kynntumst líka sorginni
þegar Gústi litli dó, en hann var
bamabamið þitt og í pössun hjá
þér, eins og við, og þú fékkst það
erfiða hlutverk að láta okkur skilja
af hveiju Gústi litli kæmi ekki aft-
ur og af hveiju við gætum bara
ekki sótt hann til Guðs.
Árin liðu og ég stækkaði og fór
í skóla, en þar sem ég átti ekki
heima langt frá þér kom ég í heim-
sókn til þín öðru hvoru og varð svo
glöð þegar þú fórst að passa litla
frænda minn í smátíma í fyrra og
þá kom ég til þín og það var gam-
an._
Ég kveð þig nú, elsku amma
Svava mín, með söknuði í hjarta,
en ég veit að Gústi litli hefur tekið
á móti þér hjá Guði og nú færð
þú að passa alla litlu englana sem
era á himnum. Blessuð sé minning
þín. Ég sendi öllum aðstandendum
samúð mína.
María Hauksdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ttAOAUGL YSINGAR
Rafeindavirki
Við leitum að góðum manni í framtíðarstarf
við ýmiss konar viðgerðir og afgreiðslustörf
sem fyrst. Snyrtimennska og glaðleg fram-
koma nauðsynleg.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl.
fyrir 30. janúar, merktar: „íhlutir - 17655.“
Fullum trúnaði heitið og öllum svarað.
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa.
Vaktavinna.
Sjúkraliðar
Óskum að ráða sjúkraliða í 50% starf á hjúkr-
unardeild nú þegar. Vinnutími frá kl. 8-12.
Sjúkraliði óskast í fullt starf á hjúkrunardeild
fyrir heilabilaða.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri
í síma 552 6222.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
Hvernig fara Danir að?
Meint brot forsætisráðherra í starfi er rann-
sakað og upplýst og leiðir til afsagnar. Síðan
kjósa Danir hann á Evrópuþingið. Bókin
Skýrsla um samfélag upplýsir um meint lög-
brot æðstu embættismanna íslendinga,
þögn og aðgerðarleysi. Útg.
Prentvél til sölu
Til sölu er lítil prentvél af gerðinni Rotaprint
R 45 K, árgerð 1988, frekar lítið notuð.
Prentar í yfirstærð af A-4. Heppileg í ýmis-
konar smáprent. Hagstætt verð.
Upplýsingar í prentsmiðjunni.
Eyjaprent/Fréttir ehf.,
Vestmannaeyjum,
sími 481 3310.
Iðnaðar- eða lagerhúsnæði
Til leigu á Súðarvogssvæðinu er ca 250 fm
húsnæði á jarðhæð með stórum innkeyrslu-
dyrum. Lofthæð 4 metrar. Aðkoma mjög góð.
Langtímaleiga möguleg.
Upplýsingar í símum 552 9856 og 853 4504.
Ármúli 24-til leigu
dcdco
raramm mcDm
Rafkaup
mmm
■
f-
Til leigu 288 m2 skrifstofuhúsnæði á 3. hæð.
Bjart og nýinnréttað. Skiptanlegt í smærri
einingar. Tilbúið til afhendingar 15. febrúar.
Upplýsingar gefur Óskar í síma 568 1574.
Landsvirkjun
Útboð
Leiðiskóflur og legur
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í
viðgerðir og breytingar á leiðiskóflum og
endurnýjun á slífum skóflubúnaðar Kaplan-
hverfla í Steingrímsstöð, í samræmi við út-
boðsgögn SÓG-04.
Verkið felst í að sækja og afhenda á vinnu-
svæði Steingrímsstöðvar leiðiskóflur o.fl. úr
tveimur hverflum stöðvarinnar og fram-
kvæma á þeim ýmsar breytingar.
Skiladagara verksins eru mánudaginn 29. apríl
1996 fyrir fyrri hverfilinn, en þriðjudaginn
10. september 1996 fyrir seinni hverfilinn.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík,
frá og með miðvikudeginum 24. janúar 1996
gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3.000
m/vsk. fyrir hvert eintak.
Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir
kl. 12.00 þriðjudaginn 13. febrúar 1996 og
verða þau opnuð þar sama dag kl. 14.00.
Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera við-
staddir opnunina.
Jólakortahappdrætti
Dregið hefur verið í jólakortahappdrætti fé-
lagsins 1995 og kom vinningurinn, málverk
eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur, Horft
yfir borgina, á nr. 292.
Styrktarfélag vangefinna.
KALAKfundur
íNorræna húsinu
Kristian Poulsen, grænlenskur blaðamaður
og rithöfundur, heldur fyrirlestur á dönsku á
vegum KALAKS og Norræna hússins mið-
vikudaginn 24. janúar 1996 kl. 20.30 um
frumbyggja Ameríku - Inúíta og Indjána.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Veitingastofan opin í hléinu.
Grænlensk-íslenska félagið KALAK.
Hörgshlíð 12
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
□ HELGAFELL 5996012419 VI
2 Frl.
□ GLITNIR 5996012419 I 1
FRL ATKV.
I.O.O.F. 7 = 1770124872 = N.K.
I.O.O.F. 9 = 177124872 = N.K.
9.0
REGLA MUSTERJSRIDDARA
A RM Hekla
//§fjp\\ 24.1. - VS - MT
ÉSAMBAND ÍSLENZKRA
7KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í kvöld kl. 20.30
í Kristniboössalnum.
Haraldur Guðjónsson segir frá
kristiboösmóti í Hollandi.
Hugleiðing: Susie Bachmann.
Allir velkomnir.
FERÐAFI
@> ÍSLAl-
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Miðvikudagur 24. janúar
kl. 20.30
Félagsfundur um skipu-
lagsmál Hveravalla
Stjórn Ferðafélagsins boðar fé-
lagsmenn sína til áríðandi fundar
um skipulagsmál Hveravalla i
dag, miövikudaginn 24. janúar,
kl. 20.30 ífélagsheimilinu, Mörk-
inni 6 (stóra sal í miöbyggingu).
Framsögumenn verða Páll Sig-
urðsson, forseti F.Í., og Haukur
Jóhannesson, varaforseti F.(.
Fjölmennið.
Sýnið féiagsskírteini.
Ferðafélag Islands.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Lofgjörð, bæn og biblfulestur
i kvöld kl. 20.00.
Raeðumaöur Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.